Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Lýgur meira en hann m.... Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Mög'uleikhúsið: Geiri lygari. Handrit og söngtextar: Pétur Eggerz. Sönglög: Ingvi þór Kormáksson. Leikstjórn: Bjarni Ingvarsson. Leikmynd og búningar: Leikhópurinn. í búðinni hjá Sigvalda kaup- manni kennir margra grasa. Hann er einn af þessum fágætu, yndislegu kaupmönnum á hom- inu, sem selur títupijóna og ha- framél, lyftiduft og húsamáln- ingu — og allt þar á milli. Ef viðskiptavininn vanhagar um eitthvað, pantar Sigvaldi það bara frá hinum síglaða Matta. Hann afhendir vörurnar með bros á vör. Talar í bundnu máli og bjargar öllu sem bjargað verður. Það er mikið að gera í búð- inni hans Sigvalda og því þarf hann að hafa aðstoðarmann. Það er drengur nokkur sem Geiri heitir. En Geiri hefur bara einn stóran galla, sem er heldur til vandræða. Hann er svo óttalega lyginn. Þegar leikurinn hefst er Sigvalda farið að lengja nokkuð eftir Geira, sem hefur farið í örstutta sendiferð til að kaupa dagblað. Þegar hann loks snýr til baka, lýgur hann því að það hafi bara verið svo löng röð við blaðabúðina; hún hafi náð þrjá hringi í kringum húsið, í henni hafi verið að minnsta kosti þús- und manns. Það besta við lygar Geira er að þær eru nokkuð augljósar. Að minnsta kosti flestar. Þó lýgur hann meira en hann m...... Þegar Sigvaldi ákveður að geyma Geira í búð- inni og fara sjálfur að kaupa dagblað, fer þó næstum illa, þegar Jarþrúður gamla (fastur kúnni), er að versla. Hún sér varla handa sinna skil, fyrir sjóndepru, hvað þá í gegnum iygar Geira. En annríkið hjá Geira verður heldur meira en svo að hann megi vera að því að velta vöngum yfir því, vegna þess að þjófur er laus í bænum og auðvitað lítur hann inn í Sig- valdabúð, rétt á meðan Geiri er þar einn, bindur hann og keflar og rænir peningakassanum. Og aumingja Geiri, sem hefur kallað á lögguna til að handtaka Jar- þrúði; hafði logið því að hún væri dulbúinn þjófur. Þetta fer næstum því mjög illa. Geiri lygari er fjórða sýningin sem Möguleikhúsið setur upp til sýninga á leikskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Hún er bæði fjörmikil og skemmtileg. Text- inn er hnyttinn og nokkuð krefj- andi og söngvarnir bráð- skemmtilegir. í leikhópnum eru þau Pétur Eggerz, Bjarni Ing- varsson, Alda Amardóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson. Það var alveg ljóst af bömunum á Kvistaborg, þar sem hópurinn sýndi á mánudaginn, að þau stóðu með Geira, sem leikinn er af Stefáni Sturlu; alveg sama hversu lyginn hann er og hversu mörg skammarstrik hann gerir Geiri (Stefán Sturla Sigurjóns- son) felur sig fyrir þjófnum, sem hann veit ekki hvort er alvöru, eða einhver Iygin úr sjálfum sér, og löggan (Bjarni Ingvarsson) kemur honum til hjálpar. af sér. Það var þó ekki laust við að færi um þau, þegar skammarstrikin bitnuðu á Jar- þrúði gömlu, sem kom inn grá- hærð, en fór einhverra hluta vegna út bláhærð. Ups! Leikhópurinn er mjög vel samstilltur, sýningin þétt og heldur vel athygli smávaxinna áhorfenda. Sjálf var ég hrifnust af vinnu Öldu í hlutverki Jar- þrúðar. Jarþrúður er hálfkölkuð og vita sjónlaus og verður því skolli fyndin og Alda fylgir þess- um eiginleikum vel eftir með fótaburði, hreyfingum og í svip- brigðum. Leikmyndin er mjög vel unn- in, alger Ieikfangaútgáfa af matarbúð. Ég verð að játa, að mig langaði mest í búðarleik með vinkonum mínum þegar sýningunni var lokið. Og mér sýndist ég ekki vera ein um það. Stabat Mater 1 Bústaðakirkju A SKIRDAGSKVOLD klukkan 20.30 mun Kirkjukór