Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 félk f fréttum Morgunblaðið/Silli Frá sýningu söngleiksins Lifandi skógur sem barnaskólabörn í Borgarhólsskóla sýndu fyrir skömmu. HÚSAVÍK Barnaskólabörn sýna söngleik Húsavík. Hin árlega samkoma barna- skólabama í Borgarhólsskóla á Húsavík var að þessu sinni mjög eftirtektarverð þar sem bömin fluttu m.a. norska söngleikinn Lif- andi skógur með mikilli prýði. Að sögn skólastjórans, Halldórs Valdimarssonar, höfðu norskir aðil- ar samband við barnaskólann og tónlistarskólann og óskuðu eftir því að skólarnir tækju til sýningar norskan söngleik sem heitir Lifandi skógur og segja má að sé hvatning til landverndar og þá sérstakleg verndum skóga. Emilía Baldursdóttir, kennari í Eyjafjarðarsveit, var fengin til að þýða verkið og gerði hún það ásamt Ingibjörgu Helgadóttur. Line Wem- er útsetti lögin fyrir hljómsveit og þjálfaði sönginn með aðstoð tónlist- arkennarans Ragnars Þorgrímsson- ar. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, kennari, annaðist leikstjórn með aðstoð Maríu Sigurðardóttur, leik- stjóra. Hljómsveit skipuð nemend- um úr Tónlistarskólanum lék undir stjórn Line Werner. Allir nemendur 7 bekkjar vora þátttakehdur í sýn- ingunni en þeir eru rúmlega 50 og mæður þeirra saumuðu búningana. En þetta verk hafa börnin nú sýnt þrisvar sinnum og ákveðið er að á sumardaginn fyrsta verði á Húsavík sameiginleg sýning með 70 norskum skólabörnum sem um það leyti dvelja nokkra daga á Húsavík hjá pennavinum svo þá verða þátttakendur 120. Áformað er að norsku og íslensku bömin vinni saman að einhveiju umhverf- isverkefni. Norsku bömin sem hing- að koma hafa sýnt þennan leik í Noregi og hafa nú lagt það á sig að læra íslenska textann við leikinn. Auk söngleiksins, söng skólakór- inn og flautuleikarar og Lúðrasveit frá Tónlistarskólanum léku. - Fréttaritari Erruívandræöum...Q ... meO fermingargjöfina ! Sfimpilpenni er glæsileg gjöfl IHtasítog _____________________ Sínti 67 1900 Vaskhugi Tölvubókhald Sími 682 680 Tannlæknir Hef flutt tannlæknastofuna í Þverholt 7, Mosfellsbæ. Elmar Geirsson, tannlæknir, sími 666104. SVÍÞJÓÐ Dó úr eyðni aðeins tíu ára egar Jacob Svárding fæddist vó hann aðeins 1.500 grömm. Samkvæmt venju var hann settur í hitakassa og teknar af honum blóðprufur. Hann varð fyrir nokkr- um blóðmissi og því var honum gefið blóð. Þessi blóðgjöf átti eftir að hafa veruleg áhrif á líf og heilsu Jacobs. Þegar áætlaður heimfarar- dagur rann upp var hann orðinn laslegur. Hann braggaðist þó á nokkrum vikum og fengu foreldr- arnir að fara með hann heim til eldri bróður, sem beið spenntur eft- ir þeim litla. Fyrstu fjögur árin virtist allt í lagi og fjölskyldan lifði hefðbundnu lífi. Jan, faðir Jacobs, hafði ferðast mikið og íjölskyldunni þótti gaman að skoða skyggnur frá hinum ýmsu löndum. Jacob heillaðist gjörsam- lega af Japan og hinum hughrausta hermannaaðli og eignaðist því sam- úræ-búning sem hann notaði óspart. Við fjögurra ára skoðun kom hið sanna í ljós Þegar Siw, móðir Jacobs, fór með hann í fjögurra ára skoðun stóð hún í þeirri trú að drengurinn væri heil- brigður eins og hin börnin sem