Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Hollensk myndlist í Grófargili GILFÉLAGIÐ á Akureyri stend- ur fyrir sýningu á myndverkum eftir hollensku listakonuna Nini Tang um páskana. Á sýningunni eru ellefu verk unnin á pappír, en myndirnar vann listakonan á síðasta ári. Sýningin verður í sýningarsal Arkitektastof- unnar í Grófargili og verður opnuð klukkan 14.00 á skírdag. Opið verður klukkan 14-19 alla daga til 12. apríl. Nini Tang komst í kynni við ís- lenska listamenn sem voru við nám í Hollandi á árunum 1970-1980. Hún hefur dvalist á íslandi í nokk- ur ár og verið stundakennari við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og Myndlistaskólann á Akureyri. (Úr fréttatilkynningu.) ------»-■»--»--- ■ HUÓMS VEITIN Svartur Pipar leikur í SJALLANUM í kvöld að lokinni sýningu á söng- leiknum Evitu. í KJALLARANUM verður í kvöld haldið áfram SPILA- GOSANUM, leikjakeppni fyrir- tækja, en þar er keppt í ýmsum spilum, m.a. „Trivial Pursuit, Pictionary, Actionary og Twist- er“. Þessi keppni fer venjulega fram á fimmtudögum en verður á mið- vikudegi að þessu sinni. Um mið- nætti á páskadag hefst í SJALL- ANUM páskadansleikur. Þá mun hljómsveitin NýDönsk leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Háskólanemar ífjöruferð NEMENDUR sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri fóru í gær í rannsóknarleiðangur í fjörurnar við Ytri-Vík við utanverðan Eyjafjörð. Þar unnu þeir að rannsóknarverkefni sem tengist námi þeirra, skoðuðu gróður og dýralíf frá mörkum flóðs að mörkum fjöru, kortlögðu, mynduðu og skráðu niðurstöður. Signrður Þórir sýnir í Grófargili SIGURÐUR Þórir listmálari opnar málverkasýningu í Til- raunasalnum í Grófargili á Akureyri á skírdag, 8. febrúar, klukkan 14.00. Á sýningu Sigurðar eru mál- verk, olíupastelmyndir og penna- teikningar. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1968-1971 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1974-1978. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar heima og erlendis, en þetta er fyrsta sýning hans á Ákureyri. Myndefni verka hans er maðurinn og nánasta umhverfí hans, tengslaleysi manns og konu og mannsins við umhverfi sitt og leit að nýrri fegurð. (Úr fréttatilkynningu.) Deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í Kristnesspítala Tilraun með öldrunarlækn- ingadeild gefur góða raun FYRSTI hópurinn hefur lokið þriggja vikna meðferð á svo- kallaðri fimm daga öldrunarlækningadeild á vegum Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri í Kristnesspítala og annar hóp- urinn kominn í meðferð. Þessi þjónusta, sem er reynd hér nyrðra í fyrsta sinn hérlendis, þykir gefa góða raun að dómi starfsfólks, aðstandenda og sjúklinganna sjálfra. Alls munu fjórir hópar taka þátt í tilrauninni uns dæmið verður gert upp að loknu þriggja mánaða starfi, en þegar eru komnir biðlistar fyrir þessa þjónustu. ■ í KVÖLD hefst páskadagskrá á skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri. Þá verður diskótek með myndböndum á risaskjá. Hljóm- sveitin ZIKK ZAKK (Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein, Sigfús Óttarsson og Karl 01- geirsson) kemur fram á tónleikum sem standa frá klukkan 21.00 til miðnættis að kvöldi fimmtudags og laugardags. Þeir