Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Húsbréf og vaxtastig
"T Talur Valsspn, formaður banka-
V stjórnar íslandsbanka, sagði í
viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu-
dag, að hann sæi ekki efnahagslegar
forsendur fyrir umtalsverðri lækkun
raunvaxta á næstunni. Halli á ríkis-
sjóði færi vaxandi og ekki væru líkur
á auknum tekjum þjóðarbúsins. Af
þessum ástæðum kvaðst hann ekki
bjartsýnn á, að raunvextir mundu
lækka umtalsvert.
Hinn 24. marz sl. kynnti Seðla-
banki ísiands aðgerðir til þess að
stuðla að vaxtalækkun. Á blaða-
mannafundi af því tilefni kom fram
það sjónarmið Seðlabankans, að hús-
bréf hefðu ráðið mestu um vaxtastig
undanfarin tvö ár. Taldi bankinn af
þessum sökum ástæðu til að hvetja
ríkisvaldið enn á ný til þess að íhuga
framkvæmd, húsbréf akerfisins.
Það gildir einu, hvort rætt er við
atvinnurekendur, verkalýðsforingja,
stjómmálamenn eða bankamenn, all-
ir þessir aðilar eru sammála um
nauðsyn þess við núverandi aðstæður
í efnahags- og atvinnumálum að
lækka vexti. En jafnframt fer ekki
á milli mála, að vexti er ekki lengur
hægt að lækka með handafli. Þótt
fjármálamarkaðurinn á Islandi sé
vanþróaður er hann nógu þróaður til
þess að ráða ferðinni, þegar vaxta-
stigið er annars vegar. Þess vegna
hljóta stjómvöld að grípa til flóknari
aðferða en handaflsins til þess að
tryggja í raun lækkun vaxta á mark-
aði.
Af þeim sökum m.a. hefur athygl-
in beinzt að hinu ríkistryggða hús-
bréfakerfi, sem Seðlabankinn telur
eina helztu ástæðu fyrir háu vaxta-
stigi. Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra, sem hefur haft mesta
forystu um að koma húsbréfakerfinu
á, má hins vegar ekki heyra á það
minnzt, að eitthvað sé athugavert
við framkvæmd húsbréfakerfisins.
Hefði þó mátt ætla, að ráðherrann
væri opinn fyrir breytingum, að feng-
inni nokkurri reynslu af því í fram-
kvæmd. En svo virðist ekki vera, ef
marka má grein eftir félagsmálaráð-
herra, sem birtist hér í blaðinu 31.
marz sl.
Kjarni málsins varðandi húsbréfa-
kerfið eins og það er framkvæmt
hér, er auðvitað sá, að húsbréfin eru
með ríkisábyrgð. Ef ríkisábyrgð væri
ekki á bréfunum mundi kerfið eftir
sem áður vera grundvöllur húsnæðis-
lána í landinu en umsvifin áreiðan-
lega ekki jafn mikil og nú. Af ástæð-
um, sem eru illskiljanlegar virðist
félagsmálaráðherra ekki átta sig á
því, að á hveiju einasta húsbréfi, sem
gefíð er út, eru skattgreiðendur í
landinu ábyrgðarmenn. Þegar ráð-
herrann segir í grein sinni hér í blað-
inu, að „ríkið hafí ekki lánað kaup-
endum íbúða eina einustu krónu af
þessum 33 milljörðum, sem farið
hafa í húsbréf11, virðist ráðherrann
ekki gera sér grein fyrir hvað í slíkri
ábyrgð felst. Þeir fjölmörgu lands-
menn, sem hafa gerzt sjálfskuldar-
ábyrgðarmenn á lánum annarra á
undanförnum árum vita hins vegar
mæta vel, hv.að í slíkri ábyrgð felst.
Ábyrgð ríkisins á húsbréfum er ná-
kvæmlega sama eðlis. Ábyrgðin fell-
ur á skattgreiðendur, ef skuldarinn
greiðir ekki. Það má því sannarlega
segja um Jóhönnu Sigurðardóttur,
að hún „þekkir ekki grundvallar-
gangverkið í húsbréfakerfinu", svo
að vitnað sé til ásökunar hennar á
hendur blaðamanni Morgunblaðsins,
sem nýlega fjaliaði um húsbréfakerf-
ið hér í blaðinu.
Félagsmálaráðherra telur í grein
sinni, að þrátt fyrir 33 milljarða út-
gáfu húsbréfa á þremur árum hafí
meira en helmingur þeirrar upphæð-
ar verið svokölluð innri fjármögnun,
þannig, að „einungis 17 milljarðar
fóru því út á markaðinn á þessum
þremur árum til samanburðar við
22,5 milljarða á þriggja ára tímabili
’86 kerfisins". Þetta er væntanlega
rökstuðningur fyrir því, að húsbréfa-
kerfið hafi svo lítil áhrif á fjármagns-
markaðinn, að það geti ekki haft
ráðandi áhrif á vaxtastigið. Eru 6
milljarðar á ári í þijú ár lítil upphæð?
