Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Guðmundur Sig-
fússon - Minning
Fæddur 20. maí 1906
Dáinn 27. mars 1993
Horfínn er af sviðinu Guðmundur
Sigfússon frá Eiríksstöðum í Svart-
árdal í Austur-Húnvatnssýslu hátt
á áttugasta og sjöunda aldursári.
Hann var landskunnur hestamaður
og hrossaræktandi og vafalaust
kunnastur Húnvetninga á því sviði
á síðari áratugum. Hann var einn
af stofnendum hestamannafélags-
ins Neista, en það félag verður
fimmtíu ára í ágústmánuði á næsta
sumri. Síðar stofnaði hann hesta-
mannafélagið Óðin og var forustu-
maður í því félagi um árabil. Seint
á ævinni fluttist hann svo á félags-
svæði Neista og starfaði í því með-
an starfsorka entist honum, en hinn
brennandi áhugi fyrir málefnum
hestamennskunnar fölskvaðist
aldrei. Síðustu æviárin var Guð-
mundur svo lánsamur að fá að
dvelja í skjóli dóttur sinnar Ingi-
bjargar og tengdasonarins Páls
Þórðarssonar búenda í Sauðanesi.
Hafði hann þar aðstöðu til þess að
fylgjast með málefnum hrossabú-
skapar og hestamennsku, auk þess
að eiga hross sjálfur. Skemmst er
að minnast, í því efni, að hann var
einn af þeim hrossaræktarmönnum,
sem kynntu hross sín í bókinni
Hestar í norðri, sem út kom á sl.
ári á vegum bókaútgáfunnar á
Hofi í Vatnsdal. Guðmundur átti
eigin reiðhest til endadægurs og fór
á bak þegar færi gafst, en látið
hafði hann af lengri ferðalögum
fyrir fáum árum.
Guðmundur Sigfússon var einn
af þeim mönnum sem aldrei sáust
á ferðinni nema vel ríðandi og svo
virtist sem hann gleymdi aldrei að
krefja hesta til kostanna og kunni,
að sjálfsögðu, á því góð skil. Hann
var fæddur og vaxinn upp í hesta-
mennskuna fyrir daga utanaðlærðr-
ar skólunar, en hafði þann eigin-
leika sem betri reynist að vera
fæddur hestamaður. Á langri ævi
tileinkaði hann sér þá kunnáttu í
faginu að verða í sögunni skráður
í hópi kunnustu íslendinga á því
sviði. Ekki var hann þó afturhalds-
samur eða með fordóma um nýja
tíma og siði.
Varla er það efa blandið að það
sem muni halda nafni Guðmundar
Sigfússonar lengst á lofti um ókom-
in ár er hrossarækt hans, sem hlot-
ið hefir nafnið Eiríksstaðakynið.
Þarf þar um ekki mörg orð, því
þegar raktar eru ættir fjölmargra
þekktustu kynbótahrossa landsins
í dag tengjast þær mjög Eiríks-
staðakyninu og þó nánar tiltekið
stóðhesti Guðmundar, Feng, sem
reyndist óvenju farsæll til fram-
ræktunar þótt Guðmundi tækist
ekki sjálfum að halda veg afkom-
enda hans, svo sem ákjósanlegast
hefði verið. Víst er það að eldri
Húnvetningum og Skagfirðingum
eru minnisstæðir hvítir gæðingar,
synir Fengs, á blómaárum eiganda
hestsins. Settu þeir mjög svip á
hestamót Óðins, fjórðungsmót og
landsmót á þeim tíma.
Sá sem þessar línur ritar mun
hafa haft þau orð um Guðmund
Sigfússon í áttatíu og fimm ára
afmælishófi hans að hann væri
hvort tveggja í senn lífslistamaður
og lífsnautnamaður. Fyrir því væru
þau rök að hann hefði notið mikils
í lífínu samkvæmt eðli sínu. Hann
hefði verið rómaður söngmaður,
notið ríkulega ásta góðra kvenna,
og eignast stóran hóp mannvæn-
legra afkomenda, sem veittu honum
umhyggju í ellinni.
Þannig hefði hann á langri ævi
fengið að njóta hugðarefna sinna,
þar með talin umsýsla hans við
hrossin og hestamennskan sjálf.
Allt þetta hefði gert líf hans litauð-
ugt umfram hversdagsleikann, sem
að vísu getur líka verið góður.
