Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 Minning Ftimann Jóhannsson Fæddur 21. nóvember 1950 Dáinn 31. mars 1993 Lífíð er lánað, lán þess er stopult. Dauðinn oft nær en vér hyggjun hér. Vinirnir bestu verða að fara og dapur heimur eftir er. (K.H.) Elsku Frímann minn! Fyrir hönd drengsins þíns, hans Davíðs, sem er bara 14 ára gam- all, langar mig að þakka þér inni- lega umhyggju þína fyrir honum. Því þó að örlögin höguðu því svo að ykkar leiðir gætu ekki legið sam- an sem skyldi, átti hann alltaf vísa vináttu þína og fyrirgreiðslu hjá fjölskyldu þinni sem var honum svo ómetanlegur styrkur og við kunnum svo vel að meta. Og ég sem er afa- systir hans hefði viljað gera meira fyrir hann en ég gat í bili. En holl- vættir okkar sögðu mér að bíða með aðgerðir þangað til minn tími væri kominn og væri hann bæði langur og strangur. En vegir Guðs eru órannsakan- legir og trúi ég ekki öðru en með Guðs og góðra manna hjálp megi honum auðnast að rata veg gæf- unnar sem þú þráðir svo mjög hon- um til handa og hafðir með þínum verkum lagt grundvöllinn að ásamt þinni góðu systur og móður. Þegar ég vildi, en gat ekki, var svo gott að vita að þær voru alltaf tilbúnar að rétta hjálparhönd þegar þú varst við skyldustörf þín á sjónum. En mín heitasta og besta ósk til Davíðs og vina hans er að hann megi eyða einhveijum af sínum frítíma innan samtaka „Kristilegra skólasam- taka“ sem starfa á sama grund- velli og KFUM og K og við höfum svo góða reynslu af í gegnum þijá ættliði. En langafi Davíðs, Guðbjörn Gíslason frá Miðdal, var svo lán- samur á hans aldri að vera einn af drengjunum hans séra Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga í Reykjavík er hann var stofna KFUM og því einn af stofnendunum árið 1899. Þökk sé því góða fólki sem heldur merkinu á loft og vinn- ur það óeigingjarna starf að leiða og laða unglingana inn á þá hollu og um leið skemmtilegu braut, því að öll þörfnumst við upplyftingar í góðum félagsskap. Nú hefur þú, Frímann minn, ýtt úr vör í hinsta sinn og veit ég að Guð og góðir englar taka á móti yfir í dag. Þegar amma var rúmlega áttrætt stóð til að hún færi á elli- heimilið Hraunbúðir. Nefndi ég þetta við hana nokkrum sinnum, en hún vildi helst ekkert ræða þau mál, henni liði vel þar sem hún bjó og aðrir sem þyrftu þess með ættu frekar að fá hennar pláss. Ég reyndi að sauma að henni og sagði henni að á elliheimilinu væri stöðugt fjör, spilamennska og félagslíf sem hæfði hennar aldri. Þá sagði hún: „Það er ekkert dansað þar og svo eru elliheimili bara fyrir gamalt fólk!“ Ég ræddi þetta ekkert frekar við hana, en skömmu seinna tók hún þá ákvörðun sjálf að fara á Hraunbúðir, þar sem hún naut þeirrar umhyggju sem hún var svo sannarlega búin að vinna fyrir. Síðustu ár hefur amma ekki ver- ið í tengslum við þennan heim, en þegar ég heimsótti hana á Hraun- búðir eða á Sjúkrahúsið rofaði oft til og ríkti glaðværð í hjarta henn- ar, henni leið greinilega vel og grín- ið var á sínum stað. Að lokum þakka ég ömmu fyrir samfylgdina og geymi vel minningu hennar. Sérstakar þakkir færi ég starfs- fólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir umönnunina síðustu ár og ekki síst Jónu Ósk. Guðlaugur Sigurðsson. í dag verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum elskuleg amma mín, Jónína Eyjólfs- þér og leiða þig inn í páskadýrðina og upprisuna á lahdi lifenda þar sem engin sorg eða þjáning er til. Veit ég að Þórný og Davíð leggja á