Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 27 Mikil óánægja innan breska Ihaidsf lokksins með flokksforystuna Reiði vegna morðsamsær- ¦w- y i • o i • morosamsær- Vaxandi eiasemdirum ^g^^ forystuhæfíleika Majors London. The Sunday Telegraph. ÚRSLITIN í sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales og aukakosningum í kjördæminu Newbury síðasta fimmtudag hefðu varla getað verið verri fyrir íhaldsflokkinn. Hann tapaði meiri- hluta sínum í fjölmörgum sveitastjórnum og þar að auki vann Frjálslyndi demókrataflokkurinn af honum þingsætið í Newbury. Á skrifstofu íhaldsflokksins höfðu menn fyrir aukakosningarnar í Newbury gert ráð fyrir því að í „versta falli" myndu þær tap- ast með 5.000 atkvæðum. Þegar upp var staðið reyndist hins vegar meirihluti frjálslyndra demókrata vera 22.000 atkvæði, sem er mesti ósigur sem ríkisstjórn íhaldsmanna hefur beðið frá því Margaret Thatcher komst til valda árið 1979. Er þetta talið auka líkurnar á að breska ríkisstjórnin verði stokkuð upp í sumar eða jafnvel að óánægðir íhaldsmenn muni reyna að bola John Major, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, úr embætti í haust. Major og ráðgjafar hans munu'-á næstu vikum velta fyrir sér hvað hafí ollið þessum ósigri og hvað sé hægt að gera til að snúa stöðunni við. Óhjákvæmilega mun þá koma til umræðu hvort rétt sé að skipta út háttsettum ráðherrum, þó svo að Major sé slíku andvígur og hafi áður lýst því yfir að það komi ekki til álita fyrr en á næsta ári. Norman Fowler, formaður flokksins, sagði að loknum fundi forystunnar í gær að ekki hefði verið rætt um hugsanlegar manna- breytingar. Margar hugmyndir en lítil samstaða Innan íhaldsflokksins eru uppi fjölmargar hugmyndir um hvaða aðgerða beri að grípa til eigi flokkur- inn að auka vinsældir sínar. Margir þingmenn flokksins eru þeirrar skoð- unar að flokksforystunni beri að láta af eindregnum stuðningi sínum við Maastricht-samkomulagið eða þá að minnsta kosti að fallast á þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Þá eru uppi kröfur um að Norman Lamont fjármálaráðherra verði rekinn úr embætti; að hætt verði við einkavæð- ingu bresku póstþjónustunnar og járnbrautanna; að áform um virðis- aukaskatt á húshitun verði lögð á hilluna og að ríkisstjórnin lýsi því yfir að hún muni undir engum kring- umstæðum taka þátt í Gengissam- starfi Evrópu (ERM) á ný. Fjölmargir óánægðir íhaldsmenn telja jafnvel að allt þetta myndi ekki duga til að og hafa ljáð máls á því að ef til vill sé Major ekki.rétti maður- inn til að leiða flokkinn í næstu kosn- ingum og að mótframboð gegn hon- um komi til greina á flokksþinginu, sem haldið verður næsta haust. Nánustu ráðgjafar Majors telja þó að stjórninni beri ekki að grípa til sérstakra ráðstafana vegna ósigurs- ins í Newbury. Hyggilegra sé að halda áfram á sömu braut en hugsan- lega sýna meiri auðmýkt. Röksemd- arfærslan er sú að menn verði að treysta því að þegar búið sé að stað- festa Maastricht-sáttmálann og Sigurgleðin horfin JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Norma, eiginkona hans, fagna hér sigrinum í þingkosningunum í apríl í fyrra en nú er sig- urvíman runnin af íhaldsmönnum. Að vísu er langt í næstu kosning- ar en staða íhaldsflokksins er slæm eins og kom vel í 1 jós í aukakosn- ingunum í Newbury. Fjármálaráðherrann LAMONT er ekki efstur á vin- sældalistanum breska og fátt sem bendir til breytinga. staða efnahagsmála hafí batnað frá því sem nú er, muni kjösendur snú- ast á band með flokknum á ný. „Ef við rífum