voru á biðstofunni. En tveimur mánuðum seinna kom áfallið. í bréfi merktu Danderyds-spítala, sem foreldrarnir höfðu aldrei haft samband við, var þeim tilkynnt að drengurinn væri HlV-smitaður og þeim bæri að koma með hann í rannsókn. Kom þá í ljós, að blóðið sem hann fékk stuttu eftir fæðingu hafði verið HlV-smitað. Foreldrunum var sagt að flest börn sem smituðust við fæðingu gætu aðeins lifað fimm ár. Þannig að á fimm ára afmæli Jacobs hlóðu þau á hann gjöfum og héldu að þetta yrði síðasta afmæli hans. Þau sögðu honum hins vegar aldrei frá sjúkdómnum. Síðar sögðu þau að , það hefði eflaust orðið til þess að hann lifði lengur. Þessum orðum til stuðnings nefndu þau dæmi um tíu ára dreng sem fyrir misskilning hafði verið tilkynnt að hann væri með eyðni. Það varð nóg til þess að hann missti matarlyst og lífs- löngun og dó stuttu síðar. Skólasystkinin gættu hans Sjón Jacobs versnaði mjög mikið um sex ára aldurinn og þurfti hann að nota sterk gleraugu, en skólafé- lagar hans gættu þess ávallt að honum yrði ekki strítt og alltaf var einhver tilbúinn að opna fyrir hann dyrnar þegar hann kom hoppandi með skólatöskuna á bakinu. Gunnlaugur Búi Ólafsson tekur við verðlaununum úr hendi Bjarna Árnasonar, starfsmanns Ikea. FERMINGARBÖRN Eignaðist húsgögn fyr- t ir 100 þúsund krónur t Gunnlaugur Búi Ólafsson, 14 ára nemandi í Gagnfræðaskóla Akureyrar, varð hlutskarpastur í fermingarleik Ikea og hlaut hann 100 þúsund króna vöruúttekt í versl- uninni. Gunnlaugur kom í bæinn ásamt föður sínum síðastliðinn föstudag og þegar blaðamaður hitti hann síðla dags hafði hann heldur betur mublerað upp herbergið sitt. Hann hafði eignast krómað rúm með góðri dýnu, rörahillur, hljóm- tækjaskáp, geislaspilarastand og þá hafði hann valið dýrasta skrifborðið í versluninni. Hann var að vonum ánægður með ferðina suður og sagðist vilja láta koma þessu fyrir í herberginu fyrir ferminguna, sem var á páltnasunnudag. Faðir Gunnlaugs sagðist ekki hafa áttað sig á hversu verðlauna- upphæðin var há fyrr en hann var búinn að fylla pallbílinn af húsgögn- um. „Þetta kostar það að nú verðum við að mála. Gunnlaugur heimtar að Iáta mála herbergið sitt fyrir fermingu, en ég er hræddur um að það verði að bíða,“ sagði hann kími- leitur. Leikurinn fólst í því að öllum fermingarbömum á landinu gafst kostur á að skrifa á lista þær Ikea- vörar sem þau vildu helst fá í ferm- ingargjöf og var síðan dregið úr • þeim svörum sem bárust. Halldór Gunnarsson, starfsmaður Ikea, sagði að þeim hefði borist tæplega 1.000 svör og sérstaka athygli hefði vakið hversu snyrtilega var gengið frá svörunum og hversu kurteisleg framkoma þeirra ellefu verðlauna- hafa sem komu í verslunina hefði verið. Nöfn þeirra sem hlutur 10 þúsund króna vöruúttekt í Ikea eru: Hlynur Þór Jónasson, Sævar Geir Ómarsson, Kristveig Björnsdóttir og Ingólfur H. Hermannsson, öll úr Reykjavík, Bjarni E. Guðjónsson og Sigríður Víðis Jónsdóttir frá Akra- nesi, Klara Berglind Hjálmarsdóttir frá Bíldudal, Róbert Örn Jónsson frá Varmahlíð, Anna Guðrún Jó- hannsdóttir frá Þórshöfn og Thelma Gísladóttir frá Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.