Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993
Tillíiga um afturför í
stjórnun sjúkrahúsa
eftir Sigríði
Snæbjörnsdóttur
og Ragnheiði
Haraldsdóttur
Að undanförnu hefur orðið bylting
í starfsemi og rekstri sjúkrastofn-
ana. Annars vegar stafar þessi bylt-
ing af örri þekkingarþróun á sviði
tækni og vísinda, hins vegar vegna
gífurlega aukins kostnaðar sem
þessi þróun hefur haft í för með sér.
Umræðan um kostnað og aðhald
í rekstri heilbrigðisþjónustunnar hef-
ur ekki farið fram hjá mörgum hér
á landi enda snertir hún flesta lands-
menn. Hlutur hjúkrunar í þeim
árangri sem náðst hefur hefur þó
ekki verið í hávegum hafður í fjöl-
miðlum.
í þessari grein verður fjallað um
einkenniléga mótsögn sem hjúkrun-
arfræðingar standa nú andspænis: í
kjölfar góðs árangurs af stjórnun-
arstörfum hjúkrunarfræðinga stefna
ýmsir að því að draga verulega úr
stjómunarábyrgð þeirra.
Fjölmennasta
heilbrigðisstéttin
Fjölmennasta heilbrigðisstéttin,
þ.e. hjúkrunarfræðingar, hefur að
undanförnu verið í fararbroddi í
hagræðingu og rekstri í heilbrigðis-
þjónustu innan og utan sjúkrahúsa.
Hafa þeir fyrir vikið hlotið lof sam-
starfsmanna sinna og annarra þeirra
er þekkja til reksturs heilbrigðisþjón-
ustu.
Það er ekki tilviljun sem ræður
því að hjúkrunarfræðingar leggja
svo mikið af mörkum til þess að
halda niðri kostnaði í heilbrigðisþjón-
ustu sem raun ber vitni, jafnframt
því sem leitast er við að halda sömu
gæðum þjónustunnar og við höfum
búið við hingað til.
Stjórnunarmenntun
hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar hafa í námi
sínu, einir heilbrigðisstétta, fengið
skipulagðan kúrs í stjórnun, þar sem
tekið er á flestum þeim þáttum sem
verið er að glíma við í heilbrigð-
iskerfínu nú. Auk þess hafa hjúkr-
unarfræðingar mjög margir bætt við
sig eins til tveggja ára viðbótamámi
í stjómun og nokkrir lagt verulega
áherslu á stjórnun í framhaldsnámi
sínu til meistaragráðu eriendis.
Þá hafa hjúkrunarfræðingar verið
heilbrigðisstétta áhugasamastir um
ýmis námskeið hérlendis og erlendis
sem lúta að stjómunarþætti starf-
anna.
Hjúkrunarfræðingar bera
ábyrgð á hjúkrun
Lögum samkvæmt bera hjúkrun-
arfræðingar ábyrgð á hjúkrun (lög
nr. 97/1990). Hjúkrunarfræðingar
eru ásamt sjúkraliðum við híið sjúkl-
inganna allan sólarhringinn allan
ársins hring á sjúkrahúsum. Þar af
leiðandi gegna þeir mjög mikilvægu
samhæfingar-hlutverki, því á hveij-
um degi kemur fjöldi annarra heil-
brigðisstarfsmanna á einhvern hátt
að meðferð og umönnun sjúklinga.
Um mikilvægi klínísks þáttar hjúkr-
unar þarf ekki að fjölyrða.
Hjúkrunarstjórnir á sjúkrahúsum
hafa það hlutverk að bera ábyrgð á
og hafa yfirsýn yfir hjúkrun, m.a.
skipulag þjónustu, starfsmannahald,
gerð fjárhagsáætlana og eftirlit.
Mikilvægi stjórnunarhlutverks
hjúkrúnarforstjóra og hjúkrunar-
framkvæmdastjóra í hjúkrunar-
stjómum og deildarstjóra á sjúkra-
deildum ætti því að vera öllum ljós.
