Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 15
-t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 15 Eitt verka Kjartans Guðjónssonar er sýnir nú í Listhúsinu Laugardal. teikningar Kjartans urðu full staðl- aðar í stað þess að hver mynd sé ný opinberun. En þegar hann nær hinu rétta jarðsambandi eins og t.d. í teikningunni „Tunglskinsnótt skáldsins" (2), sér maður hvílíkir hæfileikar blunda í þessum manni. Yfir henni er mikil ró og mýkt og hin ákveðnu tæknilegu strik víðs fjarri. Af sama meiði eru myndir eins og „Tveir á ferð" (3), „Nótt skáldsins" (8), „Kona með kött" (10), „Heimavið" (37) og „Söngfugl- inn" (46). Allar þessar myndir búa yfir blæ- brigðaríkum þrótti og hér er lista- maðurinn á réttu róli að mínu mati. Hinar stóru myndir í miðrýminu gjalda þess, að skuggar verða klístr- aðir, daufir og lífvana í ljósprentun, en þar vöktu helst athygli mína myndirnar „Þórðar saga kakala" og „Flugumýri". Einkum er síðasttalda myndin kynngimögnuð og væri gam- an að sjá hana útfærða í stein- þrykki, en sú tækni gefur möguleika á mjög mettuðum og lífrænum skuggum. Þar sem Kjartan hefur teiknað allt sitt líf verða þeir þankar áleitn- ir, að sýningin hefði orðið sterkari, og a.m.k. fjölbreyttari, ef hann hefði látið fleiri myndir fljóta með úr fort- íðinni. En Kjartan vill vera virkur í samtíðinni og hann er af þeirri kyn- slóð, sem helst vill einungis sýna það nýjasta. Þá er honum trúlega í mun að sanna að hann er enn í fullu fjöri í listinni og það tekst honum með miklum ágætum og staðfestir um leið, að hann er ungur gamall maður. Naumhyggja Segja má að naumhyggjan hafi á sér ýmsar hliðar og sannast það á sýningu ungs listamanns á Mokka kaffí, er Finnur Arnar nefnist. Er hér um að ræða nokkrar teikn- ingar þar sem greina má örveikt krot ofan til á miðju hvers blaðs. Fari maður svo að rýna á flötinn kemur í ljós haganlega gerð teikning ef eins konar fléttuformi. Drjúg hugmyndafræði hlýtur að liggja að baki slíkum vinnubrögðum, en engin skýring er á þeim á staðn- um, nema að hinn ungi maður út: skrifaðist úr Fjöltæknideild MHÍ árið 1991. Og eftir þessu eru allar myndirnar nafnlausar. Þetta er dálítið óvenjulegt um sýningar á staðnum, því að yfírleitt fylgir Hannes Sigurðsson listsagn- fræðingur í New York sýningunum úr hlaði með vönduðum hlutlægum ritgerðum, og var þar í raun að brjóta blað um framkvæmd sýninga hér í borg. Hér vorum við listrýnar blaðsins með á nótunum enda um mikla og ánægjulega framför að ræða og höfum við fylgst grannt með sýn- ingahaldi þar síðan. Víst er að listsýningar á kaffihús- um þurfa að vera mjög óvenjulega samsettar og vandaðar til að þær réttlæti athygli fjölmiðla og það hafa einmitt margar sýninganna á Mokka verið undanfárið. En þessi er af þeirri gerð að um ósköp al- menna upphengingu á slíkum stað er að ræða. Að vísu lýsir það stór- hug Hannesar að velja líka verk hinna yngstu, en gera verður samt dálítið meiri krófur til framkvæmd- anna en síðustu sýningar hafa risið undir. Teikningar Finns Arnar eru mjög vel gerðar og virka róandi í rýminu, auk þess sem að baki þeirra eru vafalítið átakamikil heilabrot, en þær þurfa enn meiri og annars konar nánd en þessi staður býður upp á, og helst hefði stækkunargler þurft að liggja frammi. Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Tríó sem að standa Auður Haf- steinsdóttir, fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og Snorri Sigfús Birgisson, píanóleik- ari, hélt tónleika að_ Kjarvalsstöð- um sl. laugardag. Á efnisskránni voru verk eftir Loeillet, Shostako- vitsj og Brahms. Fyrsta verkið, sónata fyrir fiðlu, selló og píanó, er eftir J.B. Loeillet (1680-1730). Hvort þessi sónata er samin fyrir. strengi eða umrituð, er ekki tekið fram í efnisskrá en í tónverkaskrá hans er þess aðeins getið, að hann hafi samið einleiks og tríósónötur fyrir blokkflautur, þverflautur og óbó. Hvað sem þessu líður er verkið fallegt og var vel leikið. Það var í tríói nr. 2 op. 67 eftir Shostakovitsj, sem SAB-tríóið (Snorri-Auður-Bryndís) lék af mik- illi list enda verkið margslungið og skemmtilega samið. Það hefur ver- ið sagt um Shostakovitsj, að hann hafí, eins og Beethoven, verið óhræddur við að nota einföld og jafnvel barnaleg stef. Það sem aft- ur lyfti tónsmíðum hans á hærra stig, var meistaraleg útfærsla og útkoman því oftlega orðið stórbrot- inn og skáldlegur tónbálkur. Fá tónskáld hafa verið opinskárri og sagt hug sinn á jafn sannferðugan máta og Shostakovitsj og það ger- ir hann í þessu tríói, sem hann samdi í minningu vinar árið 1944. Upphaf verksins er mjög sérkenni- legt, hefst á sellóeinleik, þar sem stefið er leikið með „flaututónum" og síðan kemur fiðlan inn „demp- uð" og þá píanóið. Þrátt fyrir að sorgin sé ávallt nærri, er leikið skemmtilega með hljóðfall og stef og í lokakaflanum má t.d. heyra enduróman af rússneskri þjóðlaga- tónlist. SAB tríóið lék þetta meist- araverk með glæsibrag. Lokaviðfangsefni tónleikanna var tríó nr. 2 eftir Brahms. Þrátt fyrir að margt væri fallega gert hjá SAB tríóinu, var þarna nokkuð áberandi hversu flytjendurnir eru ólíkir. Auður með sinn skarpa og bjarta tón, Bryndís Halla með mjúkan og þrunginn tón og Snorri, sem oftlega lék einum of harkalega í forte köflunum. Hér er um að ræða fyrirbæri sem kalla mætti samtónun, sem er mjög mikilvæg í rómantískri tónlist en er jafnvel óæskileg í gamalli konrtapunkt- ískri tónlist, þó sérstaklega í nútímatónlist, þar sem einstakl- ingurinn má marka sér meira frjálsræði en í blæbrigðabund- inni tónlist rómantíska tímans. Þarna er auðvitað um að ræða matsatriði en þrátt fyrir mjög góða spretti og fallega mótaðar tónhendingar, vantaði í verkið tón- ræna samhyggð, sem oft næst aðeins með langvinnri samvinnu. Snorri Sigfús ¦ Birgisson píanóleikari, (......) Hfc.'iT^ m*/ Auður Haf- *%' "'W steinsdóttir 1 rifl WgL': um \wk r fiðluleikari og v^-'v JS 4HÉ flRnit Bryndís Halla — . ?S^ft§sS Gylfadóttir sellóleikarí. m * m a 6' s II -;¦: :: FJÖLSKVLDUBILL fl MJQG GÖÐU VERÐ HYUNDAI PONY er lipur f ramhjóladrif in n bíll þar sem saman fer sparneytni, rými, snerpa, þægindi og fallegt útlit ... og verðið er mjög gott. Verð frá hr. 834 000 ^eny BIFREIÐAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF. • ármúla 13, sími: 6812 oo • beinn sími: 3 12 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.