Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
34______
'Hjónammnhig
Gróa Þorgilsdóttir
og Guðmundur V.
Vilbergsson
Gróa:
Fædd 18. desember 1923
Dáin 29. mars 1993
Guðmundur:
Fæddur 3. desember 1924
Dáinn 25. september 1991
Vertu Guð yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
**’’ Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
Nú er amma Gróa komin upp til
Guðs og við vitum að þar hefur Guð-
mundur afi tekið vel á móti henni.
Við viljum þakka elsku ömmu fyrir
allt sem hún hefur verið okkur og
biðjum Guð að passa hana og afa.
Kveðja frá barnabörnum.
Fjöilin háu,
hið mikla haf -
Sífellt gnæfa
fjöllin sem 5611,
og sem haf
ólgar hafíð um eilífð.
En mannlífíð -
það er hverfult,
svipulir dagar mannsins.
Manyoshu.
Það eru ákveðnir fastir punktar í
tilverunni. Það er dagur og það er
nótt, það eru afmælisdagar og jól,
og stundum eru pönnukökur á
sunnudögum. Mamma og pabbi
koma suður á jólunum og Gróa og
Guðmundur búa í Unufellinu. Og hjá
þeim bjó önnur okkarí tvö ár á
námsárum sínum, við gott atlæti.
Bömunum er eiginlegt að skynja
foreldra sína og nánustu ættingja
sem eilífa eins og „fjöllin háu og hið
mikla haf“ og þessi fasta heimsmynd
bernskunnar situr svo í manni að
Sara á Flateyri verður alltaf Sara á
Flateyri þótt hún sé löngu flutt til
Keflavíkur. Eins er það að þótt við
systumar séum á fertugsaldri (sem
er nú eitt!) finnst okkur það skrýtið
að Gróa og Guðmundur séu ekki
lengur í Unufellinu. Þau voru okkur
mjög kær og langar okkur að minn-
ast þeirra með nokkrum orðum.
— Það var alltaf gott að koma til
þeirra í Unufellið og oftar en ekki
var þar margt um manninn og mkið
líf, enda áttu þau stóran barnahóp.
^próa kom til dyra, hlý og traust, tók
'af okkur yfírhafnimar og kyssti og
bauð til stofu þar sem Guðmundur
frændi tók elskulega á móti okkur.
Hann sat gjaman með kamel, kaffí
og sinn kaldhæðnislega húmor og
viðraði sínar skoðanir á mönnum og
málefnum tæpitungulaust og var
ekkert að fegra hlutina. En undir
hijúfu yfirborði bjó ljúfur og mann-
elskur heimspekingur sem átti eftir
að koma betur í ljós undir lokin.
Gróa spurði frétta af persónulegum
högum, bar fram Ijúffengar krásir
og brosti í kampinn þegar hvössustu
athugásemdimar féllu af vörum
bóndans. Hún hafði til að bera virðu-
lega reisn sem hver indíánahöfðingi
hefði verið fullsæmdur af. Virðuleika
sem kom innn frá og var laus við
alla stífni. Hún var stolt og ákveðin
kona, hrein og bein og laus við allt
smjaður og undirlægjuhátt. Við gát-
um alltaf treyst því að það sem hún
sagði meinti hún. Guðmundur var
náttúrutalent og hafði músíkina f
blóðinu. Hann blés í trompet djass
af mikilli innlifun, m.a. með K.K.
sextettinum í gamla daga, en hann
var einn af stofnendum hans. Því
miður fengum við aldrei að njóta
þess að heyra hann blása í trompet-
inn, en heyrðum hann hinsvegar taka
í píanóið með bróður sínum (pabba
okkar) í afmælisveislu fyrir tveimur
árum. Það var ekki að heyra að hann
hefði ekki snert hljóðfæri í áratugi.
Gróa og Guðmundur kynntust fýr-
ir tæplega hálfri öld, giftu sig 1946
og eignuðust frumburðinn í nóvem-
ber sama ár. Alls urðu börnin sjö en
eitt dó í frumbemsku. Bömin eru:
. Garðar, f. 1946, kvæntur Kristínu
Magnúsdóttur, Vilberg, f. 1949,
kvæntur Maríu Guðmundsdóttur,
Jóhann f. 1956, kvæntur Elínu Kjart-
ansdóttur, Edda, f. 1959, gift Helga
Kristjánssyni, Kristín, f. 1963, gift
Ingólfí Emi Arnarsyni og Ingigerð-
ur, f. 1964. Bamaböm Gróu og Guð-
mundar eru komin á annan tug.
