Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Frakkar játa land- helgisbrot FRANSKUR togaraskipstjóri, Michel Mesnage, játaði í gær fyrir breskum dómstóli að skip hans Calypso hefði verið að veið- um í breskri landhelgi þann 28. mars. Skip úr breska flotanum, sem var við landhelgisgæslu- störf, stóð skipið að veiðunum og fóru þrír skipveijar um borð í franska togarann. Voru þeir teknir höndum af Frökkunum og siglt með þá til hafnarborgar- innar Cherbourg. Skipstjórinn var handtekinn á föstudag af bresku strandgæslunni og á hann yfir höfði sér allt að 55 þúsund punda sekt og að veiðar- færi verði gerð upptæk. Fransk- ir sjómenn draga í efa kröfu Breta um landhelgisréttindi í kringum bresku eyjarnar í Erm- arsundi. Lögreg’la stöðvar þingfund VOPNAÐIR lögreglumenn í Zaire lokuðu í gær ráðstefnum- iðstöð í höfuðborginni Kinshasa og komu þar með í veg fyrir að bráðabirgðaþing landsins gæti fundað. Þingið, þar sem stjórnarandstæðingar eru í meirihluta, á í deilum við Mob- utu Sese Seko sem farið hefur með alræðisvald í Zaire í 28 ár. Setti Mobutu forsætisráðherra landsins af í síðustu viku og skipaði nýjan hliðhollann sér í staðinn. Innrás af ótta við Iran? ODD Arne Westad, sem er yfir rannsóknum Nóbelstofnunar- innar í Osló, sagði í gær að Sovétmenn hefðu ráðist inn í Afghanistan árið 1979 til að koma í veg fyrir að íslamska byltingin í íran breiddist út. Westad, sem er sagnfræðingur, hefur undanfarið rannsakað leynileg sovésk skjöl. Hann seg- ir einnig að sendiráð Sovét- manna í Kabúl og yfirmenn so- vésku leyniþjónustunnar, KGB, þar í landi hafi verið andvígir innrásinni. Að sögn Westad hafa rannsóknir hans leitt í ljós að Sovétmenn óttuðust að ef heit- trúaðir múslimar kæmust til valda í Afghanistan gæti það haft alvarleg áhrif í hinum íslömsku iýðveldum Sovétríkj- anna. Landgöngu- liði dæmdur BANDARÍSKUR herdómstóll í Sómalíu komst í gær að þeirri niðurstöðu að bandarískur land- gönguliði hefði gerst sekur um > að hafa að ósekju ráðist að tveimur Sómölum og sært þá skotsárum. Var landgöngulið- inn, sem starfað hafði í hernum í þrettán ár, sviptur tign sinni sem liðþjálfi og hýrudreginn í mánuð. Landgönguliðinn segist hafa skotið á Sómalana í sjálfs- vörn. Flugrán í Kína TVEIR vopnaðir Kínverjar rændu aðfaranótt þriðjudagsins þotu með 204 farþegum í inn- anlandsflugi í Kína og skipuðu flugstjóranum að fljúga til Tæv- an. Þar gáfust þeir upp og báðu um pólitískt hæli. Þeir voru enn í varðhaldi í gær en flugvélinni var leyft að fljúga aftur til Kína. Kínveijar hafa farið fram á að fá mennina framselda. Greenpeace berst gegn hvalveiðum Norðmanna Hvalveiðibann verði sett sem skilyrði fyrir EB-aðild Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace birtu í gær áskorun til framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) og aðildarríkja þess um að banna hvalveiðar aðildarrikjanna í hvaða formi sem er. Bann- ið beinist fyrst og fremst að fyrirhuguðum hvalveiðum Norðmanna en umsókn þeirra um aðiid að EB var formlega tekin til umfjöllunar á mánudag. Forsvarsmenn Greenpeace hyggjast á næstunni hefja almennan áróður fyrir því innan EB að Norðmenn falli frá fyrirætl- unum um hvalveiðar en verði af aðild að bandalaginu ella. Talsmenn Greenpeace vísuðu á bug röksemdum norskra stjóm- valda fyrir því að hefja veiðar á hrefnu að nýju. Þeir fullyrtu að Norðmenn hefðu ekki frekar en aðrir sannanir fyrir því að hrefnu- stofninn væri að rétta við og að sama skapi ríkti mikil óvissa um stærð stofnsins. Fulltrúarnir bentu á að drápsað- ferðunum og þeirri spurningu