leiði þitt döggvum sleginn kærleik- skrans. Megi svo þessar ljóðlínur vera kveðjan okkar allra til þín. Héðan með harmi hjartans þakkir fylgja vininum besta sem gæfan gaf. Allt sem hann unni, alfaðir blessi og sefí þrútið sorga haf. (K.H.) Birna Þóra Guðbjörnsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Mig langar til að minnast nokkr- um orðum Frímanns Jóhannssonar vélstjóra, er lést á Borgarspítalan- um 31. mars sl. Frímann var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, sonur hjónanna Jó- hanns Fr. Vigfússonar vélstjóra og Steinunnar Jönu Guðjónsdóttur húsmóður. Jóhann lést árið 1981. Jóhann og Steinunn Jana áttu tvö börn, Frímann og Jónu Sigurborgu, hún er gift Kristni Erlendi Guðna- syni og eiga þau tvo syni, Jóhann Arnar og Vigfús Þór. Frímann og Jóna ólust upp hjá foreldrum sínum á Krosseyrarvegi í Hafnarfirði, en þegar Jóhann lést fluttist Steinunn Jana til dóttur sinnar Jónu sem hefur af einstakri umhyggju séð um móður sína. Fyrir nokkrum árum fluttist Frí- mann á neðri hæð hjá systur sinni og sýndi hún honum einstaka um- hyggjusemi og var ávallt tilbúin að aðstoða hann. Bæði meðan hann var á sjónum og eins þegar hann var í landi átti hann alltaf vísan að þar sem Jóna var. Frímann var í sambúð í nokkur ár, fyrrum sambýliskona hans var Stefanía Þórný Þórðardóttir og áttu þau saman einn son, Davíð Má Frí- mannsson, f. 1978. Þau slitu sam- vistir og ólst Davíð Már upp hjá móður sinni. Gott samband var milli þeirra feðga. Dvaldist Davíð oft hjá föður sínum og fóru þeir feðgar saman í útivistarferðir. Frímann byijaði ungur til sjós, fyrst sem messadrengur en fór síð- dóttir. Ég var svo lánsöm að eiga hana og góðan afa líka, en hann lést árið 1968. Það var gott að koma til þeirra í Verkó á Heiðarveg- inum þegar ég var lítil stelpa. Amma var yfirleitt heima þegar ég var búin í skólanum. Þá var gott að fá mjólk og bita hjá henni. Mér er efst í huga núna þegar hún er farin, hvað hún var einstaklega létt og kát. Svo var hún svo innilega orðheppin og gat alltaf svarað vel fyrir sig. Hún hafði mjög gaman an í Vélskóla íslands og lauk þaðan prófi 1973. Frímann hefur unnið á hinum ýmsu skipum, var m.a. hjá Eimskip og hjá Landhelgisgæslunni á varðskipum í þorskastríðinu, aðal- lega á Tý. Lengst af var hann á togaranum Sindra frá Vestmanna- eyjum og er hann lést var hann á togaranum Stálvík frá Siglufirði. Frímann var mikill einfari og náttúruunnandi og hann var svolítið sérstakur. Hann framkvæmdi ekki alltaf hlutina eins og aðrir og hafði sínar skoðanir á hvernig fram- kvæma skyldi hlutina. Hann gat velt hlutnum fyrir sér í nokkra daga og kom síðan með lausn sem engum hafði komið til hugar. Það rifjast upp við andlát Frí- manns okkar fyrstu kynni. Við vor- um smá hnokkar þegar Frímann kom heim til mín og var að dást að lítilli sundlaug sem ég átti. Eitt- hvað mislíkaði mér það og hrinti honum ofan í. Móðir mín tók hann þá inn, þurrkaði fötin hans og gaf honum góðgæti, en upp frá því mætti hann daglega og var heima- gangur á heimili foreldra minna. Fæddur 15. nóvember 1903 Dáinn 30. mars 1993 Karl Óskar Frímannsson lést 30. mars sl. á nítugasta aldursári. Karl fæddist á Bíldudal 15. nóv- ember 1903. Foreldrar hans voru Frímann Tjörvason og Valgerður Stefánsdóttir og átti Karl tvær al- systur, Bjarnheiði og Katrínu, þijú hálfsystkin, Jón, Kristínu og Stefán og fóstursystur, Ásu. Karl fluttist ungur með foreldrum sínum til ísa- fjarðar og vann þar m.a. á