Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 25 Embætti skattrannsókiiarstjóra tók til starfa um áramót Fjögur fyrirtæki kærð til RLR vegna skattsvika EMBÆTTI Skattrannsókn- arstjóra ríkisins hefur kært fjögur fyrirtæki til Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna meintra alvarlegra skattsvika. Málin voru kærð í einu lagi en fyrirtækin tengjast þó ekki innbyrðis, að sögn Skúla Eggerts Þórð- arsonar skattrannsóknar- stjóra ríkisins. Fyrirtækin eru kærð fyrir margvísleg skattalagabrot, m.a. fyrir að hafa skotið undan virðis- aukaskatti sem nemur tugum milljóna kr. og fyrir að skila röngum skattframtölum. Frá því sjálfstætt embætti skatt- rannsóknarstjóra var stofnað eftir síðustu áramót, en skattrannsóknir heyrðu áður undir ríkisskattstjóra, hefur það lokið 11 málum. Þau voru öll send ríkisskattstjóra til endur- álagningar, auk þess sem fjögur þeirra hafa nú verið kærð til RLR. Skúli Eggert sagði að sú stefna hefði verið mörkuð hjá embættinu að kæra alvarleg skattsvikamál til Rannsóknarlögreglunnar, bæði þeg- ar dregnar hefðu verið undan háar fjárhæðir og þegar mikill ásetningur til brota eða stórkostlegt hirðuleysi væru ástæða skattsvikanna. Af þessum fjórum fyrirtækjum eru þijú hlutafélög og eitt er erlend- ur ríkisborgari með atvinnurekstur. Tvö af þessum fyrirtækjum hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Meint brot eru alvarleg, að sögn Skúla Eggerts, og þau eru margvís- leg. Samtals. er um að ræða tugi milljóna kr. í virðisaukaskatti sem talið er að skotið hafi verið undan. Þá eru skattframtöl fyrirtækjanna röng. Skattrannsóknar- sljóri SKÚLI Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri ríkisins. Hugmyndaflug eykst Fjöldi annarra mál ertil rannsókn- ar hjá skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert sagði að mörg snerust um virðisaukaskatt. Hann sagði að mál- in væru af margvíslegum toga og væri greinilegt að hugmyndaflug skattsvikaranna væri að aukast. Ekki vildi hann þó hjálpa þeim með því að skýra frá nýjum skattsvikatil- raunum. Skúli sagði að meginvand- inn við skattrannsóknirnar væri hvað þær tækju langan tíma. Emb- ættið væri nú að reyna að breyta því með því að þróa nýjar rannsókn- araðferðir sem flýtt gætu rannsókn- unum og aukið afköst. Skattrannsóknarstjóri segir að mikill áhugi sé hjá embættinu á því að reyna að ná til svokallaðrar svartrar atvinnustarfsemi, það er undanskota í rekstri sem ekki hefur verið tilkynntur til skattyfirvalda, eða tilkynnt hefur verið um aðra starfsemi en raunverulega fer fram. Sagði Skúli Eggert að í einu af þeim málum sem kærð hefðu verið til RLR væri um að ræða meintar alvarlegar blekkingar eða skjalafals í tilkynn- ingum til skattyfirvalda. 63.vilja gerast rannsóknarmenn Frá því embætti Skattrannsókn- arstjóra ríkisins var stofnað hafa unnið þar 4-5 menn. Nýlega var auglýst eftir rannsóknarmönnum og bárust 63 umsóknir, þar af voru 43 frá viðskiptafræðingum, 12 frá lög- fræðingum og 2 frá löggiltum endur- skoðendum. Þessa dagana er verið að ganga frá ráðningarsamningum við 7 menn og þegar þeir koma allir til starfa, sem er eftir einn til tvo mánuði, verða 12 menn starfandi við embættið. Sagði Skúli Eggert að þá væri hægt að segja að starf- semi embættisins væri komin af stað af fullum krafti. ------♦ ♦ ♦ 14 ára stúlka kærði nauðgnn FJÓRTÁN ára stúlka á Akureyri kærði tvítugan pilt fyrir nauðgun aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni á Akureyri eru tildrög málsins þau að pilturinn og stúlkan hittust í miðbæ Akur- eyrar aðfaranótt sunnudags og fóru þau heim til piltsins. Stúlkan ber að pilturinn hafi komið fram vilja sínum gegn hennar samþykki, en hann neitar að hafa þvingað stúlk- una til samræðis við sig. Rannsókn málsins er langt á veg komin, að sögn lögreglufulltrúa. Atvirniuleysi - upp- lýsingar o g fræðsla HÉR ER að hefja göngu sína röð pistla um atvinnuleysi - orsakir og afleiðingar, stuðning og úrræði. Pistlarnir verða unnir í tengslum við þjónustuútvarp atvinnulausra sem verður í umsjón Stefáns Jóns Hafsteins á Rás 1 klukkan 18:30 alla virka daga til loka mánaðarins. Atvinnuleysi er ástand sem sú kynslóð sem nú er á besta aldri þekk- ir aðeins af afspurn. Margir þeir sem nú eru á efri árum, en voru ungir á atvinnuleysisárunum upp úr 1930, þekkja af eigin reynslu þær þreng- ingar sem atvinnuleysinu fylgdi. Þeir hafa lýst því sem einu hinu mesta böli sem hent getur einstaklinginn, ekki aðeins fjárhagslega heldur einn- ig andlega. Atvinnuleysi virkar