Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993
mmmn
„Bg sagbí þér ab pan to,ekJci„ heimcc. -
t'iigún&r -PransbarJtbkJc.urinn- býr
c 30 km. Pjarlsegb. "
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Enn um sjúklingahótel
Frá Ólafi Ólafssyni og
Ástu S. Ólafsdóttur:
Staðhæfingar um að tilkoma
sjúklingahótela í nýrri mynd muni
auka heildarútgjöld til heilbrigðis-
þjónustu eru ekki réttar ef málið
er skoðað betur.
Sem dæmi má nefna eftirfar-
andi: Við háskólasjúkrahúsið í
Lundi í Svíþjóð hefur verið rekið
sjúklingahótel í nær 5 ár. Á hótel-
inu eru 95 herbergi og þar dvelj-
ast sjúklingar að meðaltali í 3
daga. Þar starfa 5 hjúkrunarfræð-
ingar ásamt ræstingarfólki og eld-
hússtarfsliði. Sjúklingar hafa eigin
lykil og eru frjálsir ferða sinna
eins og á venjulegu hóteli.
Einn hótelgangur er rekinn fyr-
ir sængurkonur sem eru fluttar á
fyrsta eða öðrum degi frá sængur-
kvennagangi sjúkrahússins til hót-
elsins. I kjölfar þessara breytinga
var ein sængurkvennadeild lögð
niður á háskólasjúkrahúsinu.
Kostnaður við sólarhringsdvöl á
hótelinu er um 800 SEK en á
sængurkvennadeild er kostnaður-
inn um 2.000 SEK. Legudögum
hefur ekki fjölgað og sængur-
kvennafjöldinn er svipaður, því að
í Svíþjóð fæða nær allar konur á
stofnunum eins og á íslandi. Sjúk-
lingar koma frá öllum deildum
spítalans, þ.e. hjarta-, æða-, gigt-
ar-, krabbameins-, skurðsjúkling-
ar o.fl.
Heildarrekstrarkostnaður gæti
hugsanlega aukist ef sængurkon-
um fjölgaði og allar aðrar aðstæð-
ur væru óbreyttar, en sængurkon-
um hefur ekki fjölgað og ýmis
konar hagræðing fylgir þessari
breytingu.
Menn mega ekki festast í kenni-
setningum eins og t.d. er tillaga
kom fram um 5 daga deildir. Þá
var því spáð að vegna þess að
sjúklingaflæðið ykist þá myndi
kostnaður aukast. Við rekstur 5
daga deilda hefur sjúklingafjöld-
inn aukist verulega og biðlistar
styst en kostnaður hefur ekki auk-
ist, t.d. á lyflækningadeildum’.
Beinn kostnaður hefur aukist á
skurðlækningadeildum en trúlega
ekki heildarkostnaður, m.a. vegna
þess að aukin virkni sjúklinga
dregur úr fylgikvillum eftir að-
gerðir, þeir verða fyrr „sjálf-
bjarga“ og komast fyrr til starfa
en ella. Þess skal getið að sjúkl-
ingahótel hafa verið rekin um ára-
tugaskeið í N-Ameríku og því hef-
ur fylgt veruleg hagræðing og
minnkandi kostnaður að sögn ís-
lenákra lækna er þar hafa unnið.
Legudagar eru yfirleitt færri en
ella. Mun auðveldara er að fá
sjúkling til þess að flytja á „hótel“
þar sem hjúkrunaraðstaða er og
sjúklingur hefur jafnframt vissu
fyrir að komast án tafar á sjúkra-
deild, ef með þarf, en á sjúkrahót-
el sem rekin eru sem venjuleg
hótel.
I raun er verið að flytja þjón-
ustu úr dýru í ódýrara umhverfi
án þess að þjónustan versni. Aðrar
þjóðir hafa getað sparað verulegan
„stofnanakostnað“, sem er dýrasti
liður heilbrigðisþjónustunnar, með
rekstri sjúklingahótela. Við ættum
að feta í fótspor þeirra án tafar.
