Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐVIlfeKlFl'lfflVlllNUIÍFÞRI&JUDAGUR 11. MAl 1993 35 Stofnandi Body Shop heldur fyrirlestur ANITA Roddick, stofnandi alþjóðlegu verslunarkeðjunnar Body Shop er væntanleg til íslands um miðjan mánuðinn. I tilefni komu hennar mun Body Shop á íslandi og Stjórnunarfélag íslands efna til hádegisverðarfundar að Hótel Loftleiðum í Höfða, mánudaginn 17. maí kl. 12.30 tíl 14.00. Anita Roddick stofnsetti fyrstu Body Shop verslunina í Brighton f Englandi árið 1976. Nú eru versl- anirnar nær 900 í 42 þjóðlöndum. Umhverfismál hafa verið höfð að leiðarljósi í rekstri Body Shop versl- ananna og eitt af þeim verkefnum sem fyrirtækið hefur staðið fyrir er varðveisla regnskóganna. Eitt aðalmarkmið fyrirtækisins er að stuðla að endurnýjun úrgangs og verndunar lífríkis náttúrunnar. Sjálfsævisaga Anitu Roddock „Body and Soul" fjallar um lífsvið- horf hennar og hvernig henni tókst ásamt eiginmanni sínum Gordon Roddock að byggja upp verslunark- eðjuna Body Shop. I bókinni fjallar hún um það hvernig reka má stór- fyrirtæki og stuðla um leið að þró- unarstarfi með fræðslu, atvinnu- sköpun, útflutningi og nýjum tæki- Anita Roddock færum, til að lifa og stafa í sátt við umhverfi og náttúru. Anita Roddock hefur hlotið margar viður- kennirtgar og heiðursgráður fyrir störf sín. Fyrirlesturinn er öllum opinn og skráning fer fram í versl- unum Body Shop og hjá Stjórnun- arfélagi íslands. Verslun Ur ársreikningi Síldavinnslunnar Hagnaður 78.998 Hlutafé 162.052 Sölugengi 3,10 Markaðsv. hlutabréfa 502.361 V/H- hlutfall 6,4 Arður/Markaðsverð 1,6% Eigið fé 328.422 Hagnaðjjr/Eigtöfé 24,1% Innra virði 2,0 Q- hlutfall 1,5 Veltufjármunir 459.516 Fastafiármunir 1.453.232 EIGNIR 1.912.747 Skammtimaskuldir 546.656 Langtímaskuldir 1.037.669 SKULDIR 1.584.326 VELTUFJÁRHLUTFALL 0,8 EIGINFJARHLUTFALL 17% Rekstrartekjur 1.951.579 Rekstrarqjöld 1.786.543 Rekstra^öld/Tj^jr_ 92% Hagnaður/Jekjur 4,0% Veltufé frá rekstri 134.228 Sölugengi m.v. 5/5/93 Hugbúnaður Urlausn með Close- Up samskiptakerfi ÚRLAUSN hf. fékk nýlega umboð fyrir Close-Up samskiptakerfi sem notað er til að tengja saman tvær tölvur í fjarvinnslu. Með þessu kerfi er unnt að tengja einmenningstölvur við aðrar tölvur gegnum súnalínu og vinna bæði með Windows og Dos-forrit. Þann- ig er hægt að sækja eða senda skrár milli fjarlægra staða. Close-Up kerfið kemur frá bandaríska fyrirtækinu Norton Lambert. Þetta fyrirtæki hefur jafnframt nýverið sent frá sér kerfi sem auðveldar kennslu á hugbún- að í fjölnotendakerfum. Þetta kerfi gerir leiðbeinendum kleift að fylgj- ast vinnu nemenda og grípa inn í ef þörf krefur. í töflu í viðskiptablaði sl. fimmtudag yfir kennitölur sjávarútvegsfyrir- tækja á hlutabréfamarkaöi var gert ráð fyrir 10% jöfnun á hlutafé Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þetta reyndist á misskilningi byggt og var því talan yfír hlutafé röng ásamt nokkrum kennitölum. Auk þess slæddist inn meinleg villa í töfluna þar Síldarvinnslan var sögð vera með um 79 milljóna tap en hið rétta er fyrirtækið skilaði um 79 milljóna hagnaði. Upplýsingarnar úr ársreikningi Síldarvinnslunar birtast því hér að nýju. STRANDFLUTNINGAR — Samningur um nýtt strandflutningakerfi Samskipa var undirritaður í gær, en um er að ræða Iið í endurskipulagningu á tölvukerfi félagsins. Strandflutninga- kerfið er hannað af hugbúnaðarfyrirtækinu Ferli