Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 17

Morgunblaðið - 11.05.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1993 17 leysi er komið upp í 7.500 manns, en ekki er upp gefið hversu margt þessa fólks hefir unnið við fiskveiðar eða fiskvinnslu. Stjómvöld hafa ekki bent á nein úrræði til að mæta þess- um vanda, en áfram er haldið að byggja upp stórútgerðir og kaupa stór skip sem rekin eru með bullandi tapi. Augljósasta og jafnframt auð- veldasta leiðin væri að nýta t.d. 30 stóra togara til veiða utan 200 míln- anna, en afli þeirra myndi vera hrein aukning á útflutningsverðmæti landsins. Nóg er til af skipum til að veiða kvóta þessara skipa á grunn- slóð innan 200 mflnanna og gæti afli þeirra gengið til fiskvinnslu- stöðva í landi og þar með bætt úr atvinnuleysi í mörgum byggðarlög- um. Að þetta skuli ekki þegar hafa verið gert er aðeins óafsakanlegt stjómleysi. T-nefndin lítur algerlega fram hjá þessum atriðum. Frystitogarar og EES Mikil áherzla var lögð á það í umræðunni um inngöngu í EES, að með því fengist aðgangur að nýjum tollfijálsum mörkuðum fýrir fullunn- ar sjávarafurðir í neytendaumbúðum. Framkvæmdin við fiskveiðastefnuna er allt önnur. Lögð er áherzla á að kaupa dýr vinnsluskip, sem framleiða fryst flök fyrir erlendar fiskvinnslu- stöðvar, til pakkningar í neytend- aumbúðir, og með þessum hætti er öll atvinna við slíka vinnslu flutt úr landi. Þetta er afturför um 40 ár, en þá áttu íslendingar fmmkvæðið að uppsetningu slíkra vinnslustöðva í Ameríku og síðar í Evrópu. Það em mikil bágindi að þurfa að hlíta slíkri stjórnunarstefnu. í raun hefðu út- gerðarmenn sjálfir, þ.e. LÍÚ, átt að hafa frumkvæði að úrvinnslu á fram- leiðslusvömm frystitogaranna. Samningar við EES Lýsing skýrslunnar á samningum við EES er mjög sérkennileg og sýn- ir tvískinnung T-nefndarinnar. Þar er lögð megináherzla á spamað við inngöngu í EES og sýndir tollar nú og tollar miðað við inngöngu í EES á þeim tegundum sjávarfangs, sem „bókun 6“ frá 1972 tók ekki til. Hins- vegar er ekki sagt, hver spamaður er af beinum samningvm við EB skv. bókun 6, sem er margfalt stærri flár- hæð, en vísað er til Viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Þar á bæ höfðu menn enga hug- mynd um þessa tilvitnun í skýrslu T-nefndarinnar, en í ljós kom, að starfsmaður þar, Haraldur Aspelund, hafði í október 1992 tekið saman í sérrriti yfirlit um EES-samninginn eftir að aðildarumsókn hafði veri lögð fram, þótt ekki kæmi það fram opin- berlega í umræðum. Feluleikur þessi minnir á aðferð strútsins, eins og framhald T-nefndarinnar. Auðvitað átti T-nefndin að greina grein fyrir stöðu þessara mála í heild. Samkvæmt Viðskiptaskrifstofunni er tollur til EES fyrir saltfisk og söltuð flök nú um 26% af heildar- útflutningi til EES, sem samsvarar um einum milljarði króna á ári und- anfarin 4 ár. Þessir tollar áttu að falla niður skv. samningum við EES, en frágangur samningsins verður stöðugt fjarlægari, þar sem stöðugt koma í Ijós fleiri og fleiri ágallar samningsins, sem ekki eru aðgengi- legir fyrir íslendinga, og er nú svo komið að ólíklegt er að á hann verði fallizt endanlega, þegar öll kurl eru komin til grafar. Utanríkisráðuneytið hefir ekki gert neitt til að taka upp viðræður um bráðabirgðalausn þess- ara tollamála við EES vegna dráttar á samþykkt samningsins, svo sem eðlilegt hefði verið, og þannig ber það fyrst og fremst ábyrgð á þessum tollagreiðslum. Þannig kom það í ljós við gjaldþrot Borgeyjar á Höfn í Homafirði, að félagið hafði þurft að greiða 20% tolla af saltfíski seldum til EES-svæðisins. Þróunarsjóður og auðlindaskattur Þróunarsjóður sjávarútvegsins skal fá 4 milljarða framlag úr ríkis- sjóði auk eigna annarra sjóða, sem hann yfírtekur. Allar tekjur og eign- ir þróunarsjóðsins skulu ganga til úreldingar á fískiskipum og fram- leiðslutækjum í fiskiðnaði til ágúst- loka 1996. „Þá er samkomulag um að frá og með því fískveiðiári, sem hefst þann 1. september 1996, skuli innheimt gjald af úthlutuðu aflamarki. Upp- hæð þessi skal miðuð við að sjóður- inn geti.staðið undir skuidbindingum þeim, sem hann tekur á sig.“ Þannig er ekki um neinn auðlinda- skatt eða veiðigjald að ræða lengur, en skv. tillögum Alþýðuflokksins átti þetta gjald að skila ótöldum milljörð- um í ríkissjóð til að rétta af slæma stöðu hans. Þar fór nú glansinn af, því að nú skulu þessir fjármunir ganga til útgerðar og fískvinnslu, til eftirgjafar á fjármálasukki þessarra aðila á liðnum tíma, sem stafað hafa af vanstjóm þessara mála, svo sem enn er í gildi. Sennilega munu þorsk- veiðar skomar niður með næsta kvótaári 1. septmeber nk. í 150.000 þorsktonn og þá vera þriðjungur þess, sem upphaflega var miðað við, þegar kvótaúthlutanir hófust 1984. Afleikirnir eru allt of margir. Þjóð- félagið er orðið mát, og það fyrir löngu, þótt illa gangi ráðamönnum að átta sig á stöðunni. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS. Aðalfundur Minnum á aðalfund Vinnuveitendasambands Islands í dag, þriðjudaginn 11. maí og hefst hann ki. 12.00 skv. áður auglýstri dagskrá. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi. Fundarstaður: Hótel Saga, Súlnasalur. Fyrirtæki og félagasamtök í Revkj avík Styrkir tíl nýrra viðfangsefna Atvinnumálanefnd Reykjavíkur lýsir hér með eftir hugmyndum um ný viðfangsefni fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykj avíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgarhagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 28. maí næstkomandi. Atvinnumálanefnd Reykj avíkur Gísli B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.