Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 23 Dagpeningakostnaður samgönguráðuneytisins Meirihluti greiðslna til starfsmanna Vegagerðar FERÐA- og dagpeningakostn- aður samgönguráðuneytisins var alls tæpar 134 milljónir króna á síðasta ári. I fyrir- spurnatíma á Alþingi í síðustu viku kom fram að af 368 ein- staklingum, sem fengu meira en 400.000 krónur í dagpeninga frá ríkinu á síðasta ári, voru 149 á vegum samgönguráðu- neytisins. Þarna er einkum um starfsmenn Vegagerðarinnar að ræða, en dagpeningagreiðsl- ur til þeirra námu tæplega 83 milljónum á síðasta ári, þar af voru 74 milljónir vegna uppi- halds innanlands. Að sögn Rúnars Guðjónssonar í samgönguráðuneytinu var mest- ur hluti ferða- og dagpeninga- greiðslna vegna reglubundinna verkefna stofnana ráðuneytisins. Hjá Flugmálastjórn eru ferða- og dagpeningagreiðslur einkum vegna ferða á fundi með flug- málayfirvöldum annarra landa og vegna eftirlits með flugvöllum innanlands. Hluti greiðslnanna er vegna B-hluta Flugmálastjórnar, sem snýr að samstarfi við ICAO, alþjóðasamtök flugmálastjórna. Sá kostnaður er færður sem fjár- festingarkostnaður vegna nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar, þar með talið dagpeningagreiðslur til starfsmanns, sem dvaldi erlendis þrjár vikur af hverjum fjórum á síðasta ári við hönnun fluggagna- kerfis. ICAO greiðir 80% af kostn- aði við B-hlutann. Hjá Vita- og hafnarmálaskrif- Ferða- 09 dagpeningakostnaður Dagpeningar, mna ostn. Dagpeningar Ferðakostn. innanlands erlendis erlendis Flugmálastjórn 3.338.000 -þarafB-nluti 413.000 1.801.000 39.000 15.985.000 5.548.000 9.327.000 1.968.000 Vita- og hafnarmál 516.000 527.000 719.000 472.000 Vegagerðin 74.048.000 4.706.000 8.905.000 3.050.000 Ferðamálaráð 512.000 129.000 1.471.000* Samgönguráðun., aðalskrifstofa 374.000 336.000 1.927.000 2.514.000 HeimHd: Samgönguráðuneytið * ÖsunduriiSuð samtala ferða- og dagpaníngakostnaðar stofu voru dagpeningagreiðslur einkum vegna funda erlendis með hafnarmálayfirvöldum, einstaka námsferða og eftirlitsferða vegna hafnarframkvæmda innanlands. Kostnaður vegna Ferðamála- ráðs var vegna ferðakostnaðar þeirra fimm fulltrúa í ráðinu, sem skipaðir eru af ráðherra, vegna samskipta við ferðamálaráð er- lendis og vegna ferða á ferða- málasýningar. Eftirlitsmenn Vegagerðar með 800.000 í dagpeninga Greiðslur vegna Vegagerðar- innar eru mikill meirihluti dagpen- inga- og ferðagreiðslna á vegum samgönguráðuneytisins, eða alls tæplega 91 milljón króna. Að sögn Rúnars eru greiddar 74 milljónir í dagpeningakostnað innanlands, einkum vegna eftirlitsmanna Vegagerðarinnar, sem eru stund- um við eftirlit úti á landi allt sum- arið og geta þá fengið 800-900 þúsund krónur í dagpeninga, en þeir þurfa sjálfir að greiða uppi- hald. Einnig er nokkuð um ferðir starfsmanna Vegagerðarinnar til umdæmisskrifstofa. Helmingur dagpeninga- og ferðakostnaðar Vegagerðarinnar erlendis var vegna námsferða. Kostnaður aðalskrifstofu sam- göngumálaráðuneytisins vegna dagpeninga og ferðalaga innan- lands