Það hefur ábyggilega oft verið
erfítt að ala önn fyrir svo stórri fjöl-
skyldu, en þau unnu hörðum hönd-
um. Guðmundur í vélsmiðju og síðar
við bifreiðasmíði ásamt spila-
mennsku á meðan Gróa sá um böm
og bú og aflaði auk þess tekna með
saumaskap. Það er okkur hulin ráð-
gáta hvemig þeirra kynslóð fór að
því að láta enda ná saman og hafði
orku í svo mikið starf. Og eiginlega
urðum við krakkamir ekki vör við
það hversu þröngt var oft í búi og
mikið basl á heimilunum þegar við
vorum lítil. Við vorum ekki látin fínna
það, heyrðum ekki talað um pen-
inga. Lífsgæðakröfurnar voru enda
á allt öðru róli þá.
Gróa og Guðmundur voru ein af
þessum hetjum í brauðstritinu. Þau
urðu aldrei „rík“ í veraldlegum skiln-
ingi, en þau eignuðust ríkidæmi sem
er mun dýrmætara en allt pijál og
drasl, og það eru bömin þeirra.
Skemmtilegur og hress systkinahóp-
ur sem virkilega veitti þeim stuðning
og elsku þegar erfiðir tímar fóru í
hönd. Flest hafa þau alla tíð verið
mjög náin foreldrum sínum og er
missir þeirra mikill sem og þeirra
barna sem misst hafa yndislega
ömmu og skemmtilegan afa, svo ung
sem þau eru. Okkur fínnst það líka
ansi hart að þegar kominn var tími
á að þau hættQ störfum, settust í
helgan stein og nytu afrakstursins í
formi góðra samskipta við böm,
bamabörn, vini og vandamenn, sjálf
sig og hvort annað, að þá skuli þau
hafa veikst og dáið með stuttu milli-
bili.
Það var um þetta leyti árs 1991
sem Guðmundur veiktist. Hann hafði
hin síðari ár unnið á Borgarspítalan-
um við viðgerðir og viðhald á tækjum
og tólum sem notuð eru til lækninga
og fékk hann nú að kynnast þeim
sumum frá öðm sjónarhorni. Hann
vissi fljótlega að hveiju dró og fór
þá að skoða iífíð frá svolítið öðm
sjónarhoml en hann hafði áður gert,
varð heimspekilega þenkjandi sem
kom fram í gjöfulum sím- og sam-
tölum, m.a. við undirritaðar. Hann
var í allsheijamppgjöri við lífíð. Hvað
skipti máli og hvað ekki. Sem dæmi
má nefna að bókaflokk sinn um
heimsstyijaldimar, sem hann hafði
alla tíð verið mjög upptekinn af, tók
hann einn daginn og fleygði út í
tunnu og dustaði hendur sínar á eft-
ir. Það var skemmtilegt að fá að
kynnast þessari hlið á Guðmundi
frænda.
Sjúkdómsbaráttuna háði hann
heima hjá sér í Unufellinu og naut
mikillar umhyggju og stuðnings Gróu
og fjölskyldna bama þeirra. Hann
lést þar í september 1991 og lífíð
varð að halda áfram hjá þeim sem
eftir lifðu. Gróa var ennþá útivinn-
andi, 68 ára gömul, vann á sauma-
stofu. Hún var mikil hæfíleikakona
í saumaskap og hafði miklu að miðla
í þeim efnum. Ein dætra hennar
sagði við okkur í síðustu viku: „Ég
átti eftir að spyija mömmu um svo
margt."
