Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Þingsályktunartillaga slj ómarandstöðuiinar
Hagsmunatengsl
framkvæmda-
stjórans könnuð
FIMM þingmenn stjórnarandstöðu hafa lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um skipan rannsóknarnefndar til að rannsaka ráðningu
framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins. Telja stjórnarandstæðingar að
í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið sé óhjákvæmilegt að rann-
saka hugsanleg hagsmunatengsl hins nýráðna framkvæmdastjóra.
í tillögu stjómarandstæðinganna þá gagnrýndi hann þessa starfs-
er vísað í 39. grein stjómarskrárinn-
ar, sem kveður á um að Alþingi
geti skipað nefndir alþingismanna
til að rannsaka mikilvæg mál er
almenning varða. Þingið geti veitt
nefndum þessum rétt til að heimta
skýrslur, munnlegar og bréflegar,
bæði af embættismönnum og ein-
stökum mönnum.
Fyrsti flutningsmaður er Páll
Pétursson formaður þingflokks
framsóknarmanna. Meðflutnings-
menn eru Kristín Ástgeirsdóttir,
formaður þingflokks Samtaka um
kvennalista, Steingrímur Her-
mannsson, _ formaður Framsóknar-
flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins, og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
ystumaður í Samtökum um kvenna-
lista.
ráðningu menntamálaráðherra og
upplýsti einnig að menntamálaráð-
herra hefði ekkert samráð haft við
Alþýðuflokksmenn um hana.
Ekki má sýna myndir styrktar af Kvikmyndasjóði í sjónvarpi í 3 ár
Undanþága á myndir gerðar
með aðild sjónvarpsstöðva
Skiladagur liðinn
Síðasti skiladagur nýrra þing-
mála var 1. apríl síðastliðinn og
eftir það verða mál ekki tekin á
dagskrá og til umræðu nema meiri-
hluti þings samþykki. Össur Skarp-
héðinsson, formaður þingflokks Al-
þýðuflokks, vildi ekkert láta hafa
eftir sér um afstöðu þingflokks Al-
þýðuflokks til þessarar tillögu. Hvað
varðaði eigin afstöðu vísaði hann til
ræðu sinnar frá því í fyrradag, en
SAMKVÆMT skilmálum þeim sem fylgdu úthlutun stjórnar Kvik-
myndasjóðs á 21 milljóna króna styrk til framleiðslu kvikmyndar
Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, í upphafi síðasta árs eru
sýningar á myndinni í sjónvarpi óheimilar fyrr en þremur árum
eftir frumsýningu í kvikmyndahúsi, að því er Ragnar Arnalds,
formaður sjóðsstjórnarinnar, staðfesti við Morgunblaðið í gær. I
skilmálum styrkveitingarinnar er einnig að finna ákvæði um að
heimilt sé að semja um styttingu þessa tíma sé um að ræða sam-
vinnuverkefni við íslenska sjónvarpsstöð. Til þess ákvæðis vísaði
Hrafn Gunnlaugsson þegar Morgunblaðið leitaði skýringa hjá
honum hvers vegna hann hefði eftir þetta gert samning við Ríkis-
sjónvarpið um sýningu á myndinni 6 mánuðum eftir frumsýningu.
5,3 milljónir fyrir
12 ára rétt á tveim-
ur myndum Hrafns
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ keypti í febrúarmánuði fyrir samtals
5,3 miHjónir króna af Hrafni Gunnlaugssyni réttinn til að sýna tvær
kvikmynda hans, I skugga hrafnsins og Óðal feðranna, í skólum lands-
ins næstu 12 ár. I júlí á síðasta ári var samskonar réttur til sýninga
á mynd Hrafns, Lilju, keyptur fyrir 2,6 milljónir króna, að sögn Ólafs
Arnarsonar aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Undanfarinn áratug
hefur réttur til skólasýninga á allmörgum kvikmyndum verið keyptur,
ýmist af menntamálaráðuneyti eða Námsgagnastofnun. „Mér hafa oft
borist fyrirspurnir frá skólum og bókasöfnum um myndir mínar. Þeg-
ar fjárhagsstaða myndarinnar Hin helgu vé var mjög erfið í sumar,
átti ég frumkvæði að því að bjóða ráðuneytinu þessar myndir til kaups
á verði, sem tók mið af því sem tíðkast hefur og er mjög hófsamt,
samanborið við það verð sem t.d. Atómstöðin var keypt á,“ sagði Hrafn
Gunnlaugsson. Hann kvaðst m.a. hafa aflað sér upplýsinga frá Náms-
gagnastofnun um hvaða verð tiðkaðist.
