Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 . Sljórnsýslulög samþykkt í síðustu viku og taka gildi 1. janúar 1994 Meginreglur um starfshætti stjórnvalda nú bundnar í lög STJÓRNSÝSLULÖG voru samþykkt á Alþingi fyrir skömmu, en áður hafa tvö frumvörp um sama efni verið lögð fram á þinginu undanfarin sex ár, án þess að vera afgreidd sem lög. í stjórnsýslulögunum eru lögfestar ýms- ar meginreglur, sem gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðan- ir um rétt eða skyldu manna. Öll Norðurlöndin hafa nú sett sér stjórnsýslulög, en ísland varð síðast til þess og taka lögin gildi hér í ársbyrjun 1994. í nefndaráliti allsherjarnefnd- ar, sem fjallaði um frumvarp til stjórnskipunarlaga, segir m.a., að nefndin sé þeirrar skoðunar að þörf sé á almennum stjórnsýslu- Iögum. Þau séu nauðsynleg til að treysta réttaröryggi borgaranna í viðskiptum sínum við hið opin- bera. Þau séu enn fremur nauð- synleg starfsmönnum stjórnsýsl- Drífa sagði að með stjómsýslu- lögunum væri m.a. verið að lög- festa ýmsar óskráðar grundvallar- reglur stjórnsýsluréttarins. „Með nýjum barnalögum, sem tóku gildi 1. júlí 1992 og breytingum, sem þá voru gerðar á lögum nr. 60/1972, um stofnun og slit hjú- skapar og lögum 20/1923, um réttindi og skyldur hjóna, voru lögfestar ýmsar grundvallarreglur um meðferð mála samkvæmt þess- um lagabálkum. Breytingarnar á bamalögunum hafa að líkindum meiri þýðingu, því ætla má að fleiri ágreiningsmál rísi á grundvelli þeirra en hjúskaparlaganna, til dæmis varðandi umgengnis- og meðlagsmál. Þau mál eru til með- ferðar á tveimur stjómsýslustig- um, fýrst hjá sýslumanni og síðan unnar til þess að þeir viti hvaða reglum þeir eigi að fylgja í starfi sínu. Þá séu þau nauðsynleg um- boðsmanni Alþingis til stuðnings embættisfærslu hans í samskipt- um við stjórnvöld, en ekki sé að efa að árangursríkara sé að vísa í sett lög en óskráðar réttarregl- ur. f áliti sínu fer nefndin yfir einstaka kafla frumvarpsins og hjá dómsmálaráðuneyti, ef úrlausn sýslumanns er skotið þangað. Þá hafa forsjármálin nokkra sérstöðu, því meginreglan er sú, að þau fara fyrir dómstóla. Þó leysir ráðuneyt- ið úr þeim ef báðir foreldrar óska eftir því. Allnokkur forsjármál hafa komið til ráðuneytisins eftir gildistöku þess^ra laga.“ Mikilvægur málaflokkur Drífa sagði að í bamalögum og hjúskaparlögum hefðu verið lög- festar reglur um leiðbeiningar- skyldu stjómvalda, sáttaumleitan, kröfur aðila og gagnaöflun, rétt aðila til að kynna sér gögn máls og til að tjá sig um mál, form og efni úrskurða, tilkynningu um úr- skurð og stjómsýslukæru. „Áður vora þessar reglur ekki lögfestar, verða helstu niðurstöður hennar raktar hér. Réttur og skylda • í I. kafla laganna er fjallað um gildissvið þeirra, en þau taka til stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga. Lögunum er ætlað að gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldur einstaklinga eða lögaðila, en gildissvið laganna nær ekki til samninga almennra stjórn- valdsfyrirmæla, t.d. reglugerða. • í II. kafla eru taldar þær ástæð- ur sem geta valdið vanhæfi starfs- manna og málsmeðferð þegar um vanhæfi er að ræða. Má þar t.d. nefna vanhæfí starfmanns ef hann er aðili máls, skyldur eða mægður aðilum eða hann hefur áður tekið en hafði þó langflestum verið beitt í dómsmálaráðuneytinu við með- ferð sigjamála um árabil, meðal annars vegna tilmæla umboðs- manns Alþingis. Þarna er verið að fjalla um mjög mikilvægan málaflokk, sem snertir mikilvæga hagsmuni einstaklinga.“ Rökstuðningur Drífa sagði að sum ákvæði stjórnsýslulaganna væri ekki að finna í barnalögunum, til dæmis reglur um vanhæfí. Hins vegar gangi ákvæði barnalaga og hjú- skaparlaga stundum lengra en stjórnsýslulaganna, til dæmis verði alltaf að rökstyðja úrskurði samkvæmt þeim, en samkvæmt stjórnsýslulögunum sé ekki skylt að rökstyðja niðurstöður skriflega nema þess sé krafist, enda heyri mikill fjöldi mála undir þau lög. „Stjórnsýslulögin era mjög mikilvæg, bæði fyrir almenning og stjórnvöld, sem hafa nú ákveðn- ar lagareglur að styðjast við. Það ber að fagna tilkomu þessara laga og ég tel mjög til bóta að fá lög- gjöf um þetta efni,“ sagði Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu. þátt í meðferð málsins á lægra stjómsýslustigi. • í III. kafla er kveðið á um al- mennar reglur sem byggjast á óskráðum grandvallarreglum