Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
21
Lóðabrask borgarinnar
eftír Ólínu
Þorvarðardóttur
Það teljast ekki eðlilegir viðskipta-
hættir þegar menn eru þvingaðir til
þess að láta eitthvað af hendi — eða
„kaupa sér frið“ undir hótunum.
Þegar opinberir aðilar veita fyrir-
greiðslu til þess að forðast ásakanir
og aðdróttanir, vekur það grund-
semdir um að eitthvað hafi þeir
óhreint í pokahorninu. Ef ekki,
myndu þeir láta ásækjandann standa
fyrir máli sínu og sanna aðdróttan-
ir. Eða hvað?
Atvinnulóð á hálfvirði
í síðustu viku gerðust þau fá-
heyrðu tíðindi að Reykjavíkurborg
lét undan hótunum fyrirtækisins
Brimborgar og afhenti því eftirsótta
og verðmæta atvinnulóð við Breið-
höfða, án útboðs — nánast á hálf-
virði.
Fyrirtækið hafði hótað lögbanni á
framkvæmdir við Suðurlandsbraut
56 og málshöfðun vegna þess hvern-
ig borgin stóð að afturköllun þeirrar
lóðar í október síðastliðnum. Borgar-
yfirvöld höfðu fulla vitneskju um
yfirvofandi málshöfðun þegar þau
ákváðu að svipta Brimborg lóðinni
og var haft á orði að þetta mál
mætti sem best fara fyrir dómstóla.
En eftir því sem frá leið, tóku
Brimborgarmenn að upplýsa fleirá
um fyrirætlanir sínar og yfirvofandi
afhjúpanir. í bréfum til borgarinnar
og samtölum við fjölmiðla dylgjuðu
forsvarsmenn fyrirtækisins um lóða-
brask borgarinnar og vanhæfi ein-
stakra borgarfulltrúa. Sannanir
sögðust þeir hafa undir höndum, og
mátti á þeim skilja að þær yrðu lagð-
ar fram innan tíðar. Það hefur þó
ekki gerst enn. Hins vegar hefur
fyrirtækinu verið afhent fyrrnefnd
lóð við Breiðhöfða sem borgarstjórn
Reykjavíkur hafði þó áður samþykkt
að skyldi auglýst laus til umsóknar.
Er því ekki að vænta fleiri ásakana
frá þeim Brimborgarmönnum um
brask og spillingu borgarinnar, þar
sem upp í þá hefur verið stungið
heilli atvinnulóð á hálfvirði.
Lóðarsvipting og úthlutun án
útboðs
Ýmislegt í þessu máli vekur áleitn-
ar spurningar um það hvort borgin
þurfi ekki að fara að endurskoða
alvarlega sín eigin vinnubrögð varð-
andi úthlutun lóða.
Þegar Brimborg var svipt lóðinni
á Suðurlandsbraut 56 fullyrtu emb-
ættismenn borgarinnar að fyrirtækið
hefði dulbúið eiginlegan kaupsamn-
ing sem verksamning, og væri í raun
að selja lóðina. Talað var um að
taka þyrfti hart á svona „braski",
og skipti engum togum að fyrirtæk-
ið missti lóðina.
Hins vegar brá mörgum í brún
þegar í ljós kom að umboðssali
McDonalds-hamborgarakeðjunnar
hafði um hríð haft augastað á þess-
ari sömu lóð. Höfðu fulltrúar fyrir-
tækisins tekist ferð á hendur frá
Bandaríkjunum til þess að skoða
hana og ræða við forsvarsmenn
borgarinnar, nokkuð löngu áður en
kom til sviptingar. Þegar síðan lóðar-
umsókn McDonalds barst inn á fund
borgarráðs, þann hinn sama og stað-
festi sviptinguna, tóku að renna tvær
grímur á menn.
Maður skyldi ætla, þegar borgin
sakfellir fyrirtæki fyrir lóðabrask,
að hún gangi þá sjálf á undan með
góðu fordæmi þegar kemur til út-
hlutunar á nýjan leik. I þessu tilfelli
var því þó ekki að heilsa. Lóðin á
Suðurlandsbraut 56 hafði nefnilega
ekki fyrr verið tekin af Brimborg
en hún var afhent umboðsmanni
Ólína Þorvarðardóttir
„Fróðir aðilar sem ég
hef rætt við telja að
markaðsverð ióðarinnar
sé í kringum 30 m.kr.
Þessi verðmæti er nú
verið að afhenda Brim-
borg á 17 m.kr. í skipt-
um fyrir „frið“ og
»þögn“.“
McDonalds-auðhringsins á silfurfati
— án útboðs. Skal nokkurn undra
þótt það hafi hvarflað að mönnum,
að ef til vill hafi borginni gengið
eitthvað fleira til með lóðarsvipting-
unni en það eitt að hirta Brimborg
fyrir lóðabrask? Gat ekki vel hugs-
ast að Brimborg hefði verið svipt
lóðinni til þess að útvega McDonalds
æskilega Ióð undir hamborgarastað?