Undanfarinn áratug hefur
menntamálaráðuneytið, að sögn
Ólafs Arnarsonar aðstoðarmanns
menntamálaráðherra, keypt eftir-
taldar kvikmyndir til sýninga í skól-
um:
Árið 1983 var keyptur réttur til
skólasýninga í 12 ár á myndinni
Útlaganum af Indriða G. Þorsteins-
syni handritshöfundi, fyrir 1,5 millj-
ónir króna á verðlagi þess tíma, sem
samsvarar um 7,3 milljónum nú, að
sögn Ólafs Amarsonar.
7,5 millj. fyrir tvær myndir
árið 1988
Árið 1988 keypti ráðuneytið rétt
til skólasýninga í fimm ár á tveimur
myndum Þorsteins Jónssonar og
greiddi 6 milljónir króna fyrir, eða 3
milljénir króna fyrir hvora mynd.
Ólafur Amarson sagði að þetta verð
svaraði til um 3,7 milljóna króna nú
eða um 7,5 millj. fyrir báðar mynd-
imar. Um var að ræða myndimar
Atómstöðina og Punkt, punkt,
kommu strik.
Árið 1990 keypti menntamála-
ráðuneytið réttinn til að sýna í skól-
„Samkvæmt fjármögnunaráætlun
myndarinnar þá sótti ég um í Kvik-
myndasjóð 55 milljónir af áætluðum
91 milljóna króna heildarkostnaði.
Af því var mér úthlutað 21 milljón.
Ég benti þá á að það væri ógerning-
ur að gera 91 millj. kr. mynd fyrir
21 milljón og að ég þyrfti að leita
til annarra aðila um ijármögnun.
Frá þessu sagði ég úthlutunarnefnd.
Sá aðili sem ég leitaði til og lofaði
mér með faxi að taka þátt í gerð
myndarinnar var Norræni kvik-
myndasjóðurinn. Þegar kom að því
að hann skyldi standa við þá skuld-
bindingu í maí kom í ljós að sjóður-
inn var tómur en okkur hafði verið
gefið fyrirheit um 2,1 milljónir
sænskar. Á þessum tíma var ekki
um annað að ræða en að hætta við
þessa mynd eða reyna að afla fjár
á annan hátt,“ sagði Hrafn.
„Ég skýrði stjórn Kvikmyndasjóðs
frá því á fundi að dæmið væri mjög
erfitt og ég sæi varla fram á að
geta farið í tökur en væri að leita
að fjármögnunaraðilum," sagði
Hrafn. Hann sagði Ijóst að þau skil-
yrði sem kvikmyndasjóður hefði sett
fyrir styrkveitingum gætu ekki verið
bindandi fyrir umsækjendur nema
úthlutað væri þeim upphæðum sem
áætlanir miðuðust við.
Móralskur stuðningur
Sjónvarpsins
„Ég hafði um þetta leyti samband
við sænska sjónvarpið og þar höfðu
menn áhuga á að koma inn í þessa
mynd og mynda um hana eins konar
samstarfsverkefni. Þeir lofuðu að
leggja fram fé og lögðu síðar fram
um það bil þrefalt framlag íslenska
sjónvarpsins en þeir töldu æskilegt
að ég myndi einnig leita til þess.
Ef þessir sænsku vinir mínir hefðu
ekki verið til staðar þá hefði þetta
ekki verið hægt. Hlutur Sjónvarpsins
er hverfandi, og ekki síst móralskur
stuðningur," sagði Hrafn. Aðspurð-
ur um stöðu myndarinnar um Hin
helgu vé sagði hann að tekist hefði
að ljúka tökum á henni við erfíð fjár-
hagsleg skilyrði í sumar og klippa
myndina en dýrari þættir í loka-
vinnslunni hafa legið meira og minna
í salti þar til nú að vinnsla væri
hafín á nýjan leik og myndin ætti
að verða tilbúin í sumar.
Nýjar og rýmri reglur
Ragnar Arnalds sagði við Morg-
unblaðið að samkvæmt nýrri starfs-
reglum en fyrr var vísað til og sjóðs-
stjórnin „samþykkti eftir fyrrgreinda
styrkveitingu væru sjónvarpssýning-
ar ekki leyfðar í 2 ár frá frumsýn-
ingu en heimilt væri að víkja frá
reglunum þannig að sýna mætti
kvikmynd í sjónvarpi þegar eitt ár
væri liðið frá frumsýningu. Ragnar
kvaðst telja að þessar reglur væru
ekki settar til að vernda hagsmuni
kvikmyndasjóðs heldur hagsmuni
kvikmyndaframleiðenda þar sem
gera mætti ráð fyrir að um leið og
sýningar á kvikmynd hæfust í sjón-
varpi drægi stórlega úr möguleikum
til að hafa af henni tekjur.
