Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 * Islendingar geta sótt um lukkuleyfi BORGURUM allmargra landa, þar á meðal íslands verður gefið tæki- færi til þess að sækja um svokallað AA-1 innflytjendaleyfi til Banda- ríkjanna, sem einnig hafa verið nefnd „lukkuleyfin“ (The Visa Lott- ery), en á fjárhagsárinu 1994 eða frá 1. október 1993 til 30. septem- ber 1994 verður 40 þúsund slíkum leyfum úthlutað til borgara 33ja landa. Samkvæmt þátttökureglum, sem Menningaarstofnun Bandaríkjanna hefur látið frá sér fara eru umsókn- ir ekki gildar milii ára og því verða þeir, sem sóttu um í fyrra að sækja aftur um hafi þeir enn áhuga. Um- sóknartímabil er frá 2. mars til 31. mars og skal vélrita eða rita umsókn- ir með skýrum prentstöfum og senda á til: AA-1 Program, P.O. Box 1994, Dulles, VA 20199-1994, U.S.A. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík veitir frekari upplýsingar um um- sóknir þessar, en sérstakar reglur gilda um umsóknarblaðið og hvað þar á að koma fram. Þetta er í þriðja skipti sem lukkuleyfi eru veitt. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Litadýrð í Grindavík Að venju gerðu krakkarnir á leikskólanum í Grindavík sér dagamun á öskudaginn og komu grímu- klædd í Leikskólann. Búningarnir voru fjölbreyttir og litríkir og þekkja mátti margar sögupersón- ur sem börnin kannast við. Annríki á öskudaginn SAMNINGUR í SÍÐUSTU viku undirrituðu forráðamenn VÍS og Innkaupastofnunar samning um að félagið tryggði um eitt þúsund bifreiðar og bifhjól ríkisins. Á myndinni eru standandi f.v. Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri hjá VÍS, Jón Þór Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍS, og Guðmund- ur I. Guðmundsson, skrifstofusljóri hjá Innkaupastofnun. Við borðið eru f.v. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og Ásgeir Jóhannesson, forsljóri Innkaupastofnunar. VIS tryggir um eitt þúsund ríkisbifreiðar GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Innkaupastofnunar rikisins og Vátryggingafélags íslands (VÍ S) um að félagið annist ábyrgð- artryggingar bifreiða og bifhjóla f eigu ríkissjóðs og stofnana hans. Samningurinn er gerður í fram- haldi af útboði Innkaupastofnun- ar fyrir hönd ríkissjóðs. Yfirmaður útflutning's- skrifstofu Japansí heimsókn YFIRMAÐUR útflutnings- skrifstofu Japans í Osló, sem skammstafað er JETRO og er stytting á „Japanese Ext- ernal Trade Relation Offiee“, hr. Fumio Inui, er væntanleg- ur til íslands og skipuleggur Utflutningsráð heimsókn hans hingað til lands. Inui kemur til fslands 28. febrúar og heldur af landi brott 8. mars næstkomandi. Erindi hans hingað til lands er að ræða við viðskiptaaðila Japana á íslandi. Hann ætlar að kynnast hér aðstæðum og hefur m.a. óskað eftir að skoða jarðhitaorkuver. Útflutnings- ráð ætlar og að halda opinn fund með Fumio Inui miðviku- daginn 3. mars klukkan 09:30 á skrifstofu Útflutningsráðs, þar sem fyrirtækjum, sem áhuga hafa á viðskiptum við Japan verður boðið að koma og hlýða á hvað JETRO hefur upp á að bjóða. Þetta er í þriðja sinn sem Inn- kaupastofnun býður út ábyrgðar- tryggingar ríkisbifreiða og hefur VIS (áður Samvinnutryggingar) ávalit fengið samninginn. Fyrsti samningurinn var undirritaður árið 1985, annar árið 1988 og nú hefur hann verið undirritaður í þriðja sinn. Samningurinn er til tveggja ára með ákvæði um framlengingu til eins árs, sé honum ekki sagt upp. Undir hann falla tæplega eitt þúsund bifreiðar og bifhjól en heildarverð- mæti samningsins er áætlað um 44 milljónir. Þetta er langstærsti ein- staki samningur um bifreiðatrygg- ingar hér á landi, samkvæmt upplýs- ingum frá VÍS. BÖRN