Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 Blekkingar við mótun sjávarútvegsstefnu eftir Onund Asgeirsson Einkennandi við hina umfangs- miklu umræðu um nýja sjávarútvegs- stefnu hefír verið að þeir sem höfðu litlar eða takmarkaðar upplýsingar um frumheimildir frá hinum mörgu og umfangsmiklu hagrannsóknar- stofnunum hafa komist að réttri nið- urstöðu um eðlilega framþróun sjáv- arútvegsstefnu. Þetta sýnir að al- menningur skilur þetta mál mjög vel. Hinir, sem unnu þessar frum- rannsóknir eða höfðu fullan aðgang að þeim, hafa annað hvort leitt hjá sér að draga af þeim réttar ályktan- ir eða notað þær í blekkingarskyni, sem er enn verra. Undir síðari liðinn fellur 173 síðna skýrsla svonefndrár „Tvíhöfðanefnd- ar" til sjávarútvegsráðherra um mót- un sjávarútvegsstefnu. Megintil- gangur skýrslunnar er að sýna fram á, að hagkvæmustu veiðarnar séu stórir frystitogarar, sem hafi skilað 25-26% brúttóhagnaði 1991, meðaiK ískfisktogarar hafí skilað 15-17% brúttóhagnaði, línubátar 16-18%, netabátar 15-18%, dragnótabátar 13- 18% og botnvörpubátar 13-18%, sbr. töflu 8.2, bls. 93. Eng- ar skýringar eru í skýrslunni á hvern- ig þessar tölur eru reiknaðar, en til þess er ætlast að menn trúi þessum tölum blint, eins og alþingismönnum er ætlað. „Augljósasta og jafn- framt auðveldasta leið- in væri að nýta t.d. 30 stóra togara til veiða utan 200 mílnanna, en afli þeirra myndi vera hrein aukning á út- flutningsverðmæti landsins." Blekking Tvíhöfðanefndarinnar liggur í því að ekki er tekið neitt tillit til fjármagnskostnaðar. Þetta er í samræmi við þá stefnu útgerð- armanna að stjórnvöld eða almenn- ingur í landinu skuli bera ábyrgð á rekstri útgerðarfyrirtækja, en sjálfar útgerðir skipanna skuli vera „stikkfr- íar". Komið hefur verið upp margvís- legu og flóknu kerfi til að létta skuldastöðu útgerðarfyrirtækja, svo sem með gengisfellingum, margvís- legum afskriftum og/eða styrkjum í flóknu sjóðakerfi og allt til „afskrifta með gjaldþroti", með áframhaldandi rekstri sömu aðila undir nýjum nöfn- um. Afkoma togaraútgerðar 1991 Tvíhöfðanefndin miðar við afkomu togara 1991, þrátt fyrir að skýrslur LIU sýni meir en 100 m.kr. lækkun aflaverðmætis 1992 hjá einstökum frystiskipum. Forsendur skýrslunnar eru þannig rangar frá upphafi. Sam- anburður við skýrslur LIU 1991 sýn- ir að 77 ísfisktogarar veiddu alls fyrir 15,2 milljarða, eða 197 m.kr. á skip að meðaltali, og 24 frystitogarar veiddu brúttóverðmæti 9,5 milljarða eða 381 m.kr. á skip. Afkomu togaranna 1991 má þá reikna þannig: Brúttóverðmæti afia 1991 Brúttóhagnaður (tafla 8.2) Rekstrarkostnaður Ef gengið er út frá því, að allur brúttóhagnaður fari í fjármagns- kostnað, má fá fram hversu dýr skip mega vera til að reksturinn standi undir fjármagnskostnaði, og er hér miðað við 30% af verðmæti skips í afskriftir og vexti: Verðmæti skipsll2 m.kr. 330 m.kr. Það er augljóst, að verðmæti skipa er miklu hærra, og sýnir þetta að stórfellt tap er á útgerð beggja teg- unda skipanna á þessu rekstrarári. Ef miðað er við að stofnkostnaður ísfisktogara með búnaði sé 400 m.kr. og frystitogara 800 m.kr. eins og greitt var Færeyingum á tombólu- prísunum 1992 kemur fram, að mjög stórfellt tap var á rekstri skipanna 1991, þegar tekið hefir verið tillit til fjármagnskostnaðar og áfram miðað við aflaverðmæti