Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 38
-r 38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 Er siðleysi löglegt? éftir Stefán Vagnsson Mig langar í örfáum línum til að gefa Reykvíkingum smá innsýn í vinnubrögð þau sem vírðast tíðkast hjá Reykjavíkurborg, og ákveðnir menn þar á bæ virðast komast upp með, ár eftir ár. Ég vil taka fram í byrjun að þessi skrif eiga ekkert skylt við pólitískar árásir á sjálfstæðismenn í borgar- stjórn, enda er ég og hef verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í ein 14 ár, hversu lengi sem það nú verður eftir þetta. Hinn 1. desember 1991 birtist auglýsing í Morgunblaðinu í nafni Innkaupastofnunar Reykjavíkur, þar sem er auglýst til sölu lóðin Bílds- höfði 1, með þeim húsum sem á henni standa, en í þeim húsum hefur verið starfrækt slökkvistöð á vegum Reykjavíkur. I þessari auglýsingu er sagt að NYOG "" FULLKOMNARI MERKIVÉL fyrir fyrirtæki, skrifstofur og heimili Prentar allt aö 5 Iínur, 10 leturgerðir, 6 stæröir og strikamerki. Prentar lárétt, lóOrétt og spegilprentun. Prentar P og Ð Betra letur, betri boröar NÝBÝLAVEGI28,200 KÓPAVOGUR SÍMI: 44443 & 44666, FAX: 44102 Ný gerð barnabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur(9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið. fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið k af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Borgartúnl 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 upplýsingar um verðmat og fleira sé að fá hjá Innkaupastofnun, og að tilboðum skuli skilað þangað fyr- ir 10. desember 1991. Eg undirritaður sá í þessu góðan kost fyrir mitt fyrirtæki, bæði góð staðsetning og nokkuð hentugt hús, ásamt stækkunarmöguleikum seinna meir. Ég fór því og kynnti mér hvaða upplýsingar Innkaupastofnun hefði um þá eign sem þeir voru að aug- lýsa. Það eina sem þar var að hafa, var verðmat, það er Eignamiðlun í Síðumúla hafði verið fengin til að verðleggja það sem selja átti, og það hljóðaði svo. ig farið hefði, og fékk ég að vita að aðeins einn aðili hafi verið með hærra boð, en trúlega væri það til- boð ómarktækt, vegna þess að í því kæmi aðeins fram ein tala sem kaup- verð og aðeins sagt að greiðslur yrðu samkvæmt útboðsgögnum, sem engin voru. Þar sem ég sat þarna, hringdi síminn, og í honum var sá sem átti hæsta boð, en það var Bílasala Alla Rúts og fékk hann uppgefið hvað ég hafi boðið og hvernig ég ætlaði að greiða. Þarna hjá Innkaupastofnun töldu menn sem sagt að tilboð Alla væri ógilt, en mitt mjög ásættanlegt. 1. Aðalsalur 2. Skrifstofubygging 3. Kjallari 4. Byggingarréttur 101 fm 60.000 kr. pr. fm 89 fm 45.000 kr. pr. fm 151,5 fm 30.000 kr. pr. fm 314 fm 6.000 kr. pr. fm 6.060.000 kr. 4.005.000 kr. 4.545.000 kr. 1.884.000 kr. Samtals 16.494.000 kr. Ekkert annað, hvorki teikningar eða afstöðumyndir voru til staðar, og þess vegna fór ég til byggingar- fulltrúa borgarskipulags og einnig í Húsatryggingar, en alls staðar sama svarið, þessi lóð og hús þau sem á henni standa voru hvergi til á skrá. Ég gerði tilboð í þessa eign, og vegna þess að ég sá hversu mikils virði væri fyrir mig að fá þarna gott framtíðarhúsnæði og á góðum stað ákvað ég að hafa tilboð mitt það hátt að öruggt væri að ég fengi. Tilboð mitt hljóðaði upp á 19.550.000 kr., Nítján milljónir, fimm hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Greiðsluform: kr. Við samning 2.000.000 5.febrúar'92 1.000.000 5.mars'92 1.000.000 5.maí'92 1.000.000 ð.júlí'92 1.000.000 