Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 25 Rússneskir leyniþjónustumenn staðfesta gamlan orðróm Kona Gerhard- sens féll fyrir KGB-foringja NÝJAR upplýsingar í rússneska tímaritinu Novoje Vremja. eru taldar staðfesta endanlega þrálátan orðróm þess efnis að Verna Gerhardsen, eiginkona Einars Gerhardsens, er lengi var forsætis- ráðherra Noregs, hafi staðið í ástarsambandi við sovéskan leyni- þjónustumann, að sögn Berlingske Tidende. Gerhardsen-hjónin eru bæði Iátin. Að sögn Novoje Vremja, sem talið er áreiðan- legl, hófst umrætt samband á miðjum sjötta áratugnum er ráð- herrahjónin heimsóttu Sovétríkin gömlu. Sovéska leyniþjónustan, KGB, tók með leynd myndir af ástarleikjunum og sýndi síðar Vernu Gerhardsen. Næstu þrjú árin lét hún Sovétmönnum í té mikilvægar upplýsingar um málefni Noregs, segir tímaritið. Einar Gerhardsen var leiðtogi Verkamannaflokksins áratugum saman, stríðshetja er barðist gegn nasistum og varð einn af þekkt- ustu stjórnmálaleiðtogum Norður- landa. Hann var dyggur stuðn- ingsmaður Atlantshafsbandalags- ins. Sonur hjónanna, Rune Ger- hardsen, er háttsettur í Verka- mannaflokknum og talinn líklegur forsætisráðherra einhvern tíma í framtíðinni. Norskir fjölmiðlar hafa öðru hverju fjallað um Vernu Ger- hardsen og það sem margir töldu allt of náin samskipti hennar við fulltrúa Sovétstjómarinnar. Fram til þessa hefur þó aðeins verið um orðróm að ræða. í Novoje Vremja skýra nokkrir fyrrverandi KGB- foringjar hins vegar frá smáatrið- um í sambandi ráðherrafrúarinnar við Jevgení Beljakov, háan og glæsilegan foringja í leyniþjón- ustunni. Þeir vitna m.a. í sovésk skjöl máli sínu til sönnunar. Hótelherbergi í Jerevan Að sögn Bogdans Dúbenskís, sem var yfirmaður KGB-liðsins í Noregi frá 1957-1962, vom Ger- hardsen-hjónin í opinberri heim- sókn í Sovétríkjunum árið 1954, nánar til tekið í Jerevan, höfuð- borg Armeníu sem þá var sövésk. Beljakov tókst að fá frú Gerhards- en með sér upp á svonefnt „plús“- herbergi á Intúrist-hótelinu í Abovjan-götu þar sem norsku gestirnir bjuggu. Plúsinn merkti að búið var að koma fyrir upp- tökutækjum og leynilegum myndavélum; slík herbergi voru á öllum Intúrist-hótelum. Er norska sendinefndin loks kvaddi Sovét- ríkin höfðu elskendumir átt sam- an nokkrar sjóðheitar ástamætur og ráðherrafrúin tárfelldi við skilnaðinn. Mikilvægar upplýsingar Þessi afburða frammistaða Beljavskís í rúminu dugði til þess að hann var umsvifalaust fluttur í utanríkisþjónustuna — og sendur til Óslóar. Þar rakst hann „óvænt“ á frú Gerhardsen í móttökuveislu og sagði henni hvernig komið Ennþá trygg EINAR Gerhardsen og kona hans, Verna Gerhardsen, árið 1951. væri. Hann fullvissaði hana um að sjálfur hefði hann ekkert vitað um myndatökuna, skýrði henni aldrei frá því að hann væri sjálfur KGB-maður. „En nú verðum við að gera það sem þeir heimta í Moskvu,“ sagði Beljavskí. Dúbenskí var himinlifandi. „Við fengum frábærar upplýsingar um stjórnmálalíf í Noregi, um stöðuna fyrir þingkosningarnar, ástandið í flokkunum. Verna skýrði frá ýmsu sem hún vissi