Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 45 Sífelld endurnyjun og uppbygging í Kaldárseli Atriði úr Loftskeytamanninnum Loftskeytamaðurinn í Regnboganum REGNBOGINN frumsýnir norsku verðlaunamyndina "The Telegraphist" eða Loftskeyta- maðurinn eins og hún kallast á íslensku, miðvikudaginn 12. maí. Myndin er byggð á skáldsögu Knud Hamsun „Draumóramað- urinn". Myndin fjallar um Óve Rolandsen sem er meira en bara venjulegur loftskeytamaður í litlu afskekktu þorpi norður í Noregi. Hann er drykkfeldur uppfinningamaður, höggþungur heimspekingur og kvennaflagari sem jafnvel prestfrúin vill ekki vera óhult fyrir. Holdið er veikt en sú sem Rolands- en þráir er dóttir almættisins í þorp- inu, hin gullfallega, lofaða Elísa. En Rolandsen er maður úrræðagóður. Þessi gamanmynd var kosin vin- sælasta myndin á 10. Norrænu kvik- myndahátíðinni sem haldin var í Reykjavík 1993. (Fréttatilkynning) Samnorræn áætlun um kjarnorkuslysavarnir SKÝRSLA matsnefndar eftir fyrstu norrænu æfinguna um viðbrögð við kjarnorkuslysum er komin út. Fyrsta norræna æfingin um við- brögð við kjarnorkuslysum var haldin í Danmörku, Finlandi, ís- landi, Noregi og Sviþjóð 14. janúar sl. í æfingunni var lögð áhersla á miðlun upplýsinga, ákvaðanatöku og samband milli Norðurland- anna eftir kjarnorkuslys. Það er löng hefð fyrir norrænu samstarfi en ekki hafa verið gerðar samnorrænar áætlanir um viðbrögð við kjarnorkuslysum. í skýrslu mats- nefndarinnar er fjallað um bakgrunn æfingarinnar og einstaka þætti hennar. Lagt er mat á framkvæmd einstakra þátta æfingarinnar. Al- mennt má segja að æfingin hafi tek- ist vel í hverju landi en samband milli landanna fyrir ákvarðanatöku hefði mátt vera meira. Niðurstaða matsnefndarinnar er sú að ekki sé víst að það takist að samræma ákvarðanatöku á Norður- löndum eftir kjarnorkuslys. Norrænt samstarf á mörgum sviðum á þó að koma í veg fyrir alvarlegan misskiln- ing milli landanna. Upplýsingar gengu greiðlega á milli landanna við æfinguna. Æfingin tókst vel og var mikilvæg, því hún benti á þætti í norrænu samstarfi sem þörf er að bæta enn frekar. (Fréttatilkynnúig) Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót í paratvímenningi 1993 » íslandmótið í paratvímenningi var haldið í Sigtúni 9, helgina 8.-9. maí. Metþátttaka var í þessu móti og var ¦ fullt hús í Sigtúninu, 62 pör. Spilaður var barómeter, 2 spil á milli para, alls 122 spil. Fyrri daginn voru Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörns- son lengst af á toppnum og voru með góða forustu á laugardagskvöld. Ester Jakobsdóttir og Sverrir Ármannsson voru þó ekki langt undan og í innbyrð- is setu snemma á sunnudag fengu þau stóran plús og fyrsta sætið sem þau héldu alveg til loka og urðu Islands- meistarar í paratvímenning 1993 með 813 stig. í öðru sæti urðu Dröfn Guð- mundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson með 764 stig og í þriðja sæti Jacqui McGreal og Þorlákur Jónsson með 709 stig. Næstu pör urðu: Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson 619 Ljósbrá Baldursdóttir - Jakob Kristinsson 447 Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 418 Valgerður Kristjónsdóttir - Björn Theodórsson 413 Soffía Guðmundsdóttir - Jón Ingi Björnsson 395 Hjördís Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 382 Keppnin gekk mjög lipurlega þrátt fyrir fjöldann með góðri stjórn keppn- isstjórans Kristjáns Haukssonar og reiknimeistarinn Sveinn R. Eiríksson setti í fluggírinn og náði að reikna allt út jafnóðum. Góð þátttaka var af landsbyggðinni í þessu móti og er ljóst að þessi keppni er að verða vinsælasta Islandsmótið. Vetrarmitcell Bridssambands íslands Góð mæting var að venju í vetrar- mitcell Bridssambands íslands föstu- í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og KFUK félaganna í Hafnar- firði, dvelja jafnan 38 börn en starfið þar hefst í byrjun júní og stendur innritun nú yfir. A síð- ustu 10 til 15 árum hefur orðið mikil endurnýjun og uppbygging í Kaldárseli og hefur hún verið kostuð með framlögum frá stuðningsmönnum starfsins og styrkjum frá Hafnarfjarðarbæ. „Fyrstu börnin dvöldu í