Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
37
Aðalsteinn
Þórðarson
Fæddur 24. febrúar 1913
Dáinn 30. mars 1993
Lífið er bernska ódauðleikans.
(Goethe).
Haim Alli frændi er dáinn. Hann
var bróðir föður míns og auk þess
alla tíð góður vinur hans. Alli og
Laufey þjuggu nálægt okkur og
heimili þeirra stóð mér opið frá fyrstu
tíð. Frá því ég fyrst man eftir mér
leið ekki sú vika, eða stundum sá
dagur, að ég elti pabba ekki í mola-
kaffi til Alla og Laufeyjar.
Það var líka gott að fá bita hjá
Alla og Laufeyju í hádeginu. Þau
unnu bæði mikið en samt var alltaf
heitur matur hjá þeim í hádeginu og
fískibollurnar þeirra eru ennþá í
minnum hafðar.vegna þess hversu
góðar þær voru!
Tíminn leið og Alli og Laufey urðu
afí og amma. Þegar Sigga dóttir
þeirra ól frumburð sinn var hún enn-
þá í skóla og ekki stóð á Alla og
Laufeyju að hjálpa henni til þess að
geta lokið námi. Þá veittist mér sá
heiður að fá að passa þennan litla
Alla á meðan þau voru við nám og
störf á daginn. A þessum tíma bast
ég þeim sterkum böndum og var eins
og ein úr fjölskyldunni eftir það. Það
var mikið skeggrætt og spjallað hjá
þeim og allir hlutir brotnir til mergj-
ar við eldhúsborðið. Ég var erfiður
unglingur heima fyrir en Alli talaði
alltaf við mig eins og jafningja og
tók mark á mínum skoðunum.
Alli og Laufey voru áfram fastur
punktur í tilveru minni eftir að þessu
tímabili lauk og önnur störf tóku
við. Þegar Alli og pabbi voru hættir
að vinna og ég kom í kaffi ti! pabba
var Alii iðulega þar að ræða lands-
málin og heimsmálin og hann var
alltaf með ákveðnar skoðanir á mál-
unum.
Alli vann lengi í vélsmiðju og
skaddaði heymina þar, en að öðru
leyti var hann vel ern fram undir það
síðasta. Alli var um sjötugt þegar
hann tók próf sem rafsuðumaður og
nám lá alla tíð létt fyrir honum. Alli
las alla tíð mjög mikið og var afskap-
lega fróður um alla skapaða hluti.
Pabbi minn átti fimm systur og
fjóra bræður. Einn bræðranna dó
ungur og fjórar systranna eru Iíka
dánar og nú finnst mér andlát Alla
frænda marka tímamót.^Ég fyllist
sárum trega þegar ég hugsa til Helgu
sem var mér eins og önnur móðir,
Onnu, sem ásamt Jóni eiginmanni
sínum gerði mig að því sem ég er í
dag, Dísu og Guðnýjar, sem alltaf
voru mér góðar, og loks Alla vinar
míns. Ég sakna þeirra allra og veit
að harmur systkinanna sem eftir lifa
er mikill, ekki síst Sigurbjöms föður
míns. Ég votta eftirlifandi systkinum
Alla samúð mína. Laufey saknar lífs-
förunautarins ákaflega, en ég veit
að hún á góða að sem hjálpa henni
á þessum tímum. Ég votta Laufeyju
og börnum hennar og barnabörnum
innilega samúð mína. Tvö bamaböm
Alla og Laufeyjar eru svo ung núna
að þau eiga ekki eftir að muna afa
sinn. Ég vildi að þau hefðu fengið
að kynnast honum eins og ég gerði,
en Laufey á eftir að leyfa þeim að
kynnast honum í frásögnum og
minningum. Nú er skarð fyrir skildi,
enginn kemur í stað Alla.
Herdís Sigurbjörnsdóttir.
Fyrir kemur að dauðinn er þekki-
legur. Einna helst þegar hægt er að
setja sér hann fyrir hugarsjónir sér
á svipaðan hátt og séra Hallgrímur
Pétursson, höfuðskáld lærdómsaldar,
gerði á stundum. Hugmyndin var sú
að sálin sé svo sem lánuð, samtengd
við líkamann og dauðinn svo sendur
á tiltekinni stundu til að sækja það
sem skaparans er. I krafti slíkrar
trúarvissu gat Hallgrímur Pétursson
því ort sig í sátt við dauðann. Sú
hefur einnig verið líkn margra, fyrr
og síðar, að hugsa sér þá látnu í
herbergi með Guði. Þar gæti ég nú
helst hugsað mér Alla frænda.
