Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993
11
Kristinn
Sigmundsson
Meirihátt-
ar tónlist
Langholtskirkja á morgun og föstudaginn langa
Messa í H-moll eftir J.S. Bach
KRISTINN Sigmundsson, ba-
ritónsöngvari mun syngja ein-
söng á morgun og föstudaginn
langa með kór Langholtskirkju,
þegar Messa í H-moll, eftir
Bach verður flutt í Langholts-
kirkju. „Þetta er alveg meiri-
háttar tónlist. Eg hef sungið
Bach mjög mikið, en þetta er
eina stórverkið hans sem ég hef
enn ekki sungið einsöng í,
þannig að mér finnst þetta
mjög spennandi," sagði Krist-
inn í samtali við Morgunblaðið.
Kristinn segir
að á sínum tíma
hafi hann sungið
H-moll Messuna
þegar hann var í
Kór Langholts-
kirkju, „og ég
man enn hve það
var erfitt. Ein-
söngvarahlut-
verkið er ekki síð-
ur erfitt. Þetta er
með því alerfiðasta sem ég hef
komist í að syngja. En ég vona
að þetta gangi vel, því þetta er
músík í algjörum sérflokki,“ segir
Kristinn.
Síðast söng Kristinn hér á landi
fyrir íslenska tónlistarunnendur á
Listahátíð í fyrrasumar, en þá
söng hann í tviemur sýningum á
Rigoletto. Þar áður söng hann með
Langholtskirkjukórnum, um pásk-
ana í fyrra. „Það er voða gaman
að koma heim og syngja. Það er
virkilega eins og að koma heim
til sín!“ segir Kristinn og hlær.
Það hefur verið annasamur tími
að undanförnu hjá Kristni, en nú
seinast söng hann hlutverk nauta-
banans í Carmen í Óperunni í
Barcelóna á Spáni. Kristinn kom
hingað til lands síðástliðinn sunnu-
dag og stoppar stutt, því strax
eftir páska, eða þann 15. apríl
flýgur hann áleiðis til Stuttgart,
þar sem hann mun syngja fram í
maibyrjun í óperu eftir Rossini,
Öskubusku. Síðar í mai heldur
Kristinn til Genfar, þar sem hann
mun syngja í Brúðkaupi Figarós
fram á sumar. Það eru því ekki
minni annir framundan hjá Kristni
en að baki. „Ég er að undirbúa
hljómplötuupptöku í Berlín í ágúst
í sumar, sem verður fyrir Decca,
þannig að það er nóg að gera,“
segir Kristinn.
Kór Langholtskirkju, Kammer-
sveit Langholtskirkju og ein-
söngvararnir Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Signý Sæmunds-
dóttir, Eisa Waage, Michael
Goldthorpe og Kristinn Sig-
mundsson, undir stjórn Jóns
Stefánssonar, flytja Messu í
H-moll eftir Johann Sebastian
Bach í Langholtskirkju á morg-
un, skírdag 8. apríl, og föstu-
daginn langa. Tónleikarnir
hefjast kl. 16.30 báða dagana.
í gi-ein eftir Jón Stefánsson
sem birtist í efnisskrá tónleik-
anna, segir að það hafi tilheyrt
starfi Bachs við Tómasarkirkjuna
í Leipzig að semja kantötu fyrir
hvern sunnudag og hátíðisdag
kirkjuársins. „Rúmlega 200 kant-
ötur hafa varðveist en talið er að
u.þ.b. 100 hafi glatast. Auk þess-
ara verka eru stórverkin Magnifc-
at, Jóhannesar Passían, Matthe-
usar Passían og síðast en ekki
síst H-moll messan. Bach samdi
þetta stórvirki á löngum tíma.
Fýrsti kaflinn sem hann samdi,
Sanctus kaflinn, var frumfluttur
1724, eða árið eftir að hann tók
til starfa við Tómasarkirkjuna.
Það er hins vegar ekki fyrr en
1748 sem hann lýkur verkinu.