Ég læt því ósvarað, en hef mínar
grunsemdir. Grunsemdir sem vel
hefði mátt eyða fyrir dómstólum, ef
Brimborg hefði ekki verið keypt frá
hótunum sínum um málsókn.
Þvingaðir samningar
En snúum okkur þá að hinni
umdeildu lóð á Breiðhöfða 1. Hennar
saga er síst fegurri.
Sú lóð var auglýst laus til úthlut-
unar í desember 1991. Bárust í hana
yfir tuttugu tilboð og hljóðaði það
hæsta upp á 21 m.kr. Þegar lóðin
var við það að komast í hendur
hæstbjóðanda, kom i ljós að bygg-
ingarrétturinn var skyndilega orðinn
sjö sinnum meiri en auglýst hafði
verið, eða ríflega 2.100 m2 í stað
315 m2. Við þessa uppljóstran varð
nokkurt írafár. Menn muldruðu um
„mistök" og „formsatriði“. Að lokum
var ákveðið að hafna öllum tilboðum
í lóðina, en fela borgarstjóra að aug-
lýsa hana á nýjan leik.
Það er skemmst frá því að segja,
að borgarstjóri framfylgdi aldrei
þessum fyrirmælum borgarstjórnar.
Leið svo og beið, fram til 16. mars
síðastliðins, að ég lagði til í borgar-
ráði að lóðin yrði auglýst að nýju,
eins og fyrri samþykkt borgarstjórn-
ar kvað á um. Kom þá í ljós, að
menn höfðu aldeilis önnur áform á
prjónunum. Nefnilega þau að nota
lóðina sem skiptimynt í friðþæging-
arskyni við Brimborg. í bréfi sem
borgarritari lagði fyrir borgarráð af
þessu tilefni er sagt berum orðum,
að Brimborg óski „eftir kaupum á
lóð og húsi á grundvelli tilboðsins
og mun þá falla frá öllum aðgerðum
eða málaferlum vegna afturköllunar
á lóðinni _ að Suðurlandsbraut 56“
(leturbr. ÓÞ).
„Tilboðið" sem hér er vitnað til
er tilboð Ventils hf. (systur- eða
dótturfyrirtækis Brimborgar) frá
árinu ’91 sem hljóðaði upp á 17.
m.kr., fyrir Ióðina og þann bygging-
arrétt sem þá var auglýstur. Eins
og fyrr segir hefur sá réttur nú sjö-
faldast og verðmæti lóðarinnar þar
af ieiðandi stóraukist. Fróðir aðilar
sem ég hef rætt við telja að markaðs-
verð lóðarinnar sé í kringum 30
m.kr. Þessi verðmæti er nú verið að
afhenda Brimborg á 17 m.kr. í skipt-
um fyrir „frið“ og „þögn“.
Þörf fyrir siðareglur
Það blasir við í ljósi þess sem nú
hefur verið rakið, að það er löngu
tímabært að borgin setji sér siða-
og starfsreglur til að fara eftir þeg-
ar sameiginlegum verðmætum borg-
arbúa er ráðstafað; lóðum eða fjár-
munum. Samskipti stjórnvaldsins og
borgaranna verða að vera hafin yfir
grunsemdir um ívilnanir og misrétti.
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
hafa margsinnis lagt til að eftirsótt-
ar atvinnulóðir verði boðnar út á
almennum markaði, þannig að fyrir-
tæki eigi jafna möguleika á að bjóða
í eignina. Þegar kemur að úthlutun
teljum við þó að borgaryfirvöldum
sé rétt og skylt að horfa til fleiri
þátta en fjárhagslegra sjónarmiða,
t.d. umhverfisaðstæðna og nýtingar-
möguleika lóða. Þannig sé tryggt
að fyrirtæki og félagasamtök sem
þjóna samfélagslegu hlutverki verði
ekki undir í samkeppninni.
Það er og verður ævinlega ólíð-
andi að sjálft stjórnvaldið braski með
lóðir á þann hátt sem hér hefur ver-
ið lýst; hvort sem það gerist vegna
hótana eða annars þrýstings. At-
vinnulóðirnar í borginni eru sameig-
inleg verðmæti Reykvíkinga. Við
vörslu þeirra er stjórnendum borgar-
innar treyst til þess að gæta hags-
muna borgarsjóðs og borgaranna í
hvívetna. I þessu máli verður ekki
annað séð en að þeir hagsmunir —
fjárhagslegir og siðferðilegir — hafi
verið fyrir borð bornir.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
Borgarstjórn Reykjavíkur
Áskorun til Alþingis vegna
atvinnuleysisbóta vísað frá
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fuudi sínum á
fimmtudag að vísa frá tillögu borgarfulltrúa Nýs vettvangs, þar
sem skorað var á Alþingi að hraða breytingum á löggjöf um
atvinnuleysistryggingasjóð. Borgarstjóri sagði við umræðuna, að
stefnt væri að því að afgreiða á Alþingi innan skamms frum-
varp, sem fæli í sér verulega rýmkun á reglum um úthlutun at-
vinnuleysisbóta og væri tillaga Nýs vettvangs því óþörf.