hvort þær væru mannúðlegar yrði ekki haldið utan við umræðuna. Gre- enpeace teldi engar efnahagslegar forsendur fyrir því að hefja hvala- dráp að nýju. Almennt gæfu Norð- menn falska mynd af ástandinu, m.a. með fullyrðingum um að hrefnustofninn væri norskur þegar vitað væri að hann væri einungis árstíðabundið við Noreg og flakkaði annars allt suður til Afríkustranda. Talsmenn Greenpeace sögðu að hvalveiðibann ætti í framtíðinni að vera skilyrði fyrir aðild að EB. Þrýst á Belgíustjórn Greenpeace hyggst leggja sér- staka áherslu á að hafa áhrif á belgísk stjórnvöld í þessu efni en Belgar verða í forsæti í ráðherra- ráði EB frá 1. júlí til loka þessa árs. Boðað er til áróðursherferða til að vekja athygli almennings á fyrirætlunum Norðmanna. Tals- menn Greenpeace fullyrða að al- menningsálitið innan EB sé hvölum vinsamlegt en hvalveiðimönnum mjög fjandsamlegt. Lögð verður áhersla á að safna nauðsynlegu fjármagni til að standa undir friðsamlegum aðgerðum til að fæla Norðmenn frá hvalveiðum. Talsmenn samtakanna sögðu að allt kæmi til greina og augljóslega yrði fólk hvatt til að sniðganga norskar afurðir og þrýsta á stjórn- málamenn, m.a. með undirskrifta- listum, til að leggjast gegn aðild Norðmanna að EB snúi þeir ekki til betri vegar. Kabun Muto Nýr utan- ríkisraðherra í Japan Tókýó. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Japans, Kiichi Miyasawa, hefur tilnefnt reyndan samningamann, Kabun Muto, til að gegna embætti utan- ríkisráðherra í stað Michio Wat- anabe er hefur sagt af sér af heilsufarsástæðum. Muto er 66 ára gamall og hefur verið landbúnaðar- og viðskiptaráð- herra. „Nú eru mjög erfiðir tímar fyrir japönsku utanríkisþjónustuna,“ sagði Muto í sjónvarpsviðtali en hann verður skipaður formlega í dag. Hann hrósaði jafnframt fyrirrennara sínum fyrir gott starf. í næstu viku hittast ráðherrar frá sjö helstu iðn- ríkjum heims í Tókýó til að ræða hvernig best verði hægt að styðja framgang umbótastefnu í Rússlandi. Japanar hafa verið sakaðir um að hundsa vandann en þeir deila um eign á nokkrum smáeyjum við Rússa sem hertóku þær í stríðslok. Landstj órnarmenn ræða við forsætisráðherra Dana Vilja ráða meira um endui’skipiilagiiingn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA landstjórnin ræddi I gær við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ráðherrann sagði að Færeyingar yrðu að reyna að ná betri árangri í sparnaði, en hins vegar mætti athuga hvort þeir ættu ekki að fá meiri áhrif í Fjármögnunarsjóðnum, sem komið var á fót til að styðja atvinnuuppbyggingu eyjanna. Ennfrem- ur dró ráðherrann úr því að ætlunin væri áð steypa fyrirtækjum saman. Fyrir fundinn hafði færeyski þingmaðurinn Oli Breckmann, er situr á danska þinginu fyrir Fær- eyjar, verið þungorður og sagt að Danir hegðuðu sér eins og nýlendu- veldi. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann að danskir bankastjór- ar, sem sætu í stjórn Pjármögnun- arsjóðsins, virtust líta á sig sem einhvers konar hreinsunardeild, senda út af „sjálfum Guði al- máttugum í. Danmörku". Þeir hefðu ekki hundsvit á fiskveiðimál- um, en hefðu sýnt stjórnendum færeyskra fiskvinnslufyrirtækja ótrúlegan yfirgang, nánast sett þeim afarkosti með hnífínn á háls- inum. „Bankamafían Breckmann sagði að besta niðurstaða fundarins væri að ákveðið hefði verið að auka áhrif uppbyggingarnefndarinnar, þar sem Færeyingar úr fískvinnslunni eru í meirihluta. Þar með yrði ekk- ert úr áformum dönsku „bankam- afíunnar“ um að steypa öllum físk- vinnslufyrirtækjum saman í fáein fyrirtæki, sem öll fiskiskipin