Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 29
-h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 29 l eftir Verdi í París Ósvör býður 78 milljónir í frystihús EG í Bolungarvík Bolungarvík. SAMÞYKKT var samhljóða á fjölmennum hluthafafundi í útgerðarfélaginu Ósvör hf. í Bolungarvík, sem haldinn var sl. sunnudag, að auka hlutafé félagsins úr 5 í 80 milh'ónir kr. Jafnframt var samþykkt heimild til stjórnar að auka hlutaféð um 40 milljónir kr. síðar á árinu þannig að það verði 120 milljónir kr. Á fundinum var skýrt frá því að stjórn félagsins hefði boðið 78 milljónir kr. í frystihtfs þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. Bæjarstjórn mun taka afstöðu til forkaupsréttar að togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu í þess- ari viku. Nágrannasveitarfélög *hafa haft samband við bæjar- stjóra og lýst yfir áhuga á samvinnu og jafnvel að leggja fram hlutafé í útgerðarfélagið gegn skiptingu afla. frá Lúxemborg í móttökunni í Verdi á laugardagskvöld. nþúsund jnuðu sýningu og vafalaust mikið á söngvarana lagt í því efni. Eftir undirtektum áhorfendanna að dæma var árang- urinn samt sem áður með afbrigð- um góður. Krisljáni fagnað Að sýningunni lokinni bauð Sveinn Björnsson, sendifulltrúi og núverandi forstöðumaður íslenska sendiráðsins í París, íslendingunum til móttöku. Kristjáni Jóhannssyni var tekið með lófaklappi og húrra- hrópum af löndum sínum þegar hann kom til móttökunnar. íslend- ingar eru ekki lengur bara stórir í fornsögum og fiski heldur eigum við líka söngvara á heimsmæli- kvarða. Nú eru 193 hluthafar í Ósvör og frestur til að kaupa hlutafé rennur út 1. júní. Fljótlega verður sent bréf til allra hluthafa þar sem þeim verð- ur boðið að taka þátt í hlutafjáraukn- ingunni. Björgyin Bjarnason, stjórnarfor- maður Ósvarar hf., rakti í skýrslu sinni til fundarins gang mála frá því félagið var stofnað og fram á þennan dag og ræddi framtíðarhorfur. Fram kom að stjórnin hefði gert tilboð í frystihús þrotabús EG upp á 78 millj- ónir kr. Djarfar ákvarðanir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði að við stofnun Ósvarar hefði orðið eðlileg verkaskipting milli bæj- arstjórnar og fyrirtækisins. Stjórn Ósvarar hefði unnið að faglegu mál- unum, útreikningum og tilboðsgerð. Hældi hann stjórninni fyrir vinnu sína og sagði að tilboð fyrirtækisins ítogarana hefði verið eðlilegt. Sagði Ólafur að bæjarstjórnarmenn hefðu unnið að málunum á hinum pólitíska vettvangi. Rakti hann erfiðleika bæjarsjóðs sem jók skuldir sínar um 50% vegna erfiðleika Græðis hf. f þeim tilgangi að halda kvóta í byggðarlaginu. Varðandi það hvort bæjarstjórn myndi nýta forkaupsrétt sinn að tog- aranum Dagrúnu sem þrotabúið hef- ur selt Grindvíkingum og Heiðrúnu sem til stóð að ganga frá sölu á til Háagranda hf. í Hafnarfirði í gær, sagði Ólafur að málið yrði rætt næstu daga. í þessu samhengi sagði hann að Bolvíkingar stæðu nú frammi fyrir því að þurfa að taka djarfar ákvarðanir, leggja allt undir og ljóst væri að þeir yrðu enn og aftur að standa þétt saman til að halda í sitt. Ólafur sagði í samtali við Morgun- bíaðið í gær að stefnt væri að því að bæjarstjórnin tæki afstöðu til for- kaupsréttarins í þessari viku, fyrir fund með þingmönnum kjördæmisins sem áformaður er næstkomandi laugardag. Ólafur sagði einnig að nágrannabæjarfélög hefðu haft sam- band til að lýsa yfir áhuga sínum á samvinnu og jafnvel að leggja fram hlutafé í útgerðarfélagið, með það í huga að skiptast á hráefni. Hann sagði að ekki yrði tekin afstaða til slíks fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um nýtingu forkaupsréttar að skipunum. Fram kom í ræðu Ólafs að árið 1990 hefðu verið 570 ársverk í Bol- ungarvík og samkvæmt úttekt sem Byggðastofnun hefði að beiðni bæj- arstjórnar gert á stöðunni nú mætti ætla að 230 störf væru í hættu ef skipin færu. í skýrslunni kemur einn- ig fram að rekja megi 38% af at- vinnutekjumBolvíkinga til útgerðar togaranna. Ólafur sagði að bæjar- stjóri og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur héfðu nýverið skrifað hvatningu til forsæt- isráðherra um að huga að stöðu Bolungarvíkur. Karvel úr stjórn Á fundinum tilkynnti Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismað- ur, úrsögn úr stjórn félagsins en hann er jafnframt stjórnarmaður í Byggðastofnun. í samtali við frétta- ritara sagðist hann hafa tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli enda teldi hann sig ekki síður getað tekið afstöðu og þjónað Bolvík- ingum