um allt land gerðu sér dagamun á öskudag- inn, klæddu sig í furðu- föt, sungu fyrir verslun- areigendur og slógu köttinn úr tunnunni. Öskudagurinn hefur orð- ið að æ stærri viðburði hjá krökkunum í Eyjum síðustu ár og hefur þeim sem klæða sig í ýmsa búninga og ganga um bæinn fjölgað ár frá ári. Líklega hafa krakk- arnir aldrei verið fleiri en á miðvikudag og þrátt fyrir kulda og éljaveður létu þau það ekki aftra sér í að flakka um bæinn og syngja. Klukkan þijú var kötturinn sleginn úr tunnunni á Stakkagerðistúni en að því loknu var diskótek í Félags- heimilinu. Krakkar á leikskólum Selfoss hafa það sem fastan lið að fara á öskudag um bæinn og syngja fyrir versl- unarfólk og þiggja að laun- um góðgæti. Þannig fóru krakkar af leikskólanum Ásheimum og sungu fyrir Guðna bakara og starfsfólk hans og fengu að launum kleinuhringsbita sem allir kunnu vel að meta. Hvar sem farið var mátti sjá krakka á ferð klædda í hina skringilegustu búninga, hressa I bragði með daginn og tilbreytinguna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eyjakrakkar í furðubúningum Eyjakrakkar fjölmenntu í bæinn á öskudaginn, klæddir ýmsum furðubúningum, og sungu í verslunum. Fyrir vikið fengu þó eitt- hvert smáræði, sælgæti, límmiða eða eitthvað annað og voru allir ánægðir með sinn hlut. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sælgætisköttur sleginn úr tunnu Á Selfossi færist það í aukana með hveiju árinu að börn klæðist furðufötum og mæti til þess að slá köttinn úr tunnunni. Reyndar er sælgæti í tunnunum sem barðar eru utan og mikill atgangur þegar því er dreift til viðstaddra. UNDARLEGT FRÉTTAMAT eftir Jón Sæmund Sigurjónsson Á baksíðu Morgunblaðsins fímmtudaginn 25. febrúar sl. gat að líta flennistóra fyrirsögn þess efnis að spamaður í lyfjakostnaði hefði ekki tekist sem skyldi. Stærð þessarar fyrirsagnar bendir til þess að hér sé stórfrétt á ferðinni og er hún af þessu að dæma metin til jafns við frétt á forsíðu með jafn stórri fyrirsögn þar sem aðilar innan EB krefjast innflutn- ingsbanns á þorski og ýsu. Er nú Bleik brugðið og ekki bara af þessum sökum. Hér á árum áður er Sovétríkin voru í fullum blóma var jafnaðar- lega tilkynnt um áætlunartölur næstu fímm ára áætlunar í bú- skapnum þar. Þar gat að líta áform um að skara fram úr Bandaríkjunum á hinum og þess- um sviðum að fimm árum liðnum og var farið með þessar áætlanir eins og þær væru þegar orðnar sannar með tilheyrandi hugljómun íslenskra sósíalista og alþýðu- bandalagsmanna. Morgunblaðið gerði óspart grín að þessum til- burðum sem vonlegt var, enda var þessi óskhyggja óraunhæf með öllu og þótti hvergi frétt að hún gekk aldrei eftir. Eins hefur það hingað til heldur ekki þótt nein frétt, þótt mismunandi raunhæfar áætlunartölur fjárlaga hafi ekki staðist í gegnum árin. Það sem er hins vegar frétt, sem á skilið veglega fyrirsögn á „Morgunblaðið gerði óspart grín að þessum tilburðum sem vonlegt var, enda var þessi ósk- hyggja óraunhæf með öllu og þótti hvergi frétt að hún gekk aldrei eftir. Eins hefur það hingað til heldur ekki þótt nein frétt, þótt mismunandi raunhæfar áætlunartölur fjárlaga hafi ekki staðist í gegn- um árin.“ Jón Sæmundur Siguijónsson útsíðu Morgunblaðsins, er að kostnaðarþróun í lyfjaútgjöldum hefur verið snúið um tvö ár aftur í tímann. Með aðgerðum heilbrigð- isráðuneytisins hefur þjóðarbúinu verið spöruð útgjöld á þessu sviði sem nemur rúmum einum millj- arða króna. Einungis um 200-300 milljónir króna af þessum sparn- aði er hægt að skýra með aukinni kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Ef

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.