Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 Stjórn Bandalags íslenskra listamanna Hugmyndir um lista- miðstöð verði teknar til endurskoðunar BYGGING tónlistarhúss ætti að hafa forgang fram yfir fram- kvæmdir við listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, eftir því sem segir í yfirlýsingu stjórnar Bandalags íslenskra listamanna. Minnt er á að skorað hafi verið á ríkisstjórn og borgarsljórn Reykjavíkur að hafist yrði handa nú þegar um byggingu tón- listarhúss í Reykjavík og að það yrði forgangsverkefni á sviði menningarmála landsins. Brýnt er talið að allar hugmyndir og forsendur byggingar listamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum verði teknar til endurskoðunar og þá hlustað á röksemdir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra listamanna sem í landinu búa, eins og komist er að orði. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Varnarstríd gegn GATT-samnmgi? DEILURNAR innan stjórnarliðsins um breytingar á búvöru- lögum vegna innflutnings landbúnaðarafurða taka á sig ýmsar myndir. Meðal annars hefur þingræðið dregizt inn í deiluna vegna skyndilegra þingslita forsætisráðherra er ekki náðist samkomulag í stjórnarliðinu um afgreiðslu máls- ins. Menn segja jafnvel líf ríkissljórnarinnar í hættu vegna þessa ósamkomulags. Því hefur verið haldið fram að um smámál sé að ræða, sem snúist um nokkur útlend blóm og gefi ekki tilefni til pólitískra loftfimleika á borð við þá, sem mátt hefur sjá á undanförnum dögum. Þannig kann það að koma fyrir sjónir á yfirborðinu, en mun líklegra er að harð- fylgi talsmanna landbúnaðar á Alþingi við að tryggja land- búnaðarráðherra forræði á álagningu jöfnunargjalda á inn- fluttar landbúnaðarafurðir endurspegli ótta við áhrif vænt- anlegs GATT-samkomulags á íslenzkan landbúnað. Áhugi Alþýðuflokksins á möguleikum GATT-samningsins til að opna fyrir fijálsan innflutning og Iækka verð búvara veldur ekki sízt áhyggjum hjá þessum hópi þingmanna. Stjórnin víkur að tillögum um Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum og kemur þá m.a. fram að kostnaður sé áætlaður 1.400 milljónir að ótöld- um kostnaði við lóð og búnað innan- dyra. Hún minnir þannig á að mikl- ir fjármunir séu í húfí og telur víst að á meðan á framkvæmdum standi verði aðrir fjármunir ekki veittir til byggingar sambærilegra mann- virkja. „Hvorki Bandalag íslenskra listamanna né heldur önnur samtök listamanna hafa hvatt til þess sér- staklega að byggð sé Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum í anda þeirra til- lagna sem nú liggja fyrir. Lista- menn og samtök þeirra hafa hins vegar sent frá sér ótal yfirlýsingar og ályktanir á síðustu misserum um nauðsyn þess að byggja tónlistar- hús í höfuðborginni," segir í yfírlýs- ingunni og bent er á að mikill áhugi fyrir tónlistarhúsi hafí hvorki vakið ráðamenn í landsstjóm né borgar- stjórn til dáða, „og verður ákvörðun borgarstjómar um að byggja Lista- Vegna samþykktar í stjórn Bandalags íslenskra listamanna varðandi alhliða listamiðstöð á Korpúlfsstöðum á vegum Reykja- víkurborgar sem nú er í undirbún- ingi sagði Hulda nauðsynlegt að koma nokkrum upplýsingum á framfæri svo misskilningi verði eytt._ „Árið 1989 var samþykkt sam- hljóða í borgarstjórn Reykjavíkur að komið yrði á fót alhliða listamið- stöð á Korpúlfsstöðum í framhaldi af veglegri gjöf listamannsins Errós til borgarinnar. Hugmyndir um listamiðstöð á Korpúlfstöðum hafa lengi verið uppi og þótt hæfa vel þessu