Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Aflaverðmæti utankvótategunda 1991-1992 Aflaverðmæti búra sjöfaldast milli ára Aflaverðmæti lúðu minnkar á milli áranna AFLAVERÐMÆTI búrfisks sem dreginn var hér á land nær sjöfaldaðist milli áranna 1991 og 1992. Fyrra árið veiddust 65 tonn að aflaverðmæti 8,3 milljónir. Seinna árið veiddust 382 tonn að aflaverðmæti 58,3 milljónir. Meðal annarra utankvótategunda jókst aflaverðmæti langhala, úthafskarfa og blálöngu en aflaverðmæti lúðu minnkaði. Árið 1991 voru dregin á land 48 tonn af langhala að verðmæti 886 þúsund. Arið eftir veiddust 210 tonn að verðmæti rúmar 5 milljónir og er um tæpa sexföldun aflaverðmætis að ræða milli ár- anna. Fyrra árið veiddust 7.570 tonn af úthafskarfa að aflaverðmæti rúmar 318 milljónir en árið eftir 13.845 tonn að aflaverðmæti tæp- ar 680 milljónir og er um rúmlega tvöföldun aflaverðmætis að ræða. Svipaða sögu er að segja af blá- löngu. Árið 1991 veiddust 1.582 tonn af henni að verðmæti rúmar 102 milljónir en árið eftir hafði aflinn aukist í 2.583 tonn að verð- mæti 163,5 milljónir. Aflaverð- mæti hafði aukist um tæplega 60% milli áranna. Ef síðan litið er til lúðu er aðra Skríður skemmdu víða vegi TÖLUVERÐAR vega- skemmdir urðu í vatnsveðri um helgina víða um vestan- vert landið. Við Hólmavík og í Svínadal í Dalasýslu grófst vegurinn í sundur á kafla. Að sögn Ólafs H. Torfasonar hjá Vegáeftirlitinu er unnið að við- gerð á vegunum og búið að opna leiðina til Hólmavíkur. Ólafur telur að þeir vegir sem skemmdust verði komnir í sæmilegt lag um miðja vikuna. Ólafur segir að vegaskemmdir hafi helstar orðið í Skorradal í Borgarfírði, á vegunum í Svínadal milli Hvammssveitar og Saurbæj- ar í Dalasýslu, í Gilsfirði, við Nað- urdalsá í Reykhólasveit og frá Gufudalssveit yfir í Þorskafjarðar- botna vestur í Kollafjörð. Víðast var um að ræða að ræsi höfðu ekki undan vatnselgnum þannig að skörð rofnuðu í vegina. Sjá fréttír á bls. 55 sögu að segja því árið 1991 veidd- ust 1.891 tonn af henni á 463,7 milljónir en árið 1992 veiddust 1.186 tonn af sömu tegund á 272,4 milljónir. Þannig hafði aflaverð- mæti minnkað um 40% milli ára. Heildaraflaverðmæti Verðmæti utankvótategunda var svipað á síðasta ári og árið á undan en vegna minnkandi afla á tegundum með aflamarki jókst hlutfall utankvótategundanna af heildaraflaverðmæti íslenskra skipa. Arið 1991 var aflaverðmæti samtals 51,2 milljarður. Aflaverð- mæti kvótategunda var 47,5 millj- arður og utankvótategunda tæp- lega 3,7 milljarðar. Árið eftir var aflaverðmæti samtals tæplega 48,67 milljarðar. Aflaverðmæti Breytingai* á magní og vei*6-mæti nokkurra irtan-kvótategunda 1991-1992 BURRSKUR Magn 65 í 382 tonn j 488% Verdmæfí 8.3 i 56,3 miiij. 602% II • -37%Q -41 %| UNGHMJ 48l'210tonn | 338% HBBM2EIE331456% ÓTHAFSKARR ^]83% 7570113845 tonn ^J 114% 3181680 raillj. kr. BLÁLANfiA [] 63% 158212683 toim | 60% 102,0 i1G3.5lt»llj.kr. LÚBA 1891Í1186tonn 463,71272.4 miilj.kr. í skoðun Morgunblaðið/Pétur P. Johnson BOEING 737-200 flugfélagsins Atlanta virðist ekki ýkja stór þegar hún er komin inn á gólf nýja flugskýlisins á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir skoða vél Atlanta í nýju skýli NÚ stendur yfir í nýja flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflug- velli skoðun á Boeing 737-200 þotu Flugfélagsins Atlanta TF-ABD. Þetta mun vera fyrsta skoðunin sem viðhaldsdeild Flugleiða annast fyrir annað flugfélag eftir að nýtt flugskýl- inu félagsins var tekið í notkun fyrr í vetur. Vinna við skoðun- ina hófst fyrir helgi og gert ráð fyrir að henni ljúki um næstu helgi. kvótategunda var tæpir 45 millj- arðar og utankvótategunda rúm- lega 3,7 milljarðar. Alls munu um eitt þúsund vinnu- stundir