Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 r Norðurlönd sögð styðja hvalveiðar Umhverfisráðherrar í Svíþjóð o g Finnlandi vísa fréttum norrænna fjölmiðla þar að lútandi á bug Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. RÍKISSTJÓRNIR á Norðurlöndum eru sammála um, að leyfa beri hvalveiðar í atvinnuskyni og munu fulltrúar þeirra á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) greiða atkvæði í samræmi við það. Kemur þetta fram í leyni- legu skjali, sem ýmsir fjölmiðlar á Norðurlöndum hafa komist yfir, en í gær lýstu sljórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð yfir því, að fréttin væri röng, engin breyting hefði orðið á afstöðu ríkisstjórnanna á hvalveiðum. í skjalinu segir, að stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð séu sammála um, að hvalurinn sé auðlind, sem eðlilegt sé að nýta að því marki, sem stærð stofnanna segi til um. Er meðal annars sagt frá þessu í norska blaðinu Verdens Gang og 'sænska blaðinu Expressen. Þar segir einnig, að fólk í strand- byggðum, til dæmis í Noregi, eigi að geta veitt hval með ströndunum svo lengi sem stofn- inn sé í jafnvægi og fullt tillit tekið til þeirrar reglu Ríó-yfirlýs- ingarinnar, sem fjallar um sjálf- bæra þróun. Auk þessa er tekið vel í tillögu Frakka á ársfundi hvalveiðiráðs- ins um sérstakt griðasvæði fyrir hvali við Suðurskautið en lagt til, að hún verði unnin betur og ekki greidd um hana atkvæði fyrr en það hafi verið gert. Upplit á sænskum grænfriðungum Norsku fulitrúarnir á ársfund- inum vildu ekkert um þessar upplýsingar segja en í Svíþjóð hafa hvalverndunarsinnar rekið upp stór augu. Þar hafa græn- friðungar varið gífurlegu fé í áróður gegn hvalveiðum, meðal annars með auglýsingum þar sem fengnir voru ýmsir kunnir menn til að segja nei við hval- veiðum. Þá hafa tugþúsundir Svía sent norskum stjómvöldum mótmælabréf. Yfirlýsingar Finna og Svía Umhverfisráðherra Finnlands, Sirpa Pietikaeinen, segir í yfir- lýsingu sinni, að stefna finnsku stjórnarinnar sé óbreytt, hún sé andvíg hvalveiðum hverju nafni sem nefnist og í samræmi við það muni fulltrúi hennar greiða atkvæði á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins. í yfirlýsingu Olofs Johans- sons, umhverfisverndarráðherra Svíþjóðar, segir einnig, að stefna Svía sé óbreytt. Þeir séu hins vegar sammála því, að hvalveið- ar megi stunda hafi þær engin áhrif á stofnstærðina til lang- frama. Það krefjist aftur á móti öruggra aðferða við stofnstærð- armat; að alþjóðlegur eftirlits- maður verði um borð í hveiju skipi og veiðiaðferðir verði bætt- ar. X7" j i i • ->c Keuter Krefjast hvalveiða JAPANSKIR hvalveiðimenn hafa látið mikið á sér bera í Kyoto þar sem ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins er haldinn. íslenskt lesendabréf í Newsweek Bjargað frá hveijum? í NÝJASTA hefti bandaríska tímaritsins Newsweek eru birt nokkur lesendabréf í framhaldi af greininni „Killed by kind- ness“ (Drepin með góðmennsku), sem birtist í Newsweek þann 12. apríl. Meðal annars er þar að finna bréf frá íslend- ingi, Jóhannesi Birgi Jenssyni í grein Jóhannesar segir: „Vegna greinar yðar „Kiiled by kindness" um svo kölluð umhverf- isverndarsamtök má spyija hvað það sé sem greini að kýr og hvali, annað en stærð og vistsvæði? Því miður gengur fólk, í góðri trú, oft út frá því að hvalir séu hálf- mennskir, sem þeir eru ekki. í stað þess að beijast fyrir því að „bjarga hvölunum" ætti fólk að setjast nið- í Kópavogi, um hvalveiðar. ur og velta því aðeins fyrir sér frá hveijum verið sé að bjarga þeim. íslendingar, Grænlendingar og Norðmenn eru mjög háðir fiskveið- um (sem standa undir 80% þjóðar- tekna íslendinga). Þessar þjóðir yrðu síðastar til að stofna þeim dýrastofnun, sem mjög stór hluti íbúanna hefur lifibrauð sitt af, í hættu.“ Guðmundur Eiríksson áheyrnarfulltrúi á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto Olíklegt að niðurstaða fáist ÓLÍKLEGT er að tillögur um að hvalveiðibanni verði af- létt nái fram að ganga á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins að mati Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings sem situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi íslensku ríkisstjórnar- innar. Guðmundur telur einnig ólíklegt að tillaga Frakka. um að hvalir verði alfriðaðir við Suðurskautið fyrir sunn- an 40. breiddargráðu verði samþykkt á ársfundinum. Norðmenn hafa lagt fram tillögu á ársfundinum um að þeir fái hrefnuveiðikvóta. í tillögunni kem- ur ekki fram ósk um ákveðinn fjölda en Norðmenn hafa