Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 51 HANDKNATTLEIKUR Patrekur í tíu daga bann Patrekur Jóhannesson var í gær úrskurðaður af aga- nefnd HSÍ { 10 daga keppnis- bann, sem tekur gildi á morgun, fimmtudag, og stendur til 18. apríl. Hann leikur því ekki með Stjörnunni gegn Val í síðustu umferð deildarkeppninnar á laug- ardag og missir af fyrsta Ieiknum í átta liða úrslitum, en má leika gegn Haukum í kvöld. Dómari í leik KA og Stjörnunn- ar kærði Patrek fyrir að hafa ráð- ist á sig að leik loknum á Akur- eyri s.I. sunnudagskvöld og var brotið talið alvarlegt að mati aga- nefndar, sem setti leikmanninn í tímabundið bann. Úrskurðinum verður ekki áfrýjað. Sex leikja bann Aganefnd úrskurðaði Elliða Vignisson, Gróttu, í sex leikja PatrekurJéhannesson bann vegna uppsafnaðra refsi- stiga. Hann var með 10 refsistig, en fékk átta að auki fyrir brott- vikningu í síðasta leik. Hann leik- ur því ekki með Gróttu í síðustu tveimur leikjum úrslitakeppni 2. deildar og missir einnig að fjórum fyrstu leikjunum á næsta keppnis- tímabili. FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST m Zelezny: 95,54 Tékkinn Jan Zelezny setti heimsmet í spjót- kasti á móti í Suður-Afríku í gær, kastaði 95,54 m í fyrstu tilraun. Bretinn Steve Backley átti fyrra metið, 91,46 m, sem hann setti í janúar í fyrra. Zelezny kastaði 89,66 m og sigraði á Ólympíu- leikunum í Barcelona, en 94,74 m kast hans í Osló í júlí s.l. var ekki staðfest vegna spjótsins, sem hann notaði. Tékkinn hefur verið við æfingar í Suður-Afríku frá því í desember var var að vonum ánægður. „Ég er í sjöunda himni, en þetta er aðeins æfíng.“ Einar Vilhjálmsson sagðist, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, vera ánægður fyrir hans hönd. „Þetta eru gleðileg tíðindi og ég samgleðst honum. Það er greinilegt að aðstæður hafa ekki veri slæmar hjá honum en svona kast verður ekki daglegt brauð í sumar. Ætli meðaltalið hjá honum á mótum sumarsins verði ekki einum sjö metrum styttra. Svona kast gefur skemmtilegan tón í upphafí keppnistímabilsins," sagði Einar. -Eru menn ekki komnir hættulega nærri gamla heimsmetinu sem var áður en spjótinu var breytt? „Nei, gamla metið var 104,80 metrar og það er einhver tími í að menn nái svo löngu kasti aftur. Það eru rúmir níu metrar eftir enn og það geta verið langir níu metrar," sagði Einar. Jan Zelezny Mm FOLK ■ SIGURÐUR Magnússon, framkvæmdastjóri íþróttasam- bands íslands, hefur fengið boð frá Iþróttasambandi Noregs um að koma í heimsókn í byijun júní í þeim tilgangi að sitja stjórnar- fund norska íþróttasambandsins og halda kynningarfund í sam- bandsstjórn um ISÍ og íþrótta- starfíð hér á landi í heild. I sam- bandsstjórn eru forystumenn úr öllum íþrótta- og héraðssambönd- um Noregs. ■ KARL Þráinsson úr Víkingi, birtist óvænt á æfingu hjá Vals- mönnum í gærkvöldi, en Víking- ur og Valur mætast í deildinni í kvöld. Karl fékk að vera með á æfíngunni og fékk því framgengt að vera í Víkingspeysu, en síðar kom í ljós að félagaskipti voru ekki á döfínni. ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið Pram - Leiknir...................6:0 (Sjálfsm., Brynjar Jóhannesson 4, Guð- mundur Gíslason). Evrópukeppni bikarhafa Madrid, Spáni: Atletico Madrid - Parma (ftaliu).1:2 Luis Garcia (45.) - Faustino Asprilla (54., 58.). 