Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 23 Dagpeningakostnaður samgönguráðuneytisins Meirihluti greiðslna til starfsmanna Vegagerðar Ferða- 09 dagpeningakostnaður " á samgonguraðuneytisins 1992^ Dagpeningar .FerðSfostn. Dagpeningar Ferðakostn. innanlands innanlands erlendis erlendis Flugmálastjóm 3.338.000 1.801.000 15.985.000 9.327.000 -þar af B-hluti 413.000 39.000 5.548.000 1.968.000 Vita- og hafnarmál 516.000 527.000 719.000 472.000 Vegagerðin 74.048.000 4.706.000 8.905.000 3.050.000 Ferðamálaráð 512.000 129.000 1.471.000* Samgönguráðun., aðalskrifstofa 374.000 336.000 1.927.000 2.514.000 HeMd: SamgönguwCuneytið • Ósundurliöuð samtala ferða- og dagpeningakostnaðar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stjórn Viðlagatryggingar íslands. Aftari röð frá vinstri: Gísli Ólafs- son, Geir Zoega og Úlfar Thorodd- sen. Fremri röð frá vinstri: Ingi R. Helgason, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Alexander Stefánsson. A innfelldu myndinni tekur Ólafur Lárusson við styrknum úr hendi Geirs Zoega. Styrkur til upp- græðslu í Eyjum FERÐA- og dagpeningakostn- aður samgönguráðuneytisins var alls tæpar 134 milljónir króna á síðasta ári. I fyrir- spurnatíma á Alþingi í síðustu viku kom fram að af 368 ein- staklingum, sem fengu meira en 400.000 krónur í dagpeninga frá ríkinu á síðasta ári, voru 149 á vegum samgönguráðu- neytisins. Þarna er einkum um starfsmenn Vegagerðarinnar að ræða, en dagpeningagreiðsl- ur til þeirra námu tæplega 83 milljónum á síðasta ári, þar af voru 74 milljónir vegna uppi- halds innanlands. Að sögn Rúnars Guðjónssonar í samgönguráðuneytinu var mest- ur hluti ferða- og dagpeninga- greiðslna vegna reglubundinna verkefna stofnana ráðuneytisins. Hjá Flugmálastjórn eru ferða- og dagpeningagreiðslur einkum vegna ferða á fundi með flug- málayfirvöldum annarra landa og vegna eftirlits með flugvöllum innanlands. Hluti greiðslnanna er vegna B-hluta Flugmálastjórnar, sem snýr að samstarfi við ICAO, alþjóðasamtök flugmálastjórna. Sá kostnaður er færður sem fjár- festingarkostnaður vegna nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar, þar með talið dagpeningagreiðslur til starfsmanns, sem dvaldi erlendis þtjár vikur af hveijum fjórum á síðasta ári við hönnun fluggagna- kerfis. ICAO greiðir 80% af kostn- aði við B-hlutann. Hjá Vita- og hafnarmálaskrif- stofu voru dagpeningagreiðslur einkum vegna funda erlendis með hafnarmálayfirvöldum, einstaka námsferða og eftirlitsferða vegna hafnarframkvæmda innanlands. Kostnaður vegna Ferðamála- ráðs var vegna ferðakostnaðar þeirra fimm fulltrúa í ráðinu, sem skipaðir eru af ráðherra, vegna samskipta við ferðamálaráð er- lendis og vegna ferða á ferða- málasýningar. Eftirlitsmenn Vegagerðar með 800.000 í dagpeninga Greiðslur vegna Vegagerðar- innar eru mikill meirihluti dagpen- inga- og ferðagreiðslna á vegum samgönguráðuneytisins, eða alls tæplega 91 milljón króna. Að sögn Rúnars eru greiddar 74 milljónir í dagpeningakostnað innanlands, einkum vegna eftirlitsmanna Vegagerðarinnar, sem