Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 t Maðurinn minn, ARTHUR FERRIS, lést þann 9. mars sl. Anna Halldórsdóttir Ferris. t Mágur minn, dr.ELSMIT, andaðist í Belgíu 21. mars. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna, Kristin Jóhannesdóttir Oberman á Hellu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Bolungarvík, Víðilundi 24, Akureyri, lést laugardaginn 3. apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSLEIFUR GISSURARSOIM Fellsmúla 16, lést laugardaginn 3. apríl. Sveina Karlsdóttir, Hrönn ísleifsdóttir, Anna Guðrún ísleifsdóttir, Gissur (sleifsson, Karl ísleifsson, tengdabörn og barnabörn. t Ástkaer sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR SÆMUNDSSON, Álfatúni 27, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 5. apríl. Guðrún Jónsdóttir, Þórir Örn Þórisson, Sæmundur Rúnar Þórisson, Arna Vignisdóttir, Jóhann J. Þórisson, Elsa S. Jónsdóttir, Steinar Þór Þórisson, Bryndís Harðartíóttir, Hugrún Hrönn Þórisdóttir, Hörður I. Guðmundsson, Guðrún J.M. Þórisdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson og barnabörn. t Faðir minn, afi, sonur, bróðir og frændi, SIGURJÓN MAGNÚSSON (SIGGI HÁLOFTA), Sæbóli, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 27. mars. Bálför hefur farið fram. Björg Sigurjónsdóttir, Alexandra Brynja Konráðsdóttir, Magnús Guðmundsson, Björg Sigurjónsdóttir, Guðmundur Magnússon, Friðjón Magnússon, Ósk Magnúsdóttir og annað venslafólk. t Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför FINNS STEPHENSEN skrifstofustjóra, Skeiðarvogi 95. Guðmunda Stephensen, Eirfkur Stephensen, Borghildur Stephensen, Gyða Stephensen, Carl van Kuyck, Áslaug Stephensen, Steinunn R. Stephensen, Guðrún Th. Sigurðardóttir. Krislján Geir Kjart ansson - Minning Fæddur 7. júní 1920 Dáinn 31. mars 1993 Kristján Geir, eins og hann var oft nefndur, fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum og átti þar heima fyrstu fjögur æviárin þar til fjölskyldan fluttist á næsta bæ, Grundarhól, árið 1924. Foreldrar hans voru Kjartan Kristjánsson frá Grímsstöð- um og Salóme Sigurðardóttir frá Miðhúsum á Mýrum. Kristján var heitinn eftir föðurafa sínum, Krist- jáni Sigurðssyni, sem fluttist í Grímsstaði frá Hamri í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1893 með konu sinni, Aldísi Önnu Einarsdóttur frá Fossseli í Reykjadal í sömu sýslu, og sonum þeirra fjórum, Sigurði 12 ára, Kjartani 10 ára, Ambirni 9 ára 9g Ingólfí 4 ára. Einar, faðir Aldísar Önnu, og Arnbjörg, móðir Kristjáns, voru systkin, börn Kristjáns Arna- sonar og Guðrúnar Friðfínnsdóttur á Hóli í Kinn.. Salóme var dóttir Sig- urðar Brandssonar, bónda í Miðhús- um, og konu hans, Halldóru Jóns- dóttur. Hún var yngst af átta systk- inum. Þau settust að á ýmsum stöð- um á Vesturlandi og einnig í Hafnar- firði og Reykjavík. Kjartan og Salóme á Gmndarhóli eignuðust fimm syni. Elstur er Ragnar Þór, fæddur 1918, búsettur á Húsavík og kvæntur Hrafnhildi Jónasdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu; næstelstur var Kristján Geir, fæddur 1920, en nánar segir frá honum hér á eftir; þriðji bróðirinn er Sigurður Gústaf, fæddur 1922, bóndi á Brim- nesi á Árskógsströnd í Eyjafirði, kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur frá Auðbjargarstöðum í Kelduhverfí; íjórði er Arnbjöm Árni, fæddur 1925, bifreiðastjóri í Keflavík, kvæntur Gunnhildi Þorvaldsdóttur frá Hjarðarhaga