Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 23 Magnús Guðmundsson á Nýja Sjálandi Hvalfriðunar- sinnar órólegir vegna erindis MAGNÚS Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, hélt í síðustu viku erindi um hvalveiðar og verklag náttúrverndarsamtaka, einkum grænfriðunga, á aðalfundi samtaka sjávarútvegsins á Nýja Sjálandi. Koma Magnúsar þangað og erindi hans hefur vakið mikla athygli og óróa meðal hvalfriðunarsinna. Haft er eftir formanni samtaka sjávarútvegsins, Eric Barret, að Nýsjálendingar gætu vel hugsað sér að styðja íslendinga og aðrar hvalveiðiþjóðir til áframhaldandi hval- veiða svo framarlega sem verndunarsjónarmið og veiðiþol yrði tek- ið til greina við ákvörðun um veiðar. Grænfriðungar mótmæltu veru um aðferðir hvalfriðunarsinna og Magnúsar á aðalfundi Samtaka þau rök, sem liggi að baki því að sjávarútvegsins, New Zealand Fish- ing Industry Association. Þeir hafa ásakað formann samtakanna um að hvetja til hvalveiða og reyndu að trufla fundahöldin. Magnús Guð- mundsson sagði í samtali við Morg- unblaðið, að mikil umfjöllun hefði verið um þessi mál, en hann er á Nýja Sjálandi í boði Samtaka sjáv- arútvegsins þar. Hann væri önnum kafinn við að ræða við fjölmiðla og hefði meðal annars verið í upptök- um vegna sjónvarpsþáttarins 60 minuits. Hvalamál vekja athygli Grænfriðingar stefndu Magnúsi fyrir rétt í Auckland á mánudag, en lögfræðingar á vegum hans töldu þá stefnu marklausa. „Þeir gera allt, sem þeir geta til að þagga nið- ur í mér og hafa meðal annars feng- ið liðsauka frá Hollandi," segir Magnús. „Hvalamálin hafa vakið mikla athygli hér nú. Ég efast þó um að þetta breyti afstöðu stjórn- valda til hvalveiða, en almenningur er farinn að spyija spurninga, sem hann gerði ekki áður. Hér hefur trúverðugleiki Grænfriðunga aldrei verið véfengdur,“ segir Magnús. Órói ekki skuli stunda hvalveiðar. Þetta málefni hafi fengið ótrúlega um- fjöllun í fjölmiðlun og verið til um- ræðu 'í beztu fréttatímum í sjón- varpi. „Nýsjálendingar hafa verið afar miklir andstæðingar hvalveiða og lítið hlustað á rök þeirra, sem viija veiða. Nú er bytjað að kveða við annan tón og Eric Barret, for- maður sjávarútvegssamtakanna, sagði á aðalfundinum að framferði Grænfriðunga gagnvart íslending- um væri svipað því að Indveijar bönnuðu Nýsjálendingum að slátra kúm. Það er því mikill órói meðal hvalfriðunarsinna hér og mikil um- ijöllun um þessi mál,“ segir Sigur- geir. Fara á heimsmeistaramót í þolfími Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í fínu formi MAGNÚS Scheving verður meðal keppenda á heimsmeistaramót- inu í þolfimi í Japan um páskana, ásamt þremur öðrum íslending- um. sem fóru utan í gær. Hann hefur æft af kappi síðustu vikur og er spáð góðu gengi. Hann komst í úrslit í fyrra og vonast eftir enn betri árangri á heimsmeistaramótinu í ár. Fjórmenningarnir Þóranna Rósa Gunnarsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Karl Sigurðs- son og Magnús Scheving keppa á heimsmeistaramótinu í þolfimi í Japan um páskana, en þar taka 27 þjóðir þátt. Islensku keppendurnir eru all- ir nýkrýndir Islandsmeistarar í þolfimi. Bæði Magnús og Anna kepptu á síðasta ári og hafa því reynslu í farteskinu. „Eg vonast eftir betri árangri en í fyrra en þá komst ég í átta manna úr- slit. Mér finnst ég í enn betra formi núna og stefni á að kom- ast í hóp fimm efstu manna, en samkeppnina er mjög hörð og þeir bestu gífurlega góðir.“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið, en hann var Norðurlandameistari í þolfimi í vetur. Þóranna stóð sig vel á íslands- mótinu og vonast eftir að kom- ast í úrslit. „Ég hef trú á að Magnús nái langt, hann veit að hveiju hann gengur og þekkir aðstæður. Það væri gaman að komast í úrslitin, en andstæðing- arnir eru erfiðir og konurnar tröll að burðum, hafa æft sér- staklega fyrir mótið i 6-7 mán- uði, á meðan við höfum haft mun styttri tíma til undirbún- ings. Séræfingamar sem við eig- um að framkvæma verða örugg- lega erfiðasti þátturinn og sjálf- sagt taugatitringurinn líka,“ sagði Anna. Heildarlaun ríkisstarfsmanna drógust saman um 2,4% á síðasta ári Meðallaun BSRB-félaga og kennara voru 108-110 þús. Sigurgeir Pétursson, skipstjóri frá Vopnafirði, býr á Nýja Sjá- landi. Hann segir að erindi Magnús- ar hafi vakið menn til