Gróa bar sig vel á þessum erfíða
tíma eftir lát Guðmundar og kom
það okkur ekki á óvart. Hún var eins
og kletturinn. Sinn þunga harm gat
hún ekki sýnt né tjáð nema örfáum
útvöldum. Enn sem fyrr voru það
bömin sem veittu henni stuðning og
voru mikið hjá henni. Og þá var fund-
ið upp á ýmsu. Skemmtilega minn-
ingu eigum við frá þessum tíma þeg-
ar Gróa og dæturnar þijár buðu okk-
ur í „stelpu" matarboð og það var
ekkert slor. Ingigerður hafði sér-
prentað matseðil í tilefni kvöldsins
þar sem m.a. var að fínna hlédræga
snigla, afar feimna sveppi og turn-
bauta í svínkufaðmlögum. Lista-
kokkamir og félagar okkar úr Nælu-
klúbbnum, Edda og Kristín, höfðu
séð.um að matreiða gúmmolaðið og
við nutum veitinganna af glæsilega
dúkuðu borði. Eftir matinn fengum
við okkur gott í glas og mösuðum
fram eftir nóttu. Enduðum við allar
á því að varalita okkur, kyssa á blað
og signera undir. Næsta dag vora
kossarnir faxaðir norður í frystihúsið
á Ólafsfirði til Jóhanns frænda, son-
ar Gróu, sem átti afmæli þennan
dag. Ekki vitram við hvort hann
frændi okkar brá litum, virðulegur
framkvæmdastjórinn, þegar honum
var réttur pappírinn.
Rétt rúmum þremur mánuðum
seinna kom í ljós að Gróa var orðin
alvarlega veik. I fyrstu sagði hún
einatt um leið og hún kvaddi: „Ég
hristi þetta af mér.“ En það gekk
ekki eftir. Krabbameinið hafði betur.
Lengst af var hún heima, um-
kringd fjölskyldu, og Hanna systir
hennar bjó hjá henni síðustu vikur
hennar heima. Börn hennar vora
einnig hjá henni öllum stundum sem
þau gátu við komið.
Elsku Ingigerður, Kristín, Edda,
Jóhann, Villi og Gæi, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð, mökum
ykkar, bömum og Hönnu móðursyst-
ur samhryggjumst við einnig.
Blessuð sé minning Guðmundar
og Gróu.
Bryndís og Sara.
Feijan hefur festar losað
farþegi er einn um borð.
Mér er ljúft af mætti veikum
mæla fá ein þakkar orð.
Þakkir fyrir hlýjan huga
handtak þitt og gleðibrag.
Þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fýrir liðinn dag.
(J. Har.)
Okkur er ljúft að minnast vinkonu
okkar Gróu Þorgilsdóttur, sem lést
á Landspítalanum 29. mars sl. eftir
erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm
sem hafði hertekið hana, þegar menn
áttuðu sig á því hvers kyns var. Það
sem talið er aðeins slæm vöðvabólga,
reyndist annað og verra. Það er
skammt stórra höggva á mili. Fyrir
aðeins rúmu ári missti Gróa mann
sinn Guðmund Vilbergsson úr sama
sjúkdómi, en hann dó 25. september
1991. Annaðist hún mann sinn af
frábærri umhyggju og sinni einstöku
rósemi og með góðri aðstoð heima-
hjúkranar Krabbameinsfélagsins
fékk hann að njóta þess að vera
heima til hinstu stundar. Var hún
mjög þakklát þeirri miklu hjálp.
Það er erfítt að kveðja nú aðra
vinkonu okkar á örfáum mánuðum.
Bára Gunnarsdóttir lést 3. nóvember
sl. og hafði Gróa þá gengið undir
erfiðan uppskurð og geislameðferð.
Það má segja að þessi vetur hafí á
margan hátt verið þungur og dimm-
ur, að sjá eftir þeim báðum á svo
skömmum tíma. Þá finnur maður
best hve lítils megnugur maður er.
Við kynntumst náið, er við unnum
allar saman, giftum okkur síðan allar
um svipað leyti og eignuðumst okkar
fyrstu börn. Stofnuðum við þá
saumaklúbb og það nálgast nú fímm-
tíu árin, en nú era þijár farnar yfír
móðuna miklu. Innileg vinátta hefur
ríkt milli okkar allá tíð. Þegar börnin
okkar vora lítil, hittumst við viku-
lega, lærðum hver af annarri og var
Gróa einstaklega hjálpleg að segja
okkur til, eða laga flík sem maður
var að basla við. Stundum tók hún
það og sagði — „ég skal gera þetta,
ég er enga stund að því“. Þótt hún
væri með þyngsta heimilið hafði hún
alltaf tíma ef maður leitaði til henn-
ar. Þegar börnin voru lítil, tók hún
saum heim, því hún var listasauma-
kona. Það var sama hve þröngt var
búið, alltaf var heimilið jafn fallegt
og snyrtilegt. Maður gat ekki séð
að þar væri rekin saumastofa. Þá
var ekki spurt um klukku heldur
unnið mest á nóttunni meðan börnin
sváfu.