í tillögu Nýs vettvangs sagði
meðal annars, að Alþingi ætti að
hraða breytingum á löggjöfinni, í
því skyni að tryggja öllum atvinnu-
lausum rétt til atvinnuleysisbóta,
sem nægðu til lágmarksframfærslu.
Sá hluti atvinnulausra, sem ekki
ætti rétt á slíkum bótum væri háður
framfæri félagsmálastofnana sveit-
arfélaganna og þannig væri atvinnu-
lausum einstaklingum veitt ólík úr-
ræði, ýmist af ríki eða sveitarfélög-
um. Það væri hins vegar grundvall-
aratriði, að atvinnulausir ættu allir
að hafa sama rétt til framfærslu og
geta sótt þann rétt til sama stjórn-
valds eða stofnunar.
Takmarka ber fjölda ályktana
Örn Antonsson borgarstjóri sagði
að það væri stefna meirihlutans í
borgarstjórn að takmarka fjölda
þeirra ályktana, sem borgarstjórn
beindi til Alþingis, vegna mála sem
þar væru til meðferðar. Þar væri
fjallað um mörg góð mál sem vert
gæti verið að styðja, en til þess að
slíkar tillögur flæddu ekki yfir borg-
arstjórn væri rétt að takmarka sig
við mál, sem vörðuðu Reykjavíkur-
borg og Reykvíkinga sérstaklega.
Borgarstjóri bætti því við, að rík-
isstjórnin hefði nú til meðferðar
frumvarp um breytingu á lögum um
atvinnuleysistryggingar og stefnt
væri að því að afgreiða það innan
skamms. Samkvæmt því yrði þeim,
sem starfað hafa sjálfstætt en síðar
orðið atvinnulausir, tryggður sami
réttur og launamenn njóta til bóta
úr atvinnuleysistryggingasjóði, að
fullnægðum eðlilegum skilyrðum. Sú
breyting fæli í sér verulega rýmkun
á reglum um úthlutun atvinnuleysis-
bóta, sem væri afar brýn og mikið
réttlætismál. Tillaga Nýs vettvangs
væri því óþörf og skyldi vísað frá.
Frávísunartillaga borgarstjóra var
samþykkt með 10 atkvæðum sjálf-
stæðismanna gegn 5 atkvæðum
minnihlutaflokkanna.
Y
KFUM
JJ Munid
fermingar-
skeyfi
KFUM OG KFUK,
símar 678899 og 679209.
Afgreiðsla við Holtaveg/Sunnuveg.
Gíró- og greióslukortaþjónusta
Opiókl. 10-17.
FERMINGARSKEYTI
SKÁTA
í fjölda ára hafa skátafélög vfða um land selt ferm-
ingarskeyti til styrktar æskulýðsstarfinu. Lands-
menn, sendið fermingarbörnum heiilaóskakveðju
í tilefni fermingardagsins og styrkið verðugt mál-
efni í leiðinni.
Skátafélögin taka við skeytapöntunum á ferming-
ardaginn á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Kópavogur:
Garðabær:
Bessastaðahr.:
Hafnarfjörður:
Njarðvík:
Keflavík:
Akranes:
Borgarnes:
Sauðárkrókur:
Akureyri:
Neskaupstaður:
Höfn:
Vestmeyjar:
Selfoss:
Hveragerði:
Eyrarbakki:
Stokkseyri:
Skf. Garðbúar, Búðargerði 10, s. 91-678099
Skf. Segull, Tindaseli 3, s. 91-670319
Skf. Skjeldungur, Sólheimum 21 a, s. 91-686802
Skf. Vogabúar, Félagsm. Fjörgyn, s. 91 -675566/675673
Skf. Kópar, Borgarholtsbraut 7, s. 91-44611/44075
Skf. Vífill, Hraunhólum 12, s. 91 -658989/658820
Skf. Svanir, Skátaheimilinu v/skólann, s. 91 -650621
Skf. Hraunbúar, Hraunbyrgi v/Hraunbrún, s. 91 -650900
Skf. Víkverjar, Stapi Njarðvík,
Skf. Heiðabúar, Hringbraut 101,
Skf. Akraness, Skátaheimilinu v/Háholt,
Skf. Borgarness, Skátaheimilinu,
Skf. Eilífsbúar, Gulló og Gagnfrsk.,
Skf. Klakkur, Hvammi & Garðakirkju,
Skf. Nesbúar, Sæbakka 28,
Skf. Frumbyggjar, Hlíðartúni 23,
Skf. Faxi, Skátaheimilinu Faxastig,
Skf. Fossbúar, Gamla bókasafninu,
Skf. Strókur, Dynskógum 3,
Skf. Birkibeinar, Háeyrarvöllum 14,
Skf. Ósverjar, íragerði 12,
s. 92-12895
s. 92-13190
s. 93-11727
S. 93-71798
s. 95-36103
s. 96-12266
S. 97-71458
s. 97-81285/81142
s. 98-12915
S. 98-21987
s. 98-34271
s. 98-31403
s. 98-31244
Þúsundir kvenna á Balkanskaga hafa verið svívirtar
Framlag okkar getur skipt máli og breytt örvæntingu þeirra í von
Munii heimsendan <GÍT HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
gíróseiil VH - með þinni hjálp