yrðu sett undir og þar sem bankarnir gætu ákveðið allt frá verði til markaða. Um ásakanir Breckmanns sagði Nyrup Rasmussen að fólk í Færeyj- um talaði öðruvísi en Danir væru vanir. Breckmann sagði að það væri ef til vill rétt, en hann væri vanur að kalla hlutina réttum nöfn- um. Yfirgangurinn væri staðreynd, en nú yrði vonandi breytt um stefnu. Fram af flugbrautinni BOEING 767-þota flugfélags E1 Salvador hafnaði á húsum utan flugbrautar er hún lenti í Guatemalaborg í fyrrakvöld. Kom þot- an of hátt til lendingar og dugði flugbrautin því ekki flugmönnun- um til að stöðva hana. Þotan skemmdist talsvert en engan af 213 farþegum eða níu manna áhöfn sakaði. Forsíðugrein í tímaritinu Newsweek um hrefnuveiðar Norðmanna Sagðar geta stuðlað að hvalavernd New York. Frá Huga Ólafssyni, frétfarilara Morgunbiaðsins. AÐGERÐIR græningja gegn hvalveiðum og annarri nýtingu dýrateg- unda eru oft gagnslausar og jafnvel skaðlegar tegundum sem á að vernda, segir í forystugrein nýjasta heftis bandaríska tímaritsins Newsweek. Sagt er að hrefnuveiðar Norðmanna samrýmist vel hug- myndinni um sjálfbæra þróun og geti jafnvel komið sjaldgæfum hvölum, sem keppni við hrefnuna um æti, til góða. Forsíðumynd tímaritsins er af pandabirni og ber yfirskriftina „Elskuð til bana - hvernig baráttan við að bjarga dýrum í útrýmingar- hættu getur snúist upp í ranghverfu sína.“ Gagnrýni á áherslur og fjár- öflun umhverfis- og dýraverndar- samtaka hefur sést víða í fjölmiðlum og nýjum bókum í Bandaríkjunum upp á síðkastið, en hefur ekki verið kynnt almenningi áður með jafn áberandi hætti, þegar næstútbreidd- asta fréttatímarit landsins, með um 3,5 milljónir áskrifenda, slær henni upp og lofar jafnvel gildi hvalveiða. I greininni segir: „Hvergi sést hin nýja endurskoðunarstefna í um- hverfismálum betur en í andmælum gegn þekktustu slagorðum græn- ingja: „Björgum hvölunum". Al- þjóðahvalveiðiráðið bannaði allar veiðar fyrir sjö árum, en í fyrra hófu Norðmenn þær að nýju og hval- bátarnir halda aftur úr höfn í þessum mánuði. Þeir segja að veiðar á örfá- um hundruðum hrefna af 86.000 hvala stofni séu í fullu samræmi við sjálfbæra þróun, nýjustu kennisetn- ingu vistkerfisvina, sem boðar hóf- lega nýtingu auðlinda þannig að þær gangi ekki til þurrðar." Enn fremur: „Meira að segja nátt- úruvemdarsinnar í Noregi styðja takmarkaðar hvalveiðar í nafni rannsókna. Er hvalveiðibannið þá misheppnað? Já, ef friðun á hrefnum vinnur gegn öðrum hvalategundum. Hrefnan keppir hugsanlega um æti við steypireyðina; ef hrefnustofninn er ekki grisjaður nær steypireyðurin kannski aldrei að rétta úr kútnum." Misheppnaðar aðgerðir Tímaritið nefnir mörg fleiri dæmi um misheppnaðar aðgerðir til að bjarga dýrum eins og fílum, tígris- dýrum og pandabjörnum frá al- dauða. Það er auðvelt fyrir friðunar- samtök að afla fjár til björgunar slíkra skepna, sem hvert mannsbarn þekkir, en oft vill minnstur hluti fjár- ins renna til raunhæfra friðunarað- gerða. Áróður af svipuðu tagi og Newsweek gagnrýnir sást í fyrri viku í heilsíðuauglýsingu í stórblað- inu The New York Times, þar sem fjöldi dýraverndar- og umhverfis- samtaka boðaði fjáröflunarherferð í því skyni að senda háhyrninginn Shamu í lystigarðinum Sea World á Flórída aftur á sínar heimaslóðir, svo hún nái að sjá „fjölskyldu sína“ á ný áður en hún deyr. Foreldrar eru hvattir til að að Iesa sorgarsögu Shamu fyrir börn sín og tekið er fram að dýrið muni fá tannhirðu og læknisþjónustu frá sérstökum bát ef því verður sleppt aftur í sjóinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.