Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 SUND FRJALSAR íslandsmet Amars Freys Fyrsturtil að ná lágmarki íyrir EM Amar Freyr Ólafsson, sundmaðurinn knáti úr SFS, bætti um helg- ina íslandsmetið í 400 metra fjórsundi á ungiingamóti í'Tennesse í Bandaríkjunum. Hann tryggði sér um leið fyrstur Islendinga þátttöku- rétt á Evrópumeistaramótið í Sheffíeld í Englandi sem fram fer í byrj- un ágúst. Hann synti á 4.34,52 mín. og bætti eigið met um eina og hálfa sekúndu. Arnar Freyr, sem er bróðir sundsystkinanna Bryndísar og Magnúsar Más, er í menntaskóla í Bandaríkjunum þar sem hann hefur einnig mjög góða aðstöðu til að æfa sund. Arnar Freyr Gott hlaup hjá Gudrúnu Guðrún Amardóttir, hlaupa- kona úr Ármanni, bætti tíma sinn í 100 metra grinda- hlaupi á sterku móti í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina um fjögur sekúndubrot. Guðrún hljóp á 13,75 sekúnd- um og er það annar besti tími sem íslensk stúlka hefur náð í 100 metra grindahlaupi. ís- landsmet Helgu Halldórsdóttur í greininni frá árinu 1987 er 13,64 sekúndur. Guðrún ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Borðtennis Stóra Víkingsmótið Mótið var haldið sunnudaginn 4. apríl. Helstu úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur karla: PeterNilsson KR Tómas Guðjónsson KR GuðmundurE. Stephensen Víkingur Kjartan Briem KR ^•Meistaraflokkur kvenna: Aðalbjörg Björgvinsdóttir Vfkingur IngibjörgÁmadóttir Víkingur Lilja R. Jóhannesdóttir Vfkingur LineyÁmadóttir Víkingur 1. flokkur karla: Bjöm Jónsson Víkingur Ólafur Rafnsson Víkingur Jón Ámason Víkingur DavíðJóhannsson Víkingur 1. flokkur kvenna: LiljaR. Jóhannesdóttir Vikingur Líney Ámadóttir Víkingur Hrafnhildur Sigurðardóttir Víkingur . AnnaB.Þorgrímsdóttir Víkingur 2. flokkur karla: AmþórGuðjónsson Stjaman AndrésJónsson KR Markús Ámason Víkingur ÓiafurGunnarsson Víkingur Eldri flokkur karla: Ámi Siemsen Öminn Emil Pálsson Víkingur PéturÓ. Stephensen Víkingur Sigurður Herlufsen Víkingur Punktastaða Meistaraflokks karla: Peter Nilsson 240 Guðmundur E. Stephensen 73 KristjánJónasson 73 Kristján V. Haraldsson 51 Pétur Ó. Stephensen 35 Ingólfurlngólfsson 24 Bjami Bjamason 23 SigurðurJónsson 19 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Garðabær: Stjaman - Haukar „kl. 20 Höllin: Fram - Selfoss......kl. 20 KA-húsið: KA-ÍBV.........kl. 20.30 Kaplakriki: FH-HK...........kl. 20 Sljaskóli: ÍR-Þór...........kl. 20 Víkin: Víkingur - Valur.....kl. 20 2. deild karla, úrslitakeppni: Digranes: UBK-Grótta........kl. 20 Keflavík: HKN-KR............kl. 20 Varmá: UMFA-ÍH..............kl. 20 Úrslit í 1. deild kvenna: Garðabær: Stjaman-Vík.......kl. 18 Noregur: Gimle varð meistari í fyrsta sinn GIMLE frá Bergen, liðið sem Jón Sigurðsson þjálfaði í vet- ur, varð á dögunum norskur meistari í körfuknattleik. Liðið kom upp úr 2. deild í fyrra og hafði aldrei komist í úrslita- keppnina um meistaratitilinn fyrr en nú. Lið Gimle er það fyrsta utan Oslóar-svæðisins sem verður norskur meistari. Það mætti Asker í úrslitum; vann fyrsta leikinn heima, tapaði þeim næsta í Osló en sigraði svo í þriðja leiknum heima í Bergen. Þess má geta að iið Asker var þama að tapa í úr- slitum um meistaratitilinn íjórða árið í röð. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að lið Gimle væri ungt, meðalaldur aðeins um 20 ár, og þess vegna hefði velgengnin ef til vill komið á óvart „en framtíð norska körfuboltans er í þessu liði. Fjórir strákanna í liðinu eru tveir metrar á hæð, og liðið varð ungl- ingameistari þrisvar á síðustu fjór- um árum.“ Mjög góður útlendingur er í lið- inu að sögn Jóns, lettneskur bak- vörður sem Jón telur einn fimm bestu leikmanna á Norðurlöndum. Ekki er öruggt hvort Jón þjálfar liðið áfram. Hann hefur áhuga á því og fljótlega skýrist hvort af því verður. Lokað kl 12:00 laugardaga Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÍBK íslandsmeistarar karia íslands- og bikarmeistarar ÍBK í karlaflokki. ÍBK vann Hauka í þremur úrslitaleikjum um íslandsmeistaratitilinn nokk- uð örugglega. Liðið var skipað eftirtöldum: Efri röð frá vinstri: Jón Guðmundsson, liðsstjóri, Nökkvi Már Jónsson, Sig- urður Ingimundarson, Birgir Guðfínnsson, Jonathan Bow, Albert Óskarsson og Kristinn Friðriksson. Neðri röð frá vinstri: Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður, Guðjón Skúlason, fyrirliði, Hjörtur Harðarson og Einar Einarsson. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal íslandsmeistarar ÍBK í kvennaflokki íslands- og bikarmeistarar ÍBK í kvennaflokki, en stúlkurnar töpuðu aðeins einum leik á keppnistímabilinu og það var gegn nágrönnum sínum í Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar.í fremri röð frá vinstri: Sigrún Skarphéðinsdótt- ir, Kristín Blöndal, Olga Færseth, Anna María Sigurðardóttir, Þórdís Ingólfsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir. í aftari röð frá vinstri: Sigurður Ingimundarson, þjálfari, Ingibjörg Emilsdóttir, Hanna Kjartansdóttir, Lóa Björg Gestsdóttir, Elín- borg Herbertsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir, Árný Ámadóttir og Anna María Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.