um norska stjórnmálamenn sem við gátum notað síðar til að fá menn í lið með okkur,“ segir Dúbenskí. Hann segir frá nánum samskipt- um Gerhardsen-fjölskyldunnar við sovéska sendiráðsmenn, m.a. hafi hann gefið Rune ný skíði. Barði eiginkonuna Verna Gerhardsen slapp úr klóm KGB fyrir hálfgerða tilvilj- un, að sögn Novoje Vremja. í árslok 1958 vöknuðu sovésku sendiráðsstarfsmennirnir í Ósló eitt sinn upp að næturlagi við neyðaróp og öskur sem bárust frá íbúð Beljavskís og eiginkonu hans. Elskhuginn mikli var þá að beija konu sína. Dúbenskí taldi óhjá- kvæmilegt að verða við kröfum starfsfólksins um að senda Beljavskí heim og jáfnframt virð- ist leyniþjónustan hafa sætt sig við að ekki yrði frekar hægt að nýta sér örlagaríkt hliðarspor for- sætisráðherrafrúarinnar. Matai’gjaíii’ mimkanna misnotaðar í Bretiandi Fúlsað við súpu með brauðbita Prinknash Abbey. Reuter. MUNKARNIR í Prinknash- klaustrinu í Gloucestershire í vesturhluta Englands hafa dregið úr ókeypis matargjöfum til útigangsmanna og annars þurfandi fólks vegna misnotk- unar. Munkarnir uppgötvuðu að stór hluti þeirra sem sóttu í vel útilát- inn, ókeypis mat þeirra voru að svindla. Þar voru á ferðinni menn sem mættu í gljáfægðum glæsi- vögnum, lögðu þeim skammt frá og gengu síðasta spölinn að mötu- neytinu. Súpan hundsuð „Eftir að við hættum að bjóða upp á nautakjöt á sunnudögum og heitan rétt og eftirrétt aðra daga dró úr aðsókninni. Um leið og við buðum eingöngu upp á súpu og brauð mætti aðeins helmingur þeirra sem komi að jafnaði," sagði munkurinn Anthony sem starfað hefur í eldhúsi klaustursins í 44 ár. „Það er sorglegt að þeir sem hafa nóg í sig og á skuli misnota svona þjónustu. Það bitnar mest á þeim sem ganga um með gaul- andi garnir,“ bætti hann við. Rússnesk harðlínuöfl um leiðtogafund Gert gys að til- boði um aðstoð Bent á að ísraelar fái margfalt meira Moskvu. Reuter. ANDSTÆÐINGAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta gerðu í gær lítið úr þeirri hundrað milljarða króna aðstoð sem hann fékk vilyrði fyrir á fundi sínum með Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, i Vancouver um helgina. „Þetta eru smámunir fyrir okkar risa- vaxna land. Ég held líka að tíu bestu, hornabolta-, körfubolta- og tennisleikarar Bandaríkjanna séu með hærri árstekjur," sagði Konstantín Zlobín, talsmaður Rúslans Khasbúlatovs, þingforseta við Reuíers-fréttastofuna í gær. Vitnaleiðslur í máli Farrow og Allens Kjörbörnin látin þræla við húsverk? New York. Reuter. LEIKKONAN Mia Farrow lítur á kjörbörnin sín sem annars flokks borgara og þrælar þeim út við húsverkin. Kom þetta fram við mál- flutning í forræðismáli hennar og leiksljórans Woody Allens í fyrra- dag. Oðru máli gegndi hins vegar um hennar eigin börn. Zlobín gagnrýndi einnig Vestur- lönd fyrir að reyna að persónugera lýðræðisþróunina í Rússlandi í Jelts- ín. Hann sagði að þetta gæti ekki haft jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Rússland og umheiminn og að fulltrúaþingið hefði einnig gert ýmislegt til að koma á umbót- um. 10 dalir