Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 43
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR.11. MAÍ 1993 43 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Náttfari frá Ytra-Dalsgerði hefur engu gleymt þótt hann sé nú kom- jhn á 24. aldursárið en Albert íónsson sat hann á sýningunni. Sigurður Gunharsson til vinstri áfhenti þeim Náttfaramönnum blómvönd í viðurkennigaskym fyrir framalag til kynbótastarfs- ins. Veittri Gunnar Friðþjófsson vendinum viðtöku. hvers þær eru megnugar og allt fór þetta vel að lokum þótt ekki væri útlitið gott á tímabili. Það virðist samdóma álit margra að nú hafi reiðhallarsýning heppn- ast með miklum ágætum og er hægt að taka undir það. Boðið upp á mörg góð atriði, bæði nýjar hug- myndir útfærðar á skemmtilegan hátt og gamlar endurbættar. Lengd atriða var yfírleitt í góðu lagi þótt stytta hefði mátt nokkur þeirra en heildartími sýninganna var kannski óþarflega langur eða rétt tæpir þrír tímar, hámarkið ætti að vera tveir og hálfur, ákjósanlegt er rétt um tveir tímar. Af fjögra vetra hestunum stóð efstur Þorri frá Þúfu, hlaut 8,08 fyrir byggingu og 7,96 fyrir hæfi- leika eða 8,02 í aðaleinkunn. Þorri er riokkuð líkur föður sínum Orra í framgöngu en hefur vekurðina fram yfir. Hæst hlaut hann 8,5 fyrir háls og herðar, hófa og feg- urð í reið. Næstur Þorra kom Teig- ur frá Húsatóftum undan Gáska frá Hofsstöðum með 7,96 í aðal- einkunn. Hæst fékk hann 9,0 fyr- ir fótagerð og 8,5 fyrir hófa, 8,10 fyrir byggingu og 7,81 fyrir hæfi- leika. Þriðji er svo Funi frá Stóra Hofi undan Kjarval og Nótt frá [Kröggólfsstöðum með 7,95, 7,95 .fyrir byggingu og 7,96 fyrir hæfí- leika. Galdur frá Sauðárkróki undan Höfða-Gusti og Hrafnhettu frá Sauðárkróki stóð efstur utan- stöðvarhesta með 8,27 fyrir hæfi- leika, 7,95 fyrir byggingu og 8,59 ,fyrir hæfileika. Hjalti frá Hala undan Þokka frá Garði hlaut 8,54 fyrir hæfileika en aðeins 7,55 fyr- 'r byggingu- Af fjögra vetra hest- um stóð efstur Blængur frá Svein- atungu undan Elgi frá Hólum með 7,80 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika, 7.93 í aðaleinkunn. Þrátt fyrir andóf veðurguðanna var sýning stóðhestastöðvarinnar bæði skemmtileg og fróðleg. Ungu hestarnir stóðu sig með ólíkindum vel og ekki var þáttur knapanna þeirra Eiríks og Þórðar síðri þar sem þeir komu með hvern hestinn á fætur öðrum holdvotir og sjálf- sagt hálf kaldir. Mývatnseldar 1724 -1729 eftír Kristján Þórhallsson í Morgunblaðinu 8. apríl sl. seg- ir m.a. um námaleyfi Kísiliðjunn- ar: „í sambandi við útgáfu náma- leyfisins lýsti iðnaðarráðherra því yfir að hann mundi í samvinnu við hagsmunaaðila beita sér fyrir rannsóknum á nýrri vinnslutækni við kísilgúrnám í vatninu og á hugsanlegri nýtingu á kísilgúr sem lenti undir hrauni í Kröflueld- um 1724-1729." Hér fer á eftir samantekt um Mýyatnselda 1724-1729. Stuðst er við bókina Ódáðahraun II. bindi frá 1945 eftir Ólaf Jónsson blað- síður 224-230. Árin 1724-1729 eru óslitin eld- gosaár, en þar brunnu hinir svo- kölluðu „Mývatnseldar", er vöktu mesta athygli af öllum eldgosum þessa tímabils. Eldgos þessi eru stundum kennd við Kröflu eða Leirhnjúk. Aðfaranótt hins 17. maí 1724 varð fólk við Mývatn vart við snarpar jarðhræringar, sem héld- ust öðru hvoru fram til dagmála. Þá gaus upp kolsvartur sand- og öskumökkur norðaustan við Mý- vatnsfjöllin, og fylgdi honum óskaplegar eldingar og reiðarslög, var sem himinn og jörð mundu forgangast. Jukust þá jarðhrær- ingarnar, svo að hús féllu, færð- ust af grunni og hrukku í sundur í þeim bitar og langbönd. Flýði fólk af bæjum austan við vatnið til Reykjahlíðar, en þar var þá prestssetur, og var presturinn Jón Sæmundsson, er var prestur í Mývatnsþingum 1716-1733 en frá honum höfum við að verulegu leyti vitneskjuna um eldgos þessi. Ekki varð tjón á mönnum