Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 19 Síðasti Móhíkaninn eftirÞorgrím Starra Björgvinsson Maður er nefndur Friðrik Sig- urðsson. Hann kom hér í þessa sveit fyrir ári síðan og sýnir ekki á sér fararsnið, enda í vellaunaðri stöðu. Manninn þarf ekki að kynna, hann hefur séð um það sjálfur. Þegar orðinn þjóðkunnur, dögum oftar í fjölmiðlum af öllum sortum, enda forstjóri Kísiliðjunnar hf. við Mývatn. Hinn míkli fræðari Friðrik þessi er bráðgjör um margt. Vart voru gestanætur hans liðnar þegar hann taldi sig vita allt um menn og málefni þessarar sveit- ar í nútíð og fortíð, og það betur en þeir, sem átt höfðu hér heima um langa ævi. Hygg ég þó að hann hafi verið bláókunnugur þessu öllu, er hann bar hér að garði. Og ekki lét hann dragast úr hömlu að miðla þjóðinni af þessum fróðleik sínum, og er enn að. 011 þessi fræði hans miða að því að sýna þjóðinni fram á ágæti Kísil- iðjunnar, svo hún megi lengi lifa. Þar kennir margra grasa og furðu- legustu kenningar og fullyrðingar fram settar. Þær hafa verið marg- hraktar af þeim, sem betur vita, svo þar hef ég fáu við að bæta nema því, að allt þetta bull hefur verið vegið og léttvægt fundið af þeim, sem þekkingu hafa og vald í þessum rhálum, og vík ég að því síðar. Samhliða því að vera fjðlfróður er hann fjölhæfur til flestra verka. Hann er líffræðingur að mennt, en einhverra hluta vegna hefur hann ekki fengið starf út á þau fræði. Líffræðingar eru þekktir að því að vara við þeim athöfnum, sem valdið „Líffræðingar eru þekktir að því að vara við þeim athöfnum, sem valdið geta spjöllum á náttúrunni. Það kallast náttúruvernd." geta spjöllum á náttúrunni. Það kallast náttúruvernd. En Friðrik er ekki síður fær um að sitja hinum megin við borðið. Nú starfar hann að því að verja fyrirtæki fyrir nátt- úruverndinni, fyrirtæki, sem er mjög tortryggilegt í hennar augum. Að leggja út af tilvitnunum Ein af skýringum Friðriks á hinni miklu hnignun silungsveiði í Mý- vatni hin síðari ár er ofveiði, sem stafaði af peningagræðgi veiði- bænda. Því til sönnunar vitnar hann til ummæla undirritaðs í viðtali við Þjóðviljann 1959. Ég tel mér skylt, þótt seint sé, að gefa hér nokkra skýringu á, og að henni fenginní væri Friðrik sæmst að draga þessa ofveiðikenn- ingu til baka. Mjög góð veiði hafði verið vetur og vor 1959, mokveiði á nútíma- mælikvarða. Ný veiðarfæri komin til sögunnar, lagnet úr gerviefnum, sem voru svo veiðin, að stór hætta var á, að væru engar hömlur á veiðisókn, yrði afleiðingin ofveiði. Starf veiðifélagsins var á þessum tíma í algjörri lægð, engar hömlur, veiðisóknin skefjalaus. Slíkt leyfði ég mér að kalla peningagræðgi. Viðtalið er tekið seint í júní eða fyrst í júlí. Þá var lægð í veiðmni, sem oft vildi verða á þeim árstíma og á sínar skýringar. Veiði mun svo hafa orðið mjög góð, þegar lengra lei á sumarið, og kjöráta fyrir silung fyllti vatnið, enda var heildarársafli 1959 47.500 silungar. Slík tala hefur ekki sést á blaði síðan Kisiliðj- an fór að láta að sér kveða. Ótti minn við ofveiði, ef fram héldi sem horfði með óhefta veiðisókn, yar eðlilegur og orð í tíma töluð. Ég og aðrir sama sinnis sluppum með skrekkinn, enda var hér brátt tekið í taumana. Veiðifélagið endurreist og ströng stjórn höfð á veiðisókn- inni. Það erálit fiskifræðings okk- ar, að ofveiði hafi ekki verið stund- uð í Mývatni. Skömmu eftir þetta hófst hér ný nýting á botni Mývatns, Kísiliðjan. Hún var frá upphafi tortryggð, og margir óttuðust skaðleg áhrif af hennar völdum á lífríkið. Því hefði mátt ætla, að farið yrði með gát. Forráðamenn verksmiðjunnar ráku hana þvert á móti ætíð með fullum afköstum án þess að líta til hægri né vinstri. Engar hömlur á þeirri