Dagblöð koma ekki út í Rúss- landi á mánudögum og var því fyrstu viðbrögðin við leiðtogafund- inum að fínna í blöðum í gær. Voru blöð þjóðernissinna og kommúnista mjög harðorð í garð Jeltsíns. „Tíu dalir á hvert mannsbam í Rúss- landi,“ sagði til dæmis Pravda, málgagn kommúnista, og bætti við að fyrir það fengist ekki einu sinni viský-flaska. ísrael Blaðið bar efnahagsaðstoðina einnig saman við efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna við ísrael, sagði þá greiða hverjum ísraela sem svar- aði nær 50.000 krónum á ári. Að sögn lögreglu tókst flug- manni vélarinnar og farþega að forða sér úr flakinu áður en það sökk. Flotanum var þegar gert við- vart og fundu kafarar lifrina á sex metra dýpi. Var hún þegar flutt til spítala í Edinborg þar sem hún var grædd í konu á fertugsaldri. Reuter Vond fóstra? MIA Farrow á alls sjö kjörbörn og er nú sökuð um að hafa þrælað einu þeirra út eins og áburðarklár. Læknar höfðu í fyrstu áhyggjur af því að lifrin hefði skaðast er flug- vélin hrapaði og við það að liggja í klukkustund í vatninu. Aðgerðin tókst hins vegar mjög vel og var konan fljót að jafna sig eftir aðgerð- ina. Kvikmyndaframleiðandinn Jane Reed Martin, sem oft hefur unnið með Allen, sagði á mánudag, að Lark Previn, eitt kjörbarnanna, sem eru alls sjö, hefði verið þrælað út eins og áburðarklár enda hefði Mia jafnan litið á hana sem hveija aðra þjónustustúlku. Martin rifjaði einn- ig upp ferð til Helsinki í Finnlandi en þá féll Moses, sem er með spelk- ur á fótum, og meiddi sig töluvert. „Miu var hjartanlega sama um það,“ sagði Martin og bætti við, að Allen hefði loks komið drengnum til hjálpar. Ásakanir um nauðgun Fyrrverandi barnfóstra hjá Miu Farrow sagði, að hún ætti að vera meira með börnum sínum og full- yrti einnig, að kjörbörnin hefðir verið látin sjá um heimilishaldið að mestu leyti. „Kjörbömin höfðu meira en nóg að gera en hennar eigin börn höfðu það náðugt,“ sagði barnfóstran, Monica Thompson. Martin sagði einnig, að í janúar á síðasta ári hefði Farrow sagt sér, að Allen hefði „nauðgað Soon-Yi, að Soon-Yi væri illa gefín og í sjálfs- morðshugleiðingum, að Allen hefði eyðilagt fjölskylduna og væri ekki sá maður, sem hún hefði haldið“. Um svipað leyti viðurkenndi Allen, að hann ætti í ástarsambandi við Soon-Yi Previn, 22 ára gamla kjör- dóttur Miu, en þá hafði Farrow fundið nektarmyndir af Soon-Yi í íbúð Allens. Mia Farrow og Woody Allen beij- ast um forræðið yfir tveimur kjör- börnum, Moses, 15 ára, og Dylan, sjö ára, og yfír syni þeirra, Satc- hel, sem er fimm ára. Hjartans þakklœti til barna minna, starfsfélaga og vina, sem sendu mér gjafir og skeyti á 70 ára afmœli mínu þann 1. apríl. Kœrar kveðjur til ykkar allra. Leifur Guðlaugsson, Yrsufelli 7. Óvenjulegir líffæraflutningar í Skotlandi Kafað eftir lifur Edinborg. Reuter. KAFARAR frá breska flotanum björguðu á laugardag lifur sem nota átti við líffæraflutninga, eftir að lítil flugvél, sem var að flytja lifrina, hrapaði í vatn skammt frá Edinborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.