umhugsunar Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni Verðlaun á hátíð í París KVIKMYNDIN Svo á jörðu sem á himni fékk um síðustu helgi verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Créteil í París. Það voru ungir kvik- myndaunnendur sem veittu myndinni verðlaun sem bestu myndinni í fullri lengd. Þetta eru tíundu verðlaunin sem kvikmyndin hlýtur á al- þjóðlegum vettvangi. í greinargerð dómnefndar segir m.a. að myndin sé aldrei leiðinleg og í henni fléttað sam- an raunveruleika og töfrum þannig að áhorfandinn berist með straumi sterkra ímynda. Kristín Jóhannesdóttir höf- undur myndarinnar segir að um mjög virta hátíð sé að ræða og það sé ánægjulegt að mynd- in hafi hlotið þessi verðlaun því þetta sé í fyrsta sinn sem verð- laun ungra kvikmyndaunnenda eru veitt á þessari hátíð. „Ég von að þetta leiði til þess að dreifingaraðilar í Frakklandi taki við sér og fái meiri áhuga fyrir myndinni,“ segir Kristín. „En þetta er í annað sinn sem ungir kvikmyndaunnendur veita myndinni verðlaun á kvikmyndahátíðum í Frakk- landi.“ MEÐALLAUN starfsmanna í BSRB á siðasta ari voru 108.223 kr. a mánuði og höfðu þá dregist saman um 1,06% frá árinu á undan. Meðallaun félaga í Kennarasambandi Islands voru svipuð eða 109.667 kr. á mánuði, sem er 0,51% minna en meðalmánaðarlaun á árinu 1991. Heildarlaun starfsmanna í BHMR voru að meðaltali 140.622 kr. á síðasta ári sem er 0,48% samdráttur frá árinu á undan en meðallaun starfsmanna sem taka laun skv. kjaradómsröðun eða ákvörðun fjármálaráðherra voru 172.436 kr. á mánuði og höfðu dregist meira saman en hjá öðrum eða um 5,78%. Launatölurnar eru á verðlagi síð- asta árs og er hér um samanlögð dagvinnulaun, yfírvinnulaun og aðrar launatengdar greiðslur að ræða. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri ársskýrslu starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins fyrir síðasta ár. Minni yfirvinna Dagvinnulaun starfsmanna í BSRB jukust um 3,36% á milli ár- anna 1991 og 1992 og voru 73.605 kr. á mánuði að meðaltali. Yfir- vinnulaun þeirra drógust hins vegar saman frá árinu á undan um 5,8% og voru að meðaltali 29.091 kr. á mánuði. Hjá kennurum í KÍ dróg- ust dagvinnulaun saman að meðal- tali um tæp 3%. Kennarar voru með nokkuð hærri dagvinnulaun að meðaltali en starfsmenn BSRB eða 86.989 kr. á mánuði að en aftur á móti voru yfirvinnulaun KÍ-félaga talsvert lægri eða 22.570 kr. á mánuði að meðaltali og höfðu dreg- ist saman um 4,7% frá árinu á undan. Starfsmenn í BHMR höfðu 97.212 kr. að meðaltali í dagvinnu- laun á mánuði 1992 og drógust þau saman um tæplega 1,5% frá árinu á undan. Yfirvinnulaun BHMR -fé- laga voru 40.492 á mánuði. Ríkisstarfsmenn sem standa utan þessara bandalaga og taka laun skv. ákvörðun ráðherra eða kjara- dómi höfðu að meðaltali 118.390 kr. á mánuði fyrir dagvinnu og 46.366 kr. fyrir yfirvinnu á síðasta ári. Yfirvinnulaun þessara starfs- manna drógust saman um 10,89% á síðasta ári miðað við launagreiðsl- ur árið 1991. Aðrar launagreiðslur en vegna dagvinnu og yfirvinnu drógust verulega saman á síðasta ári. Starfsmenn BSRB fengu að meðal- tali 5.527 kr. á mánuði í svokölluð „önnur laun,“ sem er rúmlega 24% samdráttur frá árinu á undan. Starfsmenn BHMR fengu að meðal- tali 2.918 kr. sem er tæplega 38% lækkun og kennarar fengu að með- altali 108 krónur á mánuði sem er tæplega 95% samdráttur. Önnur laun til starfsmanna sem taka laun skv. ákvörðun ráðherra eða skv. kjaradómsröðun voru að meðaltali 7.680 kr. á mánuði, sem er 28,5% minna en á árinu 1991. Heildarlaun 35 milljarðar Heildarlaunagreiðslur til ríkis- starfsmanna á síðasta ári námu tæplega 35 milljörðum króna. Voru heildarlaun ríkisstarfsmanna 2,4% Vaskhugi Bókhaldsnámskeið Sími 682 680 minni en árið 1991. Vinnulaun voru 1,5 milljörðum kr. og launatengd liðlega 30 milljarðar og þar af nam gjöld 3,5 milljörðum. Að raungildi dagvinna tæplega 20 milljörðum eru þetta svipaðar upphæðir og kr. Aðrar greiðslur námu tæplega greiddar voru árið 1991. KVENNADEILD REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS AÐALFUNDUR deildarinnar verður haldinn á Hótel Borg, Gyllta sal, mánudaginn 19. apríl kl. 18.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Önnur mál. Léttur kvöldverður. Félagskonur tilkynni þátttöku í síma 688188. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.