Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 17
M.ORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 17 hann við mig. Svo nefndi hann - „en lærðu ekki hjá honum,“ og nefndi einn mikinn útvarpsmann á þeim árum. Pétur: En þú vildir ráða loka- spurningunni. Jón Múli: Ég vildi gjarnan að þú spyrðir mig hvað ég segði um Helga Hjörvar ef ég ætti að segja í stuttu máli hvað mér fyndist hann vera, vegna þess að maðurinn var hugs- andi um útvarp, skipuleggjandi út- varp frá upphafi. Og ég vinn þarna með honum þegar hann er sem sagt á sínum bestu útvarpsárum, og maður skyldi ætla að hann hefði aðallega verið sem sagt hugmynda- fræðingur eða teórítíker í útvarps- málum. En það var hann ekki. Hann var allt annað og miklu meira, hann var atvinnumaður. Hann var það sem kallað er í jass- músík: Pro. Úr viðtali Péturs Péturssonar við Jónas Jónasson Pétur: Mér hefur borist til eyma sú saga að faðir þinn, Jónas Þor- bergsson, og Helgi Hjörvar, hafí sæst heilum sáttum eftir langvar- andi sundurþykkju. Jónas: Á afmælisdegi föður míns þá ætlaði hann að venju að taka á móti gestum og hann átti alltaf von á útvarpsmönnum, þeir komu gjarn- an til hans. Nú, ég mætti í afmæli föður míns og þá er klukkan að nálgast þijú eða eitthvað slíkt, og faðir minn er ekki heima. Og ég er svolítið hissa á því og spyr móð- ur mína: „Hvar er pabbi?“ - „Ja, hann fór eitthvað." Síðan líður dálítill tími og m.a.s. voru komnir nokkrir gestir. En af- mælisbarnið var ekki við, - þar til hann kemur, snarast inn og byijar að taka á móti gestum að hans hætti, fagnaði þeim vel. Sagði mér ekkert hvar hann hefði verið og ég spurði ekkert um það. Það var ekki fyrr en nokkuð var liðið frá þessum degi að við sátum saman í kyrru og vorum að rabba, og þá segir hann mér það að á þessum degi hafi hann heyrt að Helgi Hjörvar væri lagstur síðustu legu. Hann hafði farið þangað, hann hafði nú engin orð um undirbúning að því að rífa sig upp að heiman og fara og sættast við þennan mann. Hann hafði farið í strætis- vagni niður í bæ - og skipti hann engu þó hann ætti von á gestum - og arkar af Lækjartorgi upp í Suð- urgötu og gengur þar inn, knýr dyra. Og eins og hann sagði mér það var honum vísað inn til Helga, sem lá í sæng. Og faðir minn var nú ekki margorður yfirleitt. En hann gengur að rúminu, sest á sæng og segir við Helga: „Er ekki kominn tími til að við sættumst?" Um viðbrögð Helga sagði nú fað- ir minn að þau hefðu verið á þann veg að Helgi hefði risið upp úr rúm- inu og þeir hefðu faðmast. Og hann gekk svo langt að segja að Helgi hefði grátið í fangi hans. Og þegar ég er nú að tala um föður minn hlýt ég að fullyrða að hann muni einnig hafa grátið. En ég skal segja þér, Pétur, áður en ég kveð þig þá langar mig nú satt að segja að leggja orð í belg í sambandi við þessi læti öll sem voru og óvild sem ríkti milli þess- arra tveggja manna, föður míns og Helga Hjörvar. Það er nú svo skrýt- ið að einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni núna, þegar ég get litið hlutlaust yfir vígvöllinn. að þrátt fyrir allt hafi þessir tveir menn metið hvor annan að verðleik- um. Og ég hygg að - þeir voru báðir stórbrotnir menn í skapi -, og ég held nánast að þeir hafi orð- ið leiksoppar tilfinninga sinna. Ávarp Helga Hjörvar á fyrsta kvöldi Ríkisútvarpsins desember 1930 Það hefur varla verið beðið eftir öðru í meiri eftirvæntingu og með meiri vonarhug hér á landi heldur en þessari útvarpsstöð. í þessum björtu vonum felst tvennt í senn, miklir möguleikar fyrir velgengni fyrirtækisins - en líka hætta. Því að björtustu vonirnar geta sjaldan ræst. Þessi stofnun mun hafa bæði kosti og galla sinnar tíðar. Hún er merkileg og hentug til margra hluta, en hún getur ekki fullnægt hverri von og ekki allra kröfum. Útvarpsráð gengur nú að verki sínu með svipuðum tilfinningum og niðuijöfnunarnefnd, annars vegar staðráðið í því að leysa verk sitt vel af hendi og örvænta hvergi. En hins vegar vel vitandi það að ekki muni eintómt lof eða þakklæti falla sér í skaut. Hér fyrir framan mig á borðinu er tendrað lítið ljós. Það er ræðu- manninum merki þess, meðan það logar, að stöðin sé í lagi og beri orð hans víða vega. Þetta ljós hefur slokknað nokkrum sinnum hjá okk- ur í kvöld af því að smábilanir urðu á stöðinni. Fall er fararheill. Og megi þetta vera fyrirboði þess að það ljós sem hér er tendrað í kvöld megi skína víða og aldrei slokkna. Höfundur er fyrrverandi þulur. Einar Oddur Kristjánsson um niðurfærsluna í Eyjum Rekstrarkostnaður er samkeppnisstaða „NIÐURFÆRSLA launa og kostnaðar verður að eiga sér stað hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum á landinu og enginn má þar vera undanskil- inn,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, forstjóri Hjálms hf. á Flateyri. Hann fagnar því frumkvæði sem frystihúsin í Vestmannaeyjum hafa sýnt með lækkun hráefnisverðs og launa hjá skrifstofufólki. „Það eru allir að skoða svona að- um að fá ódýrari rekstrarvöru, ódýr- gerðir, en Vestmannaeyingar hafa haft ákveðna forystu sem er mjög til fyrirmyndar. Mér fínnst þetta koma til greina yfir línuna í öllu at- vinnulífinu, ekkert frekar í sjávarút- veginum en annars staðar. Við þurf- ari frakt, og fyrst og fremst lægri vexti. ísland er alltof dýrt land og er ekki samkeppnisfært um eitt eða neitt. Rekstrarkostnaður íslands er samkeppnisstaða íslands," sagði Einar Oddur Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort komist yrði hjá gengisfellingu, en bætti við að hann hefði lengi haldið því fram að niðurfærsla á kostnaði væri landsmönnum líf- snauðsynleg. „Það tekur tíma að snúa ofan af þessum hugsunarhætti að allt hækki í verði, en við getum ekki lifað á þessu skeri nema við verslum og við kaupum ekkert af útlendingum nema við seljum eitt- hvað til útlanda. Ég sé milljón mögMleíkaá vmnmgi í'Vikín iK.iriir.ri í kvöld! „Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16ídag! Röðin kostar aðeins 20 krónur." Dregið verður í Víkingalottói, stærsta lottópotti á Norðurlöndum, í sameiginlegri útsendingu á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 19.50 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.