Jóhanna Sigurðardóttir á sæti í
ríkisstjórn, sem hefur barizt við að
halda fjárlagahallanum í skefjum frá
því að hún tók við völdum, en hann
hefur sveiflast á bilinu 5-10 milljarð-
ar. Ríkisstjórnin hefur lagt gífurlega
áherzlu á að draga úr þessum halla,
bæði á árinu 1991 og 1992 og nú á
þessu fjárlagaári. Hvers vegna?
Vegna þess ekki sízt, að þótt tölurn-
ar séu ekki hærri vega þær þungt á
fjármagnsmarkaðnum og ýta undir
vaxtahækkun. Jóhanna Sigurðar-
dóttir verður að horfast í augu við
þann veruleika, að þótt einungis sé
miðað við þær tölur, sem hún sjálf
gefur upp, eru þær svo háar, að þær
geta skipt sköpum um vaxtastigið í
landinu.
Um fátt er nú meira rætt en skuld-
setningu ’heimilanna. Upplýsingar,
sem komið hafa fram um skulda-
aukningu heimila benda ótvírætt til
þess, að lækkun raunvaxta um nokk-
ur prósentustig geti skipt sköpum
um afkomu fjölmennra hópa laun-
þega, ekki sízt hinna yngstu. Telur
Alþýðuflokkurinnþetta engu skipta?
Atvinnuleysi á Islandi er nú meira
en það hefur verið í aldarfjórðung.
Það kemur ekki sízt hart niður á
ungu fólki. Augljóst er, að varanleg
vaxtalækkun hér er öruggasta leiðin
til þess að koma hreyfingu á atvinnu-
lífið á nýjan leik og þar með að draga
úr atvinnuleysi. Telur Alþýðuflokk-
urinn og félagsmálaráðherra hans,
að þetta skipti engu máli? Það er
auðvitað yfirgengileg þvermóðska af
hálfu ráðherrans að vera ekki til við-
tals um nokkrar breytingar á hús-
bréfakerfinu, sem sannanlega á um-
talsverðan þátt í að halda uppi vöxt-
um og koma í veg fyrir varanlega
vaxtalækkun.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef-
ur ítrekað gefið fyrirheit og loforð
um aðgerðir til þess að lækka vexti.
En þetta eru innantóm loforð vegna
þess, að aðgerðir fylgja ekki í kjölfar-
ið. Ríkisstjórnin sjálf getur haft af-
gerandi áhrif á vaxtastigið með því
að draga úr fyrirsjáanlegum fjár-
lagahalla á þessu ári og með því að
gera ákveðnar breytingar á fram-
kvæmd húsbréfakerfisins. Það er
tími til kominn, að aðrir ráðherrar
geri félagsmálaráðherra grein fyrir
því, að ábyrgðarlaus leikur með hús-
bréfakerfíð er að kippa fótunum und-
an efnahags- og atvinnustefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Með skynsamlegum breytingum á
framkvæmd húsbréfakerfísins er
hægt að tryggja annars vegar hag-
kvæmt húsnæðislánakerfi og hins
vegar að stuðla að varanlegri raun-
vaxtalækkun, þótt þar þurfi að sjálf-
sögðu fleira að koma til.
Hæstiréttur sýknar Höfðahrepp af ábyrgðarkröfu Kaupfí
Samþykkt hreppsm
ógild því tryggmgar
HÆSTIRÉTTUR sýknaði nýlega Höfðahrepp af kröfu Kaupfélags
Húnvetninga um að hreppurinn teldist bera einfalda ábyrgð á skulda-
bréfi sem skipasmiðastöðin Mánavör seldi kaupfélaginu og hafði að
geyma yfirlýsingu sveitarstjóra um ábyrgð sveitarfélagsins. Aður hafði
verið samþykkt á hreppsnefndarfundi að hreppurinn gengi í ábyrgð
fyrir 600 þúsund króna skuldabréf fyrir fyrirtækið. Hins vegar höfðu
aldrei verið settar tryggingar fyrir ábyrgðinni eins og skylt er sam-
kvæmt sveitarstjórnarlögum, gangi sveitarfélag í einfalda ábyrgð fyr-
ir aðra aðila en stofnanir sínar.
Skömmu eftir samþykkt hrepps-
nefndarinnar ritaði sveitarstjóri
hreppsins á 700 þúsund króna
skuldabréf útgefið af Mánavör að
hreppurinn tækist á hendur sjálfs-
skuldarábyrgð á greiðslu þess.
Kaupfélagið greiddi Mánavör and-
virði skuldabréfsins í maí 1987 en
fyrirtækið varð gjaldþrota í febrúar
Skýrslu utanríkisráðherra dreift á Alþingi í gæ r
Vangaveltur um EB-aðild
eru fjarlægari en
í SKÝRSLU Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra til Al-
þingis; sem dreift var í gær, segir að vangaveltur um mögulega
aðild Islands að Evrópubandalaginu séu nú fjarlægari en áður, þar
sem næsta Iota aðildarviðræðna hefjist ekki á næstunni. í skýrsl-
unni segir jafnframt að Islendingar geti jafnvel þurft að taka upp
virkari utanríkisstefnu en hingað til, í þeim tilgangi að koma ár
sinni betur fyrir borð í alþjóðlegu samstarfi.