merka húsi. Eftir samþykkt borgarstjórnar var hafíst handa við undirbúning og sérstök nefnd sett á laggirnar á vegum borgarstjórn- ar. Þegar ákvörðun hafði verið tek- in um þær Iistgreinar sem þar fengju inni sneri nefndin sér til sér- stakra ráðgjafa í hverri listgrein fyrir sig til að fá frá þeim ábending- ar um þann jdri búnað sem nauð- synlegur væri fyrir þá fjölþættu starfsemi sem þar skyldi fara fram,“ sagði Hulda. Ráðgjafar Hún sagði að ráðgjafarnir hefðu skilað skriflegu áliti og ábendingum hver á sínu sviði. „Vegna gölnota- salar sem ætlaður er fyrir tónlist, leiklist, fyrirlestra o.fl. voru fengnir þeir Hjálmar II. Ragnarsson tón- skáld (tónlist) og Þorsteinn Gunn- miðstöð á Korpúlfsstöðum að skoð- ast sem staðfesting á því að þeim áhuga verði ekki svarað af hendi borgaryfírvalda." Bent er á að hvorki hafí verið kvaddir til fulltrúar Bandalags ís- lenskra listamanna né annarra listamannasamtaka til að vinna að undirbúningi tillagna um listamið- stöð. „Þetta áhugaleysi á því að hafa samtök listamanna með í ráð- um er ekki hægt að túlka öðruvísi en svo að borgaryfírvöld telji það ekki ómaksins vert að almenn sam- staða sé á meðal listamanna um byggingu listamiðstöðvar. Enn- fremur bendir þessi málsmeðferð til þess að borgaryfirvöld hafí talið það hentugra að umræða fyrir opn- um tjöldum um þetta mál færi ekki fram fyrr en þau sjálf hefðu lagt fram fastmótaðar tillögur um hvert hlutverk miðstöðvarinnar ætti að vera og hvernig því yrði best þjón- að,“ segir ennfremur í yfírlýsing- unni. arsson arkitekt og leikari ásamt Amóri Benónýssyni leikara (leik- iist). Vegna bókasafnsins var leitað ráðlegginga hjá dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur bókasafnsfræðingi. Til ráðgjafar vegna aðstöðu og sýn- inga fyrir myndlist var Gunnar Kvaran listfræðingur til fenginn en hann er auk þess starfsmaður Korp- úlfsstaðarnefndar. Þá má geta þess að í húsinu verður einnig mynd- bandasafn og aðstaða fyrir kvik- myndagerðarmenn í samræmi við ábendingar Félags ísjenskra kvik- myndagerðarmanna. í öllum tilvik- um komu fram margar og góðar ábendingar sem tekið var fullt tillit til vegna forteikninga.“ Umræða um rekstur í kjölfarið Hulda Valtýsdóttir sagði að til pess að leiðrétta þann misskilning sem kæmi fram í bréfí Bandalags íslenskra listamanna skyldi á það bent að fram til þessa hefði undir- búningsnefndin eingöngu íjallað um hvaða listgreinar gætu rúmast í húsinu á Korpúlfsstöðum og unnið að því að draga upp mynd af um- gerðinni fyrir lifandi liststarf. „Um- ræðan um reksturinn kemur síðan í kjölfarið og eðlilegt að unnið verði að undirbúning háns í samráði við félagasamtök viðkomandi listgreina eins og reyndar er raunin um menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar þar sem eiga sæti tveir fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna," sagði Hulda Valtýsdóttir að lokum. Athygli hefur vakið, hversu mik- il harka hefur hlaupið í deilumar um breytingar á búvörulögunum. Egill Jónsson, formaður landbún- aðarnefndar Alþingis, hefur látið þar mikið að sér kveða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að Egill hafí þverbrotið allar reglur um samráð við ráðuneyti í meðferð málsins í landbúnaðamefnd. Ekk- ert mark hafí verið tekið á athuga- semdum þeirra fjögurra ráðuneyta, sem höfðu staðið að samkomulagi um málið, annarra en landbúnaðar- ráðuneytisins. Egill segist reyndar ekkert hafa vitað um samkomulag- ið, sem gert var í ríkisstjórn 