Kaldárs- eli sumarið 1925 en meðal annarra var það séra Friðrik Friðriksson sem átt mikinn þátt í að hér var farið af stað með starf," segir Sveinn Alfreðsson sem lengi hefur starfað í Kaldárseli. „Fjarlægðin milli Kaldársels og miðbæjar Hafn- arfjarðar er hátt í 10 km og fyrstu árin var ekki um veg að ræða alla leið heldur fóru menn fótgangandi síðasta spölinn í Kaldársel. Lengst af var hér aðeins lítill skáli fyrir svefn- og eldunaraðstöðu en hann hefur þrívegis verið stækkaður og þannig hefur smám saman verið hægt að fjölga í dvalarflokkunum. Öll aðstaða hefur batnað mikið, sérstaklega eftir tilkomu íþrótta- skálans." Sveinn segir að börnin sem dvelja í Kaldárseli séu bæði úr Hafnarfirði og öðrum bæjarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og hafi aðsókn verið góð alla tíð. Drengjaflokkar eru í júní og júlí og stúlknaflokkar frá júlílokum og fram í ágúst og eru börnin á aldrinum 7 til 12 ára. En við hvað una börnin sér í Kaldárseli? „Eins og í öðnim sumarbúðum Frá sumarbúðunum í Kaldárseli sem eru í hrauninu fyrir innan Hafnarfjörð skammt frá Helgafelli. KFUM og K félaga er ákveðin dag- skrá á hverjum degi, biblíulestrar og kvöldvökur þar sem blandað er saman uppfræðslu í trúnni og leik. í Kaldárseli geta börnin síðan unað við leiki í hrauninu og hellunum allt umhverfis skálann, slípað til móbergssteina og búið til fallega hluti, buslað í Kaldánni og farið í gönguferðir á Helgafell, Búrfell og aðra skemmtilega staði í nágrenn- inu og knattspyrnuvöllurinn er mik- ið notaður. Hér þarf því engum að leiðast." Rafmagn er ekki í Kaldárseli en matur er eldaður við gasofn og skálinn hefur verið hitaður með ol- íufýringu. „Við fengum dísilrafstöð fyrir þremur árum og gerum okkur vonir um að geta tekið inn rafmagn áður en mörg ár líða en ennþá eru 4 km í rafmagn. En hér er matur eldaður á gasi og það er nú í tísku í dag, þannig að þetta er ekki svo gamaldags hjá okkur lengur!" segir Sveinn Alfreðsson að lokum og minnir á að innritun standi nú yfir á skrifstofu KFUM og K bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. dagskvöldið 7. maí. Sumir notuðu tækifærið til að æfa sig fyrir paratví- menninginn þó svo að 20 tíma spila- mennska væri framundan yfir helgina. alls mætu 40 pör og urðu úrslit þessi: N/S riðill JónStefánsson-SveinnSigurgeirsson 533 Soffía Guðmundsdóttir- Jón Ingi Björnsson 503 ArsællVignisson-TraustiHarðarson 501 Friðrik Jónsson - Valdimar Eliasson 466 Björn Svavarsson - Svavar Björnsson 455 A/V riðill Helgi Hermannsson - Hjálmar S. Pálsson 527 RúanrEinarsson - HaraldurGunnlaugsson 519 KjartanJóhannsson-SævarJónson 501 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 482 Páll Þór Bergsson - Sveinn Þorvaldsson 479 Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda vortvímenningur með þátttöku 22 para. Spilaður er Mitchell-tvímenning- ur. Staðan N/S: RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 322 Sigurður ívarsson - Jón St. Ingólfsson 288 ElínJóhannsdóttir-HertaÞorsteinsdóttir 284 A/V: Jacqui McGreal - Kristín E. Þórarinsdóttir 316 Unnur Sveínsdóttir - Helgi Samúelsson 307 Sigriður Möller - Freyja Sveinsdóttir 298 Bridsdeild Húnvetningafélagsins Spilaður var 14 para tvímenningur sl. miðvikudag og urðu úrslit eftirfar- andi: Valdimar Jóhannsson - Karl Adolphsson 191 Kári Sigurjónsson - Eysteinn Einarsson 186 GuðlaugurNielsen-ÓskarKarsson 186 PállSigurjónsson-RúnarHauksson 184 Meðalskor 156 \ Næsta miðvikudag verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Skeifunni 17 kl. 19.30. Láttu okkur sjá um hófið. Höfum til umráða stórgkesilegan sal jyrir 20 - 200 manns. WJta-n*^ ^. eysutft Meðal viðskiptavina okkar í vetur: O Haukar og FH O Starfsmannafélag Toyota O Byggðaverk O Eurocard O Úrval - Útsýn © Siglfirðingafélagið O Félag eldri borgara O Alþýðuflokkurinn O Framsóknarflokkurinn O Sjálfstæðisflokkurinn O Hárgreiðslustofan Krista O Blóðbankinn O Hestamannafélagið Sörli O Lionsklúbburinn Ásbjörn ásamt mörgum öðrum góðum gestam. Hraunholt -veisluþjónusta Dalshrauni 15, símar: 6506^4 & 654740, Fax: 650645
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.