Þeir hafa líka sinnt hlutverki sínu
vel og þróað með sér nútíma stjórn-
unarhætti, sem hafa komið sjúkling-
um og skattborgurum vel á tímum
þegar fjárveiting til heilbrigðismála
er takmörkuð. Þeir hafa jafnvel skil-
að hlutverki sínu svo vel að öðrum
heilbrigðisstéttum hefur e.t.v. verið
örlítið ógnað, m.a. vegna þess að
hjúkrunarfræðingar hafa átt lítilla
fjárhagslegra eiginhagsmuna að
gæfa og tekið ákvarðanir með hags-
muni sjúklinga og stofnana fyrir
augum.
Hjúkrunarfræðingar hafa ekki
lagt í vana sinn að mikla störf sín
opinberlega né heldur hafa þeir
fengið rausnarlega fjárhagslega
umbun fyrir þau. Þar af leiðandi er
almenningi, eðlilega, oft ekki ljóst í
hvetju störf hjúkrunarfræðinga em
fólgin og hversu mikilvægu hlutverki
þeir gegna.
Endurskoðun á lögum um
heilbrigðisþjónustu
Nú stendur yfir endurskoðun á
lögum um heilbrigðisþjónustu.
Nefnd sú sem fékk það mikilvæga
hlutverk er að ljúka störfum. Enginn
hjúkranarfræðingur átti setu í þeirri
néfnd, þrátt fyrir loforð heilbrigðis-
ráðherra um að svo mundi vera. Að
undanfömu hefur verið um það fjall-
að í fjölmiðlum að f frumvarpsdrög-
unum sé stefnt að skertri rekstrar-
ábyrgð hjúkrunarfræðinga á sjúkra-
stofnunum.
í bréfí heilbrigðisráðherra dags.
21. nóvember 1991 til landlæknis
er gerð skýr grein fyrir túlkun á
núgildandi lögum. Þar segir m.a.
þegar vitnað er í 29. gr. heilbrigðis-
laganna um hvaða stjómendur verða
að vera á sjúkrahúsi: „Samkvæmt
þeirri grein þarf að vera yfirlæknir,
hjúkranarforstjóri og framkvæmda-
stjóri við hvert sjúkrahús og ráðu-
neytið lítur svo á að þessir stjórnuna-
raðilar heyri hver fyrir sig undir
stjórn stofnunarinnar með þau sér-
mál sem þeir hver fyrir sig sinna.“
Þessi skilningur er samhljóma skiln-
ingi hjúkrunarfræðinga og er í raun
grundvöllur fyrir þeirri áherslu sem
þeir hafa lagt á hagræðingu og
skipulagningu á starfsvettvangi.
Breyting í hverra þágu?
En hver vill sjá rekstrarábyrgð
hjúkrunarfræðinga skerta? Margir
kunna að telja að það séu læknar,
því þeim er líklega ætlað samkvæmt
drögunum að fá forræði yfir hjúkr-
un. Gefum því læknum orðið. í sam-
tali við Tímann 30. apríl 1993 bend-
ir formaður læknaráðs Borgarspít-
alans á að þetta kerfi (núverandi
stjómskipulag) hafi gengið í mörg
ár og eigi að geta gengið áfram.
Jafnframt bendir hann á að með
áranum hafi hjúkranarfræðingar
prðið sífellt sjálfstæðari starfsstétt.
í bréfi formanns Iæknaráðs Land-
spítalans, dags. 15. desember 1992,
sem sent var stjórn Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga í til-
efni af áiyktun þeirra um umrædd
framvarpsdrög, segir meðal annars:
.... vil ég nota tækifærið og full-
vissa stjórn félags yðar um að innan
stjórnar læknaráðs Landspítala er
fullur einhugur um að virða og meta
afstöðu hjúkranarfræðinga, eins og
fram kemur í almennri ályktun yðar,
sem mér sýnist fyrst og fremst snúa
að drögunum að nýju lagafrumvarpi
um heilbrigðisþjónustu.“ Ennfremur
„. .. af stjórn læknaráðs Landspítal-
ans er hlutdeild og frumkvæði hjúkr-
unarfræðinga í hagræðingu hér á
stofnuninni bæði vel metin og þökk-
uð . .. Það er einlæg skoðun mín,
að með sameiginlegu átaki verði
best staðið að skilvirkri stjórnun og
þróun þessa spítala og annarra.“
Ennfremur má minna á, að í þeirri
umræðu sem nú á sér stað um breyt-
ingar á stjórnskipulagi stærstu
sjúkrahúsanna í Reykjavík, hafa
ekki komið fram tillögur sem skerða
rekstrarábyrgð hjúkrunarfræðinga.