í sífellu upp plönturnar á þriggja mánaða fresti, til að athuga hvort þær séu búnar að festa kyrfi- lega rætur, þá munum við aldrei ná neinum árangri," sagði einn ráðherra í ríkisstjórninni. íhaldsmenn hafa eytt miklu púðri í umræðu um Evrópumál og Ma- astricht-sáttmálann að undanförnu en fátt bendir þó til að þau mál hafí skipt kjósendur í Englandi og Wales miklu, þegar þeir gerðu upp hug sinn í síðustu viku. Efnahagsmálin skipta kjósendur mestu Mál númer eitt tvö og þrjú í hug- um kjósenda var hins vegar efna- hagsástandið. Og þrátt fyrir að Lam- ont hafi sagt í Newbury; Je ne reg- rette rierí' (ég sé ekki eftir neinu) þá voru almenningi og fjölmiðlum enn minnistætt að. hann lýsti því yfir að kreppunni væri lokið fimmtán mánuðum áður en sú varð raunin. Þá eru þau óheppilegu ummæli, sem hann lét falla í blaðaviðtali eftir að pundið var tekið út úr ERM, að hann hefði sungið og trallað í baðkarinu hjá sér í kjölfar þeirrar ákvörðunun- ar, mörgum enn ofarlega í huga. Nú þegar allar hagtölur benda til þess að uppsveifla sé að hefjast á Bretlandi keppast stjórnmálamenn við að eigna sér heiðurinn af því og stjórnarsinnar jafnvel farnir að halda því fram að efnahagsbatinn hafi byrj- að áður en írafárið hófst á gjaldeyris- mörkuðum síðasta haust og pundið var látið fljóta. Kjósendur eru samt ekki enn reiðubúnir að fyrirgefa rík- isstjórninni fyrir lengsta efnahagss- amdrátt eftirstríðsáranna. „Almenn- ingur er enn í skapi til að refsa okk- ur og sú verður raunin í þó nokkurn tíma til viðbótar. Og ég er ekki trúað- ur á að fólki muni nokkurn tímann líka vel við Norman Lamont," segir einn stuðningsmanna Majors. Verður Lamont að fara? Þetta er einmitt eitt alvarlegasta vandamálið sem blasir við ríkisstjórn Majors. Á meðan Lamont er enn í embætti fjármálaráðherra er varla hægt að búast við að flokkurinn fái notið góðs af efnahagsuppsveiflunni og því töluverður þrýstingur á Major að skipa nýjan mann í stað þessa gamla vinar síns. En hver ætti að taka við af honum? Þau nöfn sem helst eru nefnd til sögunnar eru John MacGregor samgönguráðherra, og Kenneth Clarke innanríkisráðherra. Það myndi hins vegar valda miklu uppnámi meðal hægrimanna í flokknum ef sá síðarnefndi yrði skip- aður þar sem hann er af mörgum fremur talinn eiga heima í Verka- mannaflokknum. Umhverfisráðherra Michael Howard myndi aftur á móti ergja hina fylkingu flokksins vegna þess hversu miklar efasemdir hann hefur í garð Evrópubandalagsins. Þá er ekki ljóst hvar finna ætti Lamont nýja stöðu. Nema Douglas Hurd utanríkisráðherra myndi sjálf- viljugur láta af embætti (sem talið er afar ólíklegt) er embætti innanrík- isráðherra taJið það eina, sem komið gæti til greina fyrir Lamont. Margir hafa hins vegar efasemdir um að hann henti í það embætti. Margir ráðgjafar forsætisráðherr- ans telja samt sem áður að uppstokk- un á ríkisstjórninni sé sýndar- mennska og þjóni þeim tilgangi ein- um að koma í staðinn fyrir stefnu- mótun. „Við verðum að meta það á skynsamlegan hátt hvað við ætlum að gera á næstu tveimur til þremur árum og koma því síðan í fram- kvæmd án þess að láta einhverjar uppákomur trufla okkur á tveggja til þriggja mánaða fresti," segir einn stuðningsmanna Majors. Þessi afstaða er ekki talin líkleg til að slá á þá miklu óánægju sem er innan íhaldsflokksins og segja breskir fréttaskýrendur að ef hún verði ofan á aukist líkurnar á mót- framboði gegn Major í haust. ^t og betri b(lasa/a „_________ /bílasala garðars] Nóatúni 2, sími 619 615 Opið 10-22 virka daga 10-17 laugardaga 13.30-17 sunnudaga VW, Vento GL '93, vinrauður, ek. 9 þ. V: 1290 þ. Sk. Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK Sl'MI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VELADEILD FALKANS ¦ VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS MMC L 300 Mlnibus 4x4, '90, blár/hvít- ur, ek. 64 þ. V: 1450 þ. Sk. á ód. • Daihatsu Charade TS, '92, hvítur, ek. 10 þ. V: 690 þ. Sk. á ód. Nissan Pathfinder SE, '93, Iwítur. ek. 4 þ. Sk. á ód. Ford Ranger Extra cab, '92, rauður, ek. 8 þ., sjálfsk. Vantar bíla á staðinn Stór sýningarsalur Kúveit. Reuter, The Daily Telegraph. INNAN bandaríska stjórnkerfis- ins er nú til umræðu hvort grípa eigi til hernaðarlegra refsiað- gerða gegn írökum eftir að upp kom um áform um að ráða George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, af dögum, er hann var í Kúveit í síðasta mánuði. Ríkissaksóknari Kúveit skýrði frá því í gær að hann hefði lagt fram kæru á hendur hópi íraksra flugu- manna, sem hefðu komið til landsins í þessum tilgangi. Herma heimildir að sextán írakar hafi verið handtekn- ir. Mikil reiði ríkir í garð íraka í Bandaríkjunum vegna þessa máls og eru helstu ráðgjafar Bills Clintons Bandaríkjaforseta sagðir leggja hart að honum að grípa til svipaðra að- gerða gegn írökum og gert var með loftárásinni á höfuðborg Líbýu árið 1986. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sfmi S71800 Mazda 2600 EX Cap 4x4 '88, rauður, 5 g., ek. 105 þ. V. 950 þús. Chrysler Grand Voyager SE 8 manna, '91, rauður, sjálfsk., ek. 140 þ. Mikið af aukahl. V. 1750 þús. Nlssan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans, sjálfsk.,ek. 16þ. rafm. íölluo.fl. V. 890 þ. Mazda 626 GLX '88, blásans, sjálfsk., ek. 67 þ., rafm. í rúðum, sólluga o.fl. V. 780 þús., sk. á ód. Suzuki Swift GL '90, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. aðeins 28 þ. V. 580 þús. Hyundai Elantra '92, hvitur, sjálfsk., ek. 9 þ., álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu. V. 1190 þús., sk. á ód. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíla á staðinn, ekkert innigjald. Subaru Legacy 2,2 4 x 4 station '91, 5 g., ek. 33 þ. V. 1680 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, 5 g., ek. 49 þ. V. 870 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur turbo, diesel m/Ent- ercooler, '89, 5 g., ek. 97 þ. V. 1720 þús. Subaru Legacy 1800 4x4 station, '90, ek. 60 þ., sjálfsk. V. 1250 þús., sk. á ód. Toyota Carina II '86, 5 dyra, 5 g., ek. 95 þ. Fallegur bíll. V. 430 þús. stgr. Suzuki Swift GA 'ÖST 3ja dyra, 5 g., ek. 63 þ. Fallegur bíll. V. 350 þús. Nissan Sunny '87, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. Fallegur bill. V. 430 þús. Subaru 1800 4x4 station '88, sjálfsk., ek. 89 þ. Gott eintak. V. 695 þús. Oldsmobile Calais Surpreme 2ja dyra, '85, V-6 3.0L, bein innsp., álfelgur o.fl. Skoðaður '94. V. 650 þús., sk. á ód. Fiat Duna 70 Berlfna '88, rauður, 5 g., ek. aðeins 39 þ. V. 290 þús. stgr. M. Benz 190E '88, hvitur, sjálfsk., ek. 85 þ., sóllúga, driflæsingar o.fl. V. 1890 þús. Mazda E-2000 '89, m/skjólborðum, ek. 83 þ., ber 2 tonn, „VSK-bill". V. 640 þús. Toyota Hi-Lux Extra Cab '91, talsvert breyttur, ek. 54 þ., 35" dekk, álfelgur, 5.71 hlutf. o.fl. V. 1690 þús. Odyrir bflar: Ford Taunus 1600 GL '82, sjálfsk., uppt. vél. Gott eintak. V. 155 þús. Skoda 130 GL '87, uppt. vél o.fl. V. 95 þús. Ford Escort 1600 '84, 5 dyra, 5 g. V. 150 þús. BMW 320 '81,5 g. V. 160 þús. Gott eintak. Og margir fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.