Nú er Guðmundur Sigfússon hef-
ir lokið lífsgöngu sinni hljóta hún-
vetnskir hestamenn að heiðra minn-
ingu hans og þegar blöðum minn-
inga og sögu verður flett mun nafn
hans bera fyrir augu, og þá ekki
síður er saga íslenskrar hrossarækt-
ar verður skoðuð um síðasta hálfrar
aldar skeið.
Guðmundur Sigfússon verður
jarðsettur á Bergsstöðum í Svart-
árdal miðvikudaginn 7. apríl.
Grímur Gíslason.
GuðmUndur Sigfússon frá Eiríks-
stöðum er látinn.
Guðmundur fæddist í Bólstaðar-
hlíð 20. maí 1906. Foreldrar hans
voru Sigfús Eyjólfsson og Kristvina
Kristvinsdóttir. Fjölskyldan fluttist
að Blöndudalshólum og bjó þar í
15 ár og þar voru æskustöðvar
Guðmundar. Þá bjuggu þau þrjú
ár á Bollastöðum, en vorið 1927
fluttu þau að Eiríksstöðum og bjó
Guðmundur þar síðan í meira en
40 ár, fyrst í félagi við foreldra sína.
Systkini Guðmundar voru Ingiríður,
Sigurlaug og Herdís, Pétur bóndi í
Álftagerði og Jósef, sem lengi bjó
á Torfastöðum.
Árið 1931 kvæntist Guðmundur
Guðmundu Jónsdóttur frá Eyvind-
arstöðum, gáfaðri, listrænni og fal-
legri konu. Þau eignuðust fjögur
börn: Óskar, hann fórst í bílslysi
rúmlega tvítugur, mikill efnismaður
og hvers manns hugljúfi og harm-
dauði öllum sem honum höfðu
kynnst; Sigfús, bílstjóri á Blöndu-
ósi, kona hans er Jóhanna Bjöms-
dóttir; Jón, rafvirki í Kópavogi,
kona hans er Steinunn Ingimundar-
dóttir; og Guðmunda, skrifstofu-
maður í Hafnarfirði, maður hennar
er Ari Guðmundsson.
Árið 1937 varð fjölskyldan á Ei-
ríksstöðum fyrir því óskaplega áfalli
að Guðmunda lést frá fjórum smá-
börnum. Þá var ekki bjart í ranni
Guðmundar. Hann eignaðist soninn
Erling með Huldu Aradóttur. Guð-
mundur kvæntist aftur Sólborgu
Þorbjamardóttur, hinni mætustu
konu. Þeim varð íjögurra bama
auðið. Þau eru: Pétur, smiður í
Reykjavík, kona hans er Svandís
Ottósdóttir; Ingibjörg, bóndi í
Sauðanesi, maður hennar er Páll
Þórðarson; Þorbjöm, smiður í
Reykjavík, kona hans er Lísa Guð-
jónsdóttir; og Eyjólfur, hestamaður
á Blönduósi, kona hans er Sigríður
Grímsdóttir. Sólborg lést á miðjum
aldri.
Þá átti Guðmundur tvær dætur
með Guðrúnu Þorbjamardóttur;
Ragnheiði, bónda á Marbæli, maður
hennar er Árni Sigurðsson; og Sól-
eyju, húsfreyju á Egilsstöðum, mað-
ur hennar er Broddi Bjarnason.
Guðmundur brá búi um 1970 og
starfaði við byggingu Húnavalla-
skóla í nokkur ár. Þá átti hann
heima í Öxl í Þingi um árabil. Síð-
ustu árin átti hann heimili hjá Ingi-
björgu dóttur sinni og Páli manni
hennar í Sauðanesi.
Það hefur legið vel á skaparanum
þegar hann efndi í Guðmund Sig-
fússon, því honum var gefið meira
en flestum mönnum. í fyrsta lagi
var Guðmundur listamaður að upp-
lagi. Hann hafði mjög fagra og
hljómmikla tenórrödd og tónlistar-
gáfu eins og fjölmargir ættmenn
hans. Hann var organisti í Berg-
staðakirkju um fjölda ára, einn af
stofnendum Karlakórs Bólstaðar-
hlíðarhrepps og um hálfrar aldar
skeið einn af burðarásunum í starfi
kórsins. Sá kór hefur haldið uppi
merkilegu menningar- og félags-
starfí óslitið frá 1925 og með nokkr-
um hætti víkkað dali austanverðrar
Húnavatnssýslu. Guðmundur var
aðaleinsöngvari kórsins um langt
árabil. Þar að auki skemmti Guð-
mundur með einsöng víða um
Húnaþing og Skagaíjörð. Þá var
Guðmundur mjög vel að sér gerr
líkamlega, glæsilegur á velli og
hrífandi í framkomu. Reisnin og
glæsimennskan entist honum til
elliára og hélt hann góðri heilsu og
færni allt þar til fáum dögum fyrir
andlát sitt.
