Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIDSWPTI/AIVINNUlír ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 i Iðnaður Samveldisríkin verja hags- muni sínaíáliðnaði ÁLIÐNAÐURINN í Samveldis- ríkjunum eystra hefur sett á lagg- irnar samtök til að berjast fyrir og verja hagsmuni sína á Vestur- löndum. Nokkur vestræn álfyrir- tæki munu eiga aðild að samtök- unum, sem munu hafa bækistöðv- ar í Pétursborg auk útibúa í Brussel og New York. Eitt megin verkefni samtakanna verður að leggja mál áliðnaðarins í Sam- veldisríkjunum fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins, þar sem komið hefur til álita að setja kvóta á innflutning á áli frá Samveldislöndunum. Nánast allar álbræðslur gömlu Sovétríkjanna eiga aðild að samtök- unum auk Concern Aluminity, mið- stýrðu eignarhaldsfélagi, en forstjóri þess, Igor Prokopov, er jafnframt formaður samtakanna. Allnokkur vestræn álfyrirtæki, sem öll eru birgjar áliðnaðarins eystra, eiga einnig aðild að samtökunum, þar á meðal sænska álfyrirtækið Granges sem á aðild að Atlantsáls-hópnum og bandaríska álfyrirtæki Keiser, sem einnig hefur komið við sögu álviðræðnanna hér á landi. Sam Mantaktala, framkvæmda- -t.ióri hjá Keiser, er raunar fram- kvæmdastjóri hinna nýju samtaka og segir hann iilutverk vestrænu fyrirtækjanna innan samtakanna vera ráðgefandi í því að byggja sam- tökin upp með svipuðum hætti og evrópusamtök áliðnaðarins og sam- svarandi samtök áiðnaðarins í Amer- íku. „Þau munu samanstanda af aðilum með vinna ætla saman að áþekkum markmiðum. Ef rússnesk- ur áliðnaður nær að byggja sig upp með skipulögðum hætti kemur það honum til góða og ekki síður áliðnað- inum annarsstaðar í heiminum." Samtökunum er einnig ætlað að laða til sín aukna erlenda fjárfest- ingu í áliðnaðinn eystra og þess vænst að á lengri tíma muni þau ýta undir samruna áliðnaðarins í Samveldislöndunum við áliðnað heimsins, en ýmsir rússneskir félag- ar í samtökunum hafa lýst áhyggjum sína á því hversu slæmt orð fer af áliðnaði Samveldisríkjanna á al- þjóðavettvangi. SYKURVERÐ HIÐ HÆSTAI ÞRJU AR Minnkandi uppskera í helstu framleiöslulöndum veldur þvf að sykurverö hefur ekki verið hærra í þrjú ár. REUTER milljónir tonna ------------120 iivi 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 ^7// SEIKOSHA TÖLVUPRENTARAR SP-1900AI Góöur fyrir ritvinnslu og nótur SKIPHOLTI 17 ¦ 105 REYKJAVlK /—»/—,/—\ SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 CjV__»LJ Vegheflar Vegagerðin kaupir hefla FYRSTU vegheflarnir frá Ingvari Helgasyni hf. voru afhentir Vega- gerð ríkisins nýlega. Um er að ræða tvo Dresser veghefla, en Ingvar Helgason er með umboð fyrir Dresser þungavinnuvélar. Dresser vegheflar frá Galion Ohio frá Bandaríkjunum vega 15 tonn og eru vel útbúnir samkvæmt nútíma kröfum eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Ingvari Helgasyni. Innkaupastofnun ríkisins keypti vegheflana fyrir Vegagerðina af Ingvari Helgasyni. • Þessir tveir fyrstu verða staðsettir annars vegar á Hvolsvelli og hinsvegar á Sauðár- króki. Erlent Breytt hraðsend- ingarþjónusta MIKLAR breytingar eru að eiga sér stað á starfsemi fyrirtækja í hraðsendingarþjónustu. Með aukinni notkun símbréfa og pappírslausra viðskipta hefur dregið verulega úr hraðsend- ingu á bréfum en á móti kemur að