Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 39 mitt tilboð, og breytti greiðsluformi á þá leið að ég bauðst til að hækka útborgun úr átta milljónum á árinu, og uppí 12 milljónir, ásamt því að stytta eftirstöðvar. En, þessu kosta- boði mínu var hafnað, Alli og félag- ar höfðu einkarétt á að ákveða sig eftir á hvemig þeir vildu greiða. I þessu viðtali á Bylgjunni kallaði Vilhjálmur mig svo réttilega sjálf- skipaðan fulltrúa réttlætis og heiðar- leika í Reykjavík. Ég er ekki bara sammála heldur hreykinn og vil líta svo á að þannig sjái Vilhjálmur mig. Eftir að hafa kynnst vinnubrögð- um hans svo náið kýs ég að nefna hann sjálfskipaðan fulltrúa hags- munapots í eigin þágu vina og vandamanna. Það er umhugsunarefni fyrir Reykvíkinga að hér í borg skuli vera tveir borgarstjórar, og hvorugur skuli heita Markús. Um leið og ég harma að hafa þurft að kynnast vinnubrögðum sem þessum, fer ég fram á að fá svar við eftirfarandi spurningu: 1. Er borgarstjóri sáttur við að starfsmenn borgarinnar taki sér vald, einsog Hjörleifur Kvaran gerði, taki eignir úr sölu hjá sérhæfðri stofnun eins og Innkaupastofnun og ráðstafi að eigin geðþótta? 2. Kannast borgarstjóri við að stjórn Innkaupastofnunar hafi fundað um þetta mál og alfarið hafnað svona vinnubrögðum, talið tilboð Alla ógilt og hafnað því að óséðar íbúðir væru teknar sem greiðsla? 3. Hvers vegna sagðist borgarstjóri ætíð í samtali við mig að hann væri algerlega bundinn af samþykkt borgarstjórnar og gæti á engan hátt breytt henni, sama hvað ég vildi kaupa umrædda eign á, en þegar kom að því að láta Brimborg hafa, var þetta honum ekkert mál? 4. Mega Reykvíkingar reikna með því, að ef þeir bjóða í eignir borgar- innar, þá þurfi þeir að kljást við ein- staka starfsmenn og persónulega duttlunga þeirra, líkt og ég hef mátt gera í þessu máli, eða mun Innkaupastofnun sjá um sölur hér eftir? Frá versluninni. 5. Finnst borgarstjóra það eðlilegt að formaður Skipulagsnefndar skuli geta aukið verðgildi eignar eftir að hún hefur verið boðin út sem ákveð- in stærð, og eftir að í ljós kemur að bróðir hans á boð í sömu eign, og á í samstarfi við annan hæstbjóð- andi og mánuði síðar greiði því at- kvæði að bróðírinn fái? Það skal tek- ið skýrt fram að borgarstjóri vissi allan tímann af þessum tengslum. Spurning til Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns Skipulags- nefndar: 1. Vissi hann ekki af þessari stækk- un, og ef svo var, finnst honum ekki að hann hefði átt að láta aðra borgarfulltrúa vita, svo hægt væri að stöðva alla umfjöllun og atkvæða- greiðslur, vegna þess að allar for- sendur væru breyttar? Það hefði ég getað, og orðið að sætta mig við. Nei, þess í stað reyndir þú aðkoma eign þessari í hendur þeirra félaga, í fullri þögn um aukið verðgildi og seinast með því að greiða því at- kvæði að þeir fengju þetta keypt. Höfundur er framkvæmdasijóri. Ný forn- verslun OPNAÐ hefur á Hverfisgötu 46, Reykjavík, antik og forn- verslun, Gamlitíminn. í versluninni eru eingöngu seldir gamlir notaðir munir, t.d. gamlir skartmunir, húsgögn, rafmagns- tæki, hljómplötur, geisladiskar og margt fleira. Einnig taka aðstand- endur verslunarinnar að sér alhliða hreingerningar, kísilhreinsun á vöskum og böðum. Upp í hrein- gerningarnar er tekið gamalt dót sem fólk er hætt að nota. Verslunin er opin frá kl. 11-18 virka daga og í Kolaportinu um helgar. Rekstraraðilar eru Elías Leósson og Guðvarður Birgisson. lí^ ^^ MINOLTA KJARAN SKRIFSTQFUBÚNAÐUR StÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 813022 MINOLTA SP 3500 og SP 3000 LASER-PRENTARAR í nýlegum prófunum sem þekkt PC-tímarit í Frakklandi og Þýskalandi gerðu lenti SP 3500 laser-prentarinn frá MINOLTA í efsta sæti. Nú getur þú prófað, því við höfum fengið þessa frábæru prentara til sölu, ásamt SP 3000, sem er búinn flestum sömu eiginleikum. Meðal fjölmargra kosta SP 3500 eru: ? Hann er samhæfður bæði fyrir PC og Maclntosh tölvur ? Hann prentar 10 blöð á mínútu ? Hann er búinn RlSC-örgjörva . ? Hann er með 35 True Type leturgerðum, auk 14 Laser Jet lll-leturgerða pg 8 Intellifont leturgerða. ? í honum er samhæfð póstskrift (Microsoft True Image), Laser Jet III (PCL5), IBM Pro-PrinterXL24e og EPSON FX-850. ? í honum er MINOLTA Fine-ART (Advanced Resolution Technology), sem tryggir myndgæði er jafnast nánast á við 600 punkta prentun. ? Hann er með 2 MB minni, sem er stækkanlegt upp í 10 MB. ? Hann er með 250 blaða pappírsskúffu (stækkanlegri). ? Hann skiptir sjálfvirkt á milli raðtengingar, hliðtengingar og "AppleTalk". ? Hann skiptir sjálfvirkt um prentham .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.