skv. togaraskýrslu LÍÚ: Fjármagnskostn.30%120 m.kr. 240 m.kr. Sami sbr. a.o. 33,5 m.kr. 99 m.kr. Tap 1991 86,5 m.kr. 141 m.kr. Þannig kemur það greinilega fram að það var stórfellt tap bæði hjá ís- fisktogurum og frystitogurum 1991. Tvíhöfðanefnd hefir þannig annað- hvort ekki lesið skýrsluna, eða hún og formenn hennar eru vísvitandi að blekkja almenning og sérstaklega alþingismenn um staðreyndir í sam- bandi við togaraútgerðina og þá einkanlega frystitogara. Þeir eru mestu tjónvaldarnir í fiskveiðunum. Til samanburðar eru hér tilfærðar tölur um afkomu útgerðarfyrirtækja 1992, sem gefnar voru upp í DV 23. þ.m.: Grandihf. +156 m.kr. Skagstrendingur hf. +75 m.kr. ÚtgerðarfélagAkureyr. +10 mrk. ísfisktogarar Frystitogarar 197,0 m.kr. 381,0 m.kr. 33,5 m.kr. (17%) 99,0 m.kr. (26%) 163,5 m.kr. 282,0 m.kr. Síldarvinnslan Neskaupst. +79 m.kr. MélagVestm.eyja +200 m.kr. Ámes hf., Þorlákshöfn +241 m.kr. Har. Böðvarsson hf. +90 m.kr. Fiskiðja Skagfirðings hf. +46 m.kr. Þormóðurrammihf. +45 m.kr. Hraðfrh. Eskifjarðar hf. +5 m.kr. yinnslustöðin, Vey. +200 m.kr. Útgerðarf. Dalvíkinga hf. +123 m.kr. Stórútgerð og veiði utan 200 mílna Því hefír verið haldið fram, að ís- lendingar eigi rétt á veiðum allt að 350 mílum út frá landgrunnspunkt- um. Rússar hafa veitt á þessum slóð- um upp að 200 mílna landhelginni undanfarin 35 ár eða lengur. Þó ætti að vera augljóst að íslendingar geta því aðeins átt veiðirétt utan 200 mílnanna að þessar veiðar séu nýttar Onundur Ásgeirsson af þeim. Tillögur Tvíhöfðanefndar- innar ganga í þveröfuga átt. Þar er gert ráð fyrir áframhaldandi fram- sali á kvótum og að stærstu og öflug- ustu skipin séu notuð til að veiða** innan 200 mílnanna. Bæði útgerðir og skipstjórnarmenn telja það skyldu sína að veiða sem mest innan 200 mílnanna, því að annars myndu skip- in ekki veiða allan kvótann. Því kepp- ast þessar útgerðir við að kaupa upp kvóta og hafa sumar útgerðir náð þvi að viðhalda kvótanum í magni, þrátt fyrir um 50% niðurskurð á út- hlutuðum kvótum. Þetta þýðir, að hvert skip verður að nota miklu meir en áður eða nota verður fleiri skip til að ná sama aflamagni. Hvort tveggja þýðir aukna sókn á miðin og aukna eyðileggingu á fískislóðum. Að þessu er óhjákvæmilega stefnt með tillögum T-nefndarinnar. Stefn- an er ábyrgðarlaus. Stórútgerð og atvinnuleysi Togaraútgerð hefir lagst af í fjöl- mörgum byggðarlögum. Atvinnu- TUvísanir og kostnaður í heilbrigðiskerfinu eftir Ingimar Sigurðsson Að undanförnu hafa orðið miklar umræður og töluverð blaðaskrif um svokallað tilvísanakerfi í heilbrigð- isþjónustunni, en með breytingum á almannatryggingalögum, sem sam- þykktar voru fyrir áramót, er heil- brigðisráðherra fengin heimild til þess að kveða á um tilvísanir frá heimilislæknum til sérfræðinga eigi sjúkratryggingar að taka þátt í kostnaði við starfsemi sérfræðinga. Ákvæði um tilvfsanir voru áður í lög- um um almannatryggingar, en voru afnumin 1989, enda hafði ekki verið starfað eftir beim í 5 ár. Aldrei hafa verið í lögum hér á landi ákvæði um svokallaða „tilvísunarskyldu" eins og sumir hafa kosið að nefna tilvísana- kerfið. Því síður hafa verið í lögum ákvæði sem takmarka rétt einstakl- inganna til að njóta þjónustu lækna. Samkvæmt íslenskum heilbrigðislög- um, sem og venjum er mótast hafa varðandi framkvæmdina, getur