Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 r Hestadagar Fáks og Sunnlendinga í Reiðhöllinni Og þá var kátt í höllinni Hestar Valdimar Kristinsson ÞRIÐJU og síðustu hestadagar ársins voru haldnir í Reiðhöllinni um helgina. Hestamannafélagið Fákur og sunnlenskir hestamenn stóðu saman að sýningunni nú í annað sinn. Boðið var upp á þrjár sýningar og var að heita má troð- fullt öll kvöldin og mikil stemm- ing meðal sýningargesta. Aðsókn að þeim hestadögum sem haldnir hafa verið helgina sem sýning stóðhestastöðvarinnar er haldin hefur alltaf verið vel sótt enda kemur mikill fjöldi hestaunnanda utan af landi á stöðina og fer þá gjarnan á laugardagssýninguna. Líkast til hafa margir farið ánægðir heim að loknum sýningun- um eftir að hafa barið augum mik- ið gæðingaval þar sem stóðhestarn- ir stálu senunni. Það voru venjuleg- ir útreiðarkallar úr Fáki sem riðu á vaðið með hópsýningu en segja má að þeir Kolfinnur frá Kvíarhóli og Hektor frá Akureyri hafi gefið tóninn með stórglæsilegum dúett. Er hreint ótrúlegt gangrýmið í Kolf- inni á.tölti auk þess sem hann er prýðilega vakur og Hektor með sína kappreiðaferð á brokki. Sigurður Sæmundsson brást ekki venju frem- ur þegar hann sýndi nýútskrifaðan smalahund sinn, hann Sokka, smala nokkrum ám, sem hann kom einnig með sér austan úr Holtsmúla og að ógleymdum nýjum vinnumanni sem er all nokkru hærri en Sigurð- ur. Virtist sem Sigurður sem er tæplega meðalmaður á hæð næði honum rétt ríflega í nafla. Og með- an Sigurður og Sokki sýndu listir sínar sagði Sigurður nokkrar skemmtisögur að eigin hætti. Þá var Sigurbjörn Bárðarson með tvö atriði; í hinu fyrra mætti hann með hindrunarstökksgarpinn Hæring Kolfinnur frá Kvíarhóli og Vignir Siggeirsson sýndu afburðagóð til- þrifáöllumsýningumendaklárinn hátt dæmdur fyrir hæfileika og í góðu formi og Vignir snjall knapi. sem nú er kominn á efri ár og sýndi hann í hlutverki lögreglu- hests eins og tíðkast erlendis. Sá gamli reyndist taugasterkur með Sigurður Sæmundsson og Sokki snúast hér í kringum ærnar, þótt Sigurður hafi verið upptekinn af verkefninu gaf hann sér tíma til að segja nokkrar skemmtisögur. Sigurbjörn og Vídalín á flugaferð. afbrigðum og lét sér hvergi bregða þó skotið væri úr haglabyssu rétt fyrir framan nefið á honum. í seinna atriðinu var hann á Vídalín 'frá Sauðárkróki, athygliverðum Gáska- syni. Sýndu þeir létta fimiæfinga- sveiflu samanfléttaða við ágæta tölt- og brokksýningu og góðan skeiðsprett í lokin. Stóðhestarnir Náttfari frá Ytra- Dalsgerði og Ófeigur frá Flugumýri komu fram með afkomendum sín- um. Sýndir voru þrír ættliðir undan Ófeigi en Náttfari mætti með nokkrum hraðfleygum vekringum og fór mikinn sjálfur 23 vetra gam- all. Eru nú líklega að fullu þagnað- ar þær raddir að honum hafi verið ofgert á Vindheimamelum '74 þeg- ar hann sló svo eftirminnilega í gegn. Ekki er hægt að skilja svo við sýningaratriðin að ekki sé getið framlags átta Fákskvenna sem voru með vel útfærða töltsýningu sem Hafliði Halldórsson hafði sett sam- an og stjórnaði. Þar voru saman- komnir góðir töltarar