á Jökuldal; yngstur er Garðar Örn, fæddur 1927, bif- reiðastjóri ráðherra í Reykjavík, kvæntur Fjólu Jónasdóttur frá Borg- amesi. Fyrri kona Kjartans var Halldóra Kristveig Jónsdóttir, ljósmóðir, frá Fajgradal á Fjöllum, fædd 1890, dáin 1915. Þau áttu tvær dætur, Emilíu sem var fædd 1912, dáin 1945. Hún var gift Benedikt Sig- urðssyni frá Grímsstöðum og vom þau því bræðrabörn. Yngri dóttirin hét Halldóra, fædd 1915, dáin 1983. Hún var sambýliskona Marinós Pét- urssonar, veitingaþjóns á Akureyri. Þau voru bamlaus. Í niðjatali Kristjáns Sigurðssonar á Grímsstöðum og Páls Jóhannes- sonar á Austaralandi í Axarfírði eft- ir undirritaðan, sem kom út 1987, er getið rúmlega 60 afkomenda Kjartans á Grundarhóli og kvenna hans, en auðvitað hefur þeim fjölgað mikið síðan. Kjartan á Grundarhóli og faðir minn voru bræður og við Kristján Geir jafnaldrar, skólabræður í bamaskóla og fermingarbræður. Skólagangan var reyndar ekki nema þrír til fjórir mánuðir á ári og skól- inn farskóli þannig að kennarinn flutti sig milli bæjanna með börnin með sér og urðu bændurnir að halda skaranum uppi í nokkrar vikur hver. Þama fengum við þá undirstöðu sem dugði til að fleyta okkur áfram. Vegna þess að við Kristján vomm víst ekki mikil bóndaefni kvöddum við Fjöllin ungir og leituðum okkur starfsvettvangs annars staðar. Kristján lærði að aka bíl þegar aldur leyfði og gerði akstur að ævistarfi sínu, lengst af sem leigubílstjóri á Bæjarleiðum í Reykjavík. Hann átti jafnan góða bíla og hélt þeim vel við, enda var hann snyrtimenni og báðir ætíð vel til hafðir, hann og bíllinn. Kristján var handlaginn og harðduglegur og átti því auðvelt með að annast sjálfur viðhald húss og bíls. Kristján kvæntist hinn 30. júní 1946 Sólveigu Öldu Pétursdóttur frá Búðareyri við Reyðarfjörð. Hún ólst upp á Fjalli í Seyluhreppi í Skaga- firði hjá Benedikt Sigurðssyni, bónda þar, og Sigurlaugu Sigurðardóttur, konu hans. Benedikt hafði einnig alið upp móður Öldu ásamt stórum hópi eigin barna. Kristján og Alda kynntust á Akureyri en fluttust árið 1946 til Reykjavíkur og komu sér upp húsi um 1950 á tímum þegar byggingarefni var mjög torfengið og útsjónarsemi þurfti við að verða sér úti um það. Það hús seldu þau 1982 og keyptu tilbúið hús frá Dan- mörku sem þau settu niður suður á Arnarnesi í Garðabæ og fluttu inn í það á giftingardaginn sinn sama ár. Synir Kristján og Öldu eru fjórir: Ómar, fæddur 1948, löggiltur end- urskoðandi, kvæntur Hjördísi Ingva- dóttur frá Akureyri. Þau eiga tvo syni. Halldór Benedikt, fæddur 1950, setjari, kvæntur Auðbjörgu Erlingsdóttur úr Reykjavík, tölvu- setjara; þau eiga þrjú börn. Kjartan Bragi, fæddur 1952, gleraugnasmið- ur, kvæntur Huldu Fannýju Haf- steinsdóttur úr Reykjavík; þau eiga þrjú börn. Kristján Vignir, fæddur 1958, viðskiptafræðingur, kvæntur Christel Johansen snyrtifræðingi; hún á tvö börn af fyrra hjónabandi. Alda hefur verið starfandi á skrif- stofu Menntaskólans í Reykjavík síð- an 1973 og annast meðal annars ljósritun og ljölritun af einstakri lip- urmennsku, smekkvísi og dugnaði. Hún er sú kona sem lætur sig ekki muna um að vinna tveggja manna verk á vinnustað og annast auk þess heimili sitt með prýði. Alda er glað- lynd, eins og Kristján var líka, og þau kunnu vel að skemmta sér og njóta ferðalaga, bæði innan lands og utan. Þau voru sérlega fallegt danspar á yngri árum. Árið 1985 varð Kristján fyrir blæðingu inn á heila og beið þess aldrei bætur, og síðustu árin var hann óvinnufær. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarflrði hinn 31. mars síðastliðinn á sjötugasta og þriðja aldursári og verður jarðsettur frá Garðakirkju í dag, miðvikudag- inn 7. apríl. Baldur Ingólfsson. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og fæm þær flallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu risa sjá. Mig langar tii að kveðja tengda- föður minn, Kristján Geir Kjartans- son, með ofangreindum erindum úr ljóði eftir Tómas Guðmundsson. Kristján fékk hægt andlát hinn 31. mars sl. eftir langvarandi veik- indi, sem kipptu honum út úr dag- lega lífinu svo langt um aldur fram. Fyrstu árin eftir að Kristján veikt- ist vorum við fjölskylda hans bjart- sýn á að hann mætti ná sér að ein- hveiju leyti, en sú von varð sífellt veikari og nú er komið að kveðju- stund. Á tímamótum sem þessum fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli til baka, til áranna í Heiðargerðinu, þar sem hann og eiginkona hans, Sól- veig Alda Pétursdóttir, höfðu búið sér og sonum sínum fjórum svo hlý- legt og skemmtilegt heimili. Þar var alltaf líf og fjör og allir velkomnir, og undirrituð varð fljótt heimagang- ur þar og naut góðs af gestrisninni. Minnisstæð er mér ferðin sem ég fékk að fara með þeim sumarið ’69. Þá keyrðum við um landið og heim- sóttum meðal annars heimaslóðir Kristjáns, Hólsfjöliin, þar sem var húsvitjað á hvetjum bæ, en sveitin hans átti mjög sterk ítök í honum. Kristján var maður framkvæmd- anna. Ög segir það sína sögu að eftir að hann veiktist fyrst, réðst hann í það að selja húsið sitt og reisa nýtt sem hentaði betur efri árunum. Nýja húsinu fann hann stað í Garðabæ, í næsta nágrenni við tvo af sonum sínum, og naut hann þess að geta rölt á milli og hitt barnabörn- in. Því miður er minning barnabarn- anna um afa eins og hann var áður en hann veiktist og gat með góðu móti tjáð sig, orðin óljós. Yngstu sonarsynirnir tveir sem eru aðeins fímm ára og eins árs verða því að kynnast afa sínum í gegnum okkur foreldra sína og ömmu. I mínum huga er mynd Kristjáns skýr. Einstakt snyrtimenni með fal- lega rithönd, sífellt að hlúa að heim- ili sínu og umhverfi þess. Guð blessi minningu hans. Hulda Hafsteinsdóttir. FUJ í Reykjavík Fordæma heimsókn sagn- fræðinema í sendiráð Kína MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík: „Félag sagnfræðinema við Há- skóla íslands hefur á þessum vetri staðið fyrir tveimur ferðum í sendiráð Kína á íslandi. Annarri rétt fyrir jólin síðustu og hinni þann 26. mars sl. í Kína eru stjómvöld sem staðið hafa fyrir hræðilegum fjöldamorðum, pyntingum og kúgun á stúdentum og öðrum þegnum sínum. Skemmst er að minnst blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar á vordögum ársins 1989. Það sem verra er er að Kínastjórn virðist ekki ætla að slaka á klónni og virða lýðræði og mann- réttindi eins og hverju ríki sæmir. Ríki, samtök og einstaklingar hafa um nokkurra ára skeið lýst vanþókn- un sinni á Kínastjóm með því að einangra hana. Ferðir sagnfræði- nema gengur í berhögg við þessa samstöðu og í henni fólst viðurkenn- ing á gjörðum þeirrar ríkisstjórnar sem að baki býr. FUJ í Reykjavík fordæmir ferð sagnfræðinemanna í sendiráðið og lætur í ljós þá ósk að íslenskur æskulýður sýni meðbræð- rum sínum og systmm í Kína meiri samúð og samstöðu í framtíðinni." (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.