Aðalsteinn Valur Þórðarson var
6. í röðinni tíu barna þeirra hjóna
Þórðar Þórðarsonar, sem ættaður var
úr Kjós og af Kjalamesi, og Sigríðar
Grímsdóttur sem ættuð var úr Bisk-
upstungum. Látnar eru fjórar systur
Valur
— Minning
Aðalsteins: Anna (1904-1986) sem
gift var Jóni Gissurarsyni; Helga
(1905-1981); Herdís Margrét (1907-
1987); Guðný Magna (1909-1983)
sem gift var Jóhanni Guðmundi
Gíslasyni og einn bróðir: Steingrímur
Gunnar (1918-1928). Eftirlifandi
systkin era: Þórður Óskar (f. 1910),
kvæntur Hrefnu Hallgrímsdóttur;
Kristín Sigríður (f. 1914), var gift
Bruno Kimmel sem nú er látinn;
Guðmundur Hafsteinn (f. 1915) og
Sigurbjörn Guðmundur (f. 1919),
kvæntur Heiðveigu Hálfdanardóttur.
28. október 1943 kvæntist Aðal-
steinn eftirlifandi konu sinni Lauf-
eyju Andrésdóttur. Þau hafa lengst-
um búið í Hafnarfirði. Börn þeirra
eru: Sigurþór, Gunnar Kristján og
Sigríður Helga. Af þeim er komið
mannval.
Alli var föðurbróðir minn og frá
því ég fæddist og þangað til ég full-
orðnaðist bjó ég aldrei langt frá hon-
um, raunar lengstum í sama húsi. Á
tímabili ævinnar, eftir að við flutt-
umst á Hringbrautina, háðum við
stríð sem ég veit ekki enn hvor okk-
ar vann. Líklega var það þó ég sem
tapaði. Mál var þannig vaxið að þeir
bræður, pabbi minn og Alli, gerðu
tilraun til að rækta blett í kringum
hús sitt en við, yngri bræðurnir, átt-
um spölkorn á næsta fótboltavöll.
Við bræður höfðum það fyrir satt
að ekkert væri betra til að halda
niðri mosa á túnskika en spila á
þeim fótbolta. Þeir bræður höfðu
aldrei heyrt þá speki og sögðu aukin-
heldur að enginn mosi væri í blettin-
um. Því var blátt bann við fótbolta
heimavið og Alli hafði eftirlit með
því að banninu væri framfylgt.
Lengstum héldum við bræður að
auðvelt væri að sjá við honum því
eitt var að hann var sjaldan heima
á besta fótboltatíma og einnig að
hann heyrði illa. Þess vegna töldum
við óhætt að leggja á ráðin um leik
á blettinum þó að Alli væri nærri. —
Við létum víst í minni pokann fyrir
honum daginn sem hann fór úr há-
degismat niður í Smiðju og áminnti
okkur í leiðinni að fara nú ekki að
djöflast á blettinum. Við játtum því,
en biðum þó til frekara öryggis með
að byrja þangað til hann var kominn
í hvarf við tijárunna á Holtsgötunni.
f sömu andrá og fyrsta skot reið af
heyrðum við Alla kalla stundarhátt
langt í burtu að við skyldum láta af
téðri iðju ella hafa verra af. Eftir
þetta trúði ég illa á heyrnardeyfu
hans og síðar fannst mér þarna hafa
sannast hið fomkveðna að oft er í
holti heyrandi nær. Altént hafa síðan
verið mosablettir í garðinum á Hring-
braut 37.
Lengstum vann Alli hjá Vélsmiðju
Hafnarijarðar þar sem nú er mynd-
listarskóli. Þar gat maður á góðum
degi fengið hann til að gera við bilað-
an skíðasleða eða reiðhjól og í hans
fylgd gat maður fengið að sjá eld-
smið að verki. Meðan Smiðjan var
og hét kynntist ég lítillega nokkrum
köllum sem unnu þar. Enn minnist
ég orða eins þeirra sem talaði um
ósérhlífni Alla. Það þótti honum mik-
il dyggð. Allir töluðu þeir um hann
með væntumþykju og hlýju í rödd-
inni. Líklega er eitthvað til í því að
góður orðstír glatist ekki.
Aðalstein Þórðarson skorti aðeins
einn dag upp á að fá að lifa lífinu
lifandi í 80 ár. Daginn fyrir áttræðis-
afmælið fékk hann heilablóðfall og
lá í tæpar fimm vikur uns yfir lauk.
