Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 17 leysi er komið upp í 7.500 manns, en ekki er upp gefið hversu margt þessa fólks hefir unnið við fiskveiðar eða fiskvinnslu. Stjórnvöld hafa ekki bent á nein úrræði til að mæta þess- um vanda, en áfram er haldið að byggja upp stórútgerðir og kaupa stór skip sem rekin eru með bullandi tapi. Augljósasta og jafnframt auð- veldasta leiðin væri að nýta t.d. 30 stóra togara til veiða utan 200 míln- anna, en afli þeirra myndi vera hrein aukning á útflutningsverðmæti landsins. Nóg er til af skipum til að veiða kvóta þessara skipa á grunn- slóð innan 200 mílnanna og gæti afli þeirra gengið til fiskvinnslu- stöðva í landi og þar með bætt úr atvinnuleysi í mörgum byggðarlög- um. Að þetta skuli ekki þegar hafa verið gert er aðeins óafsakanlegt stjórnleysi. T-nefndin lítur algerlega fram hjá þessum atriðum. Frystitogarar og EES Mikil áherzla var lögð á það í umræðunni um inngöngu í EES, að með því fengist aðgangur að nýjum tollfrjálsum mörkuðum fyrir fullunn- ar sjávarafurðir í neytendaumbúðum. Framkvæmdin við fiskveiðastefnuna er allt önnur. Lögð er áherzla á að kaupa dýr vinnsluskip, sem framleiða fryst flök fyrir erlendar fiskvinnslu- stöðvar, til pakkningar í neytend- aumbúðir, og með þessum hætti er öll atvinna við slíka vinnslu flutt úr landi. Þettaer afturför um 40 ár, en þá áttu íslendingar frumkvæðið að uppsetningu slíkra vinnslustöðva í Ameríku og síðar í Evrópu. Það eru mikil bágindi að þurfa að hlíta slíkri stjórnunarstefnu. í raun hefðu út- gerðarmenn sjálfir, þ.e. LIÚ, átt að hafa frumkvæði að úrvinnslu á fram- leiðslusvörum frystitogaranna. Samningar við EES Lýsing skýrslunnar á samningum við EES er mjög sérkennileg og sýn- ir tvískinnung T-nefndarinnar. Þar er lögð megináherzla á sparnað við inngöngu í EES og sýndir tollar nú og tollar miðað við inngöngu í EES á þeim tegundum sjávarfangs, sem „bókun 6" frá 1972 tók ekki til. Hins- vegar er ekki sagt, hver sparnaður er af beinum samningum við EB skv. bókun 6, sem er margfalt stærri fjár- hæð, en vísað er til Viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Þar á bæ höfðu menn enga hug- mynd um þessa tilvitnun í skýrslu T-nefndarinnar, en í ljós kom, að starfsmaður þar, Haraldur Aspelund, hafði í október 1992 tekið saman í sérrriti yfirlit um EES-samninginn eftir að aðildarumsókn hafði veri lögð fram, þótt ekki kæmi það fram opin- berlega í umræðum. Feluleikur þessi minnir á aðferð strútsins, eins og framhald T-nefndarinnar. Auðvitað átti T-nefndin að greina grein fyrir stöðu þessara mála í heild. Samkvæmt Viðskiptaskrifstofunni er tollur til EES fyrir saltfisk og söltuð flök nú um 26% af heildar- útflutningi til EES, sem samsvarar um einum milljarði króna á ári und- anfarin 4 ár. Þessir tollar áttu að falla niður skv. samningum við EES, en frágangur samningsins verður stöðugt fjarlægari, þar sem stöðugt koma í ljós fleiri og fleiri ágallar samningsins, sem ekki eru aðgengi- legir fyrir íslendinga, og er nú svo komið að ólíklegt er að á hann verði fallizt endanlega, þegar öll kurl eru komin til grafar. Utanríkisráðuneytið hefir ekki gert neitt til að taka upp viðræður um bráðabirgðalausn þess- ara tollamála við EES vegna dráttar á samþykkt samningsins, svo sem eðlilegt hefði verið, og þannig ber það fyrst og fremst ábyrgð á þessum tollagreiðslum. Þannig kom það í ljós við gjaldþrot Borgeyjar á Höfn í Hornafirði, að félagið hafði þurft að greiða 20% tolla af saltfiski seldum til EES-svæðisins. Þróunarsjóður og auðlindaskattur Þróunarsjóður sjávarútvegsins skal fá 4 milljarða framlag úr ríkis- sjóði auk eigna annarra sjóða, sem hann yfirtekur. Allar tekjur og eign- ir þróunarsjóðsins skulu ganga til úreldingar á fiskiskipum og fram- leiðslutækjum í fiskiðnaði til ágúst- loka 1996. „Þá er samkomulag um að frá og með því fiskveiðiári, sem hefst þann 1. september 1996, skuli innheimt gjald af úthiutuðu aflamarki. Upp- hæð þessi skal miðuð við að sjóður- inn geti.staðið undir skuldbindingum þeim, sem hann tekur á sig." Þannig er ekki um neinn auðlinda- skatt eða veiðigjald að ræða lengur, en skv. tillögum Alþýðuflokksins átti þetta gjald að skila ótöldum milljðrð- um í ríkissjóð til að rétta af slæma stöðu hans. Þar fór nú glansinn af, því að nú skulu þessir fjármunir ganga til útgerðar og fiskvinnslu, til eftirgjafar á fjármálasukki þessarra aðila á liðnum tíma, sem stafað hafa af vanstjórn þessara mála, svo sem enn er í gildi. Sennilega munu þorsk- veiðar skornar niður með næsta kvótaári 1. septmeber nk. í 150.000 þorsktonn og þá vera þriðjungur þess, sem upphaflega var miðað við, þegar kvótaúthlutanir hófust 1984. Afleikirnir eru allt of margir. Þjóð- félagið er orðið mát, og það fyrir löngu, þótt illa gangi ráðamönnum að átta sig á stöðunni. Höfundw er fyrrverandi forsijóri OLÍS. Aðalfundur Minnum á aðalfund Vinnuveitendasambands íslands ídag, þriðjudaginn 11. maíog hefsthann kl. 12.00 skv. áður auglýstri dagskrá. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi. Fundarstaður: Hótel Saga, Súlnasalur. Fyrirtækí og félagasamtök íReykjavík Styrkir til nýrra viðfangsefna Atyinnumálanefnd Reykjavíkur lýsir hér með eftir hugmyndum um ný viðfangsefhi fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykj avíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgarhagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 28. maí næstkomandi. CO s b Atvinnumálanefnd Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.