Guðmundur var verkmaður
ágætur og sérstakur fjármaður. Þá
var hann mjög félagslyndur og um
hann mátti segja eins og Guðmund-
ur sagði sjálfur um einn vin sinn:
„Hann er svona maður sem bætir
allt í kringum sig.“ Guðmundur var
vel viti borinn, hugsjónamaður og
eindreginn samvinnu- og framsókn-
armaður.
Þá er að geta um það sem mark-
aði dýpst spor í ævistarfí Guðmund-
ar og heldur nafni hans lengst á
lofti. Það er hestamennska hans og
hrossarækt. Eins og áður sagði var
Guðmundur listamaður. Þetta gerði
það að verkum að hann var hesta-
maður af Guðs náð. Hestamenn af
Guðs náð verða ekki aðrir en þeir
sem hafa einhveija listræna æð.
Guðmundur fór vel á hesti, var elsk-
ur að hestum, tamningamaður
ágætur og öllum öðrum mönnum
snjallari þeim er ég hef kynnst að
temja sívakra hesta og hreina úr
þeim lullið. Hann ráðlagði mér svo
er ég var í vandræðum með einn
slíkan: „Láttu hann aldrei í friði
meðan hann lullar." Þetta var að-
ferð hans en svo skapstilltur var
hann og mjúkhentur að aldrei vissi
ég til að hann deyfði vilja í hesti
þótt hann beitti' þessari aðferð. Ég
horfði hvað eftir annað á hann gera
kraftaverk á svona tryppum. Sí-
vakrir lullarar urðu hreingengir
töltarar og fóru að brokka undir
sjálfum sér á nokkrum dögum, þótt
þeir hefðu aldrei á ævi sinni tekið
brokkspor fyrr en undir Guðmundi.
Hann hafði persónulega reið-
mennsku og vildi hafa töltið rúmt
og greitt, gerði sig ekki ánægðan
með að ríða alltaf á sama gírnum,
ljúfur og snyrtilegur á hægu en
hafði líka gaman af flugtölti og
veitti sér það gjarnan. Eiríksstaða-
töltið þekkist hvar sem það fínnst,
þar er mýkt og teygja.
Hrossaræktarstarf Guðmundar
hefur breytt íslenska hrossastofnin-
um verulega, öllum sem hafa smekk
fyrir hestum til mikillar gæfu. Upp-
úr stríðslokum þegar niðurlæging
íslenskrar hestamennsku varð hvað
sárust var Guðmundur einn þeirra
fáu manna sem varðveittu draum-
inn um íslenska gæðinginn, jafnvel
þótt umhverfí hans mæti það ekki
mikils þá.
Guðmundur eignaðist graðhest-
inn Feng 457. Fengur var undan
Jarpi frá Finnstungu sem var undan
Ægi 178 frá Brandsstöðum en hann
var undan Þokka 134 Sigurðar
Jónssonar frá Brún. Guðmundur
uppgötvaði hvílíkur snilldargripur
Fengur var. Það varð þó mikið slys
að Fengur öðlaðist ekki verðskuld-
aða frægð fyrr en hann var orðinn
gamall og því ekki nýttur sem
skyldi. Guðmundur ætlaði að sýna
Feng á landsmótinu á Þingvöllum
1958. Þá var Fengur á besta aldri
og hefði vafalaust hlotið verðskuld-
aða athygli en þá varð það óhapp
að kálfur komst í stertinn á Feng
og stýfði hann svo að Guðmundur
vildi ekki sýna hestinn og Fengur
kom ekki fram á landsmóti fyrr en
§órum árum seinna. Þessi ólukku-
kálfur varð íslenskri hrossarækt til
mikils tjóns. Hinn frábæri hrossa-
ræktarmaður Sveinn Guðmundsson
á Sauðárkróki fékk augastað á
Feng og lagði drög að hinum kyn-
sæla Sörla 653. Sörli hafði margt
frá Síðu móður sinni, en eiginleik-
amir frá Feng leyndu sér ekki.