í legunni var stundum sem bráði af
honum og einu sinni fannst mér hann
reyna að segja mér að hann skildi
mig. Síðustu vikuna, sem hann lifði,
taldi ég mér trú um að hann hefði
gert tilraun til að segja mér með
augunum að sér liði ekki vel. Það
var þá sem ég reyndi að hugsa um
dauðann eins og trúarskáldið séra
Hallgrímur forðum tíð.
Við sjáum á bak öðlingi sem öllum
vildi vel og lifði í friði við menn og
málleysingja. Minningin um góðan
dreng stendur eftir.
Hjartans hlý kveðja er til Laufeyj-
ar og krakkanna.
Steingrímur Þórðarson.
30. mars sl. andaðist góður vinur
minn, Aðalsteinn Valur Þórðarson, á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á 81.
aldursári. Alli, eins og hann var ávallt
nefndur af vinum, fæddist á Bessa-
stöðum á Álftanesi 24. febrúar 1913,
sonur hjónanna Sigríðar Grímsdóttur
frá Ásakoti í Biskupstungum og
Þórðar Þórðarsonar sjómanns, sem
var ættaður frá Amarnesi í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Alli var sá
sjötti í hópi 10 systkina, en nú era
fjögur þeirra á lífi, þrír bræður og
ein systir.
Þegar Alli var aðeins tæpra 12
ára gamall varð eitt hörmulegasta
sjóslys á fyrri helmingi þessarar ald-
ar, er togararnir Leifur heppni og
Field Marshal Robertson fórust á
Halamiðun 6. febrúar 1925. Með síð-
arnefnda togaranum fórst Þórður
faðir Alla og kom þá uppeldi stóra
barnahópsins að öllu leyti í hlut Sig-
ríðar, en það hlutverk sitt rækti hún
af stakri prýði eins og allir, er til
þekkja, vita. Ég segi að öllu leyti
vegna þess að að sjálfsögðu kom
uppeldi þeirra bama, sem áttu sjó-
mann fyrir föður, í miklu ríkara
mæli í hlut móðurinnar en annarra
barna. Er þetta sennilega skýring
þess, að börn sjómanna í Hafnarfirði
og víðar vora oftar en ekki kennd
við móðurina, en Hafnarfjörður var
á þeim árum einn af mestu ef ekki
mesti togaraútgerðarbær landsins.
Alli ólst upp í stórum systkinahópi
við ástríki, umhyggju og rækt-
arsemi, en þessir eiginleikar vora
ríkur þáttur í eðlisfari hans og reynd-
ar allra systkinanna. Mér er sérstak-
lega minnisstætt hve systkinin voru
hænd að móður sinni, þeirri elsku-
legu konu, og hve skemmtilegt var
oft um helgar, þegar þau systkini,
sem höfðu stofnað eigin heimili,
komu í heimsókn með maka sína og
afkomendur. Annars var gestkvæmt
á æskuheimili Alla alla daga vikunn-
ar því að gestrisni var þar í öndvegi
og allir hinir mörgu vinir fjölskyld-
unnar ávallt velkomnir. Voru þar
rædd hin margvíslegustu málefni,
ekki síst þjóðmál, og urðu skoðana-
skipti oft mjög fjörag og skemmti-
leg. Sá áhugi á þjóðmálum, sem
þama þroskaðist með mönnum, var
eitt af áhugamálum Alla til síðustu
stundar.
Þrátt fyrir þá miklu fjárhagserfið-
leika, sem fyrirvinnumissirinn hafði
í för með sér, tókst Alla að hefja nám
í Flensborgarskóla og lauk hann
þaðan gagnfræðaprófí. Mun honum
hafa sóst námið vel hjá þeim afburða-
kennuram, sem þá og lengi síðar
vora starfandi í Flensborgarskóla.
Alli var bæði námfús og vel greindur
og mun hugur hans hafa staðið til
frekara náms, en af fyrrgreindum
Minning:
Hinn 28. mars síðastliðinn lést í
Reykjavík Guðmunda Sigurðardóttir,
tæplega 91 árs að aldri. Guðmundu
kynntist ég fyrir um 20 árum er ég
kvæntist dótturdóttur hennar. Guð-
munda var þá liðlega sjötug og bjó
ein í fallegri íbúð í Austurbrún 2 í
Reykjavík. Mér féll strax vel við
þessa hæglátu og hlýlegu konu. Eins
og margir af hennar kynslóð bjó hún
yfir mikilli lífsreynslu, hafði upplifað
stórfelldustu breytingar íslandssög-
unnar. Hún hafði kynnst þeirri hörðu
lífsbaráttu sem íslenskt alþýðufólk
háði öldum saman fyrir tilvera sinni
og afkomenda sinna í'harðbýlu landi
og upplifði þær miklu breytingar sem
urðu á högum þjóðarinnar, frá ör-
birgð til allsnægta.