Ekki era þó allir læknar samþykk-
ir þessum viðhorfum. í samræðum
við þá lækna sem telja að lækna-
stétt eigi að fara með stjórnun hjúkr-
unar, kemur gjaman í ljós að þeir
vilja taka við stjórnunarstöðunum
og ákvarðanavaldinu, m.a. eins og
það snýr að skiptingu fjár. Hins
vegar eru þeir hvorki reiðubúnir til
að taka á sig stjórnunarvinnuna né
axla ábyrgðina á störfunum. Það
mættu hjúkrunarfræðingar hafa
áfram! Þetta sjónarmið er þó engin
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Ragnheiður Haraldsdóttir
„I þessari grein ve,rður fjallað um einkennilega
mótsögn sem hjúkrunarfræðingar standa nú and-
spænis: I kjölfar góðs árangurs af stjórnunar-
störfum hjúkrunarfræðinga stefna ýmsir að því
að draga verulega úr stjórnunarábyrgð þeirra.“
ástæða til að eigna nema fáum lækn-
um, eins og ummæli læknisfræði-
legra yfirmanna tveggja stærstu
sjúkrastofnana landsins hér að ofan
bera vitni um.
Ástæða er til að taka fram hér
sérstaklega að hluti af störfum
hjúkranarfræðinga á sjúkradeildum
felst í að framfylgja fyrirmælum
lækna um meðferð sjúklinga og mun
að sjálfsögðu vera svo áfram. Um
það er ekki ágreiningur.
Hjúkrunarfræðingar sýna
þoiinmæði
Hjúkrunarfræðingar hafa alla tíð
sýnt mikla þolinmæði og þeir búa
yfír miklu langlundaVgeði hvað varð-
ar viðurkenningu á mikilvægi starfa
þeirra. Það er þó að bera í bakkafull-
an lækinn ef ekki má einu sinni
umbuna hjúkrunarfræðingum með
því að viðurkenna hlutverk þeirra
og störf í lögum um heilbrigðisþjón-
ustu.
Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er
því á þrotum, og reiði þeirra vegna
þessara síðustu frétta, í kjölfar erf-
iðra deilna um kjör, setur mark sitt
á alla umræðu meðal þeirra. Hjúkr-
unarfræðingar treysta því að lög-
gjafinn fallist á sjálfsagðar kröfur
þeirra um viðurkenningu á stað-
reyndum; að lög um heilbrigðisþjón-
ustu endurspegli ábyrgðarsvið
hjúkrunar og tryggi stjórnskipulega
stöðu hjúkrunarfræðinga í heilbrigð-
iskerfinu. Hjúkranarstéttin sættir
sig aldrei við að vægi hjúkrunar í
heilbrigðiskerfinu verði skert.
Höfundar eru báðir hjúkrunar-
fræðingar. Sigríður er hjúkrunar-
forstjóri Borgarspítalans og
Ragnheiður hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á Landspítalanum
og lektor við námsbraut í
hjúkrunarfræði í Háskóla íslands.
Bara bamatennur
eftir Margréti Rósu
Grímsdóttur
Sem betur fer heyrist sjaldan' nú
orðið: „Þarf nokkuð að lappa upp á
þessar tennur, þetta eru jú bara
barnatennur." Barnatennur gegna
margvíslegu hlutverki og fellur sú
síðasta ekki, hjá flestum börnum,
fyrr en um 12 til 14 ára aldur. Þær
þjóna okkur því einn sjötta hluta
ævinnar, þann hluta sem við eram
að vaxa og þroskast.
Eitt af hlutverkum barnatanna,
er að varðveita rými fyrir fullorðins-
tennur og beinlínis stýra þeim á rétt-
an stað eins og gerist á jaxlasvæðum
þar sem tannkím fullorðinsfoijaxls
vex inn á milli rótanna á barna-
jaxli. Þessi þáttur er þó mis mikil-
vægur eftir því hvaða barnatönn á
í hlut og minnkar vægið eftir því
sem framar dregur í munninum.
