Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Ást er. . . 12-9 . . . heitt hjarta. TMReg. U.S. PatOff. — all nghts reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndtcate Þetta hlýtur að vera til þín, því ég skil ekki orð! BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Arfur Sigurðar málara Frá Skúla Magnússyni: Hinn 9. mars sl. voru liðin 160 ár frá fæðingu Sigurðar Guðmunds- sonar málara. Fyrir skömmu var minnst 130 ára afmælis Þjóðminja- safns íslands. Sennilega hafa fáir munað eftir afmæli Sigurðar og enn færri vitjað leiðis hans í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Það er í miðjum garði, skammt neðan við leiði Ingi- bjargar og Jóns forseta, til hægri þegar gengið er í átt að klukkna- portinu, en dálítið afsíðis, svo þeir sem fara um stíginn veita því varla athygli nema að taka á sig krók. Sigurður andaðist í september 1874 og nokkru síðar skutu vinir hans saman fé til kaupa á steini yfir leiði hans. Þessi steinn er orðinn talsvert veðraður og hvít platan með nafni Sigurðar og fæðingar- og dán- arárinu er orðin mjög snjáð svo vart líða mörg ár þar til nafnið verð- ur ólæsilegt. Auk þess hefur stein- inn lyfst upp af frosti og skekkst. Ef gengið er innar eftir stígnum í átt að klukknaportinu og beygt til suðurs er komið að sérkennilegum aflöngum, háum steini, íslenskum, sem er ólíkur öllum öðrum steinum í garðinum. Stendur steinninn á hrúgu, sem minnir á haug fom- manna. Þetta er bautasteinn, sem reistur var yfír Sigurð Vigfússon og konu hans, en Sigurður annaðist umsjón Forngripasafnsins 1874 til dánardags 1892. Á bautasteininum eru klöppuð nöfn þeirra hjóna með rúnum og auk þess eru þar rist ævagömul norræn tákn tengd trúar- iðkunum. Þessi tákn hafa nú látið á sjá og eru því sem næst ólæsileg nema fyrir þann sem veit yfír hveiju steininn var reistur. Leifar af svört- um farva em á rúnunum sem lík- lega hefur verið borinn í þær til að gera þær læsilegri. Þessa tvo steina þyrfti vinafélag Þjóðminjasafnsins að láta lagfæra ef hægt er. Engum stæði það nær að leggja fram fé til lagfæringar þeirra eftir því sem unnt er. Arfur Sigurðar málara — morgungjöf lýðveldisins Stundum hefur Þjóðminjasafnið verið kallað „arfur Sigurðar málara“ vegna þess að hann var annar af frumkvöðlum þess. Hinn var Helgi Sigurðsson sóknarprestur í Borgar- fírði. Á hátíðlegum stundum, þegar minnst er afmælis stofnana á borð við Þjóðminjasafnið, horfa menn til fortíðar og prísa störf fyrirrennar- ana en lofa um leið umbótum á næstu ámm. Það var einkum það síðamefnda sem mér fannst ein- kenna þau ræðubrot sem ég heyrði og sá í útvarpi og sjónvarpi og flutt vom á 1. Þjóðminjaþingi sem nýlega var haldið. Húsnæðismál Þjóðminja- safnsins bar þar hæst en þau hafa að vonum verið mjög á dagskrá vegna lekans í húsinu, sem var „morgungjöf“ til lýðveldisins og reist til minningar um stofnun þess 1944. Viðgerðum miðar hægt Í fyrra var fyrst unnið að ein- hveiju marki að viðgerðum á þaki hússins og enn em vinnupallar utan á því sem merki um áframhaldandi störf við viðgerðir. Hvenær viðgerð- inni lýkur veit ég ekki, því naumt er skammtað til hennar úr ríkis- sjóði. Þó lofaði menntamálaráðherra því að nýtt hús risi í námunda við safnið til að leysa mætti mestu vandræði þess. Ekkert viðhald 1954-1970 í árlegum skýrslum um störf Þjóðminjasafnsins, sem birtar em í árbók fomleifafélagsins, kemur í ljós að nær ekkert viðhald virðist hafa verið í húsi Þjóðminjasafnsins, frá því að lokið var flutningi muna í það 1954 til ársins 1970. Eitthvað var dyttað að steinsteyptum rennum hússins sem að lokum vom svo brotnar af. Um 1970 var farið að huga að viðgerðum á húsinu og við könnun þess komu víða í ljós tals- verðar skemmdir. Næstu árin var nokkuð unnið en síðan kom langt hlé, þar til nú að menn neyddust blátt áfram til að hefjast handa vegna þess ástands sem skapaðist við lekann á húsinu. Þó má sjá í skýrslunum að endurbætur vom orðnar mjög aðkallandi þegar á sjö- unda áratugnurrt. Satt að segja fannst mér það vera að bera í bakkafullan lækinn að lofa nýbyggingu nálægt safninu á þessum tímum niðurskurðar þegar stöðugt er klipið af framlögum til viðgerða opinberra bygginga. Nær væri að leggja féð til frekari lagfær- inga á safnhúsinu. Nærtækt dæmi um nýbyggingu ríkisins er Þjóðar- bókhlaðan, sem enginn veit hvenær verður flutt í. Hlýtur Árnagarður sömu örlög? Islendingar