Guðmunda Guðríður Sigurðardótt-
ir fæddist 9. maí 1902 á bænum
Kirkjubóli á Litlanesi í Múlasveit í
Austur-Barðastrandarsýslu, dóttir
hjónanna Sigurðar Jónssonar frá
Kirkjubóli á Bæjarnesi í Múlasveit
og Jóhönnu Guðmundsdóttur frá
Skálmarnesmúla. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum til 18 ára aldurs,
fyrstu tvö árin á fæðingarstað sínum
að Kirkjubóli, síðan um sjö ára skeið
í Svefneyjum á Breiðafirði og loks
aftur á Kirkjubóli.
Skólaganga Guðmundu var ekki
löng miðað við það sem nú tíðkast,
farskólanám í heimasveit sinni og
síðan eins vetrar nám við Kvenna-
ástæðum gat ekki orðið af því. Mun
hann hafa fundið til þeirrar ábyrgð-
artilfínningar sem aldrinum fylgir
og gert sér grein fyrir, að hag heimil-
is og yngri systkina yrði ekki borgið
nema hann legði sitt af mörkum.
Hann hóf því sjómennsku á togaran-
um Sviða frá Hafnarfirði. Þar var
Guðjón Guðmundsson, sem var ætt-
aður úr Mýrdal, skipstjóri, en sá
sómamaður var mágur föður míns
og má með nokkrum sanni segja, að
hann hafí verið sá góði tengiliður,
sem tengdi íjö'skyldur okkar Alla
saman árið 1930. Á þá vináttu, sem
myndaðist milli hinnar stóru fjöl-
skyldu Alla og minnar fjölskyldu, bar
aldrei skugga. Árið 1930, er foreldr-
ar mínir hugðust flytjast búferlum
frá Vestmannaeyjum til Hafnarfjarð-
ar, vora flutningarnir skipulagðir
þannig, að Guðjón Hafliðason, móð-
urbróðir minn, bauðst til þess að
flytja fjölskylduna á báti sínum til
móts við Sviða, sem var að koma
af veiðum á leiðinni til Hafnarfjarð-
ar. Er skipin mættust á rúmsjó, var
búslóðin og fjölskyldan flutt á milli
skipa og einn þeirra, sem tóku á
móti var Alli. Þannig hófust kynni
okkar, þegar ég var á þriðja aldurs-
ári, en hann var 15 áram eldri. Mál
æxluðust þannig, að foreldrar mínir
fengu leigt í litla húsinu á Selvogs-
götu 1, sem Sigríður hafði látið
byggja eftir lát eiginmanns síns. Frá
þeim degi hefur vináttan eflst og
dafnað. Er ég ekki granlaus um, að
fyrstu kynni okkar hafí orðið til þess,
að Alla hafí fundist hann eiga eitt-
hvað í okkur systkinunum svo mikil
var umhyggja hans ætíð fyrir okkur.
Á yngri árum var Alli liðtækur
handknattleiksmaður og mun hann
hafa verið með þeim fyrstu, sem
stunduðu þessa íþróttagrein hér á
landi undir handleiðslu Valdimars
Sveinbjörnssonar, sem á þeim áram
var starfandi íþróttakennari í Hafn-
arfírði. Einnig var hann um áratuga-
skeið söngmaður í karlakórnum
Þröstum. Er mér í barnsminni hve
skólann í Reykjavík er hún var 17
ára.
Átján ára að aldri réðst hún í
kaupavinnu hjá Ólafíu systur sinni
og mági að Görðum í Fífustaðadal í
Arnarfirði og síðar að Melstað í Sel-
árdal í Arnarfirði þar sem hún dvald-
ist fram til ársins 1925. Á þeim áram
var fjölmenn verstöð í Selárdal.
Þar kynntist hún tilvonandi eigin-
manni sínum, Magnúsi Reinaldssyni.
Magnús var sonur hjónanna Reinalds
Kristjánssonar pósts frá Kaldá í
Önundarfirði og konu hans Aniku
Magnúsdóttur.
Vorið 1925 keyptu Guðmunda og
Magnús litla jörð, Garða í Önundar-
firði, skammt innan Flateyrar, og
fluttust þangað. Þar stunduðu þau
búskap og Magnús sótti sjóinn á eig-
in bátum, í fyrstu með aðra með
sér, en síðar með börnum sínum.