pakkasendingar hjá þessum fyrirtækjum hafa aukist mjög. Víða um heim hafa fyrirtæki breytt áherslu sinni í vörudreifingu og hafa hana nú miðstýrðari en áður. Til að draga úr kostnaðar- sömu lagerhaldi víða um heim eru mörg fyrirtæki farin að nýta sér þjónustu fyrirtækja á borð við Einfalt • auðvelt • handhægt Smíðakerfi sniðið fyrir hvern og einn i DHL til að annast vörustýringuna og sjá um að vörur þeirra berist á skömmum tíma á rétta staði. Dæmi um þettá er að Toyota hef- ur notað hraðsendingarþjónustu DHL til að flytja varahluti frá Japan til verksmiðja fyrirtækisins í Bretlandi og til þjónustuverk- stæða víða um Evrópu. Aukinni síma- þjónustu fagnað í BRETLANDI og á meginlandi Evrópu eiga neytendur í aukn- um mæli sín bankaviðskipti í gegnum síma. Nefnt er að besta dæmið um vel heppnaða síma- þjónustu sé hjá Midland Bank sem er ekki einungis með sím- svara tii að gefa t.d. upp stöðu á reikningi heldur sitja starfs- menn bankans við símann allan daginn allan ársins hring til að sinna • þörfum viðskiptavina sinna. Viðskiptavinirnir geta í gegnum síma t.d. fengið millifærslur á reikningum og fengið afgreiddan gjaldeyri. Forsvarsmenn Midland Bank segja að þessi þjónusta mælist mjög vel fyrir og að við- skiptavinum bankans hafi fjölgað mjög eftir að þessi þjónusta var tekinn upp en um 2.500 nýir við- skiptavinir bætast við vikulega. Árið 1990 þegar þessi þjónusta var tekin upp voru reikningar Mid- land Bank um 100 þúsund talsins en nú eru þeir yfir 400 þúsund. Farþegafjöldi eykst Á FYRSTA ársfjórðungi jókst farþegafjöldi hjá evrópskum flugfélögum um 8% samkvæmt tölum frá IATA. Menn vara hins vegar við því að tölur um fjölda segi ekki mikið þar sem mikill tilkostnaður fylgi því fyrir flug- félögin að auka sætanýtinguna en tekjur aukist ekki að sama skapi. Frá 1. janúar sl. þegar frelsi EB á þessu sviði jókst lækkuðu flest flugfélögin fargjöldin og efldu þjónustuna til að standa bet- ur að vígi í samkeppninni. Gert er ráð fyrir að þetta komi niður á afkomu ársins. Bygginga- fyrirtæki líta til Rússlands BYGGINGAFYRIRTÆKI í Dan- mörku líta hýru auga til bygg- ingaframkvæmda í Rússlandi þar sem búist er við auknum umsvifum þegar aðstoð frá Vesturlöndum fer að skila sér. Talið er að reynsla Dana gæti skilað sér þarna þar sem mikil þörf sé fyrir nútíma tækniþekk- ingu á þessu sviði. Einnig er talið áhugavert að hefja einhverskonar framleiðslu úr tré í Rússlandi þar sem launin séu lág og timbur mjög ódýrt. Noregur kostar 100.000 milljarða HEFUR einhver áhuga á að kaupa Noreg? Ef svo er þá kost- ar það viðkomandi um 100.000 milljarða samkvæmt útreikn- ingum frá hinu opinbera í Nor- egi. Samkvæmt fréttablaðinu Nor- inform er þetta í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að verðleggja Noreg í heild sinni. Vinnuafl þjóð- arinnar er talinn mikilvægasti hlutinn af hinni efnahagslegu auð- lind Noregs. ®DEXI0N SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 ¦ SIMI 62 72 22 EININGABREF 2 EIGNARSKATTSFRJÁLS Raunávöxtun s/. 6. mánuði 3M Límbönd-193teg. 10,3% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœti Kring/unni 5, st'mi 689080 I eizu Rúttniltitiiiinktl lllondt (¦gsftiirisjóðiitiriti Wterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiöill! H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.