Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Opið bréf til útvarpsstjóra Frá Halldóri Halldórssyni: Hr. útvarpsstjóri, Heimir Steinsson. Eg vil taka það strax fram, að ég er einn þeirra fjölmörgu sem urðu fyrir miklum vonbrigðum, þeg- ar þú varst skipaður útvarpsstjóri. Eg var á þeirri skoðun að með því væri stigið spor afturábak og að ekki yrði lengur um þróun að ræða hjá mikilvægum þætti fjölmiðlunar á Islandi. Mér fannst og líklegt, miðað við reynslu þína og fyrri störf, að þú myndir ekki lengi tefja við verkefni eins og að leita hagræð- ingar eða betri meðferðar á rekstr- arfé. Þú hefur í engu breytt þess- ari skoðun minni síðan þú tókst til starfa. A starfstíma fyrirrennara þíns mátti greina að ekki þótti lengur sjálfsagt að sækja meira rekstrarfé í vasa skattborgaranna. Þó fannst mér oft ganga hægt í þróun til nútímalegri starfshátta. Ég hafði sætt mig við að meirihluti þjóðar- innar vildi reka Ríkisútvarpið áfram, en var viss um að hægt væri að bæta reksturinn til muna. Jafnvel svo að í náinni framtíð jtöí hægt að fella niður óréttláta skatt- lagningu í formi afnotagjalda. Svo fór, að á þessuríi tíma batn- aði dagskrá ríkisfjölmiðlanna til muna. Eg fór að opna fyrir Ríkis- sjónvarpið, hlusta á Rás 2 oftar og það kom jafnvel fyrir að heyrðist í Rás 1 á mínu heimili. Undanfarin misseri hefur sótt aftur í gamla farið, kveikt á sjónvarpsfréttum vegna þess að Stöð 2 er yfirleitt með lélegt efni á þeim tíma, ein- staka sinnum hlustað á Svavar Gests á sunnudagsmorgnum á Rás 2, en Rás 1 er ekki lengur til, ekki frekar en Þjóðviljinn. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, vil ég taka fram að ég er ekki aðdáandi Hrafns Gunnlaugssonar og þekki manninn ekki persónu- lega. Satt að segja hefur hann birst mér í fjölmiðlum sem sjálfumglaður og hrokafullur, en þó án sýndar- mennsku. Hann hefur komið til dyranna eins og hann var klæddur. Ég átti ekki von á góðu þegar hann var fyrst ráðinn dagskrárstjóri á sínum tíma, hélt að persóna Hrafns yrði um of í öndvegi. En svo reynd- ist ekki vera og margt gott sem gerðist á þeim tíma, þó „fioop og fíaskó“ kæmu auðvitað fyrir. Eftir á að hyggja tel ég Hrafn líklega betri dagskrárstjóra en kvikmynda- leikstjóra. Þá er loks komið að erindi þessa bréfs, að mótmæla brottrekstri Hrafns úr starfi dagskrárstjóra hjá Ríkissjónvarpinu. Ég horfði á þátt í sjónvarpinu þar sem Hrafn fjailaði um stofnunina og lét í ljós álit sitt á starfsumhverfinu. Hann talaði enga tæpitungu um hvetju þyrfti að breyta, að hans dómi. Ég taldi víst að þá yrði dagskráin meira spennandi og hagræðing hæfist að nýju. Meðferð almannafjár myndi batna. Ég var jafnvel farinn að halda, að þú værir sjálfur að baki þessum áætlunum, að ég hefði þig fyrir rangri sök. Ég þurfti ekki lengi að velkjast í vafa. Fyrst heyrðist að starfsmannafélagið væri farið að væla undan orðum Hrafns og átti engum að koma á óvart eftir að hafa fylgst með Ólafi Sigurðs- syni fréttamanni, sem vældi á veg- um starfsmanna í sjónvarpsþættin- um fyrrnefnda. Næst kom gusa frá þér um að „enginn hefði þrýst á um að reka Hrafn og alls ekki ver- ið með undirskriftir, því það myndi bara festa hann í sessi“. Daginn eftir kom svo brottreksturinn og ekki einu sinni viðhöfð sú kurteisi að boða Hrafn á þinn fund. Það atriði kom þó ekki á óvart, miðað við hrokann sem einkennir fas þitt og framgöngu alla. Eins og vænta mátti, hirtir þú ekki um að geta ástæðu fyrir brottrekstrinum í bréf- inu, heldur reyndir af fremsta megi að niðurlægja Hrafn sem mest með því að skrifa honum að hann skyldi ekki láta sjá sig framar. Hér gæti ég sett lokaorðin, ef , ekki hefðu komið til viðbrögð menntamálaráðherra við þessum tíðindum, velgjörðarmanns þíns, manstu, sá sem gaf þér embættið. Hefði mátt ætla að þú mætir ráð hans nokkuð. Ég reikna með að þú hafír nokkra reynslu í að taka við boðum og fýrirmælum að ofan, alla- vega að þú metir þau méira en fýrir- mæli að neðan. En þetta er víst orðið breytt hjá þér líka. Þú virtir óskir ráðherra þíns að vettugi og hann virðist bara töluvert „foj“. Ég óttast að þér hafí orðið á al- varleg afglöp, sem