veiðisókn. Peningagræðgi, eða hvað? Heittrúarsöfnuðurinn Andstöðuna gegn Kísiliðjunni skilgreinir Friðrik svo, að þar sé um fámennan hóp heittrúarmanna úr röðum bænda við Mývatn og Laxá að ræða. Undirrót þeirra sé rótgróinn sveitarrígur, sem nærist á öfund og illgirni. Ég kann ágætlega við mig í þeim félagsskap. Þar er til dæmis að finna alla líffræðinga landsins utan einn, sem er forfallaður, eins og áður er um getið. Þá má ekki gleyma tveimur ráðherrum ríkis- stjórnarinnar, þeim sem þessi mál heyra undir, svo og miklum fjölda manna, lærðra sem leikra, utan lands og innan, er láta sig náttúru- vernd varða. Þorgrímur Starri Björgvinsson Dómurinn genginn í málinu Hvað er að frétta af athöfnum þessara skaðræðismanna? Það, að áðurnefndir ráðherrar hafa gefið út námaleyfi til Kísiliðj- unnar, sem felur í sér, að Mývatn sunnan Teigasunds er endanlega lokað fyrir kísilgúrnámi, þrábeiðni Friðriks og kumpána að fá að sót- ast þar um í botninum, enda lægju þar fimmtíu milljarðar innan seil- ingar, var neitað. Ekki nóg með það, fyrirtækinu var aðeins leyft að hirða innan- sleikjur í Ytri flóa, verka upp eftir sig. Þeim var leyft að dútla við þetta í 17 ár, en auðvitað guðvel- komið að hætta fyrr, ef þeim leidd- ist. Svo mættu þeir bæta sér í munni með því að pota undir hraun- ið, sem fyllti nyrsta hluta Ytri flóa fyrir nær tvöhundruð og sjötíu árum. En árið 2010 skyldi verk- smiðjan vera búin að pakka saman og afmá sem mest af því, sem minnti á veru hennar hér. Þetta gerðu ráðherrarnir allt í nafni nátt- úruverndar. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Karlmennska forsrjórans Einhverjum hefði nú brugðið við slík málalok í sporum Friðriks. En gulleitarmenn eru ætíð viðbúnir vonbrigðum. Við skulum ekki víla hót varla léttir trega Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. Þannig hljóðar gamall húsgang- ur, og Friðrik er þessa minnugur. Hann er hinn borubrattasti og þyk- ist jafnvel fara með sigur af hólmi. Trygg framtíð segir hann í niður- lagi greinar sinnar í Degi. Þessi mannalæti hans vekja hlátur hjá þeim, er líta raunhæft á málið. En þrátt fyrir þau skringilegheit á hann langt í land að verða eftirsóttur skemmtikraftur. Hann mun hins vegar skapa sér þann heiðurssess að verða síðasti Móhíkaninn í hópi æruverðugra Kísiliðjuforstjóra. Höfundur er bóadi í Garði í Mývatnssveit. Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa, aðstoð á greiðslu- stöðvunartíma, nauðasamningar, lögfræðiráðgjöf, I Borgartúni 18, sími 629091 Atlasklúbbsins Parísar á aðeins 29.900 kr! 3 daga/náttaferð, 5 stjörnu hótel og skoðunarferð! I maí skartar París sínu fegursta og þá gefur Atlas- klúbburinn félögum sínum færi á að sækja heim þessa háborg menningar, lista og tísku á hreint seiðmögnuðu verði - aðeins 29.900 kr. Gist verður á Hotel Concorde Lafayette, sem er 5 stjörnu hótel skammt frá Sigurboganum og Champs- Élysées. Fararstjóri verður Laufey Helgadóttir list- fræðingur og stýrir hún m.a. skoðunarferð um borgina. Innifalið í verði: Gisting í tvíbýli, akstur til og frá flugvelli erlendis, farar- stjórn, skoðunarferð, skattar og gjöld. ^SSr skynsemin r*ður ferðini}// Þessar ferðaskrifstofur taka við pöntunum: Ali's, s. 91-65 22 66 • Ferðabær, s. 91-62 30 20 • Ferðamiðstöð Austurlands, s. 91-67 85 45 • Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, s. 91-68 32 22 Ferðaskrifstofa íslands, s. 91-62 33 00 • Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, s. 91-67 74 44 • Ferðaskrifstofa stúdenta, s. 91-61 56 56 • Ratvís, s. 91-6415 22 • Samvinnuferðir - Landsýn, s. 91-691010 Söluskrifstofur Flugleiða, s. 91-690100 • Úrval - Útsýn, s. 91- 699 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.