Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
27
Stuttur frakki frumsýndur
ÁHORFENDUR klöppuðu aðstandendum gamanmyndarinnar Stutts frakka óspart lof í lófa eftir frumsýningu í
Sam-bíóunum í gærkvöldi. Hér sjást reyndar tveir aðstandendanna, (f.v.) þeir Kristinn Þórðarsson, annar framleið-
andanna, og Gísli Snær Erlingsson, leikstjóri, taka á móti tveimur frumsýningargestanna, þeim Sveinbirni I. Bald-
vinssyni, rithöfundi, og dóttur hans Örnu Völu.
Tap á rekstri Leifsstöðvar
54 milljónir á síðasta ári
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar var rekin með 54,3 milljóna króna halla
á síðasta ári. Uppsöfnuð vanskil stöðvarinnar hjá Ríkisábyrgðasjóði
námu tæpum 327 milljónum króna í árslok 1992. Þetta kemur fram í
skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis, sem lögð var fram í gær. Þar
kemur einnig fram að tekjur Flugmálasljórnar á Keflavikurflugvelli
voru vanáætlaðar um tæplega 68 milljónir króna á síðasta ári og var
Flugmálastjórn því rekin með 6,6 milljóna króna halla.
ílags Húnvetninga
ifndar
skorti
1989. Sveitarfélagið, sem var annar
aðaleigandi fyrirtækisins og átti full-
trúa í stjóm þess, hafði áður gefið
yfirlýsingu um að það teldi sig ekki
bundið af undirritun á skuldabréfinu.
í sveitarstjómarlögum segir að
ekki megi binda sveitarstjóð við sjálf-
skuldaráburgð á skuldbindingum
annarra en stofnana sveitarfélags-
ins, en þó geti sveitarstjórn veitt ein-
falda ábyrgð til annarra aðila gegn
tryggingum sem hún meti gildar.
Héraðsdómi hnekkt
í Héraðsdómi Húnavatnssýslu var
fallist á þá kröfu kaupfélagsins að
með samþykkt hreppsnefndarinnar
um að veita Mánavör hreppsábyrgð
fyrir 600 þús. kr. skuldabréfi hafi
sveitarfélagið veitt slíka einfalda
ábyrgð. í dómi Hæstaréttar segir
hins vegar að áskilnaði laganna um
tryggingar hafi ekki verið fullnægt
í þessu tilviki og því hafi ekki verið
lagaskilyrði til þess að sveitarsjóður
Höfðahrepps tækist á hendur ein-
falda ábyrgð á skuld Mánavarar við
kaupfélagið. Því var niðurstöðu hér-
aðsdómarans hnekkt og sveitarfélag-
ið sýknað af kröfu kaupfélagsins en
hvorum aðila gert að bera sinn hluta
málskostnaðar.
Sératkvæði
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gísla-
son, Gunnar M. Guðmundsson, Har-
aldur Henrysson og Guðrún Erlends-
dóttir, sem skilaði sératkvæði og vildi
fallast á það sjónarmið héraðsdómar-
ans að sveitarstjórn hafi nokkurt
svigrúm til að meta gildi og form
slíkra trygginga og meta beri sam-
þykkt sveitarstjórnarinnar sem bind-
andi ábyrgðaryfirlýsingu.
Skuld við Ríkisábyrgðarsjóð
í skýrslu utanríkisráðherra segir
að erlend endurlán og uppsöfnuð
vanskil Leifsstöðvar við Ríkis-
ábyrgðasjóð hafí í árslok 1992 num-
ið tæplega 3,9 milljörðum króna.
„Endurgreiðsla lánanna hefst á árinu
1993 og nær hámarki á árunum
1995 og 1997, en þá á að greiða
u.þ.b. 90% af höfuðstól lánanna,"
segir í skýrslunni.
„Greiðsluhalli Flugstöðvar hefur í
reynd safnazt upp hjá Ríkisábyrgða-
sjóði og endurspeglast í stöðu upp-
safnaðrar vanskila við Ríkisábyrgða-
sjóð á hvetjum tíma.“
Lágur dalur og minni
umferðarþungi
Ástæðan fyrir því að tekjur Flug-
málastjómar á Keflavíkurflugvelli
voru vanáætlaðar vom, samkvæmt
skýrslunni, lágt gengi Bandaríkja-
dals á árinu, en gjaldskrá flugvallar-
ins er í þeirri mynt. Þá var umferðar-
þungi um völlinn minni en búizt hafði
verið við, en lendingargjöld eru mið-
uð við þyngd flugvéla.
Sól hf. semur við ESSO
Aætla að
selja 10 millj.
Seltzer-dósa
í Bretlaiidi
SÓL HF. hefur gert samning við
um 800 Esso-stöðvar í Englandi
um sölu á Seltzer. Áætlað er að
10 milljónir dósa af Seltzer selj-
ist í Bretlandi á þessu ári. Sól
hf. hefur einnig gert samning
við íslenskar Esso-stöðvar og
munu um 40 þeirra hefja sölu á
Seltzer á næstunni.
„Þetta er nokkuð stór samning-
ur, það eru um 800 Esso-stöðvar í
Bretlandi sem munu hefja sölu fyr-
ir okkur á Seltzer á næstunni og
rúmlega 40 stöðvar hér á landi,“
sagði Jón Scheving Thorsteinsson
framkvæmdastjóri hjá Sól hf. Hann
sagði að söluaukning á Seltzer í
Bretlandi hefði verið 30-40% und-
anfarin ár og mætti gera ráð fyrir
svipaðri aukningu á þessu ári.