Bústaða- kirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit flylja Stabat Mater eftir Pergulesi. Þetta er frægasta kirkjulega verk Pérgulesi, sem hann samdi skömmu áður en hann lést aðeins 26 ára gamall. Hann hafði verið beðinn að semja þetta verk fyrir bræðrareglu í Napólí og skyldi þetta nýja verk leysa af hólmi eldra verk eftir Ales- sandro Scarlatti. Það hafði þá verið flutt á föstudeginum langa um árabil. Sagt er að Francesco Feo, vinur og fyrrum kennari Pergolesis, hafi heimsótt hann þegar hann vann að verkinu. Aðkoman var heldur ömur- leg, því Pergolesi var heltekinn berklaveiki og lá fárveikur í rúmi sínu. Var hann með verkið í höndun- um næstum fullgert. Pergolesi lést nokkrum dögum síðar, eða 16. mars árið 1736, 26 ára gamall og var jarðsunginn í fá- tækrakirkjugarði. Stabat Mater segir frá pínu og dauða Jesú Krists og þykir áhrifa- mikið verk. Það hefur verið flutt í kirkjum víða um heim á föstudaginn langa eða dagana á undan eða eftir. Pergulesi semur þetta verk þegar honum er sjálfum ljóst hvert stefni með líf sitt og hann líður þjáningar vega veikindanna. Sem fyrr segir mun Kirkjukór Bústaðakirkju flytja verkið á tónleik- um í Bústaðakirkju á skírdags- kvöldi. Stjórnandi kórs og 11 manna hljómsveitar er Guðni Þ. Guðmunds- son. Einsöngvarar verða Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir sópran, Elín Huld Árnadóttir sópran, Magnea Tómas- dóttir sópran, Erla Þórólfsdóttir sópran, Anna Sigríður Helgadóttir alt og Guðbjört Kvien alt. Á milli þátta mun sóknarprestur- inn, sr. Pálmi Matthíasson, lesa ís- lenska þýðingu Matthíasar Jochums- sonar á textanum auk lestra úr ritn- ingunni. Auk verksins Stabat Mater mun kórinn flytja negrasálma og Taize- söngva, sem nú njóta mikilla vin- sælda víða um heim. (Fréttatilkynning) Á skírdagskvöld mun Kirkjukór Bústaðakirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit flytja Stabat Mater eftir Pergulesi. Listhúsið Laugardal Húsgögn og málverk KRISTINN Brynjólfsson, innan- húsarkitekt, opnar sýningu, í dag miðvikudaginn 7. apríl í sýning- arsal Listagallerís í Listhúsinu í Laugardal á ýmsum húsgögnum sem hann hefur hannað og má þar til telja hin þekkta sófa „Wave“ sem hlotið hefur mikla viðurkenn- ingu fyrir glæsilegt og fágað útlit. Einnig mun hann sýna ýmis sér- stæð húsgögn frá Desform, en hann hefur sérhæft sig í að kynna ítalska hönnun hér á landi. Sýningin verður opin til 18. apríl og er opin alla daga nema páskadagana. Sama dag mun Hringur Jóhann- esson opna einkasýningu sína í mið- rými Listhússins. 1 Kfl 91 97fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IvVfalO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Neðri hæð á góðu verði í tvibhúsi v. Njálsgötu 3ja herb. neðri hæð um 70 fm. IMýl. eldhinnr. Reisul. steinh. Laus strax. Tilboð óskast. Glæsileg sérhæð í Hlíðunum neðri hæð rúmir 140 fm nettó. Allar innréttingar og tæki af bestu gerð. Forstherb. með sérsnyrtingu. Stórt geymslu- og föndurherb. í kj. Mjög góður bílskúr 28 fm. Glæsilegt raðhús við Melbæ m. 7 herb. íb. um 170 fm á tveimur hæðum. Innr. kj. um 85 fm. m. frábærri fjölskaðstöðu. Sérbyggður bílsk. Góð lán áhv. Hveragerði - einbhús - tilboð óskast Mjög gott sænskt timburhús um 120 fm auk bílsk. Ræktuð lóð. Laust fljótl. Skipti mögul. á lítilli íb. í borginni eða nágr. „Gamla“ húsnæðislánið kr. 5,0 millj. Ný og glæsil. 