Besti kosturinn væri að reka eitt
stórt sjúklingahótel fyrir deilda-
skiptu sjúkrahúsin í Reykjavík.
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
landlæknir,
ÁSTA S. ÓLAFSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur.
HEILRÆÐI
KENNDU BARNINU ÞÍNU
AÐ UMGANGAST ELD MEÐ VARÚÐ.
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Margt bendir til þess, að niður-
færsla verðlags sé í fullum
gangi í viðskiptalífinu, þótt tals-
menn útgerðarmanna hafi ekki trú
á niðurfærsluleið til þess að leysa
vanda sjávarútvegsins. Svo að tekin
séu dæmi úr Morgunblaðinu í fyrra-
dag: Toyota auglýsir, að 500 lítrar
af benzíni fylgi með hveijum nýjum
bíl, sem keyptur er. Þetta jafngildir
auðvitað rúmlega 30 þúsund króna
afslætti á hverjum bíl. Honda aug-
lýsir sérstök tilboð í maí án þess
að gera frekari grein fyrir þeim í
auglýsingum en augljóst er, að í
þeim tilboðum felst einhver kjarabót
fyrir viðskiptavini. Hekla auglýsti á
tímabili í vetur vaxtalaus lán, sem
auðvitað jafngildir afslætti af verði
bíls. Toyota auglýsti í janúar að
fyrirtækið væri sveigjanlegt í samn-
ingum, sem benti til að semja
mætti um verð bíls að einhveiju
marki.
Kosta Boda auglýsti í Morgun-
blaðinú í fyrradag 20% verðlækkun
á matar- og kaffistellum. Ikea aug-
lýsti vaxtalaus lán vegna kaupa á
eldhúsinnréttingum fyrir nokkrum
dögum, sem auðvitað samsvarar
einhverri verðlækkun. Kunnugir
fullyrða, að verð í kvenfataverzlun-
um fari lækkandi og jafnvel svo,
að muni verulegum upphæðum.
Ástæðan fyrir þessu er augljós:
kaupgeta almennings er orðin mjög
takmörkuð. Þessar verðlækkanir í
einu eða öðru formi eru vísbending
um, að seljendur vöru vilja heldur
lækka verð og fá minna fyrir sinn
snúð en selja ekki neitt.
xxx
Til viðbótar þessu kemur, að
atvinnuhúsnæði hefur á und-
anförnum misserum lækkað mjög í
verði og nú er sennilega hægt að
gera mjög góð kaup í slíku hús-
næði, sem ekki er ólíklegt að seljist
á 40 þúsund krónur fermetrinn og
jafnvel enn minna, sem er svo langt
fyrir neðan byggingarkostnað í dag,
að þar er engu saman að jafna.
Húsaleiga í atvinnuhúsnæði hefur
líka farið lækkandi. Jafnvel á bezta
verzlunarstað bæjarins um þessar
mundir, þ.e. í verzlunarmiðstöðinni
í Kringlunni fer húsaleiga lækkandi
vegna þess, að verzlun fer minnk-
andi. Víða um bæinn eru þess dæmi,
að þeir, sem hafa verið með at-
vinnurekstur í leiguhúsnæði fá sam-
þykkta leigulækkun vegna þess, að
ella missa húseigendur leigutakann
og eiga tæpast kost á öðrum. Hér
er auðvitað á ferðinni mikil niður-
færsla verðlags.
xxx
Ekkert skal fullyrt hér um það
í hve ríkum mæli verð á sum-
arleyfisferðum hefur lækkað eins
og ferðaskrifstofumar halda fram
en þó er margt, sem bendir til þess
að svo sé og ekki ólíklegt að slík
verðlækkun eigi eftir að koma enn
skýrar í ljós, þegar kemur fram á
sumar, ef minna verður um ferðir
til útlanda en áður.
En af framansögðu er augljóst,
að allir straumir í þjóðfélaginu vísa
til verðlækkunar en ekki hækkun-
ar. Ætli nokkum tíma hafi verið
betra tækifæri til að framkvæma
hina svonefndu niðurfærsluleið en
einmitt nú?