em duglegir við að reisa byggingar hér á háskólalóðinni í tilefni ýmissa tímamóta sem vissu- lega er lofsvert en hinum sömu byggingum er nánast ekkert haldið við ámm eða áratugum saman. Svo loks þegar tekið er til hendi reynist kostnaðurinn okkur ofviða. Ekki kæmi mér á óvart þó Ámagarður, sem við reistum af miklu stolti, hlyti svipuð örlög og „morgungjöf lýð- veldisins", hús Þjóðminjasafns. Með byggingu Árnagarðs vildum við sýna Dönum, hinni fornu sambands- þjóð, að við gætum gætt þjóðararfs- ins ekki síður en þeir í hálfa þriðju öld. Þó fennir inn um glugga í þess- ari stofnun, sem ber nafn Áma Magnússonar, svo nemendur sem meðtaka hin háæraverðugu fræði, mega stundum sitja loppnir undir fyrirlestmm, ef hann blæs hressi- lega á norðan á veturna. Ef til vill em þetta aðeins smíðagallar sem fylgt hafa húsinu frá upphafi eins og á húsi Þjóðminjasafnsins. Líkast til. En rétt væri þó a mála að utan þessa stofnun sem hýsir flest af því sem við reistum tilveru okkar á sem þjóðar. Erlendir gestir, sem sækja Ámagarð heim og skoða þær kon- ungsgersemar sem þar eru, reka án efa augun í að húsið hefur ekki verið málað að utan í mörg ár. Geymum nýbyggingu I ljósi þessa, og því að útlit er dökkt í efnahagsmálum, sýnist mér að heillavænlegra væri að geyma um sinn nýbyggingu við Þjóðminja- safnið en einbeita heldur kröftunum að viðgerðum á núverandi húsi safnsins. Reynslan er nefnilega sú að í slíku árferði er ótæpilega skor- ið niður fé til safnamála þó þau séu í ólestri. Þannig varðveitum við best „arf Sigurðar málara". Sú er ósk mín til safnsins og starfsmanna þess á af- mælisári. SKÚLI MAGNÚSSON, Nýja-Garði Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Víkyerji skrifar Ja, margt er skrýtið í kýrhausn- um, hugsaði Víkveiji dagsins, er hann hlýddi á bótagreiðslnasögu Tryggingastofnunar ríkisins hjá góðkunningja sínum nú fyrir nokkr- um dögum og með allra skrýtnasta móti hljóta nú kýrhausarnir hjá Tryggingastofnun ríkisins að vera. Góðkunninginn varð á dögunum 67 ára, sem ekki er sérstaklega í frá- sögur færandi, nema fyrir þær sak- ir að þar með varð hann löggilt gamalmenni og Tryggingastofnun hóf að senda honum ellilífeyri, um það bil 12 þúsund krónur, að frá- dregnum sköttum um hver niánaða- mót. Þessu undi sá löggilti ágæt- lega, þó svo að hann hafí aldrei farið fram á slíkan lífeyri. Hann leit einfaldlega svo á að þetta fylgdi því að verða löggiltur. En svo gerð- ist það að með efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar í haust var ákveðið að tekjutengja ellilífeyrinn og bótagreiðslurnar tóku veruleg- um stakkaskiptum, eða öllu heldur stökkbreytingum. Ellilífeyrisþeginn hefur undanfama mánuði fengið inn um póstlúgu sína gluggaumslag frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem honum er tilkynnt eftirfarandi: xxx Neðangreindar greiðslur hafa verið lagðar inn á reikning yðar nr. ... Elliiífeyrir 591 króna, staðgreiðsla skatta -244 krónur. Til greiðslu 347 krónur. Greiðsla hefst .. . Síðan hefur stofnunin smekk í sér að hafa óbeint í hótun- um við bótaþegann, þvi neðanmáls segir: Bótaúrskurðir eru byggðir á upplýsingum bótaþega og gilda því aðeins, að þær reynist réttar. Rétt eins og í leikhúsi fáránleikans er þó einn Ijós punktur í þessu Trygg- ingastofnunarleikhúsi, en hann er sá, að kunninginn hlær að eigin sögn alltaf eins og vitlaus maður í hvert sinn er hann opnar sending- una góðu frá Laugavegi 114. xxx Víkveija leikur forvitni á að vita hversu margir ellilífeyrisþeg- ar em á bótum sem þessum frá Tryggingastofnun. Þá leikur honum ekki síður for- vitni á að vita hvað það kostar stofnunina í starfsmannahaldi, tölvukosti, bréfsefni og póstburði að standa lífeyrisþegunum heppnu skil á þessum fjárhæðum um hver mánaðamót. Ætli þeir væm ekki nokkuð margir ellilífeyrisþegamir sem em á þess konar bótum, að þeir væm reiðubúnir að afsala sér þeim með öllu, spara þannig Trygg- ingastofnun miklar fjárhæðir, því margt smátt gerir eitt stórt, auk þess sem stofnunin gæti þá hag- rætt umtalsvert hjá sér til dæmis í þá veru að heill her manns hefði ekki lengur atvinnu af því að sleikja umslög, sem send væru út til bóta- þeganna, tóm, eða svo gott sem tóm, og hækkað um leið greiðslurn- ar til annarra ellilífeyrisþega, helst til þeirra sem eiga kannski allt sitt undir slíkum greiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.