16. marz, fyrr en sl. laugardag. Egill „tekur forræðið" Sömuleiðis hefur verið fullyrt að Egill Jónsson hafí gerzt fulleinráð- ur í nefndarstörfum landbúnaðar- nefndar og ekki haft samráð við aðra nefndarmenn. Egill mótmælir þessu og segist til dæmis hafa gert Össuri Skarphéðinssyni, for- manni þingflokks Alþýðuflokksins, grein fyrir því að hann myndi ekk- ert aðhafast í málinu án hans vit- undar. Össur hafí því vitað ná- kvæmlega hvernig málin stóðu. Aðrar heimildir Morgunblaðsins herma að Össuri hafí verið afhent mótmæli ráðuneyta við breyting- artillögum landbúnaðamefndarinn- ar, en hann hafí ekki skeytt um að koma þeim til skila. Enn hefur ekki náðst í Össur til að fá fram hans sjónarmið í málinu. Þegar andstæðingar landbúnað- arráðherra og formanns landbún- aðamefndar í stjómarliðinu fóm síðan fram á að málinu yrði frestað til hausts, hótaði Egill í fyrstu að knýja það í gegnum þingið með atkvæðum stjómarandstöðunnar. Þetta verður að teljast örþrifaráð og hleypti ákaflega illu blóði í ráð- herrana þijá, sem töldu samkomu- lagið við sig brotið. Nú hefur Egill lýst því yfir að ríkisstjómin sé einskis nýt í málinu, hann muni því „taka forræðið“ og flytja málið sjálfur á næsta þingi. Áhrif GATT fara eftir aðgerðum stjórnvalda Harkan í deilunum þarf ekki að koma á óvart, þegar iitið er til þess að í raun er um miklu meiri hagsmuni að ræða en snúa að nokkmm blóma- og grænmetisteg- undum, sem innflutningur verður leyfður á. Fyrir dymm kann að standa samkomulag í svokallaðri Úrúgvæ-iotu Almenna samkomu- „Það er hagsmunaaðil- um í landbúnaði tví- mælalaust í hag að land- búnaðarráðherra ráði sem mestu ef GATT- samkomulag næst“ iagsins um tolla og viðskipti (GATT). Samþykkt GATT-sam- komulagsins myndi hafa í för með sér stóraukna fríverzlun með land- búnaðarafurðir um allan heim. Hér á landi myndi innflutningur land- búnaðarafurða, í samkeppni við ís- lenzkar búvömr, stóraukast. Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands reiknaði út fyrir nokkra að samkomulag í GATT-viðræðunum gæti haft í för með sér lækkun verðs landbúnaðarafurða hér á landi á bilinu 8-25%. Það færi eft- ir túlkun hérlendra stjómvalda á samkomulaginu hversu mikil þessi verðlækkun gæti orðið. Þar skiptir m.a. máli hvemig verðjöfnunar- gjöldum og tollum er beitt. í þessu sambandi má vitna til orða Hauks Halldórssonar, formanns Stéttar- sambands bænda, í Morgunblaðinu fyrir tveimur mánuðum. Þar sagði hann að það væm ekki EES og GATT sem myndu ráða örlögum íslenzks landbúnaðar, heldur ís- lenzk stjórnvöld miklu frekar. Ráðherrann og hagsmunirnir Það er því engin furða að Egill Jónsson og fleiri fuiltrúar landbún- aðarins á þingi skuli leggja ofur- áherzlu á að búvömlögunum verði breytt þannig að landbúnaðarráð- herra hafi síðasta orðið um verð- jöfnunargjöldin. Það er hagsmuna- aðilum í Iandbúnaði tvímælalaust í hag að landbúnaðarráðherra ráði sem mestu ef GATT-samkomulag næst, enda er hefð fyrir því að land- búnaðarráðherra lítur á sig sem gæzlumann hagsmuna landbúnað- arins fremur en annarra hags- muna, til dæmis neytenda eða ann- arra atvinnugreina. Þegar litið er á hverjir hafa set- ið í stóli landbúnaðarráðherra síð- ustu 40 árin eða svo, hafa það yfír- leitt verið framsóknarmenn eða bændur og landsbyggðarþingmenn úr Sjálfstæðisflokki. Til undan- tekninga frá þessu heyra landbún- aðarráðherrar í tveimur skammlíf- um minnihlutastjórnum Alþýðu- flokksins, sem breyttu fáu í lands- málum, og Steingrímur