Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 41
IfciMtÍ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 41 og að lög voru sett til verndunar Laxár og Mývatns. Vissulega er þetta allnokkuð, enda er ég stoltur af þátttökunni. Um náttúruvernd Ég hefi á liðnum 20 árum unnið verulega að landgræðslu hér í heimalandi eins og margir bændur í sveitinni og vítt um landið. Ekki bendir það til j)ess, að ég sé á móti landgræðslu. Eg hefi gagnrýnt ýms- ar aðgerðir Landgræðslu ríkisins og tel að margt mætti þar betur fara. En gamalt máltæki er að „sá er vin- ur, sem til vamms segir", og á það við um þetta mál. Bændur í Mý- vatnssveit hafa eins og aðrir mátt þola milli 20 og 25% samdrátt sauð- fjárframleiðslu, en þeir hafa líka stytt mjög beitartíma á afrétti bæði haust og vor og þannig brugðist við kröfum um bætta umgengni við landið. Sjálfur hefi ég síðustu ár haft um þriðjung fjár í heimalöndum. Þetta er hægt vegna þeirra land- græðslustarfa, sem áður getur, og samvinnu við Landgræðsluna síð- ustu 2-3 ár. Þetta eru forstjóranum væntanlega framandi viðbrögð, ef miðað er við það, hvernig hann sjálf- ur bregst við gagnrýni. „Hann (þ.e. undirritaður) hlýtur líka að láta af kröfum um að lax verði fluttur upp í Laxá ofan Laxár- virkjunar." Þessi klausa svo og um- mæli höfundar um sandfok, hauga- kjöt o.fl. verður varla skoðað öðru- vísi en sem marklaust skítkast, sem staðfestir vanþekkingu höfundar. Samningur til lausnar Laxárdeilu var gerður fyrir réttum 20 árum. Þar var kveðið á um byggingu fisk- vegar upp fýrir virkjanir í Laxá, þannig að laxrækt gæti hafíst þar. Rannsóknir 1971-76 sýndu, að fæðuframboð var slíkt í Laxá fyrir fugl og fisk, að engin hætta stafaði af laxi á svæðinu. Hann mundi að- eins auka framleiðslu árinnar. Þegar svo Kísiliðjan hefir starfað í 20 ár, er ástand svæðisins orðið þannig að áliti sérfræðinga, að fæðuframboð takmarkar stærð urriða- og anda- stofna í Laxá, og því ekki talið æski- legt að flytja þangað lax. Forstjórinn þarf engar áhyggjur að hafa af því, að við leitumst ekki við að umgangast náttúruna á ábyrgan hátt. Hitt er þó ofrausn og reyndar misskilningur hans, að ætla okkur hafa fundið upp og innleitt hér varúðarregiuna. Það bætast stöðugt nýir liðsmenn þessum ágæta söfnuði, nú síðast ráðherrar iðnaðar- og umhverfismála. Um leið og þeir kynntu nýtt námaleyfi Kísiliðjunnar, fluttu þeir jafnframt þann gleðiboð- skap, að upp skyldi tekin varúðar- reglan í umgengni við náttúruna hér eins og hjá öðrum vestrænum þjóð- um. Fór þetta fram hjá forstjóranum eða hvað? Vonandi veit hann hvað það merkir. Eða vill hann ekki vita það? Um aðkomufólk Oft höfum við, sem tortryggt höf- um rekstur Kísiliðjunnar, fengið að heyra, að við værum á mðti því fólki, sem flust hefur í sveitina. Það væri óvelkomið. Auðvitað er þetta fjar- stæða, enda hafa þessar raddir ekki heyrst um nokkurt skeið, þar til nú að forstjórinn hefur upp þennan söng að nýju. Fróðlægt væri, ef hann gæti nefnt dæmi máli sínu til sönnunar. Ég held að þau finnist ekki utan eitt, en það snertir forstjórann sjálf- an, enda er framganga hans og af- skipti af mönnum og málefnum hér með þeim hætti, að sem betur fer á slíkt sér enga hliðstæðu. Höfundur er bóndi á Arnarvatni og formaður Veiðifélags Laxár og KrákAr Ifyrstasmn þrefaldn l.innninmW* Dregið um þrefaldan fyrsta vinning á morgun! Veröurhami 65.000.000 kr? li ffi^rV TÆKJA TILBOÐ ,n«niíiíi)í'im(M»tí.iiiiji(i PHILIPS FARSÍMAR VERÐFRÁKIt 72.600 I ^tiBit«iimiimiiiiiMmtMiiiMuiM*iiitmttUM|. INFOTEC FAXTÆKI ! VERÐFRÁKR* I 69.900 ".....•¦«»»••"¦¦ PREMIER SÍMSVARAR VERÐFRÁKR. 6.990 ,> llllllDIIIIDIIIIII MÓTTÖKU BÚNAÐUR GERVIHNATTA VERÐFRÁKR. 54.283 attUIUUIIIllllIUIllllilllllUllllltlllllllllHUUl. f UÓSRITUNAR VÉLAR VERÐFRÁKR. 149^900 I *'ttltMtlMIIMMmlttlMMIll««lmllltllllltltMIM*%% IIIUIIIIIIUUIUUIHIIIIIUIIIIIIII'. SEGULBANDS- STÓÐVAR VERÐ FRÁ KR. 25300 '•¦li»ni»lll»lttl«titii»»liiittii»iiit»it*ilitlt^ IIIIIIUIIII ¦¦¦•¦¦«8»«iaa ¦¦ r\ sa ¦¦ JLf_a« ¦¦ i\r ¦¦ ¦¦VXu TÆKNI- OG TOLVUDEILD © Heimilistæki hf. SÆTÚNI8«SIMI6915 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.