póstbátn- um Braga sem fór um ísafjarðar- djúp. Um tvítugsaldur fluttist Karl til Reykjavíkur og vann þar sem verkamaður alla tíð, m.a. hjá Sænska frystihúsinu í nokkur ár, síðan í bæjarvinnu, en lengst hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Hjá Vatns- veitunni vann hann til 75 ára ald- urs. Þótti honum vænt um þann vinnustað og minntist oft starfa sinna þar. Karl var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Katrínu Gísladóttur, kvæntist hann 1937, en Katrín lést árið 1940. Eftir það hélt hann heimili með foreldrum sínum allt þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Halldóru Jónsdóttur, árið 1962. Foreldrar hennar voru Jón af að spila og hún hafði yndi af góðri músík. Það var oft gaman hjá okkur þegar við settum harmón- ikkuspólu í útvarpstækið hennar á sjúkrahúsinu. Þá lifnaði hún öll við og hreyfði sig í takt við músíkina. Mér fannst alveg sérstakt hvað hún hélt góðum takti orðin þetta göm- ul. Hún sat í stólnum sínum við rúmið og hélt í hendurnar á mér og hreyfði sig eins og við værum að dansa. Ég hef oft sagt: Ég vona að ég verði svona í ellinni. Hún gaf mér mikið, mér leið alltaf vel þegar ég kom frá henni, hún var svo sérstak- lega þakklát fyrir allt. Ef ég var eitthvað leið eða þreytt þegar ég fór til hennar þá var það gleymt þegar ég fór frá henni. I hennar huga voru allir svo góð- ir og fallegir, enda bar öllum saman um sem önnuðust hana á seinni árum, bæði á Hraunbúðum og sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, að hún væri alger perla. Þessu fólki færi ég bestu þakkir fyrir ömmu og sérstaklega starfsfólki á deild A á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þar sem hún dvaldist síðastliðin tvö ár. Það er ómetanlegt að vita af sínum nánustu í höndunum á svo færu og góðu fólki. Elsku amma, ég kveð þig að sinni. Ég, Guðmundur, Sigfús Gunnar og Þórir raunum minnast þín með gleði í huga. Hafðu þökk fyrir allt. Þín dótturdóttir, Jóna Ósk Gunnarsdóttir. Var það upphaf að okkar vináttu sem hefur haldist síðan og hafði Frímann gaman af að rifja upp þennan fyrsta fund okkar. Við höfum í gegnum árin átt Steingrímsson, verkamaður í Reykjavík, og kona hans, Elín Anna Halldórsdóttir. Karl og Kristín bjuggu öll sín hjúskaparár að Reynimel 48 í Reykjavík. Þar, í kjallaranum hjá Kalla og Stínu, hófum við okkar búskap og var svo með fleiri ætt- ingja þeirra hjóna. Var sú aðstaða góður stuðningur við þá sem af vanefnum vildu standa á eigin fót- um, enda leigugjaldi í hóf stillt, svo að vægt sé til orða tekið. Húseign sinni að Reynimel hélt Karl vel við enda vinnusamur og sífellt að dytta að því sem betur mátti fara. Karli varð ekki barna auðið en hann var barnelskur og kom það vel fram gagnvart börnum okkar. Fylgdist hann vel með ferli þeirra, ekki síst því sem að íþróttum sneri, enda hafði hann mjög gaman af íþróttum, horfði gjaman á ensku knattspymuna og útsendingar af öðrum íþróttaviðburðum. Þá var Karl mikill náttúruunnandi og úti- vistarmaður. Hann hafði yndi af ferðalögum og veiðiskap og fór gjarnan til veiða í vötn hér í ná- grenni Reykjavíkur. Karl var glaðsinna maður, ein- lægur og hjartahlýr. Hann fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, Er ég sest niður til að skrifa nokkur orð í minningu móður minnar, þá ætla ég að taka að láni tvö erindi úr kvæði eftir vin minn Jón Benediktsson frá Akureyri sem nú er látinn. Vor feðratunga á sjer orðagnótt, sem áður hefur fullnægt geði mínu, en