62.000. Evrópukeppni féiagsliða Undanúrslit, fyrri leikur: Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Auxerre (Frakkl.).....2:0 Steffen Karl (60.), Michael Zorc (88.). 35.800. BZorc lét verja frá sér vítaspyrnu á 80. min., en Dortmund hafði mikla yfirburði. Torínó, Ítalíu: Juventus - PSG (Frakkl.).........2:1 (Roberto Baggio 55., 89.) - (George Weah 24.). England Úrvalsdeildin Ipswich - Chelsea..................1:1 (Guentchev 38.) - (Spencer 58.). 17.444. Middlesbrough - Arsenal............1:0 (Hendrie 32.) -. 12.726. Sheffield United - Leeds...........2:1 (Rogers 24., Deane 86.) - (Strandli 34.). 20.562. 1. deild Birmingham - Derby................1:1 Brentford - Sunderland............1:1 Bristol City - Bristol Rovers.....2:1 Cambridge - Notts County..........3:0 Charlton - Watford................3:1 Grimsby - Millwall................1:0 Portsmouth - Peterborough.........4:0 Tranmere - Swindon.................3:1 Skotland Celtic - Airdrieonians............4:0 Hibemian - St Johnstone...........2:2 KNATTSPYRNA Hóflega bjartsýnir - segirSveinn Sveinsson um Rúmenaleikinn ÍSLENSKA landsliðið i knatt- spyrnu, skipað ieikmönnum 18 ára og yngri, leikur fyrri leik sinn gegn Rúmenum í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar í dag. Leikið verður íborginni Plopeni i Rúmeníu. Sveinn Sveinsson fararstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að allir væru heilir og tilbúnir í leikinn, nema hvað Guðmundur • Benediktsson hjá Ekeren í Belgíu væri ekki með enda ekki búinn að ná sér að fullu eftir meiðsli. „Við æfðum á vellin- um þar sem leikið verður í gær [í fyrradag] og hann er mjög blaut- ur enda hefur verið frekar kalt vor hér í landi og aðstæður því ekki mjög góðar,“ sagði Sveinn. Hann sagði að vel færi um liðið í bænum Ploiesti sem er um 50 km frá Búkarest en leikurinn verð- ur síðan í Plopeni sem er 14 km frá dvalarstað liðsins. Leikurinn hefst í dag kl. 13 að íslenskum tíma. „Við vitum ósköp lítið um þetta lið en í gegnum tíðina hefur 18 ára liðið okkar leikið þrjá leiki við Rúmena og tapað þeim öllum. Markatalan er 1:5 og við erum því hóflega bjartsýnir ef svipuð úrslit nást því þá eigum við heimaleikinn eftir en hann verður 14. maí og líklegast á Hvolsvelli,“ sagði Sveinn. Hlynur Blrgisson Bandaríkjaferðin: . Allir fara með SAMKVÆMT fréttatilkynningu_ frá KSÍ munu allir íslensku landsliðsmennirnir sem leika erlendist verða með í vináttu- leiknum gegn Bandaríkja- mönnum 17. apríl. Eins og við skýrðum frá í gær töldu bæði Arnór og Eyjólfur litlar líkur á að þeir gætu fengið sig lausa í leikmn en það hefur sem sagt tekist. Ásgeir Elíasson til- kynnti hópinn í gær og í liðinu eru: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram og Ólafur Gott- skálksson, KR. Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Tottenham, Kristján Jóns- son, Fram, Hlynur Birgisson, Þór, Ólafur Þórðarson, ÍA, Baldur Bragason, Val, Har- aldur Ingólfsson, ÍA, Þorvaldur Örlygssoií, Nottingham Forest, Rúnar Kristinsson, KR, Arnar Grétarsson, UBK, Ágúst Gylfason, Val, Hlynur Stefánsson, Örebro, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Arnór Guðjohnsen, Hácken, Arnar Gunnlaugsson, Feyenoord. YFIRLÝSSNG Báðir dæmdu markið gilt Morgunblaðinu hefur borist yf- irlýsing frá handknattleiks- deild