Sigfússon, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og varaformaður Alþýðubanda- lagsins. I stjórnarmyndunarviðræð- um er sá möguleiki yfírleitt strax útilokaður að þingmaður Reykvík- inga eða Reyknesinga, eða þá Al- þýðuflokksmaður, geti orðið land- búnaðarráðherra. Hins vegar er ekki áreiðanlegt að fjármálaráðherrann, sem nú hefur forræði á álagningu jöfnun- argjalda, sé hagsmunum bænda jafnhliðhollur og landbúnaðarráð- herrann. Einn heimildarmaður Morgunblaðsins orðaði það svo að fulitrúar landbúnaðarins. á þingi treystu engum til að koma nálægt framkvæmd landbúnaðarstefnu nema landbúnaðarráðherranum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja landbúnaðarráðherr- ann og formaður landbúnaðar- nefndarinnar að hinir ráðherramir þrír, sem em þeim andsnúnir í málinu, hafí gefíð í skyn að þeir vilji „grafa undan iandbúnaðinum" og einmitt þess vegna sé nauðsyn- legt að túlkun alþjóðlegra samn- inga sé hjá atvinnuráðuneyti bænda, eins og landbúnaðarráð- herrann orðar það í samtali við Morgunblaðið í dag. Neytendur hafa áhyggjur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtök sín hafí áhyggjur af breyt- ingartillögum landbúnaðarnefndar á búvömfmmvarpinu. „Mér finnst fráleitt að landbúnaðarráðherra hafí, eins og fmmvarpið hljóðar, síðasta orðið um það hvort við bijótum væntanlega EES-samn- inga eða GATT-samkomulög,“ sagði hann. „Við óttumst að menn fari að misnota þessi verðjöfnunar- gjöld. Við hjá Neytendasamtökun- um bindum miklar vonir við að samkomulag náist í GATT varð- andi frjálsari viðskipti með búvöm. Ein rök okkar era þau að hér er mjög takmörkuð samkeppni, en innflutningur myndi veita mikil- væga samkeppni og þrýsta verði innlendrar framleiðslu niður. Þá fer maður að velta fyrir sér, hvort nota eigi jöfnunargjöld til þess að hindra að slík samkeppni yrði í raun. Við höfum áhyggjur af þessu.“ Jóhannes segir verðjöfnunar- gjöld eiga rétt á sér í þeim tilfell- um, þegar vara sem er meira niður- greidd í einu landi en öðm geti hreinlega kollvarpað framleiðslu í því landi, sem hún sé flutt til. Þess vegna hafi Neytendasamtökin ekki lagzt gegn verðjöfnunargjöldum, þar sem sýnt sé að um sé að ræða meiri styrkveitingar úr opinbemm sjóðum erlendis, en það sé þá ís- lenzkra stjómvalda að sýna fram á að um slíkt sé að ræða. Ekki vegna hagsmuna, heldur skýrleika Egjll Jónsson hafnar því að áherzla hans á að knýja breyting- arnar á búvömlögunum í gegn á Alþingi tengist GATT-samningun- um og hagsmunum landbúnaðar- ins. „Við emm bara að fjalla um EES,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um ástæðuna fyrir þessari ofuráherzlu á að koma málinu í gegh með breyt- ingum landbúnaðamefndar fyrst ekki væri um efnisbreytingu að ræða frá. fmmvarpi stjómarinnar, eins og hann og Halldór Blöndal hafa haldið fram, sagði hann: „Það er fyrst og fremst til þess að menn skilji hvað er verið að samþykkja á Alþingi. Skyldur þingmanna em að lög í landinu séu sem skýmst og skiljanlegust." Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum Sérfræðingar skil- uðu skriflegu áliti og ábendingum EFTIR að tekin hafði verið ákvörðun um hvaða listgreinar fengju inni í listamiðstöð á Korpúlfsstöðum leitaði Korpúlfs- staðanefnd eftir ábendingum frá sérfræðingum í hverri list- grein um þann ytri búnað sem nauðsynlegur væri fyrir þá fjölþættu starfsemi sem þar skyldi fara fram að sögn Huldu Valtýsdóttur formanns Korpúlfsstaðanefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.