er einkum vegna fulltrúa í nefndum ráðuneytisins, sem þurfa að sækja fundi í Reykjavík utan af landi. Kostnaður vegna ferða erlendis er að stórum hluta vegna undirbúnings gildistöku Evrópska efnahagssvæðisins, en einnig vegna reglubundins samstarfs í samgöngu- og fjarskiptamálum á norrænum og evrópskum vett- vangi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stjórn Viðlagatryggingar íslands Aftari röð frá vinstri: Gísli Ólafs- son, Geir Zoega og Úlf ar Thorodd- sen. Fremri röð frá vinstri: Ingi R. Helgason, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Alexander Stefánsson. Á innfelldu myndinni tekur Ólafur Lárusson við styrknum úr hendi Geirs Zoega. Styrkur til upp- græðslu í Eyiuni Vestmannaeyjum. VIÐLAGATRYGGING íslands hélt aðalfund sinn um borð í Her- jólfi á leið til Eyja fyrir skðmmu. Á fundinum var samþykkt að veita 2,5 miUjóna króna styrk til upp- græðslu í Vestmannaeyjum. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, for- maður stjórnar Viðlagatryggingar, sagði að stjórninni hafi þótt það vel við hæfi að halda aðalfund sinn í Eyjum þar sem 20 ár væru frá eld- gosinu á Heimaey og Viðlagatrygg- ing væri arftaki Viðlagasjóðs sem stofnaður var í gosinu til að bæta Eyjamönnum það tjón sem af gosinu hlytist. Guðmundur sagði að Viðlaga- trygging hefði heimild til að taka þátt í fyrirbyggjandi starfi og með því að veita styrk til uppgræðslu í Vestmannaeyjum væri verið að vinna fyrirbyggjandi starf því árlega hefðu orðið miklar skemmdir í Eyjum af völdum vikurfoks úr Eldfelli. Guð- mundur sagði að Viðlagatrygging hefði einnig veitt 2,5 milljóna styrk til uppgræslustarfsins í Eyjum á síð- asta ári en þá hefði Vestmannaeyja- bær lagt 10 milljónir til uppgræðslu í Eldfelli. Geir Zoéga, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, afhenti Ólafi Lárussyni, bæjarfulltrúa, styrkinn að lpknum aðalfundinum og þakkaði Ólafur fyrir hönd bæjarins. Grímur Vorskernmtun í Ommu Lú á föstudagskvöldum. 3ja rétta kvöldverður ásamt skemmtiatriði og dansleik til kl. 03:00 á kr. 1993. Verður einungis til 11. júní n.k. FÖSTUDAGSGESTIR 1995 næstu föstudagskvöld: j=5. sr tiMk^él®^ KRÓNUR EGIU ÓI.AFSSON OG JÓNAS ÞÓRIR föstudaginn 14. maf BOGOMII, FONT (in person) föstudagana 21. maí og 4. júní SlGRÚN HjÁI,MTÝSDÓTTIR(Diddú) föstudaginn 28. maí Bergþór Pálsson, Egill Ólafsson ~- OG TÓNASÞÓRIR miðvikudaginn 19. maf og föstudaginn 11. júní ískisúpa meá stórri hörpuskel og gulrótar-lmguini. Andaconfit með fersku salati og skmepssósu. Reyktur lax í kartöflutertu og graslauksrjóma. Gnocchi pasta með parmesan-rjómasósu og pesto. (Æaíré//ir Grillaður nautahryggsvöðvi hjúpaður villisveppum. • Steiktar grísalundir í netju méð rosmarin sveppafyUingu. Pönnusteiktur silungur með sætri paprikusósu. Kalkúnabringa „Tryska". Ofíirr&ííir Marquise súkkulaðiterrine. Skoskur vanillubúðingur með hunangskökum. Pönnukaka með brómberjum og vanilluís. Matreixíéhumiótari, Haukur VuJLidon Boráapantanir í síma 689-686
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.