Stjörnunnar þar sem segir m.a»r" að báðir dómarar leiks KA og Stjöm- unnar hefðu dæmt síðasta markið gilt. Einnig segir í yfirlýsingunni að tjóst sé að tímavörður hafí slegið í bjöllu áður en leiktíminn rann út. Stjaman segist muni senda ítarlegri yfírlýsingu á næstu dögum. Caniggia féll á lyfjaprófi CLAUDIO Caniggia, argen- tfski miðherjinn hjá Roma á Ítalíu, féll á lyfjaprófi, sem tekið var eftir leik Roma og Napoli 21. mars. Bæði sýnin gáfu kókaínneyslu til kynna og á leikmaðurinn sex mán- aða til tveggja ára bann yfir höfði sér. Ítalska knattspymusambandið staðfesti í gær að Caniggia hefði fallið á lyfjaprófinu og fer hann þegar í bann á Ítalíu, en gert er ráð fyrir að aganefndin taki málið fyrir 16. apríl. Diego Maradona féll á lyfjaprófí fyrir tveimur ámm og var dæmdur í 15 mánaða bann, en blöð á Ítalíu töldu að Caniggia fengi árs bann og gæti því leikið með landsliði Argentínu á HM í Bandaríkjunum 1994. Argentínumaðurinn var ekki viðstaddur, þegar annað sýnið var rannsakað í gær, og sjónvarp á Ítalíu greindi frá því að hann væri að undirbúa skyndilega brottför til Miami í Bandaríkjun- um. Kókaínneysla er bönnuð á Ítalíu og verður málið því einnig tekið fyrir hjá þarlendum yfirvöldum. Lögfræðingur Roma sagði að lyljaprófíð benti til þess að leik- maðurinn hefði tekið kókaínið nokkrum dögum fyrir umræddan leik og neyslan því ekki verið með örvun fyrir leikinn í huga. Caniggia skoraði fyrir Argent- ínu gegn Ítalíu í undanúrslitum HM 1990, leiknum lauk 1:1, en Argentína sigraði í vítakeppni. Maradona sagði að hann og Can- iggia hefðu verið látnir gjalda fyrir tap Ítalíu. „Þegar ég sagði að þeir myndu hefna sín á okkur fyrir að slá Ítalíu út úr keppninni var það ekki kjaftæði heldur sann- leikur," hafði ítalska fréttastofan Ansa eftir Maradona. „Nú láta þeir Caniggia borga fyrir markið, sem gerði útslagið." Argentínumaðurinn hefur ekki náð sér á strik með Roma og aðeins gert ljögur mörk í 15 leikj- um. Hann var ekki með í heima- leiknum gegn Fiorentina s.l. sunnudag, en ekki var að sjá að stuðningsmenn liðsins söknuðu hans. ítalska blaðið Gazzetta dello Sport sagði að hann væri þegar gleymdur. KORFUKNATTLEIKUR / HASLOLABOLTINN Klaufalegt tap hjá Michigan Háskólalið Norður Carolinu sigr- aði í lið Michigan í úrslitum í háskólakeppninni á mánudags- kvöldið. Lokatölur urðu 77:71 eftir að besti maður Michigan hafði gert afdrifarík mistök á lokasekúndun- um. Chris Webber, besti maður Mic- higan, tók frákast við eigin körfu þegar 19 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan 73:71. Hann rauk upp völlinn greip si'ðan knött- inn og bað um leikhlé. Þar sem lið- ið var búið með öll leikhlé fékk hann tæknivíti dæmt á sig og Caro- lina gerði tvö stig og fékk knöttinn að auki og bætti við tveimur stigum á lokasekúndunni. Donald Williams hjá N-Carolina var valinn besti leikmaðurinn, en hann gerði 25 stig í leiknum. Hann átti stóran þátt í að rífa leikmenn áfram þegar liðið var undir skömmu fyrir leikslok. „Hann var frábær og leikmenn mínir gerðu vel að brotna ekki niður þegar Carolina hafði nokkuð örugga forystu undir lok- in,“ sagði Dean Smith þjálfari liðs- ins. Leikurinn fór fram í Super Dome höllinni í New Orleans að viðstödd-, um 64.100 áhorfendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.