Kyrie I, Christe, Kyrie II og Glor-
íuþátturinn voru fyrst flutt 21.
apríl 1733 við hyllingu nýs Kjörf-
ursta af Saxlandi eftir lát Ágústs
hins sterka. Ekki er ólíklegt að
Bach hafi jafnframt hugað að
minningu hins látna þjóðhöfðingja
í Kyrie I kaflanum sem hefur yfir-
bragð sorgartónlistar. Dúettinn
Christe Eileison ljómar aftur á
móti af friði og einingu. Sópran-
raddirnar tvær syngja yfírleitt
alltaf saman og ríkulega skreytt
fylgiröddin er leikin af öllum fiðl-
um. Kyrie II er samið í „gamal-
dags“ fjórradda fúgustíl sem hjá
kaþólsku kirkjunni var viður-
kenndur sem „kirkjustíll".
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
sópran, lauk námi frá Tónlistar-
skóla Kópavogs og stundaði síðan
framhaldsnám við Tónlistarhá-
skólann í Vín, auk náms í Þýska-
landi og á Ítalíu. Á undanfömum
árum hefur hún sungið mörg aðal-
hlutverk í óperusýningum hjá ís-
lensku óperunni og Þjóðleikhúsinu
og með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Hún hefur verið raddþjálf-
ari Kórs Langholtskirkju í mörg
ár.
Signý Sæmundsdóttir, sópran,
lauk tónmenntaprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík og loka-
prófi frá Söngskólanum í Reykja-
vík ári síðar. Hún stundaði fram-
haldsnám í Tónlistarháskólanum
í Vín, og tók þátt í sýningum
óperuhópsins Junge Oper Wien í
Austurríki og Þýskalandi. Signý
hefur komið fram á fjölmörgum
tónleikum hérlendis og erlendis
og sungið mörg hlutverk hjá Is-
lensku óperunni. Um þessar
mundir syngur hún hlutverk Sylva
í Sardasfurstynjunni. Signý tók
þátt í fyrri flutningi Kórs Lang-
holtskirkju á H- moll messu Bachs
árið 1990.
Elsa Waage, sópran, hóf söng-
nám við Tónlistarskóla Kópavogs
en nam síðan við framhaldsdeild
Tónlistarskóla Reykjavíkur. Leið
hennar lá síðan til Hollands þar
sem hún stundaði nám við Óper-
ustúdíóið í Amsterdam, og þaðan
til Bandaríkjanna þar sem hún
lauk prófi frá Catholic University
árið 1987, auk söngnáms í New
York. Elsa hefur haldið ijölda tón-
leika bæði í Bandaríkjunum og
hérlendis og m.a. sungið óperu-
hlutverk í New Jersey Opera Inst-
itute og sungið hjá Islensku óper-
unni í óperunum Othello og Rigo-
letto.
Enski tenórsöngvarinn Michael
Goldthorpe lauk söngnámi frá
Trinity Collage í Cambridge,
Kings Collage og The Guildhalí
School of Music and Drama í
Lundúnum. Michael er vel þekktur
fyrir túlkun sína á tónlist endur-
reisnartímans og barrokktímans,
ekki síst á passíunum eftir Bach,
og hefur tekið þátt í flutningi
þeirra víða um heim. Auk þess
hefur hann sungið í fjölmörgum
óperum, bæði í Spáni og á Norður-
löndunum. Hann hefur verið aðal
Bach-tenór með Kór Langholts-
kirkju síðan árið 1982.
Kristinn Sigmundsson, bassi,
nam við Söngskólann í Reykjavík,
óperudeild Tónlistarháskólans í
Vínarborg og einnig í Bandaríkj-
unum. Hann lióf óperuferil sinn
hjá íslensku óperunni, var fast-
ráðinn við óperuna í Wiesbaden í
Þýskalandi en syngur nú í hinum
ýmsu óperuhúsum Evrópu, nú
seinast hlutverk nautabanans í
Carmen í Óperunni í Barcelóna á
Spáni. Kristinn hefur haldið fjöl-
marga tónleika hérlendis sem er-
lendis, og sungið jöfnum höndum
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
Kór Langholtskirkju.
Kristinn
Sigmundsson.
Tímaspor
ÚT er komin Ijóðabókin Tíma-
spor á vegum minningarsjóðs
Védísar Leifsdóttur sem lést
vegna alnæmis 29. janúar sl. I
bókinni er safn ljóða eftir Védísi,
sextíu talsins, sem ort eru frá
árinu 1981 til 1992.