Áætlaði hann að 10 milljónir dósa
myndu seljast í Bretlandi á árinu.
Tilboðið
Jón Scheving Thorsteinsson
sagði að samningurinn við Esso-
stöðvarnar byggði á tilboði sem Sól
hf. hefði gert þeim. Esso-stöðvar á
Bretlandi hefðu lengi verið að þró-
ast í þá átt að vera jafnframt mat-
vörumarkaðir og seldu mikið magn
af drykkjarvörum. Samkvæmt til-
boðinu fá stöðvarnar þijár dósir á
verði tveggja í fyrstu pöntun en í
staðinn fær varan gott pláss í kæli-
skápum. Þessu er svo fylgt eftir
með veggspjaldaauglýsingum og
margs konar kynningu.
Jón sagði að þegar Esso á ís-
landi hefði frétt af tilboðinu hefðu
Esso-stöðvarnar hér óskað eftir því
að fá svipuð kjör og nytu þær sömu
kjara út aprílmánuð.
By ggingarnefndarteikning með hæðartölum.
verður öllum hæðin vel Ijós, enda
mun turn kirkjunnar vera 24 m hár
og húsið því 1,5 m hærra en kirkjut-
urninn. Látið er í veðri vaka að hús-
ið lækki um 8 m þegar byggingin
lækkar aðeins um eina hæð eða 3 m
þar sem ytri vegghæð hótelturnsins
verður 21,05 m.
Hér er verið að villa um fyrir fólki
og farið rangt með staðreyndir.
Haldið er áfram að hagræða tölum
þegar sagt er að vegghæð hússins
sé svipuð og hæstu húsa í nágrenn-
inu, sem er 17,5 m. Þá ætla menn
að fólk kunni ekki einfaldar frádrátt-
arreglur en mismunurinn á 21,05
og 17,5 er 3,55 m, rúmlega heil hæð
í venjulegri byggingu. Þá er flatar-
mál hússins orðið samtals 11.266
m2 en hafði áður verið talið 9.000
m2 enda búið að bæta við bifreiða-
geymslum undir sjávarmáli.
Ekkert samráð haft við félagið
Byggðarvernd
Sagt er að þessi ákvörðun sé tek-
in til þess að sætta ólík sjónarmið
og til þess að koma til móts við ósk-
ir mikils meirihluta hafnfirskra kjós-
enda sem komið höfðu fram mót-
mælum sínum og óskum við bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar.
Hafði bæjarstjórn Hafnarfjarðar
fjallað um þessar breytingar þegar
þær voru kynntar? Nei. Hér eins og
svo oft áður er það bæjarstjórinn
einn sem ákveður og meirihluti Al-
þýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkir svo þegjandi og
hljóðalaust. A það er jafnframt rétt
að benda að mjög vafasamt er að
síðari afgreiðslur skipulagsmála
varðandi miðbæinn í Hafnarfirði séu
í samræmi við skipulagslög.
Á vegum félagsins Byggðarvernd-
ar hafði meirihluti kjósenda í Hafn-
arfirði mótmælt hæð fýrirhugaðrar
byggingar og sent bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar erindi þar að lútandi dags
22. febrúar sl. Á bæjarstjómarfundi
25. febrúar sl. var tillögum bæjar-
fulltrúa um endurskoðun á hæð
byggingarinnar til samræmis við
óskir meirihluta Hafnarfjarðar vísað
til bæjarráðs og þar hefur verið leg-
ið á tillögunum. Ekkert samráð ver-
ið haft við bæjarstjóm Hafnarfjarðar
um erindi Byggðarverndar.
Hvaða samráð hefur verið haft
við forystumenn Byggðarverndar til
þess að reyna að sætta sjónarmiðin?
Ekkert. Því hefur Kristján Bersi
Ólafsson skólameistari einn forystu-
manna Byggðarverndar svarað og
sagt að tölur um lækkun byggingar-
innar séu hrein ósannindi og blekk-
ingarspil og Byggðarvemd muni
halda áfram kröftugri baráttu gegn
hæð byggingarinnar. Því til stað-
festu hefur félagið sent bæjarstjórn
Hafnarfjarðar á ný áskorun þar sem
fýrri sjónarmið eru ítrekuð um lækk-
un væntanlegrar byggingar þannig
að hún verði ekki hærri en aðrar
byggingar í miðbænum.
Því verður ekki að óreyndu trúað
að bæjarstjórn Hafnarfjarðar muni
virða að vettugi óskir meirihluta
kjósenda Hafnarfjarðar um veralega
lækkun fyrirhugaðrar byggingar,
óskir sem vitað er að byggjendur
sjálfir eru reiðubúnir að taka tillit
til ef þeir fengju að ráða. Koma verð-
ur í veg fyrir að þetta blekking-
arspil valdi stórkostlegu umhverfis-
og skipulagsslysi í miðbæ Hafnar-
flarðar, en Hafnfirðingar eiga eitt
fegursta bæjarstæði landsins.
Höfundur er bæjarfuíltrúi
sjilfstæðismanna í Hafnarfirði.