eru stund- um við eftirlit úti á landi allt sum- arið og geta þá fengið 800-900 þúsund krónur í dagpeninga, en þeir þurfa sjálfir að greiða uppi- hald. Einnig er nokkuð um ferðir starfsmanna Vegagerðarinnar til umdæmisskrifstofa. Helmingur dagpeninga- og ferðakostnaðar Vegagerðarinnar erlendis var vegna námsferða. Kostnaður aðalskrifstofu sam- göngumálaráðuneytisins vegna dagpeninga og ferðalaga innan- lands er einkum vegna fulltrúa í nefndum ráðuneytisins, sem þurfa að sækja fundi í Reykjavík utan af landi. Kostnaður vegna ferða erlendis er að stórum hluta vegna undirbúnings gildistöku Evrópska efnahagssvæðisins, en einnig vegna reglubundins samstarfs í samgöngu- og fjarskiptamálum á norrænum og evrópskum vett- vangi. Vestmannaeyjum. VIÐLAGATRYGGING íslands hélt aðalfund sinn um borð í Her- jólfi á leið til Eyja fyrir skömmu. Á fundinum var samþykkt að veita 2,5 milljóna króna styrk til upp- græðslu í Vestmannaeyjum. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, for- maður stjórnar Viðiagatryggingar, sagði að stjórninni hafi þótt það vel við hæfi að halda aðalfund sinn í Eyjum þar sem 20 ár væru frá eld- gosinu á Heimaey og Viðlagatrygg- ing væri arftaki Viðlagasjóðs sem stofnaður var í gosinu til að bæta Eyjamönnum það tjón sem af gosinu hlytist. Guðmundur sagði að Viðlaga- trygging hefði heimild til að taka þátt í fyrirbyggjandi starfi og með því að veita styrk til uppgræðslu í Vestmannaeyjum væri verið að vinna fyrirbyggjandi starf því árlega hefðu orðið miklar skemmdir í Eyjum af völdum vikurfoks úr Eldfelli. Guð- mundur sagði að Viðlagatrygging hefði einnig veitt 2,5 milljóna styrk til uppgræslustarfsins í Eyjum á síðT asta ári en þá hefði Vestmannaeyja- bær lagt 10 milljónir til uppgræðslu í Eldfelli. Geir Zoega, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, afhenti Ólafi Lárussyni, bæjarfulltrúa, styrkinn að loknum aðalfundinum og þakkaði Ólafur fyrir hönd bæjarins. Grímur Vorskemmtun í Ömmu Lú á föstudagskvöldum. 3ja rétta kvöldverður ásamt skemmtiatriði og dansleik til kl. 03:00 á kr. 1993. Verður einungis til 11. júní n.k. Krónur m Föstudagsgestir 1995 næstu föstudagskvöld ^ Jori'éílir dskisúpa með stórri hörpuskel og gulrótar-linguini, Andaconfit með fersku salati og sinnepssósu. ^ Reyktur lax í kartöflutertu og graslauksrjóma. Gnocchi pasta með parmesan-rjómasósu og pesto. Grillaður nautahryggsvöðvi hjúpaður vilhsveppum. Steiktar grísalundir í netju með rosmarin sveppafyllin^ Pönnusteiktur silungur með sætri paprikusósu. Kalkúnabringa „Tiyska". Egiee Oeaesson OG Jónas Þórir föstudaginn 14. maf BOGOMIE FONT (in person) föstudagana 21. maí og 4. júní SlGRÚN Fí JÁEMTÝSDÓTTIR (Diddú) föstudaginn 28. maí Bergþór Páesson, Egiel Óeaesson OG TÓNAS ÞÓRIR miðvlkudaginn 19. maí og íöstudaginn 11. júní öfíirréiíir Marquise súkkulaðiterrine. Skoskur vanillubúðingur með hunangskökum Pönnukaka með brómberjum og vanilluís. MatreSálumeLftari, Haukur VSLkton Boráapantanir í síma 689-686 \ \ \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.