Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 37
IOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 37 4 4 « « Guð eða skóhorn eftir Ragnheiði Óladóttur Þerapjútískur guð Flestir kannast við að hafa snúið sér til Guðs þegar öll sund lokast. Einhvern tímann á lífsleiðinni kreppir svo að okkur að jafnvel þeir sem hafa lýst sig trúlausa kalla á Guð sér til hjálpar. Þetta þekkja til dæmis allir þeir sem hafa þurft að glíma við Bakkus eða önnur vímugoð. Bæði þeir sem eru haldn- ir sjúkdómnum alkóhólisma og hin- ir sem að þeim standa. . Eitt sinn hitti ég mann sem var að koma úr meðferð og sagðist vera alveg nýr maður. Hann sagði að það væri algjör misskilningur að menn yrðu eitthvað væmnir og trúaðir í meðferðinni. Ráðgjafinn hefði sagt sérað Guð væri bara „þerapjútískt tæki" til þess að fá alkana til að sjá vanda sinn. Hann var þessu ákaflega feginn því nú þyrfti hann ekki að valda trúlausum vinum sínum neinum óþægindum með sinni nýfundnu trú. Hann gat bara gleymt henni. „Ég var bara svona veikur," sagði hann glaður og gekk út í batann. Þessi maður hefur aldrei fallið, en hann hefur átt í tilvistarkreppum og fundist líf- ið tómt og gleðisnautt. Hann hefur reynt að bæta sér það upp með meðfæddri eljusemi sinni og hlaðið á sig vinnu. Þarna er á ferðinni.að minnsta kosti tvenns konar misskilningur. Með orðinu „þerapía" (góð þýðing óskast) er fyrst og fremst átt við þá lækningu sem á sér stað við að tjá hugsanir sínar og tilfinningar við eina manneskju eða í hópi. „Tækin" sem eru notuð eru svo alls kyns æfingar eða tjáning og hlustun til þess að nálgast sjálfan sig. Guð getur aldrei verið „tæki" í höndunum á misþroskuðum ráð- gjöfum. Hann hlýtur alltaf að vera máttugri en við og kemur inn í líf fólks á sinn hátt. Við ráðgjafar getum ekki neytt neinn til að trúa á Guð í stuttan tíma og hætta því svo. Við getum aðstoðað leitandi fólk og verið því til stuðnings en við höfum ekki Guð ofan í skúffu og dustum af honum rykið þegar við stöndum frammi fyrir óvenju erfiðu „tilfelli". Við getum aftur á móti leitað til Guðs eftir styrk í starfi okkar. Það er rangt að segja við manneskju sem hefur fundið lækningamátt Guðs í meðferðinni að þetta hafi verið „allt í plati". „Bara smátrikk svo rynni af þér vinur." Sporin, AA, FBA, OA, NA, og Al-Anon eru öflugar leiðir í bata vegna þess að fólk finnur þar fé- lagsskap, deilir með öðrum reynslu, styrk og vonum, fær hjálp og getur hjálpar öðrum og öðlast trú á Guð og tilgang lífsins. í drykkju missir alkóhólistinn smám saman andlega hæfileika sína, þ.e. getuna til þess að trúa. Með orðinu andlega á ég eingöngu við þann þátt í okkur sem lýtur að trú. Ég á ekki við geð- ræna, vitsmunalega eða tilfinninga- lega, en þessu er oft öllu hrært saman í einn „sálrænan pott" og mörkin því óljós. Það sama gerist oft hjá mökum þeirra eða foreldr- um. Börn þeirra fá ef til vill aldrei tækifæri til þess að rækta þennan andlega þátt í sér ög vita ekki hvað er átt við með orðinu trú. Trúin sem fólk fann i upphafi batans gerði það sama fyrir þetta fólk og alla þá sem trúa. Hún gaf lífi þess tilgang og hún gaf þeim öryggi og létti. Menn fara að skilja hve okkar ábyrgð er agnarsmá. Við getum eingöngu tekið ábyrgð á okkur sjálfum hér og nú. í Bandaríkjunum þar sem AA byrjaði og meðferðin varð fyrst til, er uppbygging andlegs lífs þunga- miðja meðferðinnar. Þar er Guð ekki tæki til þess að hjálpa fólki til að öðlast þá auðmýkt sem til þarf til þess að hætta að drekka. Þar gera menn sér grein fyrir því að trúarþörf okkar er jafneðlileg og hver önnur mannleg þörf og þessum andlega þætti þarf að sinna og hlúa að. Sem betur fer hafa ekki allir ráðgjafar þessa kaldranalegu af- stöðu en eitthvað er að þegar svo margir segjast „ekki hafa þörf fyr- ir æðruleysisbænina, ég notaði hana bara fyrst", eins og annar ráðgjafi (sem vinnur nú við annað) sagði eitt sinn við mig þegar hann sá að ég hafði þessa bæn með mér hvert sem ég fór. Þá datt mér í hug að AA væri eins og skór og fólk not- aði Guð eins og skóhorn til þess að komast í skóinn og henti svo skóhorninu frá sér á eftir. Þegar meðferðin kom til var hægt að gera fólki kleift að láta