nú til hennar verða samt ei sótt þau sæmdarorð, er hæfa lífí þínu, því, hjartans mamma, fátæk orð ei fá að fullu greint, hvað um það segja má. I gegnum minnið hef eg iíf þitt leitt eins langt og fæ eg skynjað æfí mína, en þar finst hverki orð nje atvik neitt, sem orpið gæti rýrð á minning þína. Og fáir öðlast, hjartans mamma mín, slíkt manndómsþrek, er lýsa störfin þín. Þessi erindi eru eins og töluð frá mínu hjarta. Mamma bjó langan tíma af ævi sinni í Vestmannaeyjum, hún unni eyjunum og festi ekki rætur annars staðar eftir að hún settist þar að. Þar eyddi hún starfskröftum sínum bæði innan og utan heimilis. Hún ól upp 5 af 6 börnum sínum, með föður mínum Ingimundi Bernharðs- syni, en eitt barnið varð hún að láta frá sér áður en hún giftist og var það henni ekki sársaukalaust. Mamma var afar dugleg til vinnu, þegar hún var ung gekk hún í hús og saumaði, þegar aldur færðist yfir var hún í fiskvinnu og einnig hafði hún menn í fæði og þjónustu í nokkur ár. Allir sem voru hjá henni 39 góðar stundir saman, farið saman á veiðar og spjallað mikið saman í síma og planað ferðirnar. Ég á eft- ir að sakna þess að geta ekki sleg- ið á þráðinn og að heyra í honum þegar hann kom í land. En nú er hann farinn í annars konar sjóferð. Ég og fjölskylda mín, svo og for- eldrar mínir, sendum Davíð, Jönu, Jónu og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Arnarson. Á skilnaðarstund langar mig að tileinka ástkærum bróður mínum þetta sálmavers: Til þín, ó Guð, ég hljóður huga sný, - við heimsins iðutorg ég þreyttur bý. Þú getur veitt mér fögnuð, ljós og frið, ó, faðir, ég um þína návist bið. (J.J. Smári) Ég kveð elsku bróður minn með söknuði og þakka honum samfylgd- ina. Megi góður Guð geyma hann. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Hvíli hann í friði. Jóna systir. hlustaði á útvarp, horfði á fréttir í sjónvarpi og las blöð. Ræddi hann gjarnan það sem var að gerast, hafði áhyggjur af því sem miður fór en gladdist yfir því sem vel var gert og til bóta horfði. Hann hélt andlegri reisn til hinstu stundar þrátt fýrir nokkuð erfið veikindi undir það síðasta og naut þá, sem ávallt, góðrar umönnunar konu sinnar. Blessuð sé minning Karls Óskars Frímannssonar. Þórdís og Gunnar. meira eða minna tóku ástfóstri við hana, hún var afar létt í lund og félagslynd. Mikið var spilað heima og var maður látinn læra að spila ekki eldri en 10 ára, stundum var spilað á 2-3 borðum. Alltaf var nóg húspláss fyrir gesti af fasta landinu og man ég eftir 14 næturgestum yfir þjóðhátið og var alltaf kátt á hjalla í kringum hana. Síðustu árin vissi hún lítið hvað gerðist í kringum hana, en ef hún hefði getað þá hefði hún viljað þakka samferðarfólki sínu alla þá umhyggju sem það sýndi henni. Við börnin hennar viljum þakka starfs- fólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir að gera henni ævikvöldið svo fagurt sem raun ber vitni, en það sýndi henni sérstaka ástúð þau ár sem hún dvaldist hjá þeim. Við viljum þakka Jónu Ósk fyrir hennar umhyggju fyrir bæði henni og okkur, því hún var sannar- lega okkar tengiliður. Við þökkum einnig Siggu frá Skuld alla þá tryggð sem hún hefur sýnt henni. Að lokum vil ég þakka mömmu alla hennar tryggð og aðstoð þegar Inga Benný var að stíga sín fyrstu spor og ætíð síðan. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sesselja (Stella) Ingimundardóttir. Karl Oskar Frímanns- son — Minning'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.