Í formála bókarinnar, sem ritaður
er af Kristrúnu Gunnarsdóttur seg-
ir: Af allt að því óþægilegri ein-
lægni og hispursleysi birtir hún hér
ástríður, vonir, hroka, ótta, vonleysi
- og sterka tilfinningu fyrir endalok-
um lífs síns.
Er það von aðstandenda að þessi
útgáfa verði hvatning til mun opin-
skárri umræðu um alnæmi. Védís
vann að því hörðum höndum að
vekja athygli á málefnum HIV já-
kvæðra og alnæmissjúkra. Hún var
fyrsta gagnkynhneigða konan til að
koma fram og tjá sig um vandann
á opinberum vettvangi. Tímaspor
er enn eitt framlag Védísar til bar-
áttunnar, því ágóði af sölu bókarinn-
ar rennur í minningarsjóðinn sem
samkvæmt hennar ósk verður veitt
úr til sjálfstyrktarhóps HIV já-
kvæðra.
Silja Aðalsteinsdóttir og Kristrún
Gunnarsdóttir völdu ljóðin í samráði
við Védísi. Helgi Sigurðsson hann-
aði kápu. Ljósmynd á kápu tók Jim
Smart. Klettaútgáfan fjármagnar
útgáfuna og sér um dreifingu.
Gallerí Gang
Hannes Lár-
usson sýnir
Hannes Lárusson opnar sýningu
í dag, miðvikudaginn 7. apríl klukk-
an 17, á nýjum verkum í Gallerí
Gang að Rekagranda 8.í Reykjavík.
Sýningin stendur yfír í 6 vikur og
er opið eftir samkomulagi.
Steingrímur Eyfjörð og Sigurþór
„Spessi“ Hjartiirson.
Sýningí
Slúnkaríki
Steingrímur Eyfjörð myndlist-
armaður og Sigurþór Hjartarson
ljósmyndari opna í dag, miðviku-
daginn 7. apríl, sýningu í Slúnka-
ríki á ísafirði í tengslum við skíða-
viku í bænum. Þetta er í annað
sinn sem þeir félagar sýna saman.
Á sýningunni í Slúnkaríki verða
þrjár seríur. Sú fyrsta er eftir Stein-
grím og ber titilinn Hér hvílir horft
á 007 James Bond myndina „Live
and Let Die" og marsmánuður 1993
og er unnin með blýanti og „air-
brush“ á pappír. Önnur serían er
unnin í sameiningu og heitir Mátun-
arklefar. Hún sýnir ljósmyndir af
mátunarklefum ásamt mátunar-
hljóðum. Þriðja serían samanstendur
af ljósmyndum eftir Spessa og heitir
Maður.
Sýningin stendur til 28. apríl.
Sigurður Þórir
opnar málverka-
sýningu í
Tilraunasaln-
um Grófargili
SIGURÐUR Þórir listmálari opn-
ar málverkasýningu í Tilrauna-
salnum Grófargili, Kaupvangs-
stræti 23, Akureyri, á skírdag
8. febrúar klukkan 14.
Á sýningunni eru málverk, olíu-
pastelmyndir og pennateikningar.
Sigurður Þórir er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík og stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1968 til 1971. Eftir það
stundaði hann nám við Konunglegu
Listakademíuna í Kaupmannahöfn
1974-1978 hjá prófessor Dan Ster-
up-Hansen.
Sigurður hefur haldið fjölmargar
sýningar hér heima og erlendis, en
þetta er fyrsta sýning hans á Akur-
eyri. Myndefni verkanna er maður-
inn og hans nánasta umhverfi og
sá heimur sem hann lifir og hrærist
í og hefur skapað sér, bæði efnis-
lega og andlega. Einnig tengsla-
leysi manns og konu og mannsins
við umhverfi sitt og stöðuga leit
að nýrri fegurð.
Auglýsendur
athugib
Auglýsingapantanir og óunnar
auglýsingar sem eiga að birtast
miðvikudaginn 14. apríl, í fyrsta blaöi
eftir páska, þurfa að berast
auglýsingadeild fyrir kl. 17 í dag,
miðvikudag
- kjarni málsins!