Gróa var ákaflega dul og bar ekki
tilfinningar sínar á torg. Hún var
ekki allra, en traustur og góður vin-
ur vina sinna. Hún hafði til að bera
mikla reisn og bar sig vel og ætíð
smekkleg í klæðaburði. Ekki var líf
hennar alltaf dans á rósum. Guð-
mundur átti oft við erfíð veikindi að
stríða, en öllu var tekið með sömu
einstöku stillingunni og róseminni.
En Gróa átti miklu barnaláni að
fagna og nutu börnin mikillar um-
hyggju og góðs uppeldis. Öll eru þau
greind og hafa af miklum dugnaði
komist vel til mennta. Hafa þau erft
hinn einstaka hagleik foreldra sinna.
Þau hafa nú staðið saman í því að
reyna að létta móður sinni hinn
þunga róður í sorg hennar og veik-
indum. Þannig hafa þau ásamt Jó-
hönnu móðursystur sinni hjálpast að
svo að hún gæti verið sem mest
heima í veikindum sínum. Síðustu
vikuna var hún á krabbameinsdeild
Landspítalans. Þar var alltaf tekið á
móti henni með einstakri hlýju, því
hún vann sér virðingu og vináttu
hvar sem hún fór. Var hún þakklát
fyrir þá umönnun sem hún naut þar.
Gróa var fædd 18. desember 1923
á Njálsgötu 34 hér í borg og ólst
hún þar upp. Foreldrar hennar voru
Guðný Ingigerður Eyjólfsdóttir og
Þorgils Sigtryggur Pétursson eða
Tryggvi Pétursson eins og flestir
þekktu hann. Tryggvi var bílasmiður
og rak lengi bílasmiðju Tryggva Pét-
urssonar. Hann var mikill hagleiks-
maður og átti Gróa því ekki langt
að sækja einstakt handbragð sem
hún hafði til allra hluta sem hún tók
sér fyrir hendur og var unun að horfa
á hana vinna. Hún lét ekkert frá sér
fara nema það væri nákvæmlega
eins og það átti að vera. Móðir Gróu
lést í hörmulegu bílslysi þegar Gróa
var tvítug, en yngsti bróðir hennar
aðeins þriggja ára, og var hún öllum
harmdauði. Tryggvi kvongaðist
seinna Þuríði Magnúsdóttur, en þau
era nú bæði látin fyrir nokkrum
áram. Systkini Gróu voru fímm, Ósk-
ar búsettur í Vestmannaeyjum, Jó-
hanna húsmóðir í Reykjavík, Guðrún
gift og búsett í Bandaríkjunum, Pét-
ur bifvélavirki í Reykjavík, og
Tryggvi yngstur, starfaði hjá Volvo
í Svíuþjóð, en lést þar á besta aldri.
Þegar við unnum saman stofnuð-
um við ferðaklúbb ásamt öðra ungu
fólki og áttum við margar skemmti-
legar minningar frá þeim tíma. Þar
kynntist Gróa eiginmanni sínum
Guðmundi er hann kom ungur til
borgarinnar til náms í útvarpsvirkj-
un. Ekki lauk hann því námi því að
tónlistin átti þá hug hans allan. Lék
hann undur vel á trompet og þótti
sá besti á þeim árum. Lék hann með
mörgum hljómsveitum þar á meðal
K.K. sextettinum. Hann spilaði einn-
ig á píanó og harmonikku. Guðmund-
ur vann lengi sem bílaréttingamaður
og naut mikils álits og öðlaðist full
réttindi í þeirri grein. Síðustu árin
vann hann á Borgarspítalanum og
gerði þar við hin flóknustu tæki og
hef ég það eftir lækni þar að hann
hafí verið hreint undraverður.
Gróa og Guðmundur vora gefín
saman í hjónaband 5. október 1946
og byijuðu búskap á Njálsgötunni í
lítilli íbúð í húsi föður hennar og
bjuggu þar til ársins 1955. Þar eign-
ast þau sitt fyrsta bam, Garðar flug-
virkja, sem giftur er Kristínu Magn-
úsdóttur og eiga þau tvö böm, síðan
Vilberg bifvélavirkjá, hans kona er
María Guðmundsdóttir eiga þau eina
dóttur, en María á tvö böm frá fyrra
hjónabandi og eitt bamabarn. Þriðja
bamið, stúlku, eignast Gróa, en fær
ekki að njóta, hún dó aðeins nokk-
urra vikna gömul eftir heilaskaða í
fæðingu. Þriðji drengurinn er Jóhann
verkfræðingur, kona hans er Elín
Kjartansdóttir og eiga þau tvö börn.
