Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 28
-t 28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 iltargmiÞIiifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Forseti Islands og löginumEES Þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti ís- Iands, hafði staðfest með undirskrift sinni lögin um þátttöku íslands í Evrópska efnahagssvæðinu í janúar- mánuði sl. fjallaði Morgun- blaðið um þær kröfur, sem þá voru gerðar á hendur for- seta um að knýja fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið með því að beita 26. grein stjórnarskrárinnar. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins hinn 17. janúar.sl. sagði m.a.: „Þeir, sem beina slíkri áskorun til forseta ís- lands, hver sem hann er hverju sinni, sýna þeim, sem embættinu gegnir, mikið til- litsleysi, ekki sízt vegna þess, að hver forseti hlýtur að líta á það sem meginhlut- verk sitt að vera sameining- artákn þjóðarinnar." Deilur um EES eru að baki. Málið hefur^ verið af- greitt á þjóðþingi íslendinga af rétt kjörnum fulltrúum með lögformlegum hætti. Forseti Islands hefur stað- fest lögin með undirskrift sinni. Fyrir nokkrum dögum staðfesti forseti lög um við- bótarákvæði, sem fyrst og fremst eru tæknilegs eðlis og til eru orðin vegna af- stöðu Svisslendinga. Þegar fyrir lá, að slík lög yrðu sett og þyrfti að staðfesta með undirskrift forseta brá svo við, að hópur fólks gekkst fyrir undirskriftasöfnun, þar sem forseti var enn hvattur til þess að tryggja að þjóðar- atkvæðagreiðsla færi fram um EES-málið. Með þessum síendurteknu kröfum er for- seta íslands sýnt mikið til- litsleysi. Þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir undirritaði lögin í janúar, flutti hún sérstaka yfirlýsingu á ríkisráðsfundi, þar sem hún gerði skýra grein fyrir afstöðu sinni til þeirra áskorana, sem hún hafði þá fengið. Forseti sagði: „Frá stofnun lýðveldis á Islandi hefur embætti for- seta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkzt sá meginþáttur emb- ættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenzka þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu íslend- inga, tákn sameíningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættis- ins er, að enginn forseti hef- ur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Al- þingi, sem tekið hefur sínar ákvarðanir með lögmætum hætti." Eftir þessa yfirlýsingu forseta í janúarmánuði, hefði mátt ætla, að andstæðingar þátttöku okkar í EES sýrtdu forseta íslands þá virðingu og nærgætni að vega ekki í knérunn. Þeir hafa hins veg- ar valið þann kost að halda fyrri áskorunum til streitu. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur í einu og öllu rækt skyldur sínar við íslenzku þjóðina og það háa embætti, sem hún gegn- ir, með meðferð sinni á við- kvæmu máli. Hún hefur staðfest lög, sem Alþingi hefur sett með undirskrift sinni en jafnframt notað tækifærið til að koma á framfæri athugasemdum þess hluta þjóðarinnar, sem var andvígur samningunum um EES. Þegar í hlut á þjóð- kjörinn þjóðhöfðingi, sem á fyrst og fremst að vera sam- einingartákn þjóðarinnar allrar, er ekki hægt að hafa uppi frekari kröfur. Frú Vig- dís Finnbogadóttir er forseti þjóðarinnar allrar en ekki sérstakra hópa. í þeim anda hefur hún sinnt embættis- skyldum sínum með festu og glæsibrag. Það er ekki til of mikils mælzt, að þeir, sem staðið hafa fyrir hinni seinni undir- skriftasöfnun, láti nú af frekari tilraunum til að blanda forsetanum. inn í deilumálin um EES. Það eru hagsmunir þjóðarinnar allr- ar, að forsetaembættið sé hafið yfir dægurdeilur stjórnmálanna. Einstakling- ar og hvers kyns samtök eiga að virða þessa stöðu þjóðhöfðingjans. Nóg er sun- drungin í þessu landi á öðr- um vígstöðvum. Þjóðin og einstakir þjóðfélagsþegnar eiga að temja sér að um- gangast forsetaembættið í samræmi við þetta mikil- væga hlutverk þess. Skákmótið á St. Martin Helgi einn í 1. sætinu HELGI Ólafsson vann opna skákmótið á eyjunni Saint Mart- in í Karíbahafinu sem lauk á laugardag og Margeir Pétursson varð í öðru sæti á sama móti. 120 keppendur voru á mótinu, þar af 16 stórmeistararar. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Boris Gulko í síðustu umferð mótsins og endaði með 7 '/2 vinning af 9 möguleg- um. Margeir Pétursson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Joel Benjamin í síðustu umferð og endaði með 7 vinninga ásamt Gulko, Jermol- inski frá Rússlandi, Ehlvest frá Eist- landi og Shabalov frá Lettlandi. Mar- geir var úrskurðaður í 2. sæti á stig- um. Jón L. Árnason vann bandarfska undrabarnið Josh Waitzkin í síðustu umferð og endaði í 7.-13. sæti með 6'/2 vinning. Karl Þorsteins tapaði fyrir Jermolinski í síðustu umferð og endaði í 14.-25. sæti með 6 vinninga. Stór vatns- æð á vegi bormanna ísafirði. BORMENN í Vestfjarðagöngum komu óvænt í sprungið basaltlag í síðustu viku þar sem mikið magn var af vatni. Þrátt fyrir að 80-90 sekúndulítrar af 10 gráðu heitu vatni sturtaðist yfir bormennina tókst þeim að gera þrjár boranir um 10 metra við þessar erfiðu aðstæður, en nú hefur verið ákveðið að stansa við og bora lárétta tilraunaholu til að kanna hve lagið er þykkt. Ekki er um misgengi að ræða og er erfitt að spá um hvort vatnsmagn- ið, sem er álíka og nemur notkun ísfirðinga, helst í álíka magni eða fjarar út. Nú er vika síðan vatnsflóð- ið byrjaði, en þó hefur það ekkert sjatnað. Staðurinn er undir miðju Búrfelli í Súgandafjarðarafleggjar- anum. Áfram verður unnið af fullum krafti við borun áleiðis til Breiðadals en heildarlengd ganganna er nú um 3,8 kílómetrar. Úlfar. Kristján Jóhannsson syngur í Aidu ef Að lokinni sýningn KRISTJÁN Jóhannsson áritar leikskrá fyrir íslendinga frá París að lokinni sýningu á óperunni Aidu eftir Guiseppi Ver< Rúmlega fjórtán áhorfendur fögi mikilfenglegri s París, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritar.a Morgunblaðsins. KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari söng í síðustu viku hlutverk Radamesar í óperunni Aidu eftir Guiseppi Verdi á þremur sýningum í íþrótta- og hljómleikahöllinni í Bercy í París. Fjölmiðlum á Frakklandi ber saman um að þetta sé einhver mikilfenglegasta uppfærsla á Aidu sem sést hefur. Kristján söng síðustu sýningu fagnað í lokin. Áhorfendur létu sína á laugardagskvöld fyrir fullu húsi en höllin tekur rúmlega fjórtán þúsund manns þegar hver bekkur er setinn. íslendingar, búsettir á meginlandi Evrópu, fjölmenntu á síðustu sýningu Kristjáns og bar öllum saman um að kvöldið hefði verið ógleymanlegt. Sýningin, sem tekur rúmlega þrjár klukkustundir í flutningi, hélt áhorfendum hug- föngnum frá upphafi til enda. Krist- jáni og öðrum flytjendum var ákaft ljós hrifningu sína með þessa maka- lausu leiksýningu oftar en einu sinni á meðan á sýningunni stóð. Hin rúmgóða íþróttahöll var nýtt til fulls til þess að skapa sýning- unni sem raunverulegast umhverfi. Sex hundruð manna kór í skipuleg- um fylkingum presta, ambátta og hermanna skapaði senur sem þeir sem á horfðu munu seint gleyma. Að öllum líkindum eru aðstæður til söngs ekki sem bestar í íþróttahúsi Mikil stemmning á hátíð eldri borgara sem hóf st m< Fjölmargir sóttu hátíð í góðu veðri MIKIL stemmning var á miðbæjarhátíð eldri borgara, sem hófst í fyrradag, að sögn Guðmundu Þórisdóttur í Borgar- húsinu. Veður var með besta móti og tóku fjölmargir þátt í peysufatagöngu karla og kvenna yfir sextugt niður Laugaveginn. Sagði Guðmunda jafnframt að þátttakendur hefðu verið glaðir og reifir og dagurinn því tekist vel. Ár aldraðra Miðbæjarhátíðin, sem hófst 9. maí og lýkur næstkomandi laugar- dag, er haldin í tengslum við ár aldraðra í Evrópu og með henni vilja eldri borgarar senda borgarbú- um kveðju. Einnig má geta þess að á hverjum morgni kl. 9.30 verð- ur morgunkaffí á Hótel Borg og Café París þar sem ýmsir nafntog- aðir einstaklingar munu fá sér kaffisopa. Góð þátttaka Að sögn Guðmundu Þórisdóttur í Borgarhúsinu hófst gærdagurinn kl. 8 með morgungöngu um mið- borgina í fylgd Péturs Péturssonar þular og slógust um 30 manns í för með honum. Einnig var góð þátttaka í morg- unkaffinu eða um 60 manns til samans á fyrrgreindum kaffíhús- um, Sagði hún jafnframt að þátt- taka hefði verið mest hjá eldri kyn- slóðinni það sem af er vikunnar, þó hefði mátt sjá til hinna yngri, einkum og sér í lagi barnabarn- anna. Morgunkaffi í: F.V.: Davíð Oddsson forsætisráðhei ur H. Ólafsson, framkvæmdasljóri r ingu miðbæjarvikunnar, í kaffi á £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.