munu leika fönk-, blús- og djasstónlist. Klukk- an 1.00 eftir miðnætti á páskadag hefst páskadansleikur í 1929. Þar leikur hljómsveitin JET BLACK JOE fyrir dansi fram eftir nóttu. Sjónleikinn Ljón í síðbuxum hef- ur höfundurinn, Björn Th. Bjöms- son, samið með hliðsjón af sögu- legri skáldsögu sinni, Haustskipum, en þar fjallar hann um „þjóðina týndu,“ íslenska brotamenn á 18. öld, sem dæmdir voru til betrunar í tugthúsum Kaupmannahafnar og voru þar með úr sögunni. Þetta fólk gleymdist, týndist, og var jafn- vel, að talið er, flutt eitthvað út í óvissuna undir nýjum skilríkjum til að eyða þar því sem eftir var af ævi sem eitthvað annað en íslend- ingar. Mannmörg sýning í sýningu Freyvangsleikhússins á sjónleiknum Ljón í síðbuxum koma fram um 20 leikendur, nokkr- ir í fleiri en einu hlutverki, en ann- Magna Birnir, hjúkrunarforstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, sagði að í þeim hópum, sem nytu þessarar nýju þjónustu, væru að jafnaði fimm sjúklingar. Fyrsti ar eins hópur hefur unnið að undir- búningi sýningarinnar. Leikstjóri er María Sigurðardóttir en Manfred Lemke hefur hannað búninga og leikmynd. Að sögn Katrínar Ragnarsdóttur hjá Freyvangsleikhúsinu óttuðust leikhúsmenn að ekki yrði unnt að manna svona fjölmenna sýningu og var því stefnt að viðaminna verki að þessu sinni. Þegar til kastanna kom sagði hún hins vegar að fram- boð fólks hefði verið talsvert meira en eftirspurn og leikstjóri hefði því þurft að velja og hafna. Þátttakend- ur í starfi Freyvangsleikhússins væru að jöfnu úr sveitinni og frá Akureyri, en undantekningarlítið væri um að ræða fólk sem tengdist sveitinni á einhvern hátt, hefði búið þar en væri flutt á mölina og svo hópurinn hefði byijað 1. mars og hefði nú lokið dvöl sinni, sem væri þriggja vikna fimm daga dvöl í Kristnesspítala, en fólkið færi heim um helgar. Boðið væri upp á gegn- framvegis. Katrín sagði að þessi sýning væri dýr, kostnaður væri mikill við gerð búninga og sviðsmyndar, en það væri hvort tveggja afar mikið verk. Hins vegar stæði leikhúsið þokkalega fjárhagslega, en á síð- asta ári sýndi það söngleikinn Mess- ías mannsson við afar góða aðsókn og undirtektir. Höfundur gestur á frumsýningu Katrín sagði að Björn Th. Bjöms- son yrði gestur á frumsýningu Frey- vangsleikhússins í kvöld og þætti leikhúsfólki það mikill heiður. Næstu sýningar sagði hún að yrðu á laugardag fyrir páska og þriðju- daginn 13. apríl og þeir sem vidu tryggja sér miða á sýningamar gætu hringt í síma 31196 í Frey- vangsleikhúsinu. Ljón í síðbuxum væri verk þar sem meginefnið væri af alvarlegum toga en þrátt fyrir það fullt af meinfyndnum atriðum og ætti þannig að geta höfðað til fjöibreytilegs hóps áhorfenda. umgang á líkamlegum, andlegum og félagslegum aðstæðum, þar sem kæmu að málinu hjúkrunarfræðing- ur, læknir, iðjuþjálfi og sjúkra- þjálfi. Auk þess væri góðum tíma varið til að gera ættingjum grein fyrir því hvað gert er fyrir sjúkling- ana og hvað hægt er að gera. Þann- ig mætti segja að hér væru nokkuð aðrar áherslur en inni á bráðadeild- um sjúkrahúsa og langlegudeildum. Takmarkið að seinka komu á langlegudeildir Magna sagði greinilegt að unnt væri að taka hóp sjúklinga, sem væru þó nokkuð veikir en ekki þó svo að þeir væru komnir á