né skepnum svo getið sé. Mikil breyt- ing varð á Mývatni í landskjálft- um, er fylgdu þessu gosi. Botn ¦ - þess lyftist og vatnsborð hækk- aði, svo að allur austurhluti þorn- aði í hálft annað misseri á eftir. Þetta sprengigos varð í gígnum Víti við Kröflu sem þá varð til og lengi var nefndur „Helvíti" Eftir áramótin 1725 hófust aft- „Nú eftir 264 ár er far- ið að ræða um mikil verðmæti undir þessu hrauni. Vonandi reyn- ist tæknilega mögulegt að nýta þau verðmæti, sem þar eru falin undir, og fróðlegt að fylgjast með hvernig til tekst." ur miklir landskjálftar við Mývatn og 11. janúar braust út eldgos í Leirhnjúk. Leirhnjúkur klofnaði allur sundur og breyttist á skömm- um tíma í rjúkandi rúst, þakta brennisteins- og leirhverum. Þann 19. apríl þetta sama ár gaus svo upp eldur í Bjarnarflagi vestan við Námaskarð með miklum jarð- skjálftum. Gusu nú allar þessar eldstöðvar ýmist til skiptis eða samtímis með dunum og jarðhrær: ingum. Einkum varð mikill land- skjálfti þann 8. september þetta ár. Þornaði Laxá þá um stund, en kom þó fljótlega aftur í farveg sinn. Af eldgosum þessum og umbyltingum leiddi, að silungs- veiði þvarr að mestu í Mývatni. Svo virðist sem eldgos þessi hafi öll verið ösku- og gufugos en lítið eða ekkert hraun hafi runnið. Sprungur margar og ægilegar urðu líka til, svo að segja daglega þessi fyrstu árin. Árið 1726 virðast engar nýjar eldstöðvar hafa bæst við en ólgan hélst lítið breytt á áðurnefndum gosstöðvum. Svo gerist það 21. ágúst 1727 að glóandi hraun tók að vella úr einum pyttinum við Leirhnjúk. Vall þaðan hraun norð- ur yfir graslendið austur af Gæsa- fjöllum og stefndi á Þeistareyki og bræddi allt og brenndi. Nóttina fyrir 18. apríl 1728 voru enn mikl- ir landskjálftar, og þá um morgun- inn hófst enn á ný mikið gos við Leirhnjúk. Gaus þá á tveimur stöð- um. Rann þá enn mikið hraun. Allt norðurloftið var þá sem log- andi bál, og lagði eldbjarmann suður yfir Reykjahlíð og fram á Mývatn. Sama daginn braust út eldgos í svokölluðum Hrossadal norður af Bjarnarflagi. Gaus þarna af miklum ofsa og var hvinurinn af eldinum svo mikill að allir urðu ótta lostnir. Af frásögn séra Jóns má sjá að gosið í Hrossadal hefur haft djúptæk áhrif á þá er næstir bjuggu og hefur þeim virst gos þetta háskalegra en nokkurt ann- að, sem komið hafði frá því að eldgosin hófust. Þann 20. apríl sprakk upp mik- ið hraun og hljóp á Reykjahlíðars- el í grasi grónu dalverpi svo sem bæjarleið suðvestur frá Kröflu. Miklar breytingar höfðu orðið á landinu við Mývatn austanvert. Sums staðar hafði það þornað. Mývatn hafði þorrið á ný eða botn- inn lyfst, svo að það var ekki leng- ur bátgengt austan til og horfði til vandræða að stunda heyskap í eyjunum og sækja egg í hólmana. Nú varð nokkurt hlé um hríð eða þar til 18. desember 1728, en þá hófust á ný eldgos með dunum og dynkjum í nágrenni Leir- hnjúks. Á daginn virtist allt hraun- ið svipað bláleitum brennisteins- loga eða kolsvörtum reykjarskýj- um en á næturnar sem allt stæði í ljósum loga. Upp úr gígunum stóð látlaus eldsúla hátt í loft upp af bræddu grjóti sem rann eins og vatn er það féll til jarðar. Eldurinn rann nú niður til Mý- vatns og átti aðeins 1-2 km óf- arna til Reykjahlíðar, er hann stöðvaðist dagana 19.