renna af sér fyrr og fá mikla fræðslu á stuttum tíma, mynda traust í litlum hópum og með einum eða tveimur ráðgjöfum til þess að létta fyrstu sporin í ævilangri AA göngu. Tilgangurinn með meðferð var aldrei að fjarlægja dýrmætasta þátt samtakanna — trúna. Enda vona ég að „stoðtækjaguðfræði" þessara tveggja ráðgjafa sem ég vitna til séu undantekningin en ekki reglan. Samkvæmt skilningi okkar á honum Þessi orð, sem koma fyrir sporun- um hafa oft valdið miklum misskiln- ingi. Þessi orð urðu til í Bandaríkj- unum þar sem fólk tilheyrir ólíkum trúarsöfnuðum og ólíkum trúar- brögðum. Það er fyrst og fremst verið að segja með þessu að það skipti ekki máli af hvaða kynþætti þú ert eða hvernig þú hefur lært að tilbiðja Guð, þú ert velkominn í AA hvaða skilgreiningar sem þú hefur lært. AA er ekki trúarsöfnuð- ur og hingað eru allir velkomnir sem vilja hætta að drekka, en það er ekki hægt án trúar, en AA ætlar ekki að matreiða ofan í þig hvemig þú átt að gera það. Guð er almátt- Ragnheiður Ólafsdóttir „Við ráðgjafar getum ekki neytt neinn til að trúa á Guð í stuttan tíma og hætta því svo." ugur og kemur til þeirra sem snúa sér til hans. Þeir sem gengu á und- an þér lærðu þetta ef þú tekur spor- in eins og þeir gerðu getur þú lifað innihaldsríku lífi án áfengis eða annarra vímugjafaa. Hafir þú lært að Jesús Kristur sé lausnari þinn ber þér að rækta þína trú sam- kvæmt því. Hafir þú lært eitthvað annað er þér eðlilegt að rækta trú þína þannig. Þeir sem ætla að nota AA eða Al-Anon eins og trúarsöfn- uð lenda í vanda og eins hinir sem -"ætla að reyna að nota samtökin til að sýna sig og sjá aðra en sleppa aðalatriðinu; trúnni. Þessi orð („ ... samkvæmt skiln- ingi okkar á honum") vísa líka til þess að þótt okkar skilningur sé takmarkaður af þvf við erum mann- eskjur þá kemur GuðUil þín. Þitt er ekki að skilja, heldur að taka á móti. Misskilningurinn hér er efátil vill útbreiddastur. Að við höfum öðlast einhvern endanlega skilninig á Guði sem við ætlum að nota og hafa Guð í okkar þjónustu. Að við höfum rétt á einhverjum einum óhagganlegum skilniingi og sköp- um þannig okkar eigin Guð. Við tökum þá upp skóhornið af og til þegar kreppir að líkþornunum og liðkum okkur til að setjum svo skó- hornið aftur upp á krókinn. Ég held að samtökin segi okkur þetta sjálf með slagorðinu Let go, let God. (Slakaðu á ogleyfðu Guft). Sporin og slagorðin gilda í öllum 12-sporasamtökum vegna þess að við höfum öll þörf fyrir andlegt líf og alkóhólismi, meðvirkni, og allar aðrar fíknir eru uppbót fyrir and- leysið. Til þess að losna við þessi vandamál hvernig sem þau eru til komin þurfum við að sinna þessari trúarþörf sem við vanræktum og óttuðumst „í ruglinu". Þess vegna er Guð ekki tæki í 12-sporasamtök- um heldur raunveruleg leið til bata. Ef við sleppum honum úr eða tökum hann í okkar þjónustu höfum við misst af mikilvægasta þættinum í batanum: Það er uppbygging and- legs lífs sem er undirstaða þess að við getum þroskast og staðið Ttieð okkur sjálfum, haft kjark til að horfast í augu við mistökin, tekið lífið í sátt og lifað innihaldsríku lífi. Höfundur er ráðgjafi fyrir aðstandendur alkóhólista og annarra vímuefnaneytenda og óvirkra alkóhólista. Landssambands- fundur Soroptimista Húsavik. LANDSSAMBANDSFUNDUR Soroptimista var haldinn á Húsavík nýlega að Hótel Húsavík. Fundinn sátu um 100 fulltrúar frá 15 klúbbum sem starfandi eru í landinu auk félagskvenna á Húsavík sem eru 27, svo alls voru á Húsavík um 130 Soroptim-systur. Þessi félagsskapur var stofnaður fyrir rúmum 70 árum en hér á landi var fyrsti klúbburinn stofnaður 1959 og eru félagssystur nú rúm- lega 400 en alls eru í alheimshreyf- ingunni um 100 þúsund félagar. Aðal viðfangs- og umræðuefni fundarins má segja að hafi verið eftirgreindir sex málaflokkar: Al- þjóðleg vinátta og skilningur, fram- sögumaður Vigdís Pálsdóttir, Efna- . hags og félagsmál, Mjöll Flosadótt- ir, Heilbrigðismál, Jónína Sanders, Mannréttindi og í því sambandi staða konunnar, Lilja Guðlaugs- dóttir, Mennta- og menningarmál, Jónína Guðnadóttir, Umhverfismál, Gerður Hjörleifsdóttir. Einnig flutti Hannes Hilmarsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum er- indi, sem hann nefndi Velferð fjöl- skyldunnar og urðu um það mál miklar umræður. Þetta er eins og áður segir fjöl- menn alheimshreyfíng og eitt af alþjóðaverkefnum klúbbanna er að Stjórnarkonur Soroptimista bjarga sjón íbúa Bangladesh en þar þjást menn almennt af sjóndepru. Þegar hafa verið stofnsettar 5 sjón- gæslustöðvar í landinu. Verkefni þetta er unnið í samvinnu við Blindrafélag Bangladesh og undir sjórn þarlendra lækna. Þegar er sýnilegur góður árangur af þessu starfi og er unnið að því að auka það og efla. Morgunblaðið/Silli Forseti sambandsins nú er Hildur Hálfdánardóttir skrifstofustjóii. Garðabæ, en forseti Sambands- þingsins var kjörin Katrín Ey- mundsdóttir, Húsavík. Formaður Húsavíkurdeildarinnar er Björg Friðriksdóttir, og formaður undir- búnings- og móttökunefndar var Svala Hermannsdóttir. - Fréttaritari. « i skólar/námskeið 4 starfsmertntun ¦ Starfsþjálfun fatlaðra Hafin er móttaka umsókna fyrir haust- önn 1993. Um er að ræða 3ja anna nám í tölvuvinnu, íslensku, ensku, bókfærslu, verslunarreikningi og samfélagsfræði. Námið er ætlað fötluðum, 18 ára og eldri, sem undirbúningur undir frekara nám og störf. Umsóknir skulu berast fyrir 5. júní til Starfsþjálfunar fatl- aðra, Hátúni 10A, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veittar í síma 29380. tölvur ¦ Tölvuskóti í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir !eiö- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ¦ EXCEL framhald Ýtarlegt námskeið 17.-19. maí og 1.-3. júní kl. 9-12. Leiðbeinandi: Jón Georgsson. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Sfmar 621066 og 697769. ¦ Windows 3.1 kerfisstjórnun Námskeið 25., 27. maí og 1., 3. júní, kl. 13-16. Hagnýtt námskeið fyrir þá sem hafa umsjón með Windows uppsetn- ingum. Tölvuskóli Stjómunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ¦ Tölvunámskeið fyrir byrjendur Mjög gagnlegt námskeið 9.-12. mars kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags fslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ¦ Starfsþjálfun fatlaðra Tölvunámskeið fyrir fatlaða, styrkt af starfsmenntasjóði verða haldin í maí og júní. Grunnnámskeið í ritvinnslu og töflu- reikni. Upplýsingar og skráning í si'ma 29380 f rá kl. 13-16 til 28. maí. ¦ Paradox námskeið Paradox fyrir Windows, 14 klst. Nýkomin er út hjá skólanum kennslubók um Paradox fyrir Windows gagnagrunn- inn. Höfundur bókarinnar, Brynjólfur Þorvarðarson, mun kenna. Innritun stendur yfir. Tölwskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Skóli með metnað námsgagnagerð. ¦ Tölvunámskeið Windows'3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. WordPerfect fyrir Windows, 14 klst. PageMaker fyrir Windows og Macin- tosh, 14 klst. Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word og Excel framhaldsnámskeið, 12 klst. Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28. simi 91-687590 ¦ Dreifibréf og límmiðar í Word. Fyrir þá, sem nota beina markaóssetn- ingu. 14. og 17. maí. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ¦ FileMaker framhaldsnámskeið 9 klst. 24.-26. maí kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ¦ Windows og PC grunnur. 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkunar 17.-19. maí kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ¦ Línurit með Excel. Áhrifarík framsetning tölulegra upplýs- inga. 25.-26. maí kl. 19.30-22.30. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ¦ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh. Ný námsskrá komin út. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ¦ Tölvusumarskóli f. 10-16 ára Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir hressa krakka, 2 eða 3 vikur. Hefjast 1. júní. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. tungumál ¦ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf i upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústína, símT32492 eftir kl. 19. nudd ¦ Námskeið i ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða. Upplýsingar og innritun á Heilsunudd- stofu Þórgunnu, Skúlagðtu 26, sfmar 21850 og 624745.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.