flugvirkja Flugleiða fara í þetta verkefni. Samhliða skoðun- inni var þotan máluð í nýjum Iitum Flugfélagsins Atlanta. Þetta er fyrsta vélin máluð í eigin litum Atlanta, en vélar félagsins eru oft- Framkvæmdir í fjarskiptastöð varnarliðsins í Grindavík Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Slegið upp UNNIÐ við uppslátt á steypumótum fyrir nýtt fjarskiptaioftnet fyrir varnarliðið í Grindavík. Ný loftnet fyrir 765 millj. Vogum. í FJARSKIPTASTÖÐ varnarliðsins við Grindavík standa yfir framkvæmdir við endurnýjun á loftnetum fyrir 12,2 milljónir dollara eða 765 milljónir íslenskra króna. íslenskir aðalverktakar eru að reisa nýtt sendiloft- net fyrir langbylgjusendi sem verður 1.000 fet á hæð eða 305 metrar, og kemur í stað annars sem var 800 fet, en það loftnet var fellt í fyrra. Gamla loftnetið var tæplega 40 ára gamalt. Kostnaður við þessa framkvæmd er 11,3 milljónir dollara. Verkinu á að ljúka í september 1993. Keflavíkurverktakar reisa eitt stefnuvirkt loftnet í sumar fyrir 900 þúsund dollara. - E.G. ast málaðar í litum þeirra flugfé- laga sem Atlanta flýgur fyrir. Atl- anta keypti TF-ABD af breska flugfélaginu Britannia Airways í byrjun þessa árs og hefur hún verið notuð við verkefni erlendis fram til þessa. 220 konur eiga eftir að fæða í maí AÐ meðaltali hafa átta kon- ur fætt börn á Landspítalan- um á hverjum degi fyrstu tíu daga maímánaðar en samtals er búist við rúmlega 300 fæðingum allan mánuð- inn. Guðbjörg Davíðsdóttir ljósmóðir segir að þrátt fyr- ir allt tal um óvenjumikinn fjölda fæðinga þurfi konur sem eigi von á sér í maí ekki að kvíða því starfsfólk sé við öllu búið og öll að- staða sé fyrir hendi. Guðbjörg segir áætlað að 287 konur af höfuðborgarsvæðinu verði léttari í maímánuði en við þá tölu bætist 20-30 konur utan af landisbyggðinni ef marka megi reynslu fyrri ára. Guðbjörg sagði að opnun Fæð- ingarheimilisins væri til míkilla bóta en þar voru átta af 11-12 rúmum upptekin á mánudag. i dag Hvalveiðiráðið Ölíklegt er að tillögur um að hval- veiðibanni verði aflétt nái nái fram að ganga á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins 26 Major Vaxandi efasemdir eru um forystu- hæfileika Johns Majors forsætis- ráðherra Bretlands 27 Hestadagar Hestadagar Fáks og Sunnlendinga standa nú yfír í ReiðhöIIinni 42 íþróttir Leiðari Forseti íshnds oglögin um EES 28 ? Kííri Elíson þriðji á EM í kraftlyftíngum. Valur er 2:1 yfir á móti FH í einvíginu um meist- aratítílinn. Sigrún Huld kjörin íþróttamaður Reykjavíkur. Fundur forystumanna ASÍ með ríkissáttasemjara Búist við að viðræður hefjist á næstu dögum FORYSTUMENN Alþýðusambandsins voru boðaðir á fund ríkis- sáttasemjara í gær þar sem farið var yfir hvaða möguleikar væru til staðar til að koma kjaraviðræðum af stað á ný. Engin ákveðin niðurstaða varð af fundinum en þó er búist við að sátta- semjari muni boða samningsaðila til viðræðna innan fárra daga. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði eftir fundinn að staðan hefði ekkert breyst og það væri á valdi sáttasemjara að ákveða næsta leik. Benedikt kvaðst eiga von á að boð- að yrði til einhverra viðræðna fljót- lega eftir aðalfund VSÍ sem fram fer í dag. Mikill meirihluti ASÍ-félaga vill reyna gerð langtímasamnings en Benedikt sagði að ekki hefði verið hægt að halda þeirri vinnu áfram vegna skilyrða Vinnuveitendasam- bandsins um að öll félög kæmu að slíkri samningsgerð. „Ríkissátta- semjari veit að það er meiri vilji fyrir því hjá okkur að gera lang- tímasamning en það getur vel verið að skilyrði Vinnuveitendasam- bandsins sé óupphefjanlegt, þannig að hann telji sig þurfa að fínna ein- hverjar aðrar leiðir," sagði Bene- dikt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.