stjórnsýsluréttarins, svo sem jafn- ræðisregluna (óheimilt að mis. muna aðilum á grandvelli sjónar- miða, byggðra á kynferði, kyn- þætti, stjómmálaskoðunum o.s.frv.) og meðalhófsregluna (stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og væg- ara móti). Eru þetta reglur, sem almennt eru taldar gilda í stjórn- sýslunni, en styrkur kann að reyn- ast í lögfestingu þeirra. • í IV. kafla er fjallað um and- mælaregluna, en kjarni hennar er sá, að ekki verði tekin ákvörðun um réttarstöðu aðila fyrr en hon- um hefur verið gefinn kostur á að kynna sér málsgögn og málsá- stæður og tjá sig um málið. • í V. kafla er fjallað um birtingu ákvörðunar stjómvalds og rök- stuðning hennar. Meginreglan er sú, að almennt verði ekki skylt að rökstyðja ákvarðanir en aðili geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega eftir á að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. •IVI. kafla er kveðið á um aftur- köllun ákvörðunar o.fl. og safnað saman ákvæðum er varða það álitaefni hvenær stjórnvald geti breytt ákvörðun sinni. • I VII. kafla er fjallað um stjórn- sýslukæra, en í henni felst það þegar aðili máls eða annar sá sem á kærurétt skýtur stjórnvalds- ákvörðun til æðra stjómvalds, sem þá er skylt að endurskoða ákvörð- unina. • I VIII. kafla eru ákvæði er snúa að stjómsýslunefndum, skipun nefndarmanna, fundarboðun og málsmeðferð. • IX. kafli laganna fjallar um gild- istöku þeirra, en þau taka gildi 1. janúar 1994. Allsherjarnefnd telur rétt, að haldin verði nám- skeið á vegum forsætisráðuneytis- ins til kynningar á Iögunum fyrir starfsfólk stjómSýslunnar. Framvarpið var samið af nefnd, sem skipuð var þeim Eiríki Tómas- syni, hrl., Páli Hreinssyni, að- stoðarmanni umboðsmanns Al- þingis og Gunnari Jóhanni Birgis- syni, hdl. Morgunblaðið/Ámi Helgason Lúðrasveit Stykkishólms lék fyrir gesti og gangandi 1. maí. Stykkishólmur Verkalýðs- félagið fær gjafir Stykkishólmi. 1. MAÍ hátíðarhöldin í Stykkis- hólmi voru haldin eins og undan- farin ár. Félagar í Verkalýðsfé- lagi Stykkishólms voru með opið hús með veitingum síðdegis og áttu margir leið þangað og litu inn. Einar Karlsson, formaður verka- lýðsfélagsins, bauð gesti velkomna og sagði nokkur orð til Hólmara. Hann sagði að það sem hefði verið áberandi í landinu á þessu ári væri hið uggvænlega atvinnuleysi sem væri í sókn. Ennfremur sagði Einar: „Baráttan gegn atvinnuleysi er aðal- mál dagsins og gegn því þurfum við öll að vinna eftir okkar bestu getu og þar má enginn skerast úr leik.“ Einar sagði einnig frá merkum gjöfum sem verkalýðsfélaginu hefðu borist. Þar á meðal var húsaleigu- samningur sem gerður var milli hreppsins og verkalýðsfélagsins 1915 og þar undirrituðu gamlir Hólmarar fyrir hönd bæjarins Oscar Clausen, Hildimundur Bjömsson og Hjálmar Sigurðsson en fyrir fyrir verkalýðsfélagið þeir Guðmundur Jónsson frá Narfeyri, Iengi í forystu verkamannasamtaka hér, og Baldvin Bárðdal. Þá var mynd af verbúð í Höskuldsey tekin líklega um og eftir 1910 og er sagt að þar hafí fyrsta umræða verið um stofnun Verkalýðs- félags í Stykkishólmi og þá afhenti forstjóri Baldurs hf. gamla mynd af 10 mönnum sem hann kallaði löndun- argengið hjá Baldri hér áður. Lúðrasveit Stykkishólms, ungl- ingadeild, lék svo fyrir utan húsið í klukkutíma undir stjóm tónlistar- kennarans Lönu Betts. Ekki spillti að veður var hið ákjósanlegasta, sól og logn og snjórinn sem kom um nóttina hvarf fyrir geislum sólar. - Árni. Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu Fagna löngu tímabær- um stjórnsýslulögum „SAMÞYKKT stjórnsýslulaga á Alþingi er fagnaðarefni, enda setning slíkra laga löngu orðín tímabær. Lögin breyta að vísu ekki miklu um meðferð sifjamála hjá sljórnvöldum, því á síðasta ári voru lögfestar reglur, sem taka til margra sömu þátta og stjórnsýslulögin, til dæmis hvað varðar leið- beiningarskyldu, andmælarétt o.fl. Þessar reglur er að finna í nýjum barnalögum og í breyttum lögum um stofnun og slit hjúskapar og lögum um réttindi og skyldur hjóna,“ sagði Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, er hún var innt álits á stjórnsýslulögum, sem sam- þykkt voru á þingi í síðustu viku. Brauðostur 15% LÆKKUN! VERÐ NU 679 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 120 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALAN SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.