Leiðir þetta til að líkurnar á að bilið
minnki eru meiri ef barnajaxl er
dreginn úr ótímabært, en ef um
bamaframtönn væri að ræða. í
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
HEIMSPEKIDEILD
ítalska - byrjendanámskeið
Tvö byrjendanámskeið í ítölsku verða
á vegum Endurjnenntunarstofnunar og heim-
spekideildar HÍ, 24. maí - 12.júní.
Námskeiðin eru 45 kennslustúndirað lengd.
Kennt í 3 stundir á dag, 5 daga í viku,
í 3 vikur.
Leiðbeinandi: Lucia Pantaleo,
sendikennari frá Studio di Italiano í Róm.
Tími: 24. maí- 12. júní.
Síðdegisnámskeið: Kl. 17.00-19.45, mánud. til
og með fimmtud. og kl. 9.30-12.30 á laugard.
Kvöldnámskeið: Kl. 20.00-22.45, mánud. til
og með fimmtud. og kl. 13.00-16.00 á laugard.
Yerð: Þátttökugjald er 18.000 krónur,
námsbækur innifaldar.
Upplýsingar í síma 694923 -24 -25.
þessu sambandi skiptir aldur barns-
ins og tannþroski miklu máli. Því
yngra sem barnið er, því líklegra er
að bil minnki eða jafnvel lokist al-
veg, ef barnatönn er dregin úr ótíma-
bært.
Hvað er þá til ráða, ef svo óheppi-
lega vill til að barnatönn glatast
áður en hlutverki hennar lýkur?
Tannlæknir sem annast barnið getur
komið fyrir rýmishaldara eftir að
samanbit og annar kjálka- og tann-
þroski hefur verið metinn. Þó er
ekki alltaf hægt að koma rýmishald-
ara við, t.d. þegar aftasta barnatönn
tapast áður en 6 ára jaxlinn kemur
í munninn. í flestum tilfellum er það
einungis á færi sérmenntaðra tann-
lækna í tannréttingum að laga slíkt.
Rýmishaldara þarf af fyrrgreindum
ástæðum ekki nauðsynlega að koma
fyrir á framtannasvæði.
Það allra besta er að sjálfsögðu
að koma í veg fyrir að barnatönn
tapist, áður en hlutverki hennar lýk-
ur. Góð munnhirða og hollar matar-
venjur vega þar mest. Foreldrar
geta best aflað sér upplýsinga um
slíkt hjá tannlækni. Að fara með
barn til tannlæknis um eins árs ald-
ur ætti að vera jafn sjálfsagður hlut-
ur og að fara með bam í sprautur
á þeim aldri. Tilgangurinn með
hvora tveggja er að byrgja brunninn
áður en barnið dettur ofan í hann.
Einnig er mikilvægt að meta sam-
anbit hjá börnum með allar 20
bamatennurnar og hjá eldri börnum
sem komin eru með nokkrar fullorð-
instennur. Vissar tannskekkjur má
lagfæra á þessu stigi á auðveldan
og hagkvæman hátt. Má því hugs-
anlega koma í veg fyrir flóknar og
erfiðar tannréttingar, eða jafnvel
aðgerð á unglings- eða fullorðins-
áram. Nokkur dæmi um þetta eru
m.a.: krossbit, þar sem efri gómur-
inn er of þröngur miðað við þann
neðri; yfirbit, þar sem neðri kjálkinn
Margrét Rós Grímsdóttir
„ Að fara með barn til
tannlæknis um eins árs
aldur ætti að vera jafn
sjálfsagður hlutur og
að fara með barn í
sprautur á þeim aldri.“
er of aftarlega miðað við þann efri,
og djúpt bit, þar sem framtennur
neðri góms bíta nánast eða alveg
upp í tannhold efri góms.
Hér hefur aðeins verið fjallað um
mikilvægi barnatanna í að varðveita
rými fyrir fullorðinstennur. Þá er
ónefnt hlutverk þeirra í tyggingu,
meltingu, útliti og almennri vellíðan
barnsins. Óhætt er því að fullyrða
að það er ekkert til sem heitir „bara
barnatönn".
Höfundur er tannlæknir.