biðlista fyrir langlegupláss, og endurhæfa þetta fólk og bijóta vítahringinn, fá það til að taka meiri þátt í dag- legu lífi og halda því þannig lengur utan langlegudeilda. Á þann hátt mætti stytta til muna þann tíma sem fólk yrði að dvelja þar. Nýjung á íslandi Fimm daga öldrunardeild er nýj- ung í heilbrigðisþjónustu á íslandi og sagðist Magna hafa kynnst þessu fyrirkomulagi þar sem hún var við nám í hjúkrunarstjórnun í Michigan í Bandaríkjunum. Þar hefði verið afar margt nýtt að ger- ast í þjónustu við aldraða, meðal annars öldrunarlækningardeildir, útvíkkun á heimaþjónustu og breyt- ingar á þjónustu á spítulunum. Þangað væri að leita fyrirmynda að því verkefni sem nú stendur yfír hér nyrðra. Jákvæður árangur og neikvæður Að loknum fyrsta áfanga í þessu verkefni í öldrunarþjónustu sagði Magna að komið hefðu í ljós kostir og gallar. Hið neikvæða væri að tíminn sem hveijum hópi væri gef- inn virtist of stuttur, en það hefðu aðstandendur verkefnisins óttast í upphafi. Flestum þeim sem í fyrsta hópnum voru hefði komið betur að vera tveimur vikum lengur, þótt, öðrum dygði skemmri tími. Af fjár- hagsástæðum hefði ekki verið unnt að setja upp fimm til sex vikna meðferð, sem væri talið hæfilegt. Jákvæðir þættir væru mjög margir, sagði Magna. Allir þátttak- endumir í fyrstu lotunni, en það voru allt konur, hefðu lokið upp einum munni um að þetta hefði verið afar skemmtilegur tími en erfiður. Komið hefði í ljós þegar hjúkrunarfræðingur fór í eftirheim- sókn þegar tvær vikur voru liðnar frá dvölinni, að konurnar hefðu myndað með sér eins konar klúbb eða símanet, svo þarna hefði skap- ast nýr kunningsskapur. Aðstand- endur sjúklinganna hefðu látið í ljósi þakklæti fyrir það, einkum hve þeim hefði verið gert auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaðeina varðandi meðferðina. Þá virtist meðferðin leiða til minnkandi lyfja- notkunar. Biðlistar á öldrunarlækningadeild Magna Birnir sagði að í upphafi hefði verið óljóst hvort nægilega margir fengjust til að taka þátt í þessu verkefni, öldrunarlækninga- deild, en nú væri komið í ljós að þegar væri biðlisti sjúklinga orðinn lengri en unnt væri að anna þá þijá mánuði sem verkefnið stendur. -------» '4- 4----- ■ OPINN FUNDUR verður hjá AA-samtökunum á Akureyri í Borgarbíói föstudaginn langa klukkan 21.00. Þetta er í annað sinn sem samtökin gangast fyrir opnum kynningarfundi sem þess- um, en stefnt er að því að það verði árlegur viðburður. I þetta sinn verð- ur sérstaklega minnst 20 ára af- mælis samtakanna á Akureyri, en þarna verður kynnt starf AA, Al- Anon, FBA og NA, þ.e.a.s. sam- taka alkóhólista, aðstandenda þeirra svo óg eiturlyfjaneytenda. Fólk lýsir reynslu sinni og fundur þessi er öllum opinn sem áhuga hafa á málefnum AA-samtakanna. Freyvangsleikhúsið frum- sýnir Ljón í síðbuxum í KVÖLD frumsýnir Freyvangsleikhúsið sjónleikinn Ljón í síðbux- um eftir Björn Th. Björnsson í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Um 20 leikendur koma fram í sýningunni en að viðbættum þeim sem vinna margvísleg störf baksviðs og að undirbúningi eru þátt- takendurnir um 40 talsins. Næstu sýningar í Freyvangsleikhúsinu verða á laugardag fyrir páska og þriðjudag eftir páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.