hf. og kostar tíu milljónir króna. Á myndinni má sjá frá vinstri Svein Val Sigvalda- son, G. Valdimar Valdemarsson og Björn Hilmarsson frá Ferli og Kristinn Þór Geirsson og Ragnar Guðmundsson frá Samskipum. Strandflutningakerfið sem unnið er í RPG fyrir IBM AS/400 vélar er smíðað upp úr eldra kerfi Samskipa og á samkvæmt samningnum að vera tilbúið ekki síðár en 1. mars á næsta ári. Tap Kaupfélags Þing- eyinga 8,2 milljónir „REKSTUR kaupfélagsins einkenndist af aðhaldi, sem miðaði af því að styrkja stöðu þess til lengri tíma. Þetta tókst að því loyíi að skuld- ur félagsins lækkuðu og fjármagnsmyndun rekstursins var ívíð meiri en árið 1991. Hins vegar náðist ekki hallalaus rekstur og varð rekstrartap heildarrekstrarins 8,2 milh*ónir," segir í skýrslu Hreið- ars Karlssonar, kaupfélagssljóra Kaupfélags Þingeyinga, sem nýlega hefur haldið aðalfund. Rekstrartekur verslunarinnar urðu um 880 millj. króna en afkoma verslunarinnar varð mun lakari en á árinu 1991. Velta fran'leiðslu- deildanna varð 146 milljónir og jókst um 6,4%. Umsetning slátur- húss og tengdrar starfsemi varð 436 milljónir og varð þar um 8,4% samdráttur. Innvegin mjólk hjá mjólkursamlaginu á árinu 1992 var rúmar 6 milljónir lítra og hafði dregist saman um 2,74%. Flokkun mjólkur var mjög góð eða þannig að 99,53% fóru í fyrsta flokk. Ársverk hjá félaginu töldust 157 og launagreiðslur námu samtals 201 milljón króna. Kjötiðja KÞ tók þátt í fagkeppni kjötiðnaðarmanna, bæði í Reykjavík og Danmörku og náði frábærum árangri í þeim, keppnum. I stjórn félagsins eru Egill 01- geirsson, formaður, Ari Teitsson, Halldóra Jónsdóttir, Helga Valborg Pétursdóttir, Hlöðver P. Hlöðvers- son, Kristján Kárason og Skarphéð- inn Sigurðsson. - Fréttaritari. Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu Hæstaréttar Islands Dómsmálaráöherraefnir ti! hönnunarsamkeppni um nýlt dómhús Hæstaréttar ísltmds. Rétt til þátttöku hafa féíagar í Arkitektafélagi fslands og aðrir arkitektar, sem áunnið hafa sér réttindi til að le^ja aðalteikningar fyrir by^ingarnefndir. Dómnefnd skipa: Steindór Guðmundsson, forstöðumaður Framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar ríkisins, formaður. pagný Leifsdóttir, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hrafn Bragason, hæstaréttardómari. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins. Tryggvi Tryggvason, arkitekt. Ritari: Guðjón Magnússon, arkttekt FAÍ. Ráðgjafar dömnefndar. Garðar Gíslason, hæstaréttardóraari. Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur. Þorvaldur S. Þorvaidsson, forstöðumaður borgarskipulags. Trúnaðarraaður: Ólafur Jensson, forstöðumaður. Heimasími: 39036, heimafax: 682038, vinnusími: 628910, vinnufax: 628920. Verðlaunafé er samtals kr. 2.400.000,- Þar af eru 1. verðlaun ekki iægri en 1.200.000,-. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tilllögur fyrir ailt að 600.000,- Trúnaðarmaður afhendir samkeppnisgogn 1 Aðaistræti 2 (gamla Geysishúsinu) gegn 5000,- kr. skilagjaldi frá og með miðvikudeginum 12. maí 1993 og skai skila tiliogum á saraa stað eigi síðaf en þann 6. júlí 1993 kl. 18:00 að ís- ienskum tíma. ', . . öónmefnd. %1600 cc vél meb innspýtingu • Sídrif % Lœsing í milHkassa ^Sgírar QVökvastýri mklfelguro.fi. Verö kr. L295.000.stgr meö ryövörn og skráningu. F ARA SkúlagötuS9 ReykjavíkS. 619SS0 1943-1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.