5. desember'92 1.000.000 Við útgáfu afsala 1.000.000 Samtals 8.000.000 Eftirstöðvar á verðtryggðu skuldabréfi til 12 ára, bundið vísi- tölu með venjulegum bankavöxtum. Hinn 10. desember eru tilboð opn- uð, en tilboðsgjöfum ekki heimilt að vera viðstaddir. Strax þá eftir há- degi mætti ég til að fá að vita hvern- i i i i i i i i i i i i i im Einingastœrðir: 40, 50, 60, 80 og lOOcnu BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRBI, SlMI 651499 STUTTUR AFGREIÐSI.UTÍMI GÓD GREIÐSLUKJÖR Og þá hefst nú Hjörleifs þáttur Kvaran. Þessi Hjörleifur er víst for- stöðumaður lögfræðideildar borgar- innar, og af einhverjum ástæðum sem verulega væri gaman að fá svar við, þurfti hann að sjá um þessa sölu sjálfur, í stað þess að láta Inn- kaupstofnun, þetta sérhæfða fyrir- tæki borgarinnar á þessu sviði, gera það. Ég ásamt fleirum er sannfærð- ur um að ef svo hefði verið, hefði sala þessi gengið snurðulaust til mín. Það er skemmst frá því að segja að ég var daglegur gestur hjá Hjör- leifi, og greinilega honum mjög á móti skapi að svo væri, því það leyndi sér ekki að ég var að öllu leyti fyrir í þessu máli. í heila viku var því borið við að ekki næðist í Alla, og að hann léti ekki heyra í sér. Og þá loksins mætir hann við annan mann hjá Hjörleifi, og sá maður hafði sjálfur boðið í þessa eign í nafni fyrirtækis sem hann var í forsvari fyrir. Maður þessi heitir Svanur Þór Vilhjálmsson, og er bróðir Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa, sem jafnframt er formaður Skipulagsnefndar Reykjavíkur. Þegar svo seinna um daginn Hjör- leifur tilkynnti mér í votta viðurvist að hann hafi ákveðið að Alli skuli fá lóðina, fóru að renna á mig tvær grímur. Gat það verið að fjölskyldu- tengsl hefðu eitthvað með þessa ákvörðun að gera. Nei, nei, nei. Ekki í þessari fögru borg. En bíðum nú við. Þetta var ekki allt. Alli skyldi BSJHTSHJII Sambyggðar trésmíðavélar 275^/ Hjólsagir, bandsagir, spónsagir, fá að borga með tveimur íbúðum sem kona hans átti. Hjörleifur kvað það hið besta mál, borgin væri alltaf að kauþa íbúðir. Sem sagt, tvær óséðar íbúðir voru betri en peningarnir mín- ir. Þarna fékk ég fullvissu um að ekki væri allt með felldu, og lái mér hver sem vill. Ég tilkynnti Hjörleifi að ég mundi ekki sætta mig við þessa niðurstöðu hans, og myndi leita réttar míns hjá löglega kjörnum fulltrúum borgarinnar. Að sjálfsögðu talaði ég við þann mann sem ég hafði alltaf haldið að væri sanngjarn, sjálfan Markús Örn, borgarstjóra. í örstuttu máli þá hef ég komist að sömu niðurstöðu núna, eins og Ingvi Hrfn lýsir Markúsi sem útvarpsstjóra, að manninum sé lífs- ins ómögulegt að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ég talaði við mjög marga borgar- fulltrúa, bæði í meiri- og minnihluta, og ekki vantaði skilninginn hjá mörgum sjálfstæðismanninum og margir af þeim fullyrtu, og gerðu meira að segja enn daginn áður en Brimborg var afhent nefnd eign, að aldrei hafi staðið til að AIli fengi þetta. Það voru margir sem lögðu á sig mikla vinnu við að hjálpa mér í þessu máli, svo sem Sigurjón Pétursson og þó einkum Sigrún Magnúsdóttir og svo seinna meir Ólína Þorvarðar- dóttir og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Sigrún, sem fulltrúi minnihlut- ans, talaði máli mínu og náði að hindra að það yrði afgreitt. Hinn 10. febrúar fór ég síðan aðra ferð á skipulagsdeild borgarinn- ar til að athuga í annað sinn hvort virkilega væri ekkert til um þessa lóð, og viti menn. Þar fékk ég afhent- ar afstöðumyndir