munu á endan- um kosta þjóðina skildinginn. Ég tel því best fyrir alla aðila að þú segir upp störfum þegar í stað, en að öðrum kosti sé ég mér ekki ann- að fært, sem einn eigandi stofnun- arinnar, en að segja þér upp störf- um með löglegum fyrirvara. Ég óska eftir að þú mannir skrifborðið þitt á uppsagnartímabilinu og verð- ir öðrum starfsmönnum mínum við stofnunina þannig til viðvörunar. HALLDÓR HALLDÓRSSON Suðurhvammi 11, Hafnarfirði. LEIÐRÉTTINGAR Rangt föðumafn í viðtali á bls. 8 í blaðaukanum Hestar, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, var ranglega farið með föður- nafn Rosemary Þorleifsdóttur, reið- kennara. Beðist er velvirðingar á því. Röng nöfn í frásögn af stuttmyndadögum á bls. 21 í Morgunblaðinu í gær mis- prentuðust nokkur nöfn. Það eru nöfn Dusan Lazarevic, Elíasar Hall- dórs Ágústssonar og Hreiðars Þórs Bjömssonar. Beðist er velvirðingar á því. Kripalwjóga Framhaldsnámskeið hefst 13. apríl. Undistöðuþekkingu f jóga er krafist. Kennari: Heiga Mogensen. Skfcí 19, "haá.s, 679IB1 (tó. 17-19). Stretsbuxur kr. 2.900 Mikii úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11-16 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI VELVAKANDI Kennarar fari ekki í sumarstörf . DÓTTIR mín stundar nám við Háskólann og hefur verið að reyna að fá vinnu í sumar. Hún sótti um vinnu en var hafnað og fékk að vita að kennari fengi vinnuna. Mér finnst að kennarar ættu að láta sér ein laun nægja eins og tímarnir em og þeir eiga ekki að taka vinnu frá nemend- um sem verða að greiða há skólagjöld. Sigríður Jónsdóttir Trefill SVARTUR ullartrefill með kögri tapaðist á leiðinni frá Seltjamar- nesi í Miðbæinn. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 623684 eða 635428. Penni TAPAST hefur svartur Lamy- penni, merktur Karli ásamt símanúmeri, sem ekki er lengur í notkun. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn um að láta vita í síma 626640. Hlaupaskór NÝLEGIR Asics-hlaupaskór, stærð 35, töpuðust í íþróttahús- inu við Austurberg Iaugardag- inn 27. mars. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 74076. Páska- egg í verðlaun. Geisladiskar - silfurkrossar GEISLADISKAR og þrír silfur- krossar í poka merktum Skíf- unni gleymdust í biðskýli við Kringluna laugardagin 3. apríl. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í Sunnu eða Björk í síma 46931. Gleraugu GLERAUGU týndust á leið frá Árbæjarkirkju í Seláshverfi. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 75455. Hjól RAUTT Muddy Fox reiðhjól, 13 tommu, var tekið fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í Brynju í síma 31958. Herrafrakki Á ÁRSHÁTÍÐ kvenfélagsins Heimaeyjar 6. mars var tekinn í misgripum grár herrafrakki og annar skilinn eftir. Sá sem frakkann tók er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 35265 eða í Hjördísi í síma 636140. ÍELFA VORTICE VIFTUR TILALLRANOTA! Spaðaviftur Fjarstýringar hv.-kopar-stál fyrir spaðavittur Borðviftur Gólfviftur margar gerðir Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Otrúlegt úrval - hagstætt verð! Eínar Farestvett & Co.hf. Borgarlúni 28 - & 622901 og 622900 fyrir stelnsteypu. ) Þ.ÞORGRlMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 FYLGIHLUTIR Allt sem til þarf. það er jafn mikilvægt að hafa réttu fylgihlutina á suðu- staðnum eins og að hafa réttu tækin. - Suðubyssur á MIG/MAG og TIG tæki. - Helix og Zirkodur spissar. - Suðusprey og pasta á suðu- byssur. - Gasmælar fyrir MIG/MAG og TIG tæki. - Rafsuðuhjálmar og hanskar. - Rafsuðukaplar, tangir og jarðsambandsklemmur. - Reyksugubúnaður af öllum stærðum og gerðum. - Ýmis önnur sérverkfæri. •l. Á tímum háþróaðrar rafsuðu- og skurðartækni er virðing fyrir málmsuðu og fag- mennsku í málmiðnaði vaxandi. Markmið okkar er sem fyrr að þjóna málm- iðnaðinum sem best á sviöi málmsuðu og skurðartækja. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 lámm OFNÆMISPRÓFAEHR GÚMMÍHANSKAR Hlífa höndunum við uppjovottinn, garSvinnuna og öll önnur störf úti sem inni. Fást í flestum apótekum Fosshálsi 13 -15. Sími: 67 78 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.