lý£t því yfir að þeir muni veiða 300-800 dýr í sumar í atvinnuskyni hvort sem þeir fái kvóta hjá hvalveiðiráð- inu eða ekki. Norðmenn eru lög- formlega ekki bundnir af hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins þar sem þeir mótmæltu banninu á sín- um tíma, og geta á þeim forsendum veitt hvali í atvinnuskyni þótt ráðið hafí ekki aflétt hvalveiðibanninu. Guðmundur Eiríksson taldi ólík- legt að tillaga Norðmanna yrði samþykkt þótt ýmsar þjóðir hefðu mildað afstöðu sína töluvert frá fyrri fundum. Þrýstíngur á úrsögn í fréttum Reutersfréttastofunn- ar er haft eftir japönskum fulltrú- um á ársfundi hvalveiðiráðsins að ríkisstjórnir Japans og Noregs væru undir miklum þrýstingi frá hvalaiðnaðnum að ganga úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu og taka upp atvinnuveiðar. Þegar Guðmundur Eiríksson var spurður hver hann teldi verða viðbrögð Norðmanna, féllist hvalveiðiráðið ekki á að veita þeim hrefnuveiðikvóta, sagðist hann telja heimingslíkur á að þeir segðu sig úr ráðinu. Það gæti þó verið að úr því að Norðmenn ætl- uðu sér að veiða hrefnu hvort eð er, teldu þeir hagstæðara að gera það sem aðilar að hvalveiðiráðinu þar sem Bandaríkjamenn ættu þá erfiðara méð að beita refsiaðgerð- um. Guðmundur sagðist aðspurð- ur telja ólíklegt að Japanir segðu sig úr hvalveiðiráðinu í náinni framtíð. Friðsamleg mót- mæli gegn Jeltsín á sigurdeginum Moskvu. The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR kommúnista og þjóðernissinna efndu tíl mót- mæla gegn Borís Jeltsín Rússlandsforseta á Rauða torginu í Moskvu á sunnudag, sigurdeginum, þegar minnst var upp- gjafar þýskra nasista í heimsstyrjöldinni síðari árið 1945. Yfirvöld í Moskvu höfðu óttast miklar óeirðir en ákveðið að reyna ekki að stöðva mótmælagöngu þjóðernissinnanna og kommúnistanna til Rauða torgsins. Fjölmennt lið óeirðalögreglu- manna biðu á hliðargötum í grennd við Rauða torgið og margir þeirra voru sagðir áfjáðir í að ráðast til atlögu við mótmælenduma eftir að einn úr þeirra röðum beið bana í átökum við kommúnista helgina áð- ur, 1. maí. Júrí Lúzhkov, borgar- stjóri Moskvu, ákvað hins vegar á síðustu stundu að láta ekki stöðva gönguna. Skipuleggjendur göngunn- ar höfðu varað við því að ef slíkt yrði reynt myndu „hundruð manna falla í valinn“. Mótmælendumir hrópuðu vígorð um forsetann, eins og: „Jeltsín, þú foráttudrukkna svín, hundskastu frá Kreml“ og „niður með zíonísmann". Borís Jeltsín hélt upp á sigurdag- inn með þvi að afhjúpa gríðarstóran minnisvarða á hæð þar sem Napóleon horfði fyrst yfír Moskvu í innrásinni 1812. Forsetinn lagði einnig blóm- sveig að leiði óþekkta hermannsins við Kremlarmúra. Með honum var Viktor Tsjemomyrdín forsætisráð- herra, en athygli vakti að helstu andstæðingar hans, Alexander Rútskoj varaforseti, Rúslan Khasbúl- atov, forseti þingsins, og Valeríj Zorkín, forseti stjómlagadómstóls- ins, vora ekki viðstaddir athöfnina eins og venja er og þykir það til marks um að ekkert lát sé á valda- baráttunni í Moskvu. Haldið var upp á sigurdaginn víð- ast hvar í Rússlandi en fregnir um tvö flugslys vörpuðu skugga á há- tíðahöldin. Fórust í þeim 12 manns. Reuter A heljarþröm LEE Ji-yoon, íjögurra ára suður-kóresk stúlka, komst í snertingu við dauðann í tívolígarði í höfuðborginni Seoul á laugardag. Féll hún út um glugga á klefa í paradísarhjóli en það varð henni til lífs að höfuðið festist í gættinni. Hékk hún í lausu lofti í fimm mínútur áður en hjálp barst. Páfi for- dæmir mafíuna Agrigento, Sikiley. Reuter. JÓHANNES Páll páfi II sagði í ræðu á Sikiley á sunnudag að mafían hefði engan rétt til að bijóta gegn boðorði guðs um að ekki mætti mann drepa. Páfi var greinilega reiður þegar hann flutti ræðuna og varaði for- sprakka mafíunnar við því guð ætti eftír að kveða upp sinn dóm. Þetta eru hörðustu ummæli páfa í garð mafíunnar frá því hann var kjörinn fýrir 14 árum. Þetta er í annað sinn sem páfi heimsækir Sik- ileyinga og ferðin breyttist í herferð gegn mafíunni. „Guð sagði eitt sinn að ekki mætti mann drepa,“ sagði páfi og kreppti hnefann til að leggja áherslu á orð sín. „Engin mannleg hreyfing, mafían eða hverju nafni sem hún nefnist, getur svívirt þessi helgu lög guðs ... Sikileyingar geta ekki endalaust búið við menningu dauðans,“ sagði páfí og andlit hans varð rautt af reiði og röddin skalf. Saksóknarar, ekkjur fórnar- lamba mafíunnar og stjórnmála- menn sögðust vona að heimsókn páfa yrði til þess að áhrif mafíunn- ar minnkuðu á eyjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.