og skjal þar sem fram kemur að skipulagsnefnd hafi samþykkt tillögu borgarskipulags. Þar kemur fram að búið er að stækka byggingarrétt á nefndri lóð, úr 314 fm í hvorki meira né minna en 1.820 fm. Og samkvæmt áður nefndu mati Eignamiðlunar hækkar verð á byggingarrétti úr 1.884.000 kr. og upp í 10.920.000 kr. Það gæti verið fróðlegt fyrir mig og hinn almenna borgara að vita hvort formaður skipulagsnefndar hefur nokkuð vitað um þessa sam- þykkt og þá jafnframt hvers vegna lét hann ekki aðra fulltrúa vita um þessa breytingu. Nei takk, þess í stað greiddi þessi sami maður því atkvæði sitt hinn 16. febrúar að Alli Rúts, og bróðir sinn sem samstarfsmaður að ein- hverju leyti, fengi þessa eign, eins og ekkert hefði breyst. Fyrir þann borgarráðsfund hinn 16. febrúar, afhenti ég Sigrúnu þetta bréf og þegar hún kynnti þessa stækkun á byggingarréttinum kom í ljós að enginn borgarfulltrúa vissi um hana, nema ef vera skyldi for- maður skipulagsnefndar, en fyrir það verður hann að syara sjálfur. Á þessum fundi var einnig fellt á jöfnu að ég fengi keypt, og það voru þeir sömu sem sáu til þess. Stefán Vagnsson „Það er síðan kunnara en frá þurfi að segja, að hinn 1. apríl var Brimborg afhent þessi sama eign á hálfvirði." Þegar menn sáu hverslags klúður sjálfstæðismenn voru búnir að koma sér í kom borgarstjóri með þá tillögu á borgarstjórnarfundi 20. febrúar sl. að falla frá öllum tillögum, og bjóða lóðina út aftur. Síðan hef ég marg talað við borg- arstjóra, og bæði falast eftir að fá lóðina keypta, og eins að reka á eftir því að hún sé boðin út aftur. Hvað útboðið snertir var tímaskorti borið við {það hlýtur að vera tíma- frekt að auglýsa), og að ég fengi keypt án útboðs var af og frá, enda menn bundir affyrri samþykkt borg- arstjórnar. Það er síðan kunnara en frá þurfi að segja, að hinn 1. apríl var Brim- borg afhent þessi sama eign á hálf- virði og þá þvældist samþykkt borg- arstjórnar ekki fyrir mönnum. Og það var svo sem vel við hæfi að sú gjörð skyldi fara fram á þessum við- urkennda degi lyga og blekkinga. Undanfarna daga hefur verið all nokkur umræða um þessi mál, á Bylgjunni, m.a. viðtal við mig þar sem ég reyndi að rekja gang mála, og einnig var viðtal við Vilhjálm Þ., þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu, hvers vegna ég teldi mig eiga meiri rétt en aðrir, til að fá þessa eign, með auknum byggingar- rétti. Því er til að svara að hann er enginn, og ef Vilhjálmur skyldi nú hitta borgarstjóra á förnum vegi, þá ætti hann að geta staðfest, að ég hef boðist til að hækka mitt til- boð, en ekki mátt, enda samþykkt í borgarstjórn að bjóða út aftur. Og þar sem ég veit að Vilhjálmur hefur mjög góðan aðgang að Hjör- leifi Kvaran, ætti Hjörleifur að geta staðfest það að eftir að hann til- kynnti mér að hann liti á tilboð Alla sem fullgilt, þá fór ég fram á að fá að sitja við sáma borð og Alli og vildi hækka mitt boð. Nei, það var af og frá, en þá sendi ég þeim Hjör- leifi og borgarstjóra viðauka við Stofnfundur Rauöa kross deildar í Bessastaönhreppi verður haldinn þriðjudaginn 11. maí kl. 20.30 í íþróttamiðstöðinni í Bessastaðahreppi. Dagskrá: 1. Starfsreglur og nafn deildarinnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Kynning á starfi RKÍ. Ólafur Oddsson, erindreki, segir frá helstu verkefnum RKÍ og deilda. 4. Forgangsröðun verkefna deildar- innar. 5. Önnur mál. Allt áhugáfólk um málefni Rauða kross- ins velkomið. Undirbúningsnefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.