Minni tekjumöguleikar með
sjónvarpssýningum
Ragnar sagðist því líta á samning
Sjónvarpsins og Hrafns sem mistök.
Hann sæi ekki að Sjónvarpinu ætti
að vera sérstakur akkur í að pressa
á að fá kvikmyndir til sýningar svo
fljótt og einnig virtist það andstætt
hagsmunum kvikmyndagerðar-
manns að sýningar á kvikmynd
hæfust of snemma í sjónvarpi því
við það skertust möguleikar til að
hafa af henni tekjur á almennum
markaði.
Ragnar Arnalds sagði að málið
yrði rætt á næsta fundi sjóðsstjórn-
arinnar. Hann kvaðst eiga von á að
Hrafn Gunnlausson legði fram beiðni
til sjóðsstjórnarinnar um undanþágu
frá ákvæðinu um þriggja ára bið á
sjónvarpssýningum en kvaðst varla
sjá að ástæðu til að falla frá nýsam-
þykktum starfsreglum nema um það
skapaðist víðtæk samstaða hags-
munaaðila, ekki síst kvikmyndagerð-
armanna.
um næstu 12 ár mynd Guðnýjar
Halldórsdóttur, Kristnihald undir
Jökli, fyrir 1,2 milljónir króna, sem
svarar til um 1,4 milljóna á núver-
andi verðlagi.
Námsgagnastofnun kaupir
myndbandsspólur
Námsgagnastofnun hefur einnig
keypt eftirtöldar kvikmyndir:
Síðastliðið haust keypti stofnunin
af Þráni Bertelssyni og Guðrúnu
Helgadóttur 35 eintök af mynd-
bandsspólu með myndinni um Jón
Odd og Jón Bjarna fyrir samtals 140
þúsund krónur, samkvæmt upplýs-
ingum frá Námsgagnastofnun. Olaf-
ur Amarson kvaðst telja að í þessum
kaupum hefði falist leyfi til að lána
spólurnar til sýninga í skólum.
1988 keypti stofnunin af Indriða
G. Þorsteinssyni myndimar 79 af
stöðinni fyrir 200 þúsund krónur, um
250 þúsund nú, og Land og syni
fyrir 400 þúsund, um 500 þúsund
nú. Að sögn Ólafs Amarsonar var
ekki fullljóst í gær hvaða réttindi
fylgdu þeim samningi.
Sveinn Einarsson fyrrum dagskrárstjóri Sjónvarps
Lagði ekki listrænt mat
á nýja kvikmynd Hrafns
SVEINN Einarsson, fyrrverandi deildarstjóri innlendrar dagskrár hjá
Ríkissjónvarpinu, segir það misvísandi sem skilja mátti af utandag-
skrárumræðu á Alþingi í fyrradag að hann hafi hafnað því á listræn-
um forsendum að Sjónvarpið keypti mynd Hrafns Gunnlaugssonar
Hin helgu vé. Faglegt mat á myndinni hafi aldrei komið á dagskrá.
Einnig sé það misskilningur sem fram kom hjá Pétri Guðfinnssyni,
framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, í Morgunblaðinu í gær að Sveinn
hafi sjálfur vísað erindi Hrafns til framkvæmdastjórans til afgreiðslu.
Sveinn kveðst fyrst hafa frétt af samningi þessum í útvarpi í fyrradag.
„Þegar Hrafn kom að máli við
mig um það hvort Sjónvarpið væri
tilbúið að koma inn í grunnfjármögn-
un á mynd hans, vísaði ég til fyrri
afgreiðslu á sambærilegu máli,
nefnilega þeirri þegar Friðrik Þór
Friðriksson fór fram á að Sjónvarpið
kæmi inn með 5 milljónir í grunnljár-
mögnun myndar hans, Börn náttúr-
unnar,“ sagði Sveinn Einarsson.
Hefði verið stefnubreyting
„Fram að því hafði þeirri reglu
verið fylgt að kaupa flestallar ís-
lenskar bíómyndir í fullri Iengd eftir
að göngu þeirra í kvikmyndahúsum
var lokið. Hér hefði því verið um
stefnubreytingu að ræða og því var
þetta mál venju samkvæmt í slíkum
tilvikurn tekið upp við fram-
kvæmndastjóra. Úrskurður Péturs
Guðfinnssonar var sá að ekki skyldi
breytt um stefnu, meðal annars í
ljósi þess hve innlendri dagskrá er
þröngt stakkur skorinn og var beiðni
Friðriks Þórs því hafnað."
„Ég vísaði bara til þess að þessar
reglur hefðu verið kynntar þegar
þetta bar á góma í sambandi við
Friðrik Þór og að ég vissi ekki betur
en að það ætti að gilda um alla,“
sagði Sveinn um afgreiðslu sína á
erindi Hrafns.