■ Guðmunda og Magnús eignuðust sex
börn, Aniku, Ólöfu, Unni, Brynhildi,
Hauk og Önund, sem nú eru öll bú-
sett í Reykjavík.
Árið 1946 fluttust Guðmunda og
Magnús í nýbyggt hús á Flateyri og
bjuggu þar í sex ár eða þar til Magn-
ús lést 1952 eftir 6 mánaða erfiða
baráttu við krabbamein. Þá um
haustið fluttist Guðmunda með son-
um sínum og móður til Reykjavíkur,
enda dætur hennar allar fluttar suð-
ur og búnar að stofna heimili þar.
Hún bjó í Bólstaðarhlíð 15 fram til
Guðmunda Guðríð-
ur Sigurðardóttír
mikið tilhlökkunarefni samsöngur
Þrasta var á hveiju vori og alltaf
bauð Alli þeim sem áttu heiman-
gengt úr báðum fjölskyldum. Þessi
hugljúfi vorboði Þrasta vora einu
tónleikarnir, sem Hafnfirðingar áttu
völ á á þeim árum. Má segja, að til-
hlökkun væntanlegra áheyrenda hafi
byijað um leið og æfíngar Þrasta á
haustin og náðu hámarki þann dag,
sem samsöngur var haldinn.
Er námi lauk starfaði Alli um 13
ára skeið hjá Einari Þorgilssyni, út-
gerðarmanni og fiskverkanda í Hafn-
arfirði, en hann hafði einnig mikil
umsvif í Djúpuvík á Ströndum, sem
nú má muna sinn fífíi fegri. Þar starf-
aði hann við sfldarvinnslu mörg sum-
ur og lét mjög vel af enda var þar
þróttmikið atvinnulíf og þar eignað-
ist hann marga vini. Einnig munu
þjóðmálaumræður þingmanna
Strandamanna hafa verið fjöragar
og eftirminnilegar á þessum áram.
Síðustu áratugi og til loka starfs-
ferils síns starfaði Alli í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar og vann þar einkum
við rafsuðu. Til þess vandasama
starfs var hann mjög eftirsóttur
vegna mikillar reynslu og eðlislægrar
vandvirkni. Kominn nokkuð til ára
tók hann próf og hlaut löggild sveins-
réttindi í þeirri grein.
Allir eru börn síns tíma og allt
umhverfí einstaklingsins hefur áhrif
á hann og mótar. A uppvaxtaráram
Alla var kreppa í landinu, sem þeir
einir skilja, er lifðu með henni. Þetta
er sagt vegna þess, að orðið kreppa
hefur allt aðra merkingu í dag svo
að viðbúið er, að komandi kynslóðir
skilji ekki frummerkingu þess. f
hnotskum var kreppa þannig, að
atvinnuleysi var næstum algert mest-
an hluta ársins, en stopul atvinna
var árstíðabundin og þá reyndu menn
eftir fremsta megni að afla tekna til
lífsviðurværis. Allt braðl og munaður
var óþekkt meðal almennings og
kröfur litlar miðað við það, sem nú
tíðkast.
Árið 1943 steig Alli sitt stærsta
gæfuspor, er hann gekk að eiga
Laufeyju Andrésdóttur úr Reykjavík,
sem var honum dyggur og fórnfús
lífsförunautur. Þau eignuðust þijú
mannvænleg börn. Þau era Sigurþór,
arkitekt, Gunnar, tæknifræðingur,
og Sigríður, hjúkrunarfræðingur.
Þegar ég nú kveð Alla, vin min,
minn með þessum fátæklegu orðum
er mér efst í hug þakklæti fyrir
trygga vináttu hans, sem hefur alltaf
verið mér mikils virði og ég mun
hafa í heiðri vegna þess, að hún var
einlæg og sönn. Guð blessi minningu
hans.
Vilhjálmur G. Skúlason.
1970 er hún fluttist í litla íbúð í
Austurbrún 2. Síðustu tvö árin bjó
hún og naut mjög góðrar umönnunar
á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar
kvaddi hún þennan heim að loknu
löngu lífsstarfi.
Guðmunda var ákaflega snyrtileg
kona, jafnan vel til höfð. Hún var
gestrisin heim að sækja og þótt hún
væri alvöragefin og hæglát hafði hún
góða návist. Hún var hög í höndum
og listfeng, um það bera útsaums-
verk hennar vitni.
Að leiðarlokum er mér þakklæti
efst í huga, þakklæti fyrir að hafa
gefist tækifæri til að kynnast Guð-
mundu og njóta góðs af reynslu
hennar og hagleik. Megi hún hvíla í
friði.
Ólafur G. Flóvenz.