-20. desem- ber og beindist í aðra átt. Ekki varð þó mikið hlé á gosunum því þann 30. janúar 1729 kom ægilegt gos við Leirhnjúk eitt hið mesta frá því gosin hófust. Rann nú mikið hraun og steyptist loks þann 6. júlí sama ár sem glóandi ár- straumur niður í byggðina norð- austan við vatnið. Dag frá degi óx hraunflóðið og eyddi þremur bæjum, Gröf, Fagranesi og Gríms- stöðum. Fyrst eyddist Gröf, síðan Fagranes sem var næsti bær við Gröf. Þá stefndi eldurinn á Gríms- staði en staðnæmdist þó þar við túnið. Þann 7. ágúst hljóp svo eldurinn á bæinn í Reykjahlíð. Þorði þá enginn þar nærri að koma fyrir þeim undrum sem á gengu. Eydd- ist bærinn og túnið að miklu leyti Landbúnaðarráðuneytið um EES-samning Engin tilslökun vegna varna gegn búfjársjúkdómum Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá land- búnðarráðuneytinu vegna umræðna sem orðið hafa í fjölmiðlum um aukna hættu á útbreiðslu búfjársjúk- dóma í kjölfar samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið: „Af hálfu íslenkra stjórnvalda hefur Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir sótt fundi sérfræðinganefnd- ar EFTA um heilbrigðismál dýra og afurða þeirra og setið samninga- fundi með nefndum Evrópubanda- lagsins um þessi efni. Niðurstaða samninganna varð í stuttu máli sú að íslendingar náðu því fram einir EFTA-þjóðanna að vera undanþegnir EB-reglum um heilbrigði dýra og afurða þeirra. Sérstaða íslands umfram hin Norðurlöndin var hér viðurkennd og er það í fyrsta sinn sem sú sérstaða er staðfest með fjölþjóðasamningum. ísland er því eina EFTA-landið sem er undanþegið EES-reglum í þessum efnum og íslensk lög og reglur sem nú eru í gildi munu gilda áfram hvað þessi atriði varðar. Þetta fyrir- komulag kemur til endurskoðunar á árinu 1995. Það er hins vegar mistúlkun, sem fram hefur komið, að við höfum aðeins fengið frest til 1995, en þá taki EES-reglur við. Á þessu er sá iinap fWgtgtttðflaftift Meira en þú getur ím\ ndad þér! B L Á C ft Ý XVS ,L.lf»AF«tT GABBRÓ.MARMABÍ Kristján Þórhallsson en hraunið staðnæmdist við kirkjugarðinn. En 27. sama mán- aðar braust það fram á nýjan leik og rann þá allt umhverfis kirkj- una. Stóð kirkjan ósködduð innan í þessum hring af glóandi grjóti, þar til 15. september að hraunið var orðið kalt, að fært þótti yfir það. Var kirkjan þá rifin og brátt flutt, en síðan reist aftur á sama stað 1736. Var verndun kirkjunn- ar Jiakkað guðlegri forsjá. I þessari miklu eldhrinu rann hraunið fram í Mývatn á stóru stæði og fyllti upp talsverðan hluta í norðanverðum Ytri-Flóa. Hefur verið ægilegt þegar hraunið var að brjótast fram í vatnið, sem sagt er að hafi logað eins og lýsi. Drapst þá allur silungur í norðan- verðu vatninu. Síðast í september þetta ár stöðvaðist hraunrennslið að fullu og öllu, en allt næsta ár og miklu lengur rauk geigvænlega úr eldvörpunum og grúfðu ógn- þrungin gufuský yfir sjóðheitu hrauninu austan Mývatns svo að fólkið í sveitinni var sífellt óttas- legið og kvíðandi nýjum eldgangi, ógnum og eyðileggingu. Nú eftir 264 ár er farið áð" ræða um mikil verðmæti undir þessu hrauni. Vonandi reynist tæknilega mögulegt að nýta þau verðmæti, sem þar eru falin und- ir, og fróðlegt að fylgjast með hvernig til tekst. Höfundur er fretta.rita.ri Morgunblaðsins í Mývatnssveit. reginmunur að endurskoðunin verð- ur að leiða til sameiginlegrar niður- stöðu íslands og annarra EES-ríkja til að fyrirkomulaginu verði breytt. Að óbreyttum forsendum er ekkert sem bendir til annars en sérstaða íslands verði viðurkennd á ný þegar endurskoðunin fer fram. Einhliða geta hin ríkin ekki komið fram breyt- ingum eins og málum er háttað í dag. Það liggur því fyrir að með þátt- töku okkar í viðræðum um EES eins og að ofan er lýst hefur ekki verið samið um neina tilslökun á þeim lögum og reglum sem hér gilda, til að hefta útbreiðslu búfjársjúkdóma eða tilkomu nýrra. LOFTA LÖTURFRÁSWiSS i Bl ftTIIR OG LÍM Nýkomin sending , EINKAUMBOÐ S8Þ.Þ0RGRIMSS0N Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 ERFIDRYKKJUR *^ Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 H e» W A N 8 T S.HELGASONHFSTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 Mdrykkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð Mlegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ísúiia22322 FLUGLEIDIR Miiil umiin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.