I inngangi skýrslunnar, sem ber
yfirskriftina „Utanríkisstefna á
vegamótum“, segir að Island standi
nú frammi fyrir umfangsmestu
endurskoðun á utanríkisstefnu sinni
frá því á síðari hluta fimmta áratug-
arins.
„Staða íslands hefur breytzt í
veigamiklum atriðum á örstuttum
tíma,“ segir þar. „Á tímum kalda
stríðsins tryggði lykilstaða landsins
í varnarsamstarfi íslendingum
áhrifastöðu í Evrópu langt umfram
það sem stærð landsins og fólks-
fjöldi gaf tilefni til. Við hinar
breyttu aðstæður verður ekki leng-
ur gengið að því vísu að tillit verði
tekið til íslenzkra hagsmuna í evr-
ópsku samstarfi. Samrunaþróunin
í Evrópu á hér einnig hlut að máli.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ís-
land muni ekki slást í hóp þeirra
EFTA-ríkja sem sótt hafa um aðild
að Evrópubandalaginu. Umsókn
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um
aðild að Evrópubandalaginu gerir
það áð verkum að þungamiðja norr-
æns samstarfs færist nær Brussel.
ísland á því á hættu að verða af-
skipt einnig í norrænu samstarfi."
fyrirári
Virkari utanríkisstefna
Áfram segir í innganginum:
„Þessum breytingum þurfa Islend-
ingar að mæta af fullri einurð.
Hvort heldur sjálfvalin einangrun í
tortryggni eða gagnrýnislaus und-
anlátssemi við volduga nágranna
eru óásættanlegir kostir; sem stuðla
myndu að jaðarstöðu Islands. Því
er óhjákvæmilegt að íslendingar
hafi sjálfir að því frumkvæði að
koma ár sinni betur fyrir borð í
breyttu alþjóðlegu umhverfi með
jafnvel virkari utanríkisstefnu en
hingað til. Haldi íslendingar hins
vegar að sér höndum, getur fátt
komið í veg fyrir að stefnumörkun
og ákvarðanir annarra ríkja hafí æ
meiri áhrif á utanríkishagsmuni
íslands í framtíðinni, hvort sem
íslendingum líkar betur eða verr.“
Reynt að blekkja
Hafiifirðinga
*
eftirÞorgils Ottar
Mathiesen
Miðbær Hafnarfjarðar hf. boðaði
skyndilega til blaðamannafundar
ásamt og með bæjarstjóranum í
Hafnarfírði þriðjudaginn 30. mars
sl. Efni fundarins var sagt vera
kynning á samkomulagi sem orðið
hefði á milli Miðbæjar Hafnarfjarðar
hf. og bæjarstjórans í Hafnarfirði —
ekki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar —
um hið umdeilda stórhýsi sem félag-
ið hyggst reisa í miðbæ Hafnarfjarð-
ar. í fjölmiðlum voru svo aðallega
höfð ummæli eftir bæjarstjóranum
um þær breytingar sem gerðar hefðu
verið á „millistigsteikningum bygg-
ingarinnar" eins og hann áður hafði
orðað það, enda virðist bæjarstjórinn
'aðaláhugamaður um hina miklu hæð
þessarar byggingar.
Á fréttamannafundinum var dreift
nýrri mynd og aðflugsmyndin fræga
ekki lengur notuð. Myndin er smekk-
lega lituð og ætlað að sýna sjávarsíð-
una í Hafnarfirði eins og hún kynni
að líta út yrði stórhýsið reist skv.
því samkomulagi sem lýst var á
fundinum. Byggingarnefnd Hafnar-
fjarðar voru svo fyrst kynntar teikn-
ingar af umræddri breytingu á fundi
nefndarinnar daginn eftir.
Hæð hússins er 25,55 metrar
Á litmyndinni má mjög vel sjá
Þorgils Óttar Mathiesen
„Hvaða samráð hefur
verið haft við forystu-
menn Byggðarverndar
til þess að reyna að
sætta sjónarmiðin? Ekk-
ert.“
hversu litlar breytingar er ætlað að
gera og var það staðfest með teikn-
ingum sem lagðar voru fram í bygg-
ingarnefnd. Það talnarugl sem bæj-
arstjórinn fer með í sambandi við
teikningamar virðist beinlínis ætlað
til þess að villa um fyrir fólki og því
full ástæða til þess að vekja athygli
á staðreyndum málsins sem báðar
myndirnar staðfesta.
Hæð hússins er áætluð 25,55 m
og því lækkun aðeins um 3,0 m frá
fyrri hönnun. Efsta hæðin er inn-
dregin og lituð græn á myndinni
mjög dauft til þess að minna beri á
henni. Sé litið til Hafnaríjarðarkirkju