eins og höfnun þjóðfélagsins á einstaklinginn og hann finnur sig einskis virði og til einskis nýtan. Afleiðingarnar af því eru þverrandi atorka og öll fram- kvæmdasemi hverfur. Eg minnist búsetuára erlendis þegar fyrrum ná- grannar, sem voru verkamenn í bíla- iðnaðinum í Detroit, voru settir í launalaust frí í l-l'A mánuð á síðs- umri ár hvert, á meðan skipt var um „módel“ í verksmiðjunum. Á meðan menn höfðu starfið var garðurinn sleginn og öllu vel við haldið. En þegar kom að langa fríinu hvarf framkvæmdasemin fljótlega og garð- urinn fékk að drabbast niður eða þar til vinnan hófst á ný í verksmiðjun- um, en þá var sem menn vöknuðu til lífs á ný. Fjárhagsáhyggjur aftur á móti, geta kallað fram allt önnur viðbrögð og alvarlegri, sérstaklega þegar at- vinnuleysi hefur heijað um tima og atvinnuleysingjar eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Okkar eigin saga geymir lýsingar á slíkum aðstæðum vel, enda var atvinnuleysi viðvarandi ástand hér á landi á árunum eftir 1930 og víða var það viðloðandi allt fram til 1940. í „Oldinni okkar“ er þees getið að atvinnuleysi hafí verið mikið hjá sjó- mönnum og verkamönnum i Reykja- vík. Árið 1932 létu skrá sig á at- vinnuleysisskrá 723 með 2462 á framfæri bæði börn og gamalmenni. Þar sem atvinnuleysisbætur dugðu ekki fyrir framfæri fjölskyldu var þess krafist að bærinn byði upp á atvinnubótavinnu. Eftir miklar um- ræður í bæjarstjóm og átök vom þær samþykktar. Vinnunni var jafnað niður á 200 einstaklinga og fengu þeir vinnu eina til þtjár vikur f mán- uði eftir því hve marga þeir höfðu á framfæri. Kaupið var 9 krónur á dag fyrir 6 stunda vinnu. En þegar að því kom að bæjarstjóm ætlaði að lækka kaupið var mótmælt kröftug- lega og var úr mikill slagur við Góð- templarahúsið sem frægt er orðið. Það sýndi sig þar, eins og svo oft hefur gerst bæði fyrr og síðar, að þegar sverfír að veija menn „sitt“ með kjafti og klóm og sjást ekki fyrir. Á þann hátt draga þrengingar og atvinnuleysi oft fram það fmm- stæðasta og versta í einstaklingseðl- inu. Þegar ræða á atvinnuleysi er eðli- legt að reynt sé að meta hvert stefni í atvinnumálum? Er atvinnuleysið skammtímaástand eða verður það viðvarandi? Á hvaða starfshópa heij- ar atvinnuleysi nú og hverjir em lík- legir til að verða fyrir barðinu á því í framtíðinni? Er það líklegt til að verða meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu eða öfugt? Hvemig verður best bmgðist við? Á gmnni nauðsynlegra upplýsinga hljóta allar vamaraðgerðir að vera byggðar, í framtíðinni. Við könnum málin í þessum pistl- um næstu þrjár vikurnar. M.Þorv. UFIÐ I LANDINU •Ii<wraynair(«.„w.iUra. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson „Lífið“ í Borgarnesi Lífíð í landinu, sýning á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins, hefur verið sett upp í Sparisjóði Mýrasýslu í Borgarnesi. Myndirnar verða þar út þessa viku. Á ljósmyndasýningunni eru 28 myndir og myndraðir sem hlutu verðlaun og viðurkenningar í ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins, og sýna þær atburði og mannlíf á landsbyggðinni á ámnum 1991 og 1992. Theodór Kr. Þórðarson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Borgarnesi, á nokkrar myndir á sýningunni í Spari- sjóðnum, meðal annars myndröð frá heimsókn forseta íslands í Borgar- fjörð síðastliðið sumar.Úr Borgarnesi fer sýningin í Ólafsvík þar sem hún verður sett upp í Byggðasafni Ólafsvíkur um næstu helgi. Traustar ferðir í sérflokki Fáið ókeypis eintak með happ- drættis- miða áður en upplag þrýtur VINNINGAR KR. 200.000,- LfFSGÆÐI Á FF.ROALÖGUM • SÉRKJÓR VALÍN HÓTEL VÍÐA UMHEIM á/ÍLECTED HOTELS OF THE WORLD .t.NGIN rtlUI VkXDUR r.ÓI) ÁN GÓOS tilSllM AOAK* HANDBÓK IERÐAMANNA 1 TIL lEItlBLlMNGAR UM HÓTF.I.VAL Vínarborg - Búdapest 18. júní -1,2 eða 3 vikur - Heillandi menningarborgir í sumarskarti og listviðburðir - KRISTJÁN JÓHANNSSON í VÍNARÓPERUNNI, AÐEINS 25 MIÐAR. Töfrar Italíu 13. ágúst -15 dagar. Fagurt land og ódauðleg list. KRISTJÁN JOHANNSSON í ARENUNNIVERONA, Lækkað verð. Síðastustu forvöð. KINA „að hætti keisarannaw 10. sept. 3 vikur. Það besta í Kína, Hong Kong, og Thaílandi. Perlur Austurlanda ?• okt. 3 vikur. - ÞAÐ BESTA í MALAYSÍU OG THAILANDI í EINNI FERÐ Hnattreisan - umhverfis jörðina 3. nóv. 30 dagar . UPPSELT FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAF HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI 17,4. hæi 101 REYKJAVIK-SIMI 620400-FAX 626S64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.