3ja herb. íb. 82,3 fm á 2. hæö á vinsælum stað í Graf- arv. Þvkrókur á baði. Fullgerð sameign. Laus fljótl. Á móti suðri og sól í Suðurhlíðum Kópavogs húseign m. 5 herb. íb. á tveimur hæðum og 2ja herb. íb. í kj. Stór og góður bílsk. Mikið útsýni. Ýmis konar eigna- skipti mögul. Tilboð óskast. Nýleg og góð með bílskúr V. Lyngmóa í Gbæ 4ra herb. goð íb. á 2. hæð tæpir 100 fm. Góður bílsk. Mikið útsýni. Vinsæll staður. Gott verð. Daglega leita til okkar fjársterkir kaupendur með margs konar óskir um fasteignaviðskipti. Sérstaklega óskast góð húseign með tveimur íbúðum. Ennfremur óskast 3ja-5 herb. íbúðir með bílskúrum og 2ja herb. íbúð með miklu húsnæðisláni. • • • Auglýsum á morgun. Opið á skírdag og laugardaginn kl. 10-16. AIMENNA FASTEIGNASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Einar Ingimundarson sýnir í Hveragerði Frá Grímsá, er eitt málverkanna sem Einar sýnir í Hveragerði. EINAR Ingimundarson málari úr Borgarnesi opnar mál- verkasýningu í Hveragerði á morgun, skírdag. Málverka- sýningin verður í félagsheimili Ölfusinga, við hliðina á Blóma- skálanum Eden. Höggmyndasýning í Gerðubergi MENNINGARMIÐSTOÐIN Gerðuberg mun standa fyrir skúlptúrsýningu síðsumars. Sýning þessi er liður í afmælis- haldi Gerðubergs, en menning- armiðstöðin varð 10 ára í mars síðastliðnum. Sýningarsvæðið verður torgið að norðanverðu, en á því er útilistaverk eftir Sigurð Guð- mundsson, anddyri hússins og gangstétt og garður að sunnan- verðu. Öllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka en jiriggja manna nefnd velur verkin. I nefnd- inni sitja fulltrúar skipaðir af Myndhöggvarafélagi íslands, Kjarvalsstöðum og Gerðubergi. Frestur til að skila inn hugmynd- um og teikningum að verkum er til 1. júní, en sýningin opnar á afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Á málverka- sýningunni sem er sölusýning verða olíumál- verk og eftir- prentanir. Myndefnið er sótt í Borgar- fjarðarhérað og á Snæfellsnes. Einar Ingi- mundarson hef- ur verið starf- andi húsamálari í 50 ár og hefur sinnt málaralistinni í frístundum sínum. Hann hélt fyrstu málverka- sýningu sína árið 1947 og sýndi síðast í Eden fyrir tveimur árum síðan. Málverkasýning Einars verður opnuð klukkan 14 á skírdag. Hún stendur til 12. apríl. Einar Ingimundarson. Reynimelur - 3ja 50,9 fm góö ósamþ. kjíb. Laus strax, Verö 3,8 millj. Kvistaiand - einbh. 1S5 fm eínbhús á einn! hæð ásamt 50 fm bflsk. 4 svefnherb. BHsk. nú innr. sem fb. Sumarbúst. - Grímsn. Ca 50 fm mjög fallegur nýr bústaður í Vaðneslandi. 3 svefnherb. Vatn og raf- magn. Kjarrivaxið girt land. Verð 3,8 m. L Agnar Gústafsson hrl.fi Eiríksgötu 4 Mólflutnings- og fasteignastofa Kristín Mjöll heldur tónleika í Listasafni Sigiujóns Ólafssonar Á SKIRDAG, fimmtudaginn 8. apríl klukkan 15, heldur Krist- ín Mjöll Jakobs- dóttir fagott- leikari tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafsson- ar. Leikin verða verk eftir Dut- illeux, Devienne og Hindemith, fyrir fagott og píanó. David Knowles leikur á píanó. Einnig verða leikin verk fyrir fagott og strengi eftir Stamitz og Francaix. Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Una Sveinbjarnar- Kristín M. Jakobs- dóttir fagottleikari. dóttir leika á fiðlur, Guðmundur Kristmundsson á lágfiðlu, Gunnhildur Halla Guðmunds- dóttir á selló og Einar Sigurðs- son á kontrabassa. Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam fagottleik hjá Sigurði Markússyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hélt utan til frekara náms haustið 1987 og lauk mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Þá stundaði Kristín Mjöll nám við Sweelinck Conservator- ium í Amsterdam og við Univers- ity of Cincinnati. Kristín Mjöll hefur starfað í Hong Kong síðan haustið 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.