eins og öðrum með þessum hætti. Hann benti á að nóg mannval væri í Bolungarvík til að fylla sæti sitt í Ósvararstjórn en hann ætti tvö ár eftir af kjörtímabili sínu í stjórn Byggðastofnunar. Gunnar Þrotabú Einars Guðfinnssonar hf. og Hóla í Bolungarvík Landsbankinn lýsir 700 milljóna króna kröfum LANDSBANKINN lýsti hæstu kröfunni í þrotabú Hóla hf., eign- arhaldsfélag Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, eða tæp- lega 300 milljónum kr. Bankinn lýsti 400 milljóna kr. kröfu í EG og eru kröfur bankans því um 700 miUjónir alls. Kröfur Fiskveiðasjóðs í Hóla hf. voru rúmar 80 milljónir og um 330 milljónir alls í bæði fyrirtækin. Kröfur ríkissjóðs í Hóla voru 64 milljónir kr., Sparisjóðs Bolungarvíkur 33 milljónir og Líf- eyrissjóðs Bolungarvíkur 25 milljónir kr. Samkvæmt kröfuskrá námu lýstar kröfur í þrotabú Hóla hf. 693 milljón- um kr. alls. Bústjórinn, Jón Sigfús Sigurjónsson, samþykkti kröfur að fjárhæð 451 milljón, þar af voru veðkröfur rúmlega 450 milljónir og forgangskröfur um hálf milljón. Hann tók ekki afstöðu til almennra krafna, sem voru 242 milljónir kr., þar sem ljóst er að ekkert fæst greitt upp í þær. Bústjóri hafnaði rúmlega 70 milljóna kr. veðkröfu sem hann telur að tilheyri þrotabúi Einars Guðfinns- sonar hf. Eignir félagsins voru mikið veð- settar og ljóst að andvirði eigna dug- ar ekki fyrir öllum veðkröfum. Bú- stjóri hefur verið að fá tilboð í eignirn- ar og mun hann kynna þau fyrir veðkröfuhófum í næstu viku. Atvinnulíf um aldamót til umræðu á fundi VSI AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands fer fram á Hótel Sögu í dag og hefst fundurinn með ræðu formanns, Magnúsar Gunnarssonar. Klukkan 13.30 flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðu á aðalfundinum. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra verða flutt erindi um at- vinnulífið um aldamót. Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, fjallar um afrakstur íslandsmiða við aldamót. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSí, flytur erindi sem hann nefnir „Vinnumarkaður og hagvöxtur — sjö ára sýn," og loks fjallar Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands, um sókn- arstefnu í atvinnumálum, mark- mið og möguleika. Síðdegis fara svo fram aðal- fundarstörf þar sem kynnt verður skýrsla stjórnar fyrir liðið starfs- ár. Þar verður m.a. lögð fram til- laga framkvæmdastjórnar um lækkun árgjalda. með fjöldagöngu í miðborg Reykjavíkur á sunnudag Samkeppni um hús sem Hæstaréttur taki í notkun vorið 1995 HLEYPT hefur verið af stokkunum samkeppni um hönnun húss fyrir Hæstarétt íslands. Húsið á að rísa á lóðinni bak við Landsbókasafnið, þar sem nú eru bílastæði, og á það að vera fullbúið í apríl 1995, sama ár og Hæstiréttur verður 75 ára. Morgunblaðið/Sverrir 'fi í miðbæjarviku áðherra, Pétur Pétursson þulur og Pét- jóri nefndarinnar sem sá um skipulagn- fi á Hótel Borg í gærmorgun. Morgunblaðið/Sverrir Minjagripur RÚTAN á myndinni er í einkaeign og lagði eigandi hennar mikið á sig til þess að vera með, lét flytja bílinn alla leið ofan úr Lundar- reykjadal. Rétt til þátttöku í samkegpninni hafa félagar í Arkitektafélagi íslands og aðrir arkitektar sem áunnið hafa sér réttindi til að leggja aðalteikning- ar fyrir bygginganefndir. Fimm manna dómnefnd velur úr innsend- um tillögum og nema verðlaun 2,4 milljónum króna, þar af eru 1. verð- laun ekki lægri en 1,2 milljónir. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 600 þúsund krón- ur. 290 miUjónir Olafur Jensson, trúnaðarmaður dómnefndar, sagði að gert væri ráð fyrir að Hæstiréttur þyrfti 1.900 fermetra húsnæði. „I samkeppnis- gögnuiruer gert ráð fyrir að hæð hússins taki mið af byggingum í kring. Verktakakostnaður við húsið er áætlaður 290 milljónir króna, en þá er ótalinn hönnunarkostnaðurinn og lausabúnaður í húsið." Ólafur sagði að dómnefnd ætlaði sér skamman tíma til að fara yfir innsendar tillögur. Þeim á að vera búið að skila 6. júlí, en tilkynnt verð- ur um niðurstöðu dómnefndar 28. júlí. „Það er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið á 75 ára afmælisári Hæstaréttar 1995 og verði vígt íf apríl það ár," sagði Olafur Jensson.f Dómnefnd skipa þau Steindór Guðmundsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, Dagný Leifsdóttir, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Hrafn Bragason hæstaréttardómari, Garð- ar Halldórsson, húsameistari ríkis- ins, og Tryggvi Tryggvason arkitekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.