Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 52
ÓSKAfcLÍFEYRIR
ab Jtínn vali!
------------m
Simi 91-692500 /
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
StMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Morgunblaðið/Sverrir
Stórtækur í fuglafóðrun
MARGIR borgarbúar gefa öndunum og svönunum á Tjöminni brauðmola.
Sumir eru þó stórtækari en aðrir, eins og þessi maður sem í gær mætti
niður að Tjörn með stóran plastpoka fullan af brauði. Hann hefur áreiðan-
lega séð mörgum fuglinum fyrir matarskammti dagsins.
Kauptilboð frá Chile í loðnuskipið Hilmi NK171
Alls fást 650 milljónir
fyrir skip og kvótann
EIGENDUM loðnuskipsins Hilmis NK 171 hefur borizt kauptilboð í
skipið frá Chile. Boðnar eru 260 milljónir króna í skipið, en á því
hvíla 480 milljónir, þar af um 400 í Fiskveiðasjóði. Hilmir er með ein-
hvern stærsta Ioðnukvóta íslenzkra skipa, tæp 5% af heildinni, en sú
hlutdeild er talin seljanleg á allt að 280 miHjónir króna. Rækju- og
grálúðukvóti skipsins er metinn á um 63 milljónir. Þá á útgerðin rétt
á 50 milljóna króna greiðslu úr úreldingasjóði, (74 milljónum verði
tillögur nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu að lögum) þar sem
skipið verður selt úr landi. Söluverð skipsins er þannig 260 miHjónir,
verðmæti kvóta er 343 milljónir króna og úreldingarstyrkur 50, eða
samtals 653 milljónir króna. Að greiddum áhvílandi skuldum standa
því eftir 173 milljónir króna að frátöldu lausafé.
Eigendur skipsins eru Hilmir hf.,
Jóhann Antoníusson og Síldarvinnsl-
an í Neskaupstað, sem keypti helm-
ing hlutfjár í Hilmi hf. í vetur. Því
standa Síldarvinnslunni tveir kostir
,til boða, að ganga inn í kauptilboðið
eða selja skipið með Jóhanni.
Kvótinn seldur
Jóhann Antoníusson staðfesti í
samtali við Morgunblaðið að kauptil-
boð að utan hefði borizt í Hilmi NK.
Það væri verið að skoða ýmsa hluti.
Jóhann vildi ekki tjá sig um upphæð-
ir, en sagði að þetta væri reiknings-
dæmi og gengi meðal annars upp á
því, að selja kvóta skipsins innan
lands.
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar og stjórnar-
formaður Hilmis hf., staðfestir að
tilboð hafi borizt í skipið. „Verið er
að skoða leiðir til að hagræða í
rekstri útgerðarinnar. Það er ekki
auðvelt að selja skip úr landi og
þegar upp koma slíkir möguleikar
er eðlilegt að menn skoði þá vel
áður en þeim er hafnað. Við höldum
eftir kvóta skipsins. Annað loðnu-
skip Síldarvinnslunnar hefur ekki
verið gert út á loðnu á síðustu árum
og gæti komið inn í loðnuveiðina.
Þó ér trúlegt, að ef af þessari sölu
verður, að hluti af loðnukvótanum
verði seldur,“ segir Finnbogi.
Ríkisstjóm gefur ekki svör fyrr en á lokastigum samninga
Aðíld BSRE að kjara-
sátt skilyrði aðgerða
RÍKISSTJÓRNIN gerir það að skilyrði fyrir aðgerðum í ríkisfjármál-
um að aðilar vinnumarkaðarins nái samkomulagi um kjarasátt, sem
nái einnig til opinberra starfsmanna. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ætlar stjórnin ekki að svara af eða á um atvinnuskapandi
aðgerðir, lækkun virðisaukaskatts og fleira fyrr en Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja er tilbúið að gerast aðili að kjarasáttinni, en þá
hyggst ríkisvaldið koma inn í samningagerðina á lokastigi.
ASÍ og VSÍ ræddust við í allan
gærdag í húsakynnum ríkissátta-
semjara. Undir miðnættið í gær
hafði þó enn ekki náðst samkomulag
um deilu verkalýðsfélaga við ís-
lenzka álfélagið, en Alþýðusamband-
ið setur sem skilyrði fyrir heildar-
samningum að hún leysist.
Þokast lítið í ÍSAL-deilu
Fundað var í hópum. í einum
hópnum var fjallað um ÍSAL-deiluna
og þokaðist þar lítið áfram. Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, sagði að ekki kæmi til greina
að gangast inn á neitt sem veikti
samkeppnisstöðu álfélagsins á erfið-
um tímum í greininni. Flest verka-
lýðsfélög starfsmanna álversins í
Straumsvík greiddu atkvæði um
verkfallsboðun í gær, en atkvæði
verða ekki talin fyrr en í kvöld.
Enn er óljóst hvað ríkisstjórnin
er tilbúin að gera til að greiða fyrir
samningum. Svör við kröfum um
tveggja milljarða króna framlag til
atvinnuskapandi framkvæmda,
tímasetningu á lækkun virðisauka-
skatts á matvæli og endurgjalds-
lausa úthlutun veiðiheimilda Hag-
ræðingarsjóðs höfðu enn ekki verið
gefin í gærkvöldi. Innan stjórnar-
flokkanna eru miklar áhyggjur af
stöðu ríkissjóðs, jafnvel þótt aðgerð-
ir vegna samninga kæmu ekki til,
og vilja stjórnarliðar tryggja að opin-
berir starfsmenn gangi að sömu
kjarasátt og launþegar á almennum
vinnumarkaði.
RLR rannsakar fjárdrátt í útibúi íslandsbanka við Gullinbrú í Grafarvogi
Starfsmaður dró sér
10-11 miHjónir króna
STARFSMAÐUR útibús íslandsbanka við
Gullinbrú í Grafarvogi hefur orðið uppvís að
fjárdrætti, að fjárupphæð sem nemur 10 til
11 milijónum króna. Samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Oddssonar, framkvæmdastjóra Is-
landsbanka, hætti starfsmaðurinn, sem gegndi
starfi þjónustustjóra, störfum þann 1. mars
síðastliðinn. Starfsmaðurinn var kærður til
Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Að sögn
Kristjáns hefur hann þegar gengist við broti
sínu.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á
málið sér nokkuð langan aðdraganda, en það var
ekki fyrr en eftir að maðurinn hætti störfum, eða
í lok marsmánaðar, sem á daginn kom að hann
hafði dregið sér fé af bankabókum ákveðins fjölda
viðskiptavina bankans.
Kristján Oddsson sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að síðdegis í gær hefði starfsmaður-
inn verið kærður til RLR. „Það er ekki vitað
hversu lengi þessi fjárdráttur hefur átt sér stað,
en í lok marsmánaðar vöknuðu grunsemdir um
að ekki væri allt með felldu í útibúinu, þar sem
starfsmaðurinn var þjónustustjóri," sagði Krist-
ján.-„Þá fórum við að kanna málið, og í ljós kom
að hann hefur dregið sér fé út úr bókum nokk-
urra viðskiptamanna. Það lítur út fyrir að hér sé
um 10 til 11 milljóna króna fjárdrátt að ræða.“
Viðskiptamenn verða ekki fyrir Ijóni
„Bankinn mun bæta viðskiptavinunum fjár-
dráttinn að fullu, og er reyndar þegar búinn að
því, þannig að viðskiptamenn íslandsbanka sem
lentu í þessu, verða ekki fyrir neinu tjóni,“ sagði
Kristján.
Kristján sagði að starfsmaðurinn hefði hafið
störf hjá Iðnaðarbankanum árið 1966, þannig að
hann hefði samtals starfað í 27 ár í banka -
fyrst í Iðnaðarbanka, síðan í íslandsbanka. Að-
spurður hvort ljóst væri að hér væri um fyrsta
brot starfsmannsins að ræða, sagði Kristján: „Það
er best að fullyrða ekkert um það, þótt við teljum
að svo sé. Nú verður þetta allt saman skoðað og
farið ofan í kjölinn á því hversu lengi þessi fjár-
dráttur hefur átt sér stað.“ Kristján sagði að nú
eftir að málið væri komið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins, væri ekki meira um það að segja að svo
stöddu.
Kristján Ashkenazy
Kristján og
Ashkenazy
á Listahátið
KRISTJÁN Jóhannsson óperu-
söngvari hefur þekkst boð um að
koma fram sem sérstakur heiðurs-
gestur á Listahátíð í júní á næsta
ári. Vladimir Ashkenazy hefur
einnig þekkst boð um að halda
einleikstónleika á hátíðinni.
Valgarður Egilsson formaður
framkvæmdanefndar sagði að ekki
hefði verið ákveðin dagsetning á ein-
söngstónleika Kristjáns, en sennilega
yrðu þeir haldnir undir lok Listahá-
tíðar, nálægt þjóðhátíðardeginum,
17. júní.