Árið 1956 flytjast Gróa og Guð-
mundur vestur til Flateyrar þar sem
Guðmundur fer að vinna við véla-
verkstæði föður síns. Þar eignast þau
dætur sínar þrjár, Eddu sem er að
ljúka námi í Kennaraháskóla íslands,
hún er gift Helga Kristjánssyni og
þau eiga tvö börn; Kristínu sjúkral-
iða, hennar maður er Ingólfur Örn
Amarsson og eiga þau tvær dætur.
Yngst er Ingigerður sem er setjari
og á hún eina dóttur. Eftir að Gróa
veiktist fluttist hún til móður sinnar
svo að hún væri ekki ein.
Ekki undu Gróa og Guðmundur
hag sínum fyrir vestan og fluttust
aftur til Reykjavíkur árið 1966 og
bjuggu síðan lengst af í Unufelli 31
þar sem þau áttu yndislegt heimili
og áttum við þá ósk heitasta að hún
mætti eiga mörg góð ár eftir nú
þegar hún ætlaði að hætta að vinna.
En eftir að börnin komust á legg
hefur hún unnið á saumastofu Gefj-
unar og síðast á saumastofunni Sól.
Naut hún þess að starfa þar með
góðu fólki og það er víst að enginn
hefur verið svikinn af verkum henn-
ar.
Við eigum Gróu svo ótal margt
að þakka, allar ánægjustundimar
sem við áttum saman. En okkur
fínnst víst alltaf „að sumarið líði allt-'
of fljótt“. En þótt við vitum „að eitt
sinn eiga allir menn að deyja“, eram
við aldrei tilbúin þegar góðir vinir
hverfa á braut.
Við þökkum Guði fyrir að hafa
létt af henni sjúkdómi og þrautum
og vottum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð og
biðjum þeim blessunar í framtíðinni.
Minning hennar lifi, hafí hún þökk
fyrir allt.
Emilía og Margrét.
I dag kveðjum við vinkonu okkar
og samferðamann Gróu Þorgilsdótt-
ur. Það var um vorið árið 1972 að
Gróa og eiginmaður hennar, Guð-
mundur Vilbergsson, og böm þeirra,
sem enn vora í foreldrahúsum, fluttu
í Unufell 31 ásamt sex öðrum fjöl-
skyldum. í dag er við kveðjum Gróu
þá era aðeins liðnir um átján mánuð-
ir frá því við fylgdum manni hennar
til grafar, en hann dó 25. september
1991.
Gróa Þorgilsdóttir fæddist í
Reykjavík 18. desember 1923, dóttir
hjónanna Þorgils Péturssonar bíla-
smiðs og konu hans Ingigerðar Ey-
jólfsdóttur. Gróa og Guðmundur
giftu sig árið 1946 og hófu búskap
hér í Reykjavík. Um tíu ára skeið
era þau búsett á Flateyri, en árið
1972 flytja þau til Reykjavíkur. Gróa
og Guðmundur eignuðust sjö börn
og era sex þeirra á lífi, en dóttur
misstu þau fárra vikna gamla. Elstur
er Garðar þá Vilberg og Jóhann, og
systumar Edda, Kristín og Ingigerð-
ur.
Þrátt fyrir allar bænir og óskir
um bata fyrir vinkonu okkar Gróu
Þorgilsdóttur fór maðurinn með ljá-
inn með sigur af hólmi. Dauðinn
verður ekki umflúinn. Hann er
kannski oftar en ekki sú lausn sem
best er.
Þegar komið er að kveðjustund
fínnst okkur dimma og drangi hvíla
yfir. Ljósið hefur dofnað um sinn,
en eftir stendur tær minning og björt
um einstakan samferðamann.
Ég vil fyrir hönd íbúa að Unufelli
31 þakka Gróu Þorgilsdóttur sam-
fylgdina og bið hinn hæsta höf-
uðsmið að blessa börnin hennar og
barnabörnin svo og aðra ættingja
hennar.
Ljúfi Guð þig lofum vér,
lútum, játum viðurkennum.
Aida faðir, einum þér
ástarfóm til dýrðar brennum.
Hátt þér syngur helgi Ijóð
heimur vor og englaljóð.
(Stefán frá Hvítadal)
Ragnar Magnússon.