hver og eínn leitað sér lækninga hjá þeim lækni, sem hann kýs. í lögum um heilbrigðisþjónustu, sbr. lög nr. 97/1990, með síðari breytingum, sem er einn þáttur þess sem/kallað er heilbrigðislöggjöf, er íflað um þjónustuna, í hverju hún skuli fólgin, hver beri ábyrgð á fram- kvæmdinni og hverjir annist hana. Um er að ræða skyldu heilbrigðisráð- herra að sjá til þess að íbúar lands- ins njóti þeirrar þjónustu, sem lögin kveða á um. í heilbrigðisþjónustulög- um er ekki fjallað um greiðslur al- mennings fyrir þjónustuna, enda er það ekki hlutverk þeirra laga. Um greiðslur er hins vegar fjallað í al- mannatryggingalögum, sbr. lög nr. 67/1971, með síðari breytingum. „Ég tel hins vegar fyllstu ástæðu til þess að stjórnvöld sjái til þess, eftir því sem kost- ur er, að samskipti hefj- ist í sem flestum tilvik- um hjá hlutaðeigandi fjölskyldulækni og þar sem lögum samkvæmt hefur verið ákveðið að heilsugæsla, sem er sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er utan sjúkra- húsa, skuli veitt á heilsugæslustöðvum, tel ég að veita beri frumþjónustu þar." Fræðilega skiptist heilbrigðislögg- jöf í fernt: 1. Lög um þjónustuna (heilbrigðis- þjónustulög). 2. Lög um greiðslur almennings fyrir þjónustuna (almanna- tryggingalög). 3. Lög um framkvæmd og gæði þjónustunnar (lög um heilbrigð- isstéttir). 4. Lög, sem takmarka sjálfsá- kvörðunarrétt einstaklinganna (lög um smitsjúkdóma, áfengis- og fíkniefnavarnir, tóbaksvarnir o.s.frv.). Samkvæmt ofanrituðu ber að va- rast að rugla saman, annars vegar aðgengi að þjónustunni og hins veg- ar stýringu á þjónustustig með þátt- töku hins opinbera í kostnaði við þjónustuna. Þótt rétturinn til þess að leita til hvaða læknis sem er sé ótvíræður, er ekki þar með sagt að. hið opinbera greiði fyrir læknisþjón- ustuna alla með sama hætti. Alls staðar, þar sem heilbrigðisþjónusta er rekin með skipulögðum hætti, hafa verið teknar ákvarðanir um ein- hvers konar stýringu til þess að halda kostnaði hins opinbera niðri, m.a. hér á landi. Sú skylda hyílir t.d á Heyrn- ar- og talmeinastöð íslands að útvega heyrnartæki. Öllum er hins vegar heimilt að kaupa heyrnartæki hvar og hvenær sem er en hið opinbera tekur eingöngu þátt í þeim kaupum ef þau eru gerð í samræmi við regl- ur Heyrnar- og talmeinastöðvarinn- ar.Önnur tæki verður að greiða að fullu. Sama má segja um ýmis hjálp- artæki, sem Tryggingastofnun ríkis- ins greiðir með einu eða öðru móti. Ákveði heilbrigðisráðherra sam- kvæmt almannatryggingalögum að taka upp tilvísanakerfi „beinist" til- vísunin að kostnaðinum. Hér er því eingðngu um að ræða tæki til fjár- málastjórnunar, en snertir ekki rétt- inn til að leita þjónustu að vali. Því er ekki að neita að ýmsir Ieggja að líku aðgengi að þjónustunni og greiðslum hins opinbera fyrir þjón- ustuna. Ef rekja ætti þau mál áfram með hliðsjón af svokallaðri jafnræð- isreglu væri ekki síður ástæða til að benda á það ójafnræði, sem annars vegar ríkir gagnvart sjúkrahúsakerf- inu, þar sem öll þjónusta er ókeypis, sbr. 41. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og hins vegar annarri læknisþjónustu, sem einstaklingur- inn þarf að greiða fyrir, a.m.k. að hluta til, sbr. 43. gr. sömu laga. Þannig þarf maður, sem lagður er inn á sjúkrahús ekkert að greiða fyrir þá þjónustu, sem sá sem hlið- stæða þjónustu fær, t.d. hjá sérfræð- ingi utan sjúkrahúss, þarf að greiða fyrir, jafnvel svo nemur tugum þús- unda. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um misháar greiðslur eftir því hvort leitað er til heilsugæslustöðva og heimilislækna eða til sérfræðinga. Með breytingum, sem tóku gildi í janúar sl, er munurinn verulegur og miklu meiri en áður var. Bendir margt til þess að með þessari aðgerð einni megi búast við fjölgun þeirra, sem leita þjónustu heilsugæslu- stöðva, ekki vegna þess að þeir ætli sér að fá tilvísun á sérfræðing, held- ur vegna þess að stöðvarnar geta veitt þjónustuna. Hér ræður ekki ein- göngu hver læknirinn er heldur og yfir hvaða búnaði heilsugæslan hefur að ráða. Á síðustu árum hefur verið unnið ötullega að því að tækjavæða heilsugæsluna í Reykjavík og þeirri stefnu fylgt að tækjavæða nýjar stöðvar um leið og þær eru teknar í notkun. Flestir heilsugæslulæknar eru með sérmenntun í heimilislækn- ingum, sem er sambærilegt og jafn- langt nám og í öðrum sérgreinum læknisfræðinnar. Þannig hefur heil- sugæslan bæði yfir að ráða þekkingu og tækjabúnaði. Ekki ætla ég mér að leggja dóm á réttmæti tilvísanakerfis og því síð- ur á nauðsyn þess að koma þvf á fót. Ég tel hins vegar fyllstu ástæðu til þess að stjórnvöld sjái til þess, eftir því sem kostur er, að samskipti hefjist í sem flestum tilvikum hjá hlutaðeigandi fjölskyldulækni og þar sem lögum samkvæmt hefur verið ákveðið að heilsugæsla, sem er sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er utan sjúkrahúsa, skuli veitt á heilsugæslu- stöðvum, tel ég að veita beri frum- þjónustu þar. Eins og áður segir er svokallað tilvísanakerfi fyrst og fremst hugsað sem stjórntæki til að halda niðri kostnaði hins opinbera við rekstur sjúkratrygginga. Það er ljóst að verði ekki gripið til viðeigandi ráðstafana heldur þessi kostnaður áfram að vaxa og verður þjóðinni óviðráðan- legur innan tíðar. Það er samdóma álit þeirra sem best til þekkja, og skal þar m.a. bent á eérfræðinga Evrópuráðsins, að hæpið sé að hægt verði að draga verulega úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðis- og al- mannatryggingakerfið á komandi árum. Hátæknilækningar, s.s. hjartaskurðlækningar og krabba- meinslækningar, og þjónusta við fleiri og eldri einstaklinga kallar á verulega fjármuni, sem við ríkjandi aðstæður verða ekki fengnir eftir öðrum leiðum en að skera kostnað niður annars staðar. Það er ekki bara hér á landi sem heilbrigðisráð- herra reynir að spyrna við fótum. Þannig er gjörbreytt stefna í þessum málum, bæði í Skandinavíu og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin, er miðar að því að halda niðri kostnaði í velferðarkerfinu. Þannig tekur þýska heilbrigðiskerfið ekki sama þátt í kostnaði við ýmiskonar heilsu- bótarstarf og áður svo sem „heilsu- kúrum", nema um ótvíræða lækn- ingastarfsemi sé að ræða. Vel má gagnrýna þær leiðir sem heilbrigðisráðherra hefur valið til að halda kostnaði í skefjum. „Allt orkar tvímælis þá er gert er" mælti Njáll á Bergþórshvoli forðum. Sýnum heil- brigðisráðherra skilning í þessu erfiða en nauðsynlega verki og víst er að „eigi veldur sá er varar annan" eins og segir í Hrafnkelssögu Freysgoða. Höfundur er forstjórí heilsugæslunnar í Reykjavík ^ffi Tæknival 1983 ¦ 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.