og fagrar konur semkunna að höndla slíka glæsifáka. Á síðustu sýningunni var þeinf öllum afhentir blómvendir í sellofanpappír sem þær verðskuld- uðu vel en þegar þær riðu af stað og byrjaði að skrjáfa í pappírnum var eins og handsprengju hefði ver- ið hent inn í hópinn og allt varð vitlaust en þá sýndu þessar elskur Stóðhestastöðin í Gunnarsholti Svartur með hæstu einkunn frá upphafi í DÆMIGERÐU stóðhesta- stöðvarveðri, rigningu og roki, var árleg sýning stöðvarinnar haldin á laugardag þar sem fimmtán hestar af stöðinni komu fram en álján voru dæmd- ir á þriðjudag í síðustu viku. Auk þeirra komu fram nokkrir hestar sem ekki teflast stöðvar- hestar en hafa verið í tamningu og þjálfun hjá tamningamönn- unum þeim Eiríki Guðmunds- syni og Þórði Þorgeirssyni. Þrátt fyrir leiðindaveður komu folarnir ótrúlega vel fyrir og skil- uðu vel sínu hlutverki. Af frammi- stöðu margra þeirra má fullyrða að ekki hafi verið ofgefið á þriðju- dag en dómurinn var opinn sem kallað er á laugardeginum og hækkuðu nokkrir þeirra í einkunn fyrir hæfileika. Svartur frá Unalæk hlaut hæstu einkunn að þessu sinni, 8,44, og er þar með kominn í hóp hæst dæmdu hesta landsins en þetta er hæsta aðaleinkunn sem gefin hef- ur verið á stöðinni frá upphafi. Hlaut hann 9,0 fyrir skeið, stökk og vilja en 8,5 fyrir önnur atriði. Fyrir byggingu hlaut hann 8,18 en þar standa allar einkunnir í átta nema 8,5 fyrir háls, herðar, bóga og hófa. Stóðhestar með svo jafnar og góðar einkunnir eru verðmætir fyrir ræktunina og kall- ast með réttu kynbótagripir. Af þeim níu fimm vetra hestum sem komu fram eru flestir mjög álitleg- ir. Gassasonurinn Gnýr frá Hrepp- hólum, rúmur og hágengur töltari með sömu byggingareinkunn og Svartur, varð í öðru sæti með 8,14. Hlaut hann meðal annars 9,0 fyrir tölt. Gumi frá Laugarvatni varð þriðji, einnig með 8,18 fyrir bygg- ingu, fékk 9,0 fyrir háls og herðar og fótagerð en 7,5 fyrir höfuð og réttleika. Þess má til gamans geta að meðan þeir Gumi og Svartur voru að spóka sig á brautinni í Gunnarsholti kastaði Glíma frá Laugarvatni, móðir Guma, folaldi undan Svarti. Einnig má nefna Ljórasynina þá Dug frá Mos- fellsbæ og Blæ frá Kjarnholtum en þeir eru báðir mjög álitlegir. Hálfbróðir þeirra, Fengur frá Stokkseyri, fékk geldingadóm þegar dómarar gáfu honum 6,5 fyrir réttleika.' Snældu-Blesason- urinn Bokki frá Akureyri hækkaði sig í 8,5 fyrir fegurð í reið. Svartur hækkaði sig úr 8,5 í 9,0 fyrir skeið á sýn- ingunni á laugardag, knapi er Þórður Þorgeirsson. Gnýr frá Hrepphólum fékk 9,0 fyrir tölt sem er býsna gott hjá fimm vetra hesti, knapi er Eiríkur Guðmundsson. Þorri frá Þúfu fetaði í fótspor föður síns og stóð efstur fjögra vetra hesta, knapi er Eiríkur Guð- mundsson. Galdur frá Sauðárkróki sýndi góð skeiðtilþrif enda vel rúmur og hörku vihugur með 9,5 fyrir vilja, knapi er Eiríkur Guðmundsson. Fjármagn til franitíi hagstceð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARS JOÐUR ^W Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 9990 fax:6299 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.