Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993
53
Til sölu
Ný, glæsileg, fullbúin 4ra herbergja íbúö til
sölu viö Álagranda Ennfremur 3ja og 4ra 1
herbergja íbúöir tilb. undir tréverk við
Sporhamra.
Upplýsingar í sfma 74040.
Jlón Hannesson.
Lansinoh
„Natures second skin"
Graeðandi og mýkjandi áburður
á þurra og sprungna húð, svo sem
bleyjuútbrot, sprungna fingurgórna,
hæla, sólbruna o. s.frv.
Áburður fyrir alla fjölskylduna.
Fæst í Þumalínu og flestum
apótekum landsins.
Hringið og fáið ókeypis sýnishorn
ÝMUS HF.,sími 91-643607.
Við erum ekki
aðskotadýr
Frá Amal Qase:
Tilefni þessarar stuttu greinar
eru skrif í aprílblaði Stúdenta-
blaðsins þar sem við erlendir
námsmenn við Háskóla íslands
erum sagðir vera aðskotadýr í
skólanum og það sem við erum
að læra í háskólanum sé tilgangs-
laust. Fyrst og fremst erum við
ekki aðskotadýr í Háskóla íslands
frekar en íslenskir námsmenn eru
í erlendum skólum og mér fyrir
mitt leyti finnst námið fyrir er-
lenda stúdenta ekki tilgangslaust
eins og haldið er fram í fýrr-
nefndri grein. Sagt er beinum orð-
um að við séum stefnulaus hópur
og gefið er sterklega í skyn að við
séum á eftir vitsmunalega en þetta
segir bersýnilega meira um höfund
greinarinnar fremur en erlenda
námsmenn almennt.
Við Háskóla Islands er sérstakt
námskeið fyrir erlenda stúdenta
þar sem megin áhersla er lögð á
íslenskukunáttu, íslenskar bók-
menntir og sögu íslands, bæði
fyrr og nú. Flestir erlendir náms-
menn eru búsettir_ á íslandi og
fýrir þá er Háskóli íslands kjörinn
vetvangur til að læra ekki_ bara
tungumálið heldur líka um Island
og Islendinga, einkenni þessarar
þjóðar. Þetta auðveldar okkur að
aðlagast þjóðfélaginu og læra um
lífshætti þjóðarinnar frekar fyrr
en síðar. Sumir hafa lært íslensku
í útlöndum og koma hingað til að
bæta við sig og þeir eru margir
sem hafa áhuga á að kenna ís-
lensku í heimalandi sínu að námi
loknu. Fleiri eru þó í ævintýraleit
og koma til íslands tii að læra
framandi tungumál og kynnast
annars konar menningu.
Mannasiðir eru hins vegar ekki
kenndir hjá okkur og þess vegna
get ég því miður ekki boðið höf-
undi umræddrar greinar í fræð-
andi heimsókn til okkar.
Amal Qade er frá Sómalíu og er
nemi við HÍ.
AMAL QASE,
Borgartúni 19, Reykjavík.
VELVAKANDI
ÞÖRF HUGVEKJA
ÉG VIL þakka Baldri Her-
mannssyni fyrir þáttinn „Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins". Þetta
var þörf hugvekja að fletta ofan
af glæpamönnum og sýna
hvernig farið var með fátækl-
inga og munaðarlaus börn og
ungar stúlkur, sem lentu í vist
hjá nauðgurum og ef þær urðu
ófrískar var þeim hent út með
börnin í fanginu. Þær og börnin
sultu oft til bana. Ég held að
bústólparnir og fleiri geti hætt
að gorta af forfeðrunum. Ég bíð
með óþreyju eftir næsta þætti.
Jónheiður Níelsdóttir.
SKÓRNÍR HANS
ABULS KASEMS
SÁ SEM gæti frætt mig um
uppruna sögunnar um Abul
Kasem er vinsamlega beðinn að
hringja í mig í síma 91-18103.
Inntak sögunnar er að Abul
Kasem var nískasti maður í
Bagdad. Hann var vellauðugur
en tímdi ekki að kaupa sér nýja
skó. Nískan kom honum í koll
og missti hann aleiguna vegna
gömlu skónna.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týnt hjól
HVÍTT og fjólublátt, tuttugu og
eins gírs flallahjól, hvarf frá
Hamrahlíðarskóla föstudaginn
23. apríl. Hafi einhver orðið
hjólsins var er hann beðinn að
hringja í síma 38998 eða til-
kynna lögreglunni í Reykjavík
hvar hjólið er niður komið.
Barnabílstóll í Öskjuhlíð
BRITAX barnabílstóll með Ijós-
bláu áklæði og stafamunstri tap-
aðist á malarveginum í Ösku-
hliðinni sl. fimmtudag. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
613161.
LEIÐRETTIN G AR
Fyrsta vínkvöld
nýrra eftirlætis-
rétta
í Morgunblaðinu 6. maí var farið
ranglega með dagsetningu á fyrsta
vínkvöldi Matreiðsluklúbbs Vöku-
Helgafells. Vínkvöldið verður haldið
á Litlu-Brekku við Lækjarbrekku í
Reykjavík þriðjudaginn 18. mai og
hefst klukkan 20.30. Steingrímur
Sigurgeirsson, vínráðgjafi klúbbs-
ins, mun fræða gesti um helstu vin-
héruð í Frakklandi og leyfa þeim
að bragða á nokkrum víntegundum.
Skráning og nánari upplýsingar eru
hjá Vöku-Helgafelli.
Fæðingasprengja
Morgunblaðinu hefur borist at-
hugasemd frá Ástu R. Jóhannes-
dóttur, deildarstjóra hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, vegna greinar í
Morgunblaðinu sl. sunnudag um
fæðingasprengju í kreppunni. í
greininni var íjallað um greiðslur í
fæðingarorlofi frá Tryggingastofn-
un ríkisins. Nokkurs misskilnings
hefur gætt um greiðslu fæðingar-
styrks i kjölfar greinarinnar.
Greiðslur í fæðingarorlofí frá
Tryggingastofnun skiptast í tvennt,
annars vegar fæðingarstyrk og hins
vegar fæðingardagpeninga. Þær
greiðast aðeins þeim sem ekki halda
launagreiðslum í fæðingarorlofi.
Fæðingarstyrkinn fá allar konur,
óháð atvinnuþátttöku, en greiðsla
dagpeninganna er háð atvinnuþátt-
töku eða námi. Fjöldi kvenna sem
halda launum í barnsburðarleyfi
hefur haft sambandi við Trygginga-
stofnun og talið sig eiga inni um
150 þúsund krónur í fæðingarstyrk,
samkvæmt því sem stendur í grein-
inni, en svo er ekki eins og sést af
framansögðu.
Aukin
þjónusta!
Ný fatadeild
Lengdur opnunartími í sumar:
Föstudaga k/. 9-19• Laugardaga k/. 9 -16
og sunnudaga kl. 10-16
HAFNARSTRÆTI 5 -REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800
S5555?
Vinningstolur laugardaginn ! KzsHÍ 8. maí 1993. I
z l) (2S)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5aI5 1 6.008.583
O RU5ifl Z. 4af5* 110.177
' 3. 4af5 160 7.127
í 4. 3ai5 5.258 506
i Heildarvinningsupphæðþessaviku: 10.470.513 kr.
Jm m
UPPLVSINGAR: SIMSVARI91-681511 LUKKULÍNA991002
Pið fáið falleg hússögn í
sumarhúsið hjá okkur og
að sjálfsögðu lægsta verðið.
BÍLDSHÖFÐA 20 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-681199