Fengur var hvítur og útaf honum
kom margt af hvítum góðum hross-
um.
Guðmundur var aðalhvatamaður
að stofnun hestamannafélagsins
Óðins 1957, formaður þess til
margra ára og síðast heiðursfélagi.
Þá var hann einn af stofnendum
og forystumönnum Hrossaræktar-
sambands Norðurlands og síðar
Hrossaræktarsambands Austur-
Húnavatnssýslu.
Ég sakna vinar í stað. Kynni
okkar Guðmundar hafa staðið óslit-
ið frá æsku minni og enga skugga
þar borið á. Ég er þakklátur fyrir
að hafa átt vináttu hans og félags-
skap í gegnum árin. Hann hefur
gert mig ríkari með samvinnu, við
söng og hrossastúss og einnig með
hrossaræktarstarfí, en fyrir þann
tilverknað hef ég átt ótal ánægju-
stundir og öðlast mikla lífsfyllingu.
Nú er Guðmundur allur. Eg
hugsa mér að hans bíði gæðingarn-
ir sem komnir voru á undan honum,
Vinur, Hörður, Sindri, Óðinn og
Elding. Þá þarf ekki að óttast um
ferðalag Guðmundar um Gjallarbrú.
Guðmundur verður borinn til
moldar frá sinni gömlu sóknar-
kirkju að Bergsstöðum í dag. Vinir
hans nokkrir munu fylgja honum
síðasta spölinn á hvítum hestum
með virðingu og þökk íslenskra
hestamanna í farteskinu.
Guðmundur Sigfússon var maður
hinna hvítu hesta.
Páll Pétursson.
Mig langar til að kveðja hann
afa minn og þakka honum fyrir þær
stundir sem við áttum saman. Afí
hét fullu nafni Guðmundur Sigfús-
son og fæddist 20. maí 1906. Hann
var því tæplega 87 ára er hann lést.
Afí var það lánsamur að eiga stóran
hóp bama og tengdabama, og enn
stærri hóp bamabama- og barna-
barnabarna sem reyndust honum
ætíð vel, og var sú mikla væntum-
þykja einlæg eins og sást best er
hann lagðist inn á héraðssjúkrahús-
ið á Blönduósi. Þar var hann sjald-
an einsamall. Allir lögðu sig fram
við að stytta honum stundir eins
og þeir best gátu. Þegar ég hugsa
til afa míns kemur tvennt upp í
huga minn, það er söngurinn og
hestamennskan, sem vom aðal-
áhugamál hans auk lestur góðra
bóka.
Þegar ég var lítil var ég mjög
hreykin af því að geta sagt vinum
mínum frá því hvað afí minn ætti
marga hesta og svo bætti ég alltaf
við: Hann afí minn kann ekki að
keyra bfl, hann fer alltaf á hestbak
það sem hann þarf að fara, og því
trúði ég. Annað gott dæmi um það
að ég tengdi hestamennskuna alltaf
Fædd 22. júlí 1897
Dáin 24. mars 1993
í dag er til moldar borin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
amma mín, Jónína Benedikta Ey-
leifsdóttir.
Hún var fædd í Glaumbæ í Staf-
neshverfi í Miðneshreppi. Foreldrar
hennar voru Margrét Benedikts-
dóttir og Eyleifur Ólafsson. Systkini
ömmu voru átta talsins, en af þeim
eru tveir bræður hennar enn á lífí,
Helgi og Eiríkur.
Amma giftist Ingimundi Bem-
harðssyni árið 1925, en hafði áður
átt tvö börn, Henning Kristin Kjart-
ansson, f. 1919, maki Jónína Ing-
ólfsdóttir, og Huldu Reynhlíð Jör-
undsdóttur, f. 1921 (maki Sigurður
I. Guðlaugsson, lést 1957) en núver-
andi maki Leifur Þorbjamarson.
Amma varð að láta Henning frá sér
í fóstur, en Hulda ólst upp hjá
ömmu og Ingimundi, sem reyndist
henni besti faðir. Amma og Ingi-
mundur afi áttu svo saman Jór-
unni, f. 1923, maki Gunnar Krist-
insson; Margréti Laufey, f. 1926
(maki hennar Einar Ólafsson lést
1965); Sesselju, f. 1932, maki Guð-
mundur Sigurðsson; Bernharð, f.
1935, maki Fjóla Sigurðardóttir.
við afa var það að ég trúði því trú-
fastlega að lagið Afi minn fór á
honum Rauð, sem öll börn þekkja,
væri um hann afa minn, það gæti
ekki annað verið.
Afí var einn af stofnendum
hestamannafélagsins Óðins, sem
enn er starfandi. En söngurinn átti
einnig stóran þátt í lífí hans, hann
hafði mikið yndi af tónlist, enda
má segja að hann hafí verið alinn
upp við tónlist því að faðir hans var
einnig söngmaður mikill. Þeir feðg-
ar voru tveir af stofnendum Karla-
kórs Bólstaðarhlíðarhrepps, sem er
einn af elstu kórum landsins.
Á þeim árum er orgel voru fátíð
á heimilum landsins eignaðist fjöl-
skyldan eitt slíkt og var afí sendur
að heiman i tvær vikur til að læra
á hljóðfærið, þetta þóttu tíðindi á
þessum tíma. Upp frá þessu spilaði
hann á orgel og hafði yndi af.
Sem dæmi um það að menn
kunna að meta störf afa get ég
nefnt að á 85 ára afmæli hans hylltu
félagar Bólstaðarhlíðarhrepps hann
með ræðu og söng og einnig hylltu
félagar hestamannafélagsins Óðins
hann með nærveru sinni. Og mikið
var hann afi ánægður með veisluna
sem var haldin honum til heiðurs í
faðmi ástvina sinna,_ þeim sem hon-
um voru kærastir. Ég sjálf minnist
þess best þegar afí klæddi sig upp
á afmælisdaginn, fór í bestu reiðföt-
in sín, lagði á hest og steig á bak.
Ég og pabbi stóðum og horfðum á
eftir honum og dáðumst að því hve
hann bar sig vel á reistum hestin-
um. Þennan dag tók ég ljósmyndir
af honum bæði á hestbaki og í veisl-
unni í vinahóp. Þessar myndir létum
við í myndaalbúm og færðum afa
að gjöf, og mikið var hann ánægð-
ur með þær.
Það er ætíð erfítt að sjá ástvin
sinn rúmfastan, og get ég varla
lýst því hve mikið það tók á mig
að sjá hann liggjandi veikburða í
rúminu, mann sem ætíð hafði haft
nóg fyrir stafni. Ég mun aldrei
gleyma því þegar ég var að kveðja
afa eftir síðustu heimsókn mína til
hans, þegar afí lyfti veikburða hönd
sinni upp að minni tók um hana
og horfði þeim augum á mig sem
sögðu meira en öll heimsins orð. I
hjarta sínu vissi hann að við værum
að kveðjast í síðasta sinn í þessari
veröld. Elsku afí ég veit að þér líð-
ur vel núna í faðmi ömmu og ann-
arra ástvina sem á undan eru fam-
ir. Guð geymi þig elsku afí minn.
Sofðu væít hinn síðasta blund,
unz hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V.Briem)
Sólrún Edda Pétursdóttir.
Amma hefur alltaf verið vinnu-
söm og sem dæmi um það fór hún
mjög ung að heiman til að vinna
fyrir sér, þar af leiðandi varð
menntun af skomum skammti, en
hún gekk samt í skóla stuttan tíma
og stóðst vel þau próf sem fyrir
hana vom lögð. Amma vann marg-
vísleg störf með heimilishaldinu alla
sína tíð, allt frá erfiðisvinnu til fín-
legra saumastarfa.
Amma var mjög skemmtileg
kona, sem hafði kímnigáfuna í lagi.
Það var sama þótt á móti blési,
alltaf var hún tilbúin að grínast,
en gerði það þó aldrei á kostnað
annarra. Áð gríninu slepptu var hún
sú amma, sem gott var að leita til
og fá að borða hjá henni þegar
maturinn heima var ekki að mínu
skapi. Hún var ráðgefandi þegar
svo bar undir, en fyrst og fremst
þátttakandi í því efni sem við hana
var rætt.
Meðan ég bjó í Eyjum og þá sér-
staklega eftir gosið 1973 reyndi ég
að hafa það fyrir reglu að heim-
sækja ömmu hvern fimmtudag þeg-
ar ég hafði dreift blaðinu Fréttum
sem ég ritstýrði til ársins 1981. Þá
áttum við oft góðar stundir saman
yfir kaffí og meðlæti